Alþýðublaðið - 16.09.1972, Page 1
HREINSUÐU KOPARINN
ÚR ÞREMUR TRILLUM!
Tveir piltar. 16 og 17 ára,
gengu svo hart að þrem trillum i
koparleit sinni. að þær eru allar
ósjófærar eftir og eru bóta-
kröfur miklar.
Það var i siðustu viku, sem
piltarnir fóru niður i Óseyrar-
fjöru við Hafnarfjörð. en þar
voru trillurnar. Þeir hafa haft
með sér nóg af verkfærum, þvi
þeir söguðu skrúfurnar af þeim
öllum!
Siðan reyttu þeir allt verð-
mætt utan af vélunum, slitu og
rifu leiðslur, skrúfuðu eða sög-
uðu af krana, og höfðu yfirleitt
allt koparkyns með sér úr trill-
unum.
Auk þessa söguðu þeir sundur
öxlana við vélarnar.
Rannsóknarlögreglan i Hafn-
arfirði komst brátt á slóð pilt-
anna þar sem þeir voru að
reyna að koma góssinu i verð.
Við handtöku játuðu þeir á sig
verknaðinn. og gátu skilað
meirihluta þýfisins aftur. en
tjónið er samt sem áður mjög
mikið. — Á myndinni er nokkuð
af þýfinu.
íslands.
TVO HVALVEKII-
SKIP TIL LAND-
HELGISGÆZLU
Tekin leigunámi, samningar
tókust ekki við eigendurna
Nú hefur rikisstjórnin ákveðið
að taka leigutaki um óákveðinn
tima tvö af hvalveiðiskipum
Hvals h.f. til að styrkja varnir
landhelginnar. Þar sem gerð
hafði verið árangurslaus tilraun
til þess að semja við eigendur
skipanna um leigu á þeim, var
talið nauðsynlegt, að gefa út
bráðabirgðalög um leigutak skip-
anna, en fyrir kemur fullt endur-
gjald fyrir afnotin, eftir mati
dómkvaddra manna.
Ólafur Johannesson, dóms-
málaráðherra, gaf út þessi
bráðabirgðalög á miðvikudaginn,
staðfest af forseta íslands.
í fréttatilkynningu um bráða-
KALLAÐIR
FYRIR AFTUR
Rannsókn Hamranessmálsins
er nú enn á ný komin i fulian gang
eftir að „lykilmaðurinn” Rúnar
Þórisson, fyrrverandi stýrimaður
togarans, kom til landsins frá
Færeyjum.
Hann hefur verið yfirheyrður af
fulltrúa bæjarfógetans i Hafnar-
firði, og vegna framburðar hans
hafa verið kallaðir fyrir þeir, sem
sátu i gæzluvarðhaldi vegna
málsins i sumar, auk nokkurra
annarra.
Fógetaembættið og rannsókn-
arlögreglan i Hafnarfirði vinna
nú að þvi að kanna réttmæti ým-
issa atriða, sem fram hafa komið
i framburði Rúnars.
Við höfðum samband við Sigurð
Hall Stefánsson, fíilltrúa fógeta i
Hafnarfirði i gær, og kvaðst hann
ekki geta skýrt frá framburði
vitnisins á þessu stigi, þar sem nú
væri verið að kanna réttmæti
hans.
KAÞÓLSKIR BISKUPJUt
ÞINGA AD LOFTLEIDUM
Kaþólskir biskupar Norður-
landanna fimm halda fund á
Hótcl Loftleiðum i Rcykjavik 12,-
2(1. þessa mánaðar.
Þetta er fyrsti fundur biskupa
Stokkhólms, Kaupmannahafnar,
Helsingfors, Oslóar, Þrándheims,
og Tromsö, sem haldinn er á is-
landi.
Fundurinn er haldinn i boði dr.
Henriks Frehens, biskups ka-
þólskra á islandi.
i tilcfni fundarins syngja bisk-
uparnir hátiðarmessu i Landa-
kotskirkju kl. 10.30 á morgun.
Siðar þann sama dag munu þeir
fara til Bessastaöa i boði forscta
birgðalögin segir m.a. að nauð-
synlegt sé að efla Landhelgis-
gæzluna að skipakosti við núver-
andi aðstæður, og hentugustu
skipin i landinu til þess séu hval-
veiðiskipin.
Skömmu eftir útfærslu land-
helginnar i haust bárust fregnir
frá erlendum fréttastofum þess
efnis, að Landhelgisgæzlan hygð-
ist taka hvalveiðiskip i notkun við
gæzlu landhelginnar. en forráð-
amenn gæzlunnar staðfestu þá
frétt aldrei.
Hafsteinn Hafsteinsson, blaða-
fulltrúi Landhelgisgæzlunnar.
sagði i viðtali við Alþýðublaðið i
gær, að hann gæti ekkert sagt um
þetta mál, þar sem hann vissi
ekki hvort skipin yrðu tekin á
leigu, þrátt fyrir bráðabirgða-
lögin og þvi siður hvenær^ verði af
þessu.
Það er hins vegar ljóst, að bát-
arnir hljóta að verða teknir til
gæzlustarfa fyrst svo mikið lá á
Framhald á bls. 6
ólympiuleikarnir ýttu að sjálfsögðu undir það, en annars var það mjög að færast i
vöxt hjá vestur-þýzkum mæðrum, að þær tækju börn sTn nánast úr vöggunni og ýttu
þcim á flot — og áður en nokkur vissi voru þau orðin flugsynd! Myndin er frá Köln. Þar
mæla þeir með þvi að vatnið i lauginni sé þrjátiu gráða heitt og þar kváðu rollingarnir
iðulega vera farnir að synda áður en þeir læra að ganga.
BLEIU-
TRIMM
KRUATAR RÆNDU SAS-VÉL
I GÆRDAG MED 90 MANNS
Þrir vopnaðir Króatar rændu
siðdegis i gær einni af þotum
SAS flutfélagsins með 86 manns
innanborðs og fjögurra manna
áhöfn á flugleiðinni milli Gauta-
borgar og Stokkhólms. Flug-
ræningjarnir neyddu flugstjór-
ann til að snúa til Málmeyjar og
þar lenti vélin sem er af gerð-
inni DC-9 og skráð i Noregi,
laust eftir klukkan 16 að islenzk-
um tima.
Flugræningjarnir hafa krafizt
þess, að sjö Króatar sem eru i
fangelsum i Sviþjóð, verði látnir
lausir. Tveir Króatanna eru
dæmdir i ævilangt fangelsi fyrir
morðið á ambassador Júgó-
slava i Sviþjóð i april á fyrra
ári.
Króatisku flugræningjarnir
halda farþegunum um borð i
flugvélinni sem gislum og hafa
hótað að sprengja vélina i loft
upp með farþegana innanborðs
innan átta klukkustunda, verði
föngunum sjö ekki flogið i þyrlu
til MSlmeyjar.
Lögreglan umkringdi flug-
vélina þegar eftir lendingu á
Bulltofta flugvelli utan við
Málmey.
Olaf Palme forsætisráðherra
Sviþjóðar kallaði rikisstjórn
sina saman til skyndifundar i
gærkvöldi vegna flugránsins.
Þetta er i fyrsta sinn, sem
flugvél i eigu SAS er rænt og
jafnframt er þetta fyrsta flug-
ránið á Norðurlöndum.
Flugstjórinn um borð i vél-
inni, semerskráð undir heitinu
..Gunder Viking” tilkynnti um
ránið á sérstakri sendibylgju,
sem aöeins á að nota vegna
flugráns. Skömmu siðar fékk
SAS i Kaupmannahöfn tilkynn-
ingu um, að þrir farþeganna um
borð hefðu ógnað áhöfn vélar-
innar með skotvopnum.
Þegar vélin var ient á flug-
vellinum við Málmey, var einn
farþegi sendur út úr vélinni til
að flytja stjórnvöldum kröfur
flugræningjanna.
Um það bil 60.000 júgóslav-
neskir verkamenn eru búsettir i
Sviþjóð og er talið, að 10.000 —
15.000 þeirra séu frá Króatiu.
Júgóslavnesk stjórnvöld og
sænska öryggislögreglan telja,
að öfgasamtök Króata, Ustasja,
hafi flutt höfuðstöðvar sinar frá
Vestur-Þýzkalandi til Sviþjóð-
ar.
••
Samtökin bera ábyrgð á
fjöldamörgum mannránum og
að minnsta kosti einu pólitisku
morði i Sviþjóð.
Morðið á júgóslavneska
ambassadornum, Vladimir Rol-
Framhald á bls. 6
FONGUNUM SLEPPT!
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Olof Palme forsætisráðherra
Sviþjóðar kunngcrði scint i gær-
kvöldi, að rikisstjórnin hefði
ákvcðið að láta króatisku fang-
ana sjö lausa og flytja þá með
þyrlum til Bulltofta flugvallar
við Málmey.
Tilkynningin kom um það
bil klukkustund áðúr en frestur-
inn, scm flugvélarræningjarnir
höfðu veitt stjórnvöldum til að
taka ákvörðun sina var liðinn.
Rikisstjórnin tók ákvörðun
sina cftir nokkurra klukku-
stunda umræður.
Þcgar blaöiö fór i prentun i
nótt rikti nokkur óvissa um hvað
gerast myndi, þegar fangarnir
væru komnir til Málmeyjar, en
Ijóst virtist, að sænska stjórnin
myndi gera allt, sem i hennar
valdi væri, til aö koma i veg
fyrir, að króatisku ofbeldis-
mennirnir sprengdu vélina i loft
upp mcð 7!) farþega og 4 manna
áhöfn innanborðs. Alls sjö far-
þegum tókst að sleppa úr vélinni
i gærkvöldi, áður cn ákvörðun
rikisstjórnarinnar var kunn-
gerð.