Alþýðublaðið - 16.09.1972, Side 4
HVAÐA, HVER, HVENÆR, HVERS VEGNA, HVERNIG,
HVERT..OG ARFLEIFÐ VESTRÆNNAR MENNINGAR
BREFASKIPTI VIÐ
BLAÐAFULLTRÚANN
Þaö virðist vera, að þáttur Stef-
áns Jónssonar „Álitamál”, sem
fluttur var i útvarpinu miðviku-
daginn 13. þ.m. ætli að draga dilk
á eftir sér að fleiru en einu leyti.
Þá um kvöldið hringdi blaðafull-
trúi rikisstjórnarinnar, Hannes
Jónsson, heim i einn þeirra, sem
komið höfðu fram i þættinum,
Þorstein Pálsson, blaðamann við
Morgunblaðið, og hafði m.a. við
orð að stefna honum fyrir um-
mæli i þættinum. Sama kvöld
hringdi maður, em ekki lét nafn
sins getið, heim til ritstjóra
Alþýðublaðsins, Sighvatar Björg-
vinssonar. Þegar maður þessi
fékk upplýst, að ritstjórinn væri
ekki viðlátinn fór sá ókunni svi-
virðingarorðum um ritstjórann
við eiginkonu hans, sem svarað
hafði i slmann, og skellti svo á.
Um hádegi daginn eftir hringdi
svo blaðafulltrúi rikisstjórnar-
innar i ritstjóra Alþýðublaðsins á
vinnustað hins siðarnefnda og
hafði uppi mjög svipað erindi og
hann hafði átt við Þorstein Páls-
son, blaðamann, kvöldið áður, og
m.a. var frá skýrt i Morgunblað-
inu i gær.
1 gær fékk ritstjóri Alþýðu-
blaðsins svo eftirfarandi ábyrgð-
arbréf frá blaðafulltrúanum.
,,Vegna ummæla yðar i út-
varpsþættinum „Álitamál”, mið-
vikudaginn 13.9.1972, þess efnis
að undirritaður hafi fyrir fáum
dögum i erlendu sjónvarpsviðtali
,,lýst yfir að tslendingar mundu
kalla á hjálp Atlantshafsbanda-
lagsins til þess að verja land-
helgislinuna” og að sendiráð is-
lands i Stokkhólmi hafi haft
„samband við utanrikisþjónust-
una hér og spurði um réttmæti
þessarar yfirlýsingar Hannesar.
—- Og ráðuneytisstjóri utanrikis-
ráðuneytisins, Pétur Thorsteins-
son, hefur staðfest þetta i samtali
við Aiþýðublaðið og hefur staðfest
það, að hann hafi látið frá sér fara
yfirlýsingu frá utanrikisráðu-
neytinu um það. að þarna hafi
Hannes Jónsson. blaðafulltrúi
rikisstjórnarinnar, alls ekki talað
i nafni hennar og sett fram skoð-
anir þver öfugar við það, sem is-
lenzka rikisstjórnin hefur”, svo
og ,,að utanrikisráðherra hafi
þurft að biðjast afsökunar” ósk-
ast eítirfarandi upplýst:
1. Um hvaða sjónvarpsþátt er
þarna að ræða?
2. Hvenær og hvar var þátturinn
sýndur?
3. Sáuð þér sjónvarpsþáttinn?
4. Hver er orðréttur texti á ræðu
undirritaðs i umræddum þætti,
sem þér hafið eftir Pétri Thor-
steinssyni að gangi þvert á stefnu
rikisstjórnarinnar og utanrikis-
ráðherra hafi beðizt afsökunar á?
Þar sem að mál þetta er allt
þess eðlis. að af þvi geta sprottið
málaferli vegna atvinnurógs er
þess óskað. að þér svarið ofan-
greindum spurningum sem allra
fyrst.
Ennfremur leyfi ég mér að
gefnu tilefni að minna yður á
siðareglur blaðamanna og réttar-
farshugmyndir þær. sem eru arf-
leifð lýðræöisskipulags vest-
rænnar menningar.
Hannes Jónsson.
Hr. Sighvatur Björgvinsson, rit-
stjóri.
Alþýðublaðinu.
Reykjavik.”
Þessu ábyrgðarbréfi svaraði
ritstjóri Alþýðublaðsins i gær,
sem hér segir:
„Reykjavik 15. september 1972.
i tilefni af ábyrgðarbréfi yðar,
dags. 14. september, sem mér
barst i hendur i dag, vil ég taka
eftirfarandi fram:
1. Að beiðni yðar sendi ég yður i
gær eintak af Alþýöublaðinu frá
31. ágúst s.l. Á forsiðu blaðsins er
birt frétt um ummæli yðar i
sænska sjónvarpinu. 1 fréttinni er
jafnframt sagt, hvenær sjón-
varpsþáttur þessi var sendur út
og skýrt frá viðbrögðum islenzka
sendiráðsins i Stokkhólmi við um-
mælum yðar svo og svari þvi,
sem utanrikisráðuneytið veitti
við fyrirspurn sendiráðsins.
Þar sem þér hafið einnig undir
höndum að þvi er bezt verður séð
útskrift af útvarpsþættinum
„Álitamál” og ummælum minum
þar fæ ég ekki betur séð, en þér
ráðið nú þegar yfir flestum þeim
upplýsingum, sem þér beiðist af
mér.
2. Teljið þér yður hafa þörf fyrir
enn frekari vitneskju um málsat-
vik, svo sem eins og að fá orðrétt-
an texta ræðu yðar i sænska sjón-
varpinu, er eðlilegast, að þér aflið
yður þeirra upplýsinga sjálfir.
Starfsmenn sænska sjónvarpsins,
þar á meðal fréttamaður sá, sem
við yður ræddi, hljóta að vilja
veita yður þær upplýsingar án
minnar milligöngu. Sé svo ekki þá
vil ég vinsamlegast benda yöur á
að leita t.d. aðstoðar islenzka
sendiráðsins i Stokkhólmi, sem sá
ástæðu til þess aö leita til utan-
rikisráðuneytisins hér heima
vegna ummæla yðar i umræddum
þætti. Þar að auki vii ég benda
yður á i allri vinsemd, að það er
mjög óvenjulegt að um leið og
einstaklingi er tilkynnt, að til geti
staðið að höfða mál á hendur
honum, þá sé hann beðinn um að
afla væntanlegum sóknaraöila
gagna i málinu.
3. Að endingu vil ég svo aðeins
leiðrétta þann misskilning, sem
gætir i lokaorðum fjórða töluliðs i
ábyrgðarbréfi yðar frá 14. sept-
ember. Það er ekki rétt, sem þar
er sagt, að ég hafi borið Pétur
Thorsteinsson, ráðuneytisstjóra,
i'yrir þvi, að utanrikisráðherra
hafi beðizt afsökunar á um-
mælum yðar. Það er heldur ekki
rétt. sem einnig er gefið þar i
skyn. að ég hafi sagt, að slik af-
sökunarbeiðni hafi verið borin
fram i tilefni ummæla yðar i
áðurnefndum sjónvarpsþætti i
sænska sjónvarpinu. Þar sem þér
munuð hafa undir höndum ná-
kvæma uppskrift af ummælum
minum i útvarpsþættinum
„Alitamál” er með öllu ástæðu-
laust að gera mér upp orð þar,
sem ég hef aldrei látið falla.
Sighvatur Björgvinsson.
Hr. blaðafulltrúi
rikisstjórnarinnar
Hannes Jónsson”.
Eins og visað er til i bréfi rit-
stjóra Alþýðublaðsins til Hann-
esar Jónssonar birtist frétt um
umma'li hansisænskasjónvarpinu
i Alþýðublaðinu 31. ágúst s.l. í
fréttinni er skýrt frá öllu þvi. sem
fram kom hjá Sighvati Björgvins-
syni og Þorsteini Pálssyni i út-
varpsþættinum um málið.
Fréttin hljóðar svo:
1 sjónvarpsþætti. sem sarnska
sjónvarpið sendi út i fyrrakvöld
um landhelgismálið. sagði Hann-
es Jónsson, blaðafulltrúi rikis-
stjórnarinnar, að islenzka
rikisstjórnin myndi leita aðstoðar
Atlantshafsbandalagsins vegna
útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50
sjómilur, en yrði bandalagið ekki
við þessari beiðni, væri timi til
kominn, að islenzka rikisstjórnin
endurskoðaði afstöðu sina til Atl-
antshafsbandalagsins.
Hannes Jónsson, blaðafulltrúi
rikisstjórnarinnar sagði enn-
fremurisjónvarpsþættinum, sem
stóð i hálfa klukkustund, aö hann
flokkaði þjóöir heims i fjóra
flokka eftir afstöðu þeirra til út-
færslu islenzku fiskveiðiland-
helginnar. I fyrsta flokki væru
þær þjóðir, sem styddu málstað
tslendinga, i öðrum flokki væru
þær þjóðir, sem hefðu hlutlausa
afstöðu til málsins og mótmæltu
ekki útfærslunni. I þriðja flokki
væru þær þjóðir, sem héldu sig
nokkurn veginn við hlutleysi i
málinu, en mótmæltu aðgerðum
islenzku rikisstjórnarinnar, og i
fjórða flokki væru þær þjóðir,
sem lýst hefðu yfir, að þær muni
halda áfram veiðum innan 12
milna markanna.
Að þessari upptalningu sagði
blaðafulltrúinn, að þvi miður væri
Sviþjóð i þriðja flokkinum og
bætti við, að svo virtist sem ráð-
gjafar sænsku rikisstjórnarinnar
i málum, er varöi rétt i höfunum,
fylgi nýlendustefnu.
Heimildarmaður Alþýðublaðs-
ins i Stokkhólmi, sem fylgdist
með sjónvarpsþættinum, sagði að
hið siðastnefnda hafi oft áður
verið haft eftir blaðafulltrúanum
i sænskum fjölmiðlum.
islenzka sendiráðið i Stokk-
hólmi sneri sér i gærmorgun til
utanrikisráðuneytisins i Reykja-
vik vegna ummæla Hannesar
Jónssonar.
Pétur Thorsteinsson, ráðu-
neytisstjóri, staðfesti i samtali
við Alþýðublaðið i gær, að sendi-
ráðinu i Stokkhólmi hefði verið
svarað þvi til, að aldrei hefði
komið til tals i rikisstjórninni, að
tengsl væru milli landhelgismáls-
ins og aðildar tslands að Atlants-
hafsbandalaginu. Ummæli blaða-
fulltrúans væru i engu samræmi
við stefnu rikisstjórnarinnar. —
Sænskir fréttamenn sem komið
hafa til tslands til að kynna sér
landhelgismálið, virðast hafa
haft tilhneigingu til i skrifum
sinum að tengja saman yfirlýs-
ingu rikisstjórnarinnar um
endurskoðun varnarsamningsins
við Bandarikjamenn og land-
helgismálið.
En eins og kunnugt er hefur
utanrikisráðherra marglýst þvi
yfir, að engin tengsl séu milli
landhelgismálsins annars vegar
og samningaviðræöna við Efna-
hagsbandalagið og endurskoð-
unar varnarsamningsins hins
vegar.
Ummæli blaðafulltrúa rikis-
stjórnarinnar ganga i berhögg við
þessar yfirlýsingar utanrikisráð-
herra.
ATHUGASEMD
í tilefni af missögn i útvarps-
þættinum „Álitamál” hinn 13.
september s.l. i ummælum um
sjónvarpsviðtal viö Hannes Jóns-
son blaðafulltrúa sem birt var i
sænska sjónvarpinu nýlega, skal
tekið fram. að einu afskipti utan-
rikisráðuneytisins af þvi máli
voru þau, að sendiráðinu i Stokk-
hólmi var sent svohljóðandi sim-
skeyti i tilefni af fyrirspurn þess:
„Hjá rikisstjórninni hafa alls
ekki komið til tals nein tengsl
milli útfærslu fiskveiðilögsögunn-
ar og afstöðunnar til NATO”.
Þetta var staðfest i simtali við
ritstjóra Alþýðublaðsins hinn 30.
ágúst s.l.
Utanrikisráðuneytið, 15.
september 1972.
Pétur Thorsteinsson.
Eins og glögglega kemur fram
við lestur á athugasemd þessari
staöfestir ráðuneytisstjórinn tvö
meginatriði i frétt Alþýöublaðsins
frá 31. ágúst og ummælum þeirra
Sighvatar Björgvinssonar og
Þorsteins Pálssonar i útvarps-
þættinum. Þessi tvö atriði eru:
1. islenzka sendiráðiö i Stokk-
hólmi leitar til utanrikirráðu-
neytisins vegna ummæla Hannes-
ar Jónssonar i sænskum sjón-
varpsþætti og biður um upplýs-
ingar um tengsl landhelgismáls-
ins og aðildar islands að NATO.
2. Utanrikisráðuneytið svarar
þvi til, eins og fram kemur i at-
hugasemd Péturs Thorsteinsson-
ar, að hjá rikisstjórninni hafi alls
ekki komið til tals nein tengsl
milli útfærslu fiskveiðilögsögunn-
ar og afstöðunnar til NATO.
Menn geta svo svaraö þeirri
spurningu sjálfir hvers vegna is-
lenzka sendiráðið i Stokkhólmi
hafi kallað eftir sliku svari frá
ráöuneytinu i tilefni af framkomu
Hannesar Jónssonar i sænsku
sjónvarpi.
Missögn sú, sem ráðuneytis-
stjórinn minnist á i athugasemd
sinni, mun vera sú, að i útvarps-
þættinum hafi verið sagt eitthvað
á þá lund, að utanrikisráðuneytið
Framhald á bls. 6 ;
STJQRNUNARFRÆÐSLAN
(Kynningarnámskeið um stjórnun fyrirtækja)
Á vetri komanda mun Stjórnunarfræðslan halda tvö námskeið i
Reykjavik á vegum iðnaðarráðuneytisins. Fyrra námskeiðið
hefst 2. október og lýkur 10. febrúar 1973. Siðara námskeiðið hefst
15. janúar og lýkur 26. mai 1973. Námskeiðið fer fram i húsakynn-
um Tækniskóla Islands, Skipholti 37, á mánudögum, miðvikudög-
um og föstudögum, kl. 15:30 til 19:00.
Námskeiðshlutar verða eftirfarandi:
Fyrra námskeið Siðara námskeið
Undirstöðuatriði almennrar
stjórnunar
Frumatriði
rekstrarhagfræði
Framleiðsla
Sala
Fjármál
2. okt. — 6. okt. 15. jan. —19. jan.
9. okt. —20. okt. 22. jan. — 2. febr.
30. okt. —10. nóv. 12. febr. —23. febr.
13. nóv. —24. nóv. 26. febr. — 9. marz
27. nóv. —15. des.
Skipulagning og hagræðing
skrifstofustarfa
Stjórnun og
starfsmannamál
Stjórnunarleikur
17. jan. —22. jan.
22. jan. — 9. febr.
9. febr.—10. febr.
19. marz— 6. april
30. april- 4. mai
4. mai —23. mai
26. mai —26. mai
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Stjórn-
unarfélags íslands, Skipholti 37. Reykjavik. Simi 82930. Umsóknir
þurfa að berast fyrir 28. september 1972.
Laugardagur 16. september 1972