Alþýðublaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR 3 Lára Sveinsdóttir, nemi, er fædd 22. ágúst 1955, og er hún yngst islenzku keppendanna á Ölympiu- leikunum. Árangur hennar á þessu ári hefur veriö frábær, hún hefur, sjö sinnum sett nýtt tslandsmet i hástökki kvenna. Met hennar nú er 1. 69. Lára Sveinsdóttir er fyrsta islenzka stúlkan, sem tekur þátt i Ólympiu- leikum. Hún keppir i hástökki. Bjarni Stefánsson, nemi, er fæddur 2. desember 1950. Hann hefur um margra ára skeiö veriö, einn af fremstu sprett- hláupurum okkar. Beztu timar hans: 100 m, 10,5 sek. 200 m. 21.7 sek og 400 m. 47.5 sek., en það er Islandsmet. Bjarni tekur þátt i 100 m. og 400 m hlaupum i Miinchen. Erlendur Valdimarsson, skrifstofumaður, er fæddur 5. nóvember 1947. Hann hefur verið bezti islenzki kringlukastarinn um margra ára skeið. Islandsmet hans er 60.82 m, sett 1972. Erlendur á tslandsmeti sleggjukasti, 58.64, m. og hefur varpað kúlu 17.14 m. Hann tekur nú þátt i Ólympiuleikum i fyrsta sinn og keppir i kringlukasti. þorsteinn Þorsteinsson, nemi, er fæddur 27. júli 1947. Hann hefur verið bezti 800 m, hlaupari okkar i mörg ár og keppir i þeirri grein i MUnchen. Beztu timar hans: 200 m 22,8 sek. 400 m 48.2 sek. og 800 m. 1:50,1 min., sem er met. Þorsteinn er við nám i Bandarikjunum. Hann var sjöundi i 800 metra hlaupi á Evrópu- meistaramótinu innan- húss, sem haldið var I Grenoble. Timi hans var 1:53,3 min. verkstjóri, er fæddur 9. júni 1946. Hann á tslands- met i milliþungavigt, préssar 157,5 kg„ snarar 136.0 kg. og jafnhattar 180.0 kg. Samtals 465,0 kg. Met hans eru öll sett á þessu ári. Hann varö tiundi I sinum flokki á Evrópumeistaramótinu i Constanza fyrr á árinu. Óskar Sigurpálsson, er bakari að iðn, fæddur 21. desember, 1945. Hann keppir i þungavigt og hefur náð beztum saman- lögðum árangri 482,5 kg, sem er tslandsmet. Hann er fyrsti islenzki lyftingamaðurinn, sem keppt hefur fyrir Island á Ólympiuleikum, en það var i Mexikó 1968. Friðrik Guðmundsson, nemi, er fæddur 4. marz 1955. Undanfarið ár hefur hann verið bezti sund- maður okkar á löngu vegalengdunum, og er met hans i 1500 m frjálsri aðferð 17:38,0 min. Hann keppir i 400 og 1500 m frjálsri aðferð i Munchen. Finnur Garöarsson, nemi er fæddur 20. marz 1952. Hann hefur verið einn hraðskreiðasti sund- maður okkar i nokkur ár. Hann tekur nú i fyrsta sinn þátt I Ólympiu- leikum og keppir i 100 og 200 m frjálsri aðferð. tslandsmet hans i 100 m er 55.8 sek. Viðar Simonarson, 27 ára gamall, iþróttakennari. Hann hefur leikið 41 landsleik og skorað 68 mörk i þeim. Sigurður Einarsson, skrifstofumaður, er 29 ára gamall. Hann hefur leikið 47 Iandsleiki og skoraö 61 mark í þeim. Gunnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri, er 25 ára gamall. Hann er fyrirliði islenzka landsliðsins i handknatt- leik. Hann hefur leikið 26 landsleiki og skorað 34 mörk i þeim. ólafur H. Jónsson, nemi er 22 ára gamall. Hann hefur leikið 46 landsleiki og skorað 94 mörk I þeim. QPP Guðjón Guðmundsson, rafvirki, er fæddur 6. janúar 1952. Setti sitt fyrsta met á þessu ári og á nú öll tslandsmet i bringusundi. Bezti árangur hans er 1:10,9 min, i 100 mog 2:32.9 1200 m bringusundi. Hann keppir i hvorutveggja i Múnchen. Gisli Biöndal, 24 ára gamall, rafvirki að iðn. Hann hefur leikið 20 landsleiki og skorað 45 mörk i þeim. Geir H allsteinsson, iþróttakennari, er 26 ára gamall. Hann hefur leikið 64 landsleiki og skorað 322 mörk i þeim. Sigurbergur Sigsteinsson, iþróttakennari, er 24 ára gamall. Hann hefur leikið 51 landsleik og skorað 46 mörk i þeim. Axel Axelsson, lögreglu- þjónn, er 20 ára gamall. Hann hefur leikið 11 landsleiki og skorað 30 mörk i þeim. Stefán Gunnarsson, múrari, er 20 ára gamall. Hann hefur leikið 18 landsleiki og skoraö 8 mörk i þeim. Jón H. Magnússon, nemi er 23 ára gamall. Hann hefur leikið 40 landsleiki og hefur skorað 120 mörk i þeim. Guðmundur Gtslason er fæddur 19. janúar 1943. Hann hefur verið snjallasti sundmaður tslands um fjölda mörg ár, og hefur sett alls 151 met, i hinum ýmsu greinum. Að atvinnu er Guðmundur deildarstjóri i banka. Hann tekur nú þátt i ólympiuleikum i fjóröa sinn, og mun það vera einstakt um sund- 'mann. Guðmundur á nú öll tslandsmet i baksundi, flugsundi og fjórsundi. Hann keppir i 200 og 400 m. fjórsundi i Miinchen, og met hans I þeim greinum eru 2:19,0 min. og 5:02,1 min. Stefán Jónsson, 27 ára gamall. Hann er trésmiður aö iðn, hefur leikið 42 landsleiki og skorað 36 mörk i þeim. Björgvin Björgvinsson, lögregluþjónn, er 23 ára gamall. Hann hefur leikið 36 landsleiki og skorað 41 Hjalti Einarsson, slökkvi- liðsmaður, er 33 ára gamall. 'Hann hefur 63 landsleiki i handknattleik að baki, sem mark- vörður. Ágúst ögmundsson, skrifstofumaður, er 25 ára gamall. Hann hefur leikið 24 landsieiki og skorað 15 mörk I þeim. ólafur Benediktsson, nemi, er 19 ára gamall, og leikur i marki. Hann hefur 11 landsleiki að baki. Birgir Finnbogason, kennari, er 24 ára gamall. Hann er markvörður og hefur leiki 28 landsleiki. Laugardagur 26. ágúst 1972 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.