Alþýðublaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 4
MINNINGARORÐ: Tilboð óskast i bogabyggða birgðaskemmu 12 og 1/2 sinnum 30 m. að stærð á Keflavikurflug- velli. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudaginn 7. september kl. 11 árdegis. Sölunefnd varnarliðseigna. Heimilisiðnaður í dag og í framtíðinni Fru Ingrid Osvald-Jacobsson, fyrrv. for- maður i Svenska Hemslöjdsföreningarnas Riksförbund heldur fyrirlestur um HEIMILISIÐNAÐ i Norræna húsinu sunnudaginn 27. ágúst kl. 20.30 FYRIRSPURNIR OG UMRÆÐUR A EFTIR ALLIR VELKOMNIR. Heimilisiðnaðarfélag NORRÆNA íslands HÚSIÐ Skattar í Kopavogi Gjaldendur i Kópavogi eru hér með að- varaðir um að lögtök vegna ógreiddra skatta 1972 hefjast nú um mánaðamótin. Jafnframt hefjast lögtök vegna ógreiddra bifreiðagjalda 1972 og annarra gjaldfall- inna gjalda, sem hér eru til innheimtu. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 24. ágúst 1972 Sigurgeir Jónsson. JÓN ÁRNASON skipshúm FÆDDUR 15. SEPT. 1886 DÁINN 21. ÁGÚST 1972 I dag verður gerð frá Foss- vogskapellu útför Jóns Arna- sonar, skipstjóra, Nesvegi 50 hér i borg. Þótt Jón væri borinn og barnfæddur Vestfirðingur, lfiði hann þó flest sin mann- dðmsár austur á Seyðisfirði og var ætið af Austfirðingum talinn Seyðfiröingur. Heima á Seyöis- firði munu og margir nú sakna vinar i stað. Jón Árnason var maður vörpulegur, frjálsmann- iegur i framkomu, hýr i bragði og alúölegur við alla, jafnt háa sem lága, enda vinmargur og vinfastur um ævina. Á margra áratuga farsælum ferli hans sem skipstjóri nutu hinir prýði- legu eðliskostir hans sin til fullnustu: Hannvarmaður rétt- sýnn en stjórnsamur vel, þraut- seigur og dugandi sjómaður, en þó var hugur hans alla tið bund- inn við heill og hag áhafna þeirra, sem hann bar alla á- byrgð á. Aldrei vildi hann tefla á tæpasta vaðið á sjómannsferli sinum, ef öryggi undirmanna hans var annars vegar. Boðorð hans var að sigla heim heilu skipi. Honum var alla tið frá unga aldri rikt i huga aö bjarga sér áfram i lifinu á eigin dugnaði og eigin rammleik, en ekki með utanaðkomandi hjálp. Þetta var hinn gamli islenzki arfur, sem hann hafði tekið meö sér úr föð- urhúsum. Hann var trúmaður alla ævi, en treysti engu að siður einnig á sjálfs sin rammleik i liísfoaráttunni. Hann var vart kominn af barnsaldri, er hann tók að vinna fyrir sér hjá vanda- lausum, og þá þegar sá hann ekki einungis sjálfum sér far- borða, heldur styrkti hag fjöl- skyldu sinnar með þvi, sem hann þannig vann sér inn hörð- um höndum. A þessum árum vann hann hjá mörgum hús- bændum og reyndist þá og æ siö- ar trúr til allra starfa og hollur þeim, sem hann vann hverju sinni. En er hann svo hátt á ni- ræöisaldri leit að loknum löng- um vinnudegi yfir raðir hinna mörgu, sem hann hafði unnið með og unnið fyrir kvað hann þó Hallgrim Benediktsson, stórkaupmann, vera sér einna minnisstæðastan allra sinna húsbænda, sakir sérstaks drengskaps Hallgrims, hjálp- semi hans og ljúfmennsku alla tið meðan þeirra kynni entust. Rúmlega tvitugur að aldri kvæntist Jón Arnason ungri og glæsilegri stúlku á Seyðisfiröi, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, og stofnuðu þau hjónin heimili þar i bænum. Alla ævi áleit hann með réttu, aö sú kona hafi verið sú mesta hamingja, sem hann nokkurn tima öðlaðist, enda unni hann henni mjög og virti. Þótt efnin væru aldrei mikil, varð heimili þeirra hjóna, jafnt á Seyðisfirði og siðar i Reykja- vik, frá upphafi miðdepill hinna fjölmörgu vina þeirra hjóna, sem ætiö voru boðnir velkomnir með hinni sérstöku einlægu hlýju og þeim rausnarskap, sem þeim hjónum var báðum i blóð borið. Og bæði voru þau hjónin boðin og búin að hjálpa og að- stoða náunga sina, ef eitthvað bjátaði á, og þeir eru harla margir orðnir, sem standa i mikilli ógoldinni þakkarskuld við þau sæmdarhjón, Jón Árna- son og Guðbjörgu Guðmunds- dóttur. Likt og svo margur, sem á langan og striðan starfsdag að baki, naut Jón Arnason allgóðr- ar heilsu á efri árum, er hann hafði dregið sig i hlé, en um átt- rætt tók heilsu hans þó mjög að hnigna, og annaðist þá eigin- kona hans hann af þeirri elsku- legu umhyggju og alúð, sem henni einni er lagið. Nú er Jón Arnason skipstjóri farinn á fund feðra sinna, frænda og vina yfir móðuna miklu og torræðu, en á endur- fundi viö gengna ástvini sina trúöi hann staðfastlega. Eftir stendur i hugum og hjörtum fjölmargra vona hans um land allt óbrotgjörn minning um mætan drengskaparmann. Einar J. Vilhjálmsson. MAGNUS JONSSON GISUBÆ í ÓlAFSVfK M4. DES. 1895 í B. AGÚST 1972 í dag (laugardaginn2e. ágúst) er gerð frá ólafsvikurkirkju út- för Magnúsar Jónssonar frá Gislabæ i Ólafsvik. Magnús Jóns^- er einn af þeim mönnum, sem ég minnist vel frá uppvaxtarárum minum. Fyrst og fremst vegna þátttöku hans i félagslifi þorpsins og leikstarf- semi, en hann lék sitt fyrsta hlutverk i Heyrnarleysingjun- um 1918, en hið siðasta i Aum- ingja Hönnu 1961, og er það langur leikferill áhugamanns i afskekktu byggðarlagi. Þá varö Magnús formaður á árabáti á unga aldri, átti trillubátaút- gerðina frá byrjun, bæði sem út- gerðarmaöur og formaður og siðar að vélbátaútgerðinni, einnig sem útgerðarmaður og formaður. Sú kynslóð, sem Magnús tilheyrði, hóf sjó- mennsku sina á árabátum. Þeir sátu daglangt á þóftu með ár i hönd. Stundum komu þeir að landi með góðan feng, en lika stundum með nokkra fiska i skut. Héðan fóru þeir langan og erfiðan veg til þess að afla sér beitu og urðu sumar þessara ferða æði minnisstæðar og tregabundnar. Þessum mönn- um auðnaðist að breyta um far- kost og þó að það væri ekki ann- að en að setja vél i bátinn, eöa skipta um árabát fyrir trillu, þá var það happasælt manndóms- verk á þeim árum. Siðar kom það i hlut þeirra margra, að hefja hér vélbátaútgerð, sem hefurdafnað fram á þenna dag. Það voru einmitt þessir menn, sem ruddu brautina, bjuggu i haginn og lögðu grundvöllinn að þeirri velgengni, sem við nú bú- um við. Þeir kynntust erfiðum árum, atvinnuleysi og lággengi, en lifðu lika miklar og æfintýra- legar breytingar i atvinnuhátt- um, samgöngumálum og þjóð- félagsháttum. En þessum mönnum fækkar nú óðum. Magnús Jónsson var fæddur 14. des. 1895 i Hraunholtum i Hnappadal. Foreldrar hans voru hjónin Jón Bjarnason, bóndi i Hraunholtum og kona hans Guðrún Oddsdóttir. Hann ólst upp i Hreppunum, en fluttist til Ólafsvikur 1915. og hóf smiðanám hjá Alexander Valentinussyni, en hann var lærður smiður á tré og járn og hafði járnsmiðju, þá einu i byggðinni. Siðan geröist Magnús sjómaður. Hann keypti árabát með Magnúsi Kristjáns- syni, Þórðarsonar frá Rauð- kollsstöðum og var formaður á haustin, en á vetrum oft á vertið á suðurlandi, bæði á þilskipum og siðar togurum. Magnús átti hlut að trillubátnum Freyju og varö siðar formaður á honum. Haustið 1933, tók bátinn út úr naustinu i SV- ofsaroki og for- áttu brimi. Bátinn rak að landi fyrir innan Máfahliðarhellu og fór i spón. Þetta var mikið áfall, þvi að bátar voru ekki vá- tryggðir á þeim árum. En Magnús og félagar hans létu smiða nýjan bát og var hann til- búinn i febrúar um veturinn. Þenna bát gerðu þeir félagar út allt trillubátatimabilið, stækkuðu hann og settu i hann hálfdekk og gerðu hann út á dragnótaveiðar. Siðar átti Magnús hlut að m.b. Freyju, 23 tonna báti, og fór með hann i hálft annað ár. Eftir það hætti Magnús sjómennsku og stund- aði ýmis störf I landi, hin siðari árin netavinnu ýmiskonar, en Magnús var farsæll i hverju þvi starfi, sem hann tók sér fyrir hendur. Ég naut þeirrar ánægju, að starfa með Magnúsi að félags-' malum um nokkurt skeið. Kynntist ég þá áhugamálum hans og hugðarefnum og mati hans á mönnum og málefnum, ekki siður en gamansemi hans og félagsþroska, en Magnús var frábær félagi, sem ég mat mikils. Magnús kvæntist 1919, Kristjönu Þórðardóttur og hafa þau búið i Gislabæ i ólafsvik. Kristjana er dóttir Þórðar Jó- hanns Þórðarsonar frá Rauð- kollsstöðum, mæt kona og ágæt. Þau eignuðust sex börn, en misstu eitt á unga aldri. Þrjár dætur þeirra eru búsettar i Reykjavik, en synir þeirra tveir eru búsettir hér i ólafsvik. Hjónaband þessara merkis- hjóna var sérlega ástrikt, enda voru þau samstæð og samtaka og lögðu hverju góðu máli liðsinni. Viö Ólsararnir þökkum Magnús langt og gifturikt starf hans hér i byggðinni og vottum eftirlifandi konu hans og fjöl- skyldu hennar samúð okkar. óttó Arnason. 4 Laugardagur 26. ágúst 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.