Alþýðublaðið - 26.08.1972, Page 5

Alþýðublaðið - 26.08.1972, Page 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb)._ . Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666. Blaðaprent h.f. Góð tíðindi og þörf ábending Það eru vaxandi likur á því, að í þeirri nýju réttarskipan hafsins, sem nú er verið að reyna að semja um á vegum S.Þ., verði fiskveiðilögsaga í einhverri mynd allt að 200 milum sagði Benedikt Gröndal, alþingismaður, í viðtali við Alþýðublaðið í gær um fund hafsbotnsnefndar S.Þ., sem nýlega er lokið í Genf. Benedikt sagðist einnig vera þeirrar skoðunar, að Sameinuðu þjóðunum myndi takast að setja lög um réttarskipan hafsins, en auðséð væri, að það starf myndi taka mörg ár enn og óhugsandi væri fyrir okkur ís- lendinga að biða eftir þeim niðurstöð- um með aðgerðir i landhelgismálinu. Það verkefni sem Sameinuðu þjóð- irnar eru nú að reyna að leysa í sam- bandi við réttarskipan hafsins, er risa- vaxið. Þarna er verið að gera tilraun til þess að setja alþjóðalög, — ekki aðeins um fiskveiðilögsögu og landhelgi, heldur um rétt mannsinstil hafsins og auðæfa þess og umgengni hans um þennan stóra hluta af jarðarkringl- unni. Það er verið að reyna að gera út- hafið að sameign mannkynsins alls og setja það undir alþjóðlega stjórn. I nánum tengslum við þetta erauðvít að spurningin um, hver réttur strand- ríkjanna skuli vera, — hvar skilin eigi að liggja milli nýtingar- og yfirráða- réttar strandríkja annars vegar og hins samþjóðlega eignar- og yfirráðaréttar. hins vegar. Það verður að setja reglur um, hvaða hafsvæði eigi að teljast sér- stakt umráða og eftirlitssvæði strand- ríkja og hvaða svæði eigi að falla undir alþjóðlega stjórn. Einn af þáttunum í þessum lið málsins fjallar einmitt um fiskveiðilögsögu, — hver hún skuli vera, hvernig hún skuli ákveðin og hvers konar ítök strandriki eigi að hafa þar. Það er þarna, sem sérhagsmunir okkar íslendinga liggja. Það er á þess- um vettvangi, sem baráttan stendur um okkar lífshagsmunamál. Þær frétt- ir, sem Benedikt Gröndal segir af fundi. hafsbotnsnefndarinnar í Genf, að sér virðist sem fiskveiðilögsaga í einhverri mynd geti komið til með að ná allt upp að 200 mílum á sama tíma og landhelgi nái almennt upp að 12 mílum eru því góðar fréttir fyrir okkur Islendinga. Það er okkur mjög í hag, að slík skil skuligerðá milli landhelgi annars veg- ar og fiskveiðilögsögu hins vegar. En við verðum auðvitað að minnast þess, að þetta mál — landhelgi og f isk- veiðilögsaga strandríkja — er ekki nema hluti af þvi máli öllu, sem nú er verið að f jalla um á vegum S.Þ. í sam- bandi við réttarskipan hafsins. Þessi þáttur málsins leysist ekki, nema um leið og málið í heild og á því getur orðið töluverð bið. I sambandi við þróun málsins á vett- vangi S.Þ. sem vissulega er hægfara, lagði Benedikt Gröndal í viðtali við Al- þýðublaðið í gær sérstaka áherzlu á tvö meginatriði til athugunar fyrir Islend- inga. Þau eru þessi: 1. Meginverkefni hinnar fyrirhuguðu hafréttarráðstefnu er að gera hafið og auðæfi þess, sérstaklega á hafsbotni, að sameign alls mannkyns. Þetta er ein af stórbrotnustu hugsjónum mann- kynssögunnar, sem núlifandi kynslóð verðuraðgera að veruleika. íslending- ar hafa enn ekki sinnt þessu meginatr- iði né mótað sér stefnu í þeim málum, en ættu að taka þar virkan þátt og sýna félagslegan þroska og áhuga. 2. Mörkin milli úthafs og landhelgi eru eitt viðkvæmasta deilumálið við meðferð þessa verkefnis. Á því sviði getur farið svo, að eftir áratug veiti al- þjóða lög okkur kost á réttindum og skyldum varðandi fiskistofna allt að 200 mílum frá ströndum okkar, — þ.e. langt út fyrir landgrunnið. Við verðum aö gæta þess að gera aldrei neitt, sem dregið getur úr aðstöðu okkar til þess að nota slikt tækifæri, ef það skyldi verða að veruleika. ENN ERII ÞÐR Á FLÓTTANUM Stjórnarsinnar halda áfram flóttanum undan ábyrgð af eigin athöfnum. 1 nýútkomnu tbl. af ,,Nýju landi” er enn skrifað um skattana og i sama anda, — öll hin gróflegu mistök eru Fram- sóknarflokknum að kenna — meira að segja ,,hægri villa” stiórnarinnar i sambandi við skattalagabreytingarnar. Þótt þeir, sem skrifa ,,Nýtt land” geri sér ekki grein fyrir or- sökum mistakanna og ,,hægri mennskunnar” hjá rikisstjórn- inni og haldi sig geta leyst það mál einfaldlega með þvi að finna sökudólg i Framsóknarflokknum, þá dyljast þeim ekki afleiðing- arnar. Séra Björn O. Björnsson ritarenn eina grein um mistökin i skattaráðstöfununum. Litum aðeins á lýsingu hans á athöfnum stjórnarinnar „sinnar”: ..Skattstigi nýju skattalaganna lætur fólk sem bcrst i bökkum, fjárbagslega, — fólk með tekjur sem ekki fara fram úr raunveru- legum þurftartekjum — greiöa jafnhátt hlutfall af tekjum sinum og bjargálna fólk, rikt fólk, tekju- hæsta fólkiö. Slikur skattstigi — sem hrindir fjölda heimila sem lafa i bjargálnum (eöa ekki einu sinni það) niður i örbirgð — er, að eðli sinu, auðvitað harðvitugt, hreint út sagt ósvifin, hægri lög- gjöf. Eða „einföldunin” þá: Að hafa bara þrjú þrep i skattstiganum, sem óhjákvæmilega veldur til- gangslausri rangsleitni á fátækum sem rikum — þó með ör- lagarikari afleiðingum að þvi er hina fátæku snertir — , miöar hún kannski „i rétta átt”? Að minnsta kosti ekki til vinstri. Hvernig er unnt að segja að skattalög, sem i aðalatrlöinu eru ósvifin hægri löggjöf, „miði i rétta átt”? Hvernig geta vinstri- menn borið slikt i munn sér?” Nákvæmlega þessi atriði sem Björn O, Björnsson hér bendir á og gagnrýnir harðlega voru meðal þess. sem Alþýðublaðið hafði sérstaklega við skattalaga- breytingarnar að ath. strax og þær komust á umræðustig. Sr. Björn O. Björnsson ætti að fletta upp á þvi, hverju frjálslyndir þá svöruðu slikum ábendingum, — bæði i „Nýju landi” og i ræðum sinum á Alþingi. SUJ BOÐAR ÞING Reglulegt þing Sambands ungra jafnaöarmanna, — hiö fyrsta að loknum umfangsmiklum lagabreyt- ingum —, verður haldið í Reykjavik dagana 30. sept- ember og 1. október. Þingsetning fer f ram laugardaginn 30. september. Dagskrá þingsins verður nánar auglýst síðar. Félög ungra jafnaðarmanna um land allt eru minnt á, að vegna lagabreytingar á síðasta þingi SUJ gilda nú breyttar reglur um kosningu fulltrúa á þingin. Á næstu dögum mun stjórn SUJ póstleggja bréf til stjórna FUJ félaganna með upplýsingum um þessi atriði. örlygur Geirsson Sighvatur Björgvinsson (formaður) (ritari) KAUPM ANN AHÖFN NÚ ERU ADEINS 12 DAGAR ÞAR TIL LAGT VERDUR AF STAD Nú fer hver að verða siðastur að panta sér Kaupmannahafnarferð með Alþýðuflokkn- um, þvi farið verður eftir 12 daga, — nánar til tekið þann 7. september. Ferðin stendur i tvær vikur og er opin öllu Alþýðuflokksfólki, hvar sem er á landinu. Það er Alþýðuflokksfélag Reykjavikur, sem stendur fyrir ferðalaginu og hefur náð mjög hagstæðum samningum við ferða- skrifstofuna SUNNU, sem skipuleggur ferðina og veitir alla þjónustu. Kjörin eru sérstaklega hagstæð. Leitið upplýsinga annað hvort á skrifstofum Alþýðuflokksins, simar 1-50-20 og 1-67-24 eða hjá ferðaskrifstofunni SUNNU, simar 1-64- 00,1-20-70 og 2-65-55. Ferðapöntunum er veitt móttaka á báðum stöðum. Á sömu stöðum má einnig fá nánari upp- lýsingar um alla tilhögun ferðarinnar svo og þau tækifæri til ferðalaga, sem bjóðast, þeg- ar komið er til Kaupmannahafnar. Auk þess, sem innifalið er i farinu, þá er hægt að fara fjölmargar ferðir út frá Kaup- mannahöfn fyrir tiltölulega vægt gjald og mun ferðaskrifstofan SUNNA vera fólki hjálpleg um skipulagningu slikra ferða. Það er ma.a stutt frá Kaupmannahöfn yfir til Þýzkalands, — Hamborgar og Rinarlanda. Leitið upplýsinga um ferðina og það sem hægt er að gera þegar til Kaupmannahafnar er komið. En umfram allt. Ef þið eruð að hugsa um að slást i förina, dragið þá ekki að láta vita, þvi senn fer hver að verða siðastur. ÓDÝR FERÐ - EINSTAKT TÆKIFÆRI Laugardagur 26. ágúst 1972 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.