Alþýðublaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 1
FYRSTU BÍLAR AF 73 ARCERD HINGAD iregnað fara nýju bilarnir að koma til landsins uppúr þvi, en að sögn nokkurra bilainnflytjenda, sem blaðið hafði samband við i gær, er ekki mikilla breytinga að vænta frá 1972 árgerðunum, nema þá helzt hvað verð snertir, — það hækkar eitthvað i flestum tilfellum. Breytingar á amerisku Ford- bilunum verða meira að segja litlar, sem stafar af þvi, að þeir eru framleiddir eftir tveggja ára áætlun, og siðast urðu á þeim út- litsbreytingar i fyrra. Fyrstu bil- arnir af þeirri gerð eru væntan- legir i loknæsta mánaðar. Einu breytingarnar á Ford-bilunum eru, að ljós og hljóðmerki hafa verið tengd við öryggisbeltin. Ýmsar tæknilegar breytingar verða á Cortinunni, en að öðru leyti verður hún óbreytt til 1974. Þá verður Bronco fáanlegur með sjálfskiptingu og stærri 6 strokka vél en áður hefur verið. Saab 99 hefur ekki breytzt mik- ið i útliti, helzta breytingin, er að nú eru allir bilarnir framleiddir með sama grill og var i E-gerð- inni i ár, og allir nema tveggja dyra bilarnir verða lika með sömu vél og hann, eða tveggja litra sænska vél. Tveggja dyra bilarnir verða framleiddir áfram með 1,8 litra Triumph vélinni. Á sjöundu siðu i dag er nánar sagt trá Volvo 1972. Kins og Alþýðublaðið liefur skýrt frá liefur verið ákveðið að livila flaggskip íslenz.ka flotans, (íullfoss, i vetur. Nú licfur blaðið fregnað eftir áreiðanlegum heimildum, að glcyin/.t hafi að tilkynna þessa ákvörðun einum aðila, sem lilut á að máli, eða áhöfn skipsins. Áhöfnin frctti fyrst um þessa ákvörðun í útvarpinu. KOMNIR Bilar af árgerð næsta árs eru nú farnir að koma til landsins, en þeim fyrstu var skipað upp úr irafossi á miðvikudagsmorgun- inn. Það voru átta bilar af gerð- inni Saab 99 og 96, en Veltir h.f. hefur tiikynnt komu fyrstu Volvo- bilanna um miðjan næsta mánuð. Að þvi er Alþýðublaðið hefur Þorskblokkin heldur sinu striki á Amerikumarkaðinum. Eftir miklar hækkanir á blokkinni fyrr á þessu ári. hefur hún haldið sér i 47 sentum pundið um langan tima. og gerir enn. Guðmundur Garðarsson hjá SH sagði þetta vera toppverðið. Litl- ar likur væru á hækkunum, og jafnvel enn minni likur á þvi að blokkin lækkaði i verði. Við þurfum þvi til allrar ham- ingju engan kviðboga að bera fyr- ir óhagstæðri verðþróun á Amerikumarkaðnum. Það háa verð, sem blokkin komst i i fyrra, virðist ætla aö halda sér. Til samanburðar má geta þess, að á árinu 1969, þegar efnahags- kreppa dundi yfir tslendinga, þá féll verðið á þorskblokk á Banda- rikjamarkaði allt niður i u.þ.b. 19 cent fyrir pundið á móti 47 sentum, sem nú fást greidd fyrir þessa þýðingarmiklu afurð okk- óób METÁR f SÓLU OG FRAMLEIDSLU A SEMENTI SEMENTSVERKSMIÐJAN GETUR VARLA ANNAÐ EFTIRSPURN Allar likur benda til þess, að árið 1972 verði metár i sementsframleiðslu og sementssölu. 1 lok júli hafði Sementsverksmiðja rikisins á Akranesi þegar framleitt 62.700 tonn. en á sama tima i fyrra var framleiðslan liðlega 54.000 tonn. Að sögn Guðmundar Guð- mundssonar. efnaverkfræðings hjá Sementsverksmiðjunni, læt- ur nærri, að framleiðslan i júli- lok sé helmingur ársframleiðsl- unnar. Með sama áframhaldi ætti heildarsementsframleiðsl- an á þessu ári þannig að komast upp i 125.000 tonn. ..Sementssalan hefur verið mjög mikil á árinu og meiri en nokkru sinni fyrr, enda höfum við varla undan”. sagði Guð- mundur i samtali við Alþýðu- blaðið i gær. Sagði Guðmundur, að salan hefði hafizt talsvert miklu fyrr á þessu ári en venjulega áður. llinn mildi vetur hefði glætt lifi i sementssöluna strax i febrúar- mánuði. Farmhald á 2. siðu. OL I DAG SETNING OG SEREMONÍUR Ólympiuleikarnir i Munchen verða settir i dag. Það er Gustaf Heinemann forseti Vestur-Þýzkalands sem setur leikana, og eftir setningarorð hans hefjast tilheyrandi seremoniur. Blöðrum og dúf- um verður sleppt lausum i þúsundatali og skotið verður úr fallbyssum. Mitt i öllum látunum kemur svo vamtanlega 18 ára piltur hlaupandi eftir Olympiu leikvanginum með kyndil i hendinni. Hann mun hlaupa upp tröppurnar að eldstæði ólympiueldsins og tendra hann. Nafn þessa pilts er Gunter Zhan. og hann var val- inn eftir vandlega yfirvegun. Ba'ði er hann ungur og efnileg- ur iþróttamaður, og það sem kannski skiptir meira máli, hann er Ijóshærður, bláeygur og stuttklipptur. Olympiueiðinn sver vestur þýzka stúlkan Heidi Schuller, 21 árs gömul. l>að er venjan að keppandi úr liði gestgjafanna sverji eiðinn, og Heidi var val- inn eftir gaumgæfilega athug- un. Hún er mjög fjölhæf iþróttakona, hennar bezta grein er grindahlaup, en hún er einnig á himsmælikvarða i langstökki. Myndin er af Heidi i langstökkskeppni. Framhald á 2. siöu. DULARFULU HLUTURINN I STÖL SPASSKlS REYNDIST VERA KÍTTI Þegar búið var að rannsaka allan ljósabúnað hallarinnar og bera saman við teikningar og litljósmyndir. sem teknar höfðu verið i upphafi einvigisins sást ekki neinn munur. Þá voru stólarnir rannsakaðir hátt og lágt. sýni tekin úr leðr- inu. ef ske kynni að einhver efni hefðu getað stungizt inn undir húð Spasskis og haft áhrif á skynjun hans, en við efnagrein- ingu reyndust öll hin sömu efni i stólum beggja. Og stjórnarmenn Skáksam- bandsins. sem ásamt fulltrúum Hússa og Bandarfkjamanna þinguðu i gærdag inni i Laugar- dalshöll vegna ásakana Gellers um að. Bandarikjamenn hefðu beitt kemiskum efnum og rafeinda- tækni til að hafa neikvæð áhrif á taflmennsku heimsmeistarans komust að þeirri niðurstöðu að rafeindatækni væri vart hugs- andi. enda myndi hún að öllum likindum hafa sömu áhrif á báða keppendur. Það virtist þvi sem ásakan- irnar hefðu við engin rök að styðjast. Það var þvi boðað til blaðamannafundar kl. sjö i gærkvöldi til að skýra frá þess- um niðurstöðum. En þá datt einhverjum i hug að láta röntgenmynda stólana báða. Og viti menn. Við saman- burð á röntgenmyndunum kom i ljós svartur blettur i stól Spasskis, sem ekki var að finna i hinum stólnum. Og þetta seinkaði blaöamannafundinum. Þvi var ekki um annað að ræða en fá lögregluvörð til að gæta stólanna og iönaðarmenn til að skrúfa þá i sundur. Þarna virtist loks vera komin skýring á ásökunum Gellers. En eftir öllum sólarmerkjum að sæma virðist trékitti hafa sömu eiginleika og málmar til að bera að þvi er varðar röntgenmyndun. Þvi kitti sem Framhald á 2. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.