Alþýðublaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 2
Bifvélavirkjar Varnarliðið óskar að ráða 4 bifvélavirkja, eða menn vana bifvélavirkjun. Upplýsingar veitir Ráðningarskrifstofa Varnarmáladeildar. Simi 92-1973. Frá skólum Hafnarfjarðar Innritun nýrra nemenda i öllum aldurs- flokkum barnaskólanna og unglingadeild- um Lækjarskóla og öldutúnsskóla fer fram föstudaginn 1. september n.k. kl. 10—12. Skólarnir hefjast að öðru leyti sem hér segir: Barnaskóiar. Kennarafundir verða i barnaskólunum, mánudaginn 4. september kl. 15. Þriðjudaginn 5. september eiga 7, 8 og 9 ára nemendur að koma i skólana sem hér segir: 9 ára kl. 10.00 8 ára kl. 11.00 10 ára kl. 14.00 7 ára kl. 16.00 Föstudaginn 8 september eiga 11 og 12 ára nemendur að koma i skólana sem hér seg- ir: 12 ára kl. 10.00 11 ára kl. 14.00 Forskóladeildir. Foreldrar þeirra 6 ára barna sem ætla að senda börn sin i 6 ára deildir skólanna, hafi samband við viðkomandi skóla hinn 6. september n.k. En 6 ára börn eiga að koma i skólana föstudaginn 22. september kl. 14.00 Skólahverfaskipting verður sem hér segir i 6 ára deildum: Viðistaðaskóli: Svæðið norðan og vestan við Reykjavikur- veg og Sléttbhraun að þeim götum með- töldum. Lækjarskóli: Svæðið sunnan og austan við Reykja- vikurveg að Sléttahrauni að Læk, ásamt Hvaleyrarholti eins og áður. öldutúnsskóli: Sama skólasvæði og verið hefur. (lagníræðaskólar: Gagnfræðaskólarnir hefjast föstudaginn 15. september, þá eiga nemendur ung- lingadeilda barnaskólanna að koma i skólana, sem hér segir: 13 ára kl. 10.00 14 ára kl. 11.00 Nemendur Flensborgarskóla eiga að koma i skólana sama dag sem hér segir: Kl. 9.00 Nemendur 4. bekkjar. Kl. 11.00 Nemendur menntadeildar og framhaldsdeilda. Kl. 13.00 Nemendur 3. bekkjar. Kl. 15.00 Nemendur 2. bekkjar. Formleg skólasetning Flensborgarskóla fer fram laugardaginn 16. september kl. 14.00. Fræðslustjórinn i Hafnarfirði. iREHSntflRVANDftHAUN HIÁ HHflÐfRVSTIHlÍSUHUMl STÖÐVUNIN VIRÐIST NÆR ÚHJÁKVÆMILEG Kins og Alþýðublaðiö skýrði frá fyrir siðustu helgi, stóð til að halda fund i stjórn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna vegna tapreksturs þeirra þessa stund- ina. Niðurstaða fundarins varð sú, að tap frystihúsanna sé það mik- Metár 1 Aðspurður sagði Guðmundur. að mölunargetan væri talsvert meiri en framleiðslugeta bræðsluofnsins og þvi kæmi til greina að flytja inn gjall og auka sementsframleiðsluna með þeim hætti. Uins vegar kvað hann ekki liklegt. að á næstunni verði ráðizt i kaup á nýjum ofni i þvi augnamiði að auka framleiðstugetu verþ- smiðjunnar. — OL 1 Á morgun hefst keppni fyrir alvöruá Ólympfuleikunum. og keppt verður án stoppa fram til 10. september. Þann tima verður heimurinn á öðrum endanum vegna leikanna og baráttan þar mun kveða allt annað fréttaefni i kútinn. svo sem þroskastriðið og skákina. Á iþróttasiðunni er nánar sagt frá Ólympiuleikunum og islenzku keppendurnirkynntir. ið, að einsýnt sé að rekstur þeirra stöðvist. nema rekstrargrund- völlur verði tryggður fyrir 1. október. A aukafundi SH i vor. var lýst yfir áhyggjum um afkomuhorf- urnar á þessu ári, vegna sihækk- andi kostnaðar við framleiðsluna. Dularfulii 1 sett hafði verið i sprungu i krossviði i setu stólsins hafði valdið þvi að dökku blettirnir komu á filmuna. — og þar með var siðasta hálmstráið fokið. Nema Geller sendi nánari út- skýringar og röksemdir fyrir ásökunum sinum. IÞRÚTTIR Keflavikurvöllur kl. 14.00. Kvennamótið. fBK—Grindavik. Hafnarfjarðarvöllur kl. 15.00. Kvennamótið. FH—Þróttur. Golf: Golfkl. Leynis. Akranesi. SR-opin. 36 holur, stigakeppni, seinni hluti. Mánudagur: Knattspyrna: Laugardalsvöllur kl. 19.00. 1. deild. KR—Valur. Krfiðleikarnir steðjuðu svo að miklu fyrr en gert var ráð fyrir. Ástæðan er sú. að fiskaflinn hefur verið miklu minni i sumar en gert var ráð fyrir, og samsetn- ing aflans óhagkvæm. Þannig hefur sama og ekkert verið af þorski i aflanum, en úr honum eru unnar hagstæðustu afurðirnar. Kins og komið hefur fram i frétt- um. hefur togaraaflinn saman- staðið af karfa, en vinnsla karfans hefur verið rekin með bullandi tapi i allt sumar. Niðurstaða stjórnarfundarins var ennfremur sú, að halda auka- fund samtakanna i september- mánuði. og þar verður væntan- lega tekin ákvörðun hvað gert verður, framleiðslu hætt eða haldið áfram. MENNTASKOLA- NÁM í KÖPAVOGI Kyrirhugað er, að á þessu hausti veröi komið á kennslu i námsefni fyrsta bekkjar mennta- skóla við annan gagnfræðaskól- anna i Kópavogi. Vighólaskóla. Hefur jafnframt veriö tekin ákvörðun um að stofna til varan- legrar menntaskólakennslu i Kópavogi og þá gert ráð fyrir að hún gæti i framtiðinni orðið þáttur i fjölbrautaskóla þar. Kr miðað við. aö skólastjóri fyrir hina nýju skólastofnun verði skip- aður á fyrra hluta ársins 1973. Þá er og i ráði að i vetur verði kennsla fyrir tvær deildir fyrsta bekkjar menntaskóla við Gagnfræðaskóla Austurbæjar i Reykjavik. Hliðstæð kennsla hef- ur áður verið heimiluð við Gagnfræðaskólann á Akranesi, Flensborgarskóla i Hafnarfirði og Gagnfræðaskólann i Neskaup- stað. KOSIÐ I NES- SÓKN 15. SEPT. Prestkosningar i Nespresta- kalli fara fram sunnudaginn 17. september n.k.. þar sem sr. Jón Thorarensen lætur nú af störfum vegna aldurs. Umsækjendur eru fjórir. — þeir séra Ásgeir Ingibergsson i Kanada. séra Gunnar Kristj- Snsson i Vallanesi, séra Jóhann Hliðar i Vestmannaeyjum og séra Páll Pálsson. sem starfar i endur- skoðunardeild Loftleiða i Reykja- vik. VERIÐAÐ LAGAHMÓ ..Það er unnið að þvi, að skil- yrðum eldvarnareftirlitsins verði fullkomlega fullnægt hér i Iðnó”, sagði Jón Árnason^framkvæmda- stjóri hússins. við Alþýðublaðið i gær. Sagði Jón. að ljósaútbúnaður við útgöngudyr væri i pöntun er- lendis frá. Borgarráð veitti Iðnó frest til 1. október að framkvæma lagfær- ingar. sem eldvarnareftirlitið hefur óskað eftir. en verkinu hafði seinkað m.a. vegna sumarleyfa. Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60 Laus staða Staða eftirlitsmanns við útlendingaeftir- litið er laus til umsóknar. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur til 15. september 1972. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. ágúst, 1972 Mjólká II Um áramótin 1972/1973 verður boðin út 7.125 kVA vélasamstæða með búnaði, ásamt stálþrýstivatnspipu, fyrir stækkun Mjólkárvirkjunar i Arnarfirði (Mjólká II). Væntanlegir tilbjóðendur geta fengið frumgögn að útboði á skrifstofu raf- magnsveitustjóra frá og með miðvikudegi 30.08. 1972, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Rafmagnsveitur rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik. % Laugardagur 26. ágúst T972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.