Alþýðublaðið - 13.10.1972, Side 5

Alþýðublaðið - 13.10.1972, Side 5
alþýðul aöiö E Alþýðublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666. Blaðaprent h.f. TUITUGO ÞUS- UHD MLUÖNIR Rikisstjórn ólafs Jóhannessonar hefur nú lagt fram annað fjárlagafrumvarp sitt. Að þessu sinni gerir hún tillögur um útgjöld, sem nema eiga tæpum 20 þúsund milljónum kr. í fjárlagafrumvarpinu, sem rikisstjórnin lagði fram i fyrra, námu útgjaldatillögurnar tæpum 14 þúsund milljónum, en enduðu i rúm- um 16,5 þúsund milljónum. Þannig jók rikis- stjórnin útgjöldin um tvö þúsund og fimm hundruð milljónir röskar á timanum sem leið frá þvi frumvarpið kom fram og þar til það var afgreitt. Miðað við þá reynslu má sjálfsagt bú- ast við þvi, að útgjöldin verði aukin upp i tals- vert miklu meir en þær 20 þúsund milljónir, sem frumvarpið gerir ráð fyrir nú,- og þykirflestum sú útgjaldaupphæð þó ærin. Árið 1971 — siðasta árið áður en rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar fór að ráðskast með fé landsmanna námu útgjöld rikissjóðs u.þ.b. 11 þúsund milljónum króna. Nú — tæpum tveim árum siðar — er gerð tillaga um 20 þúsund milljóna útgjöld. Aukningin á þessum tveim ár- um nemur hartnær 100% og ef miða má við reynslu siðastliðins árs af fjárlagagerð stjórnarinnar, þá mun útgjaldaaukningin nema meiru en 100% þegar öll kurl eru komin til graf- ar. Er þetta sú hagsýni og sú gætni i f jármálum, sem Halldór E. Sigurðsson var alltaf að tala um á meðan hann var helzti talsmaður þáverandi stjórnarandstöðu i rikisfjármálum? Er þetta sparnaðurinn, — að tvöfalda eyðsluna á tveim árum? Og hvað ætlar rikisstjórnin svo að gera við alla þessa peninga, — allar þær tuttugu þúsund milljónir, sem hún ætlar að hafa i tekjur af landsmönnum á næsta ári? Á að nota eitthvað af þvi fé til þess að halda vöruverði niðri og verðbólgu i skefjum? Nei! Þvert á móti er gert ráð fyrir þvi að fella niður allar niðurgreiðslur á vöruverði i sambandi við verðstöðvunina frá og með næstu áramótum og um leið á að hætta að greiða þá viðbót á fjöl- skyldubætur, sem greidd hefur verið i sama til- gangi. Á þá e.t.v. að nota eitthvað af öllum þessum peningum til þess að vernda kaupmátt launa verkafólks með þvi að greiða þvi visitölubætur vegna aukins framfærslukostnaðar á næsta ári, — m.a. vegna afnáms niðurgreiðslna? Nei! Þvert á móti er gert ráð fyrir þvi að kaup- greiðsluvisitalan hækki EKKI þrátt fyrir aukinn framleiðslukostnað. Þarna er rikisstjórnin að ráðgera stórfellt visitölusvindl sem hefur það að megintakmarki að koma i veg fyrir, að launþeg- ar fái á næsta ári verðlagsbætur á laun. En hvað þá um almannatryggingarnar? Ráð- gerir rikisstjórnin ef til vill að verja einhverju fé af þessum 20 þúsund milljónum til þess að koma fram þeim miklu endurbótum á tryggingakerf- inu, sem núverandi stjórnarflokkar hafa sifellt verið að fjasa um, — einkum á meðan aðrir áttu þar hlut að máli? Nei, ekki aldeilis! Það er þvert á móti sagt i athugasemdum með frumvarpinu, að þess sé tæplega að vænta að i nein útgjöld þurfi að leggja vegna endurskoðunar á trygg- ingakerfinu fyrr en þá árið 1974. Þannig litur það nú út, — annað fjárlagafrum- varpið, sem rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar stendur að. ÞANNIG SKIPTAST ALÞÝÐUFLOKKSÞING- MENN f NEFNDIRNAR Á fundum alþingis i gær fór fram kjör i nefndir. Nefndir þess- ar eru ólaunaðar starfsnefndir Alþingis og til þeirra er visað málum þeim, sem fyrir þingið eru lögð, eftir eðli þeirra. Þingmenn Alþýðuflokksins náðu kjöri i nefndir, sem hér segir: Eggert G. Þorsteinsson, i heil- brigðis- og tryggingamálanefnd Eggert G. Þorsteinsson, i menntamálanefnd Jón Armann Héðinsson og i allsherjarnefnd Eggert G. Þorsteinsson. Eins og sjá má af þessu, þá hefur einni nefnd — atvinnumála- nefnd — verið bætt við nefndir Sameinaðs þings og i þingdeild- unum báðum hefur einni nefnd verið breytt i tvær, — hinum gömlu heilbrigðis-og félagsmála- nefndum verið breytt i félags- málanefnd og heilbrigðis- og tryggingamálanefnd. i SAMEINUDU AL- ÞINGI t fjárveitingarnefnd Jón Ar- mann Héðinsson, i utanrikisnefnd Gylfi Þ. Gislason, i atvinnumála- nefnd Pétur Pétursson, i alls- herjarnefnd Stefán punnlaugsson og i þingfararkaupsnefnd Eggert G. Þorsteinsson. í NEDRI DEILD I fjárhagsnefnd Gylfi Þ. Gisla- son, i samgöngumálanefnd Pétur Pétursson, i landbúnaðarnefnd Benedikt Gröndal, i sjávarút- vegsnefnd Stefán Gunnlaugsson, i íðnaðarnefnd Pétur Pétursson, i félagsmálanefnd Gylfi Þ. Gisla- son, i heilbrigðis- og trygginga- málanefnd Stefán Gunnlaugsson, i menntamálanefnd Benedikt Gröndal og i allsherjarnefnd Pétur Pétursson. í EERI DEILD t fjárhagsnefnd Jón Ármann Héðinsson, i samgöngumálanefnd Jón Armann Héðinsson, i sjávar- útvegsnefnd Jón Armann Héðins- son, i iðnaðarnefnd Eggert G. Þorsteinsson, i félagsmálanefnd ILAN DSHAPPDRÆTTl! RAUÐA KROSS ÍSLANDS DREGIÐ A \ M0RGUN 4 ’ AÐALFULLTRÚAR REYKJAVÍKUR Á FLOKKSÞINGIÐ Um s.l. helgi fór fram í Guðjónsdóftir, Pétur Alþýðuflokksfélagi Pétursson, Vilhelm Ingi- Reykjavíkur kjör 35 aðal- mundarson, Baldvin fulltrúa á flokksþing Al- Jónsson, Guðmundur R. þýðuflokksins. Fór at- Oddsson, Helgi Sæmunds- kvæðagreiðslan fram á s00' Þðrunn Valdimars- skrifstofum flokksins dóttir, Pétur Sigurðsson, laugardag og sunnudag. Sigfús Bjarnason, Baldur Þessir voru kjörnir sem Guðmundsson, Björn Vil- aðalfulltrúar: mundarson, Jón Eggert G. Þorsteinsson, Þorsteinsson, Jón Ágústs- Björgvin Vilmundarson, s00- J°n Axel Pétursson, Gylfi Þ. Gíslason, Emelia Baldur Eyþórsson, Samúelsdóttir, Björgvin Hilmar Jónsson, Ingvar Guðmundsson, Benedikt Ásmundsson, Jón (vars- Gröndal, Sigurður Ingi- s00' Þóra Einarsdóttir, mundarson, Arni Gunn- Emanúel Morthens, arsson, Eiður Guðnason, Siguroddur Magnússon, Sigurður E. Guðmunds- Þórður Gíslason. son, Aðalsteinn Halldórs- Auk þessara 35 aðalfull- son, Jóna Guðjónsdóttir, trúa voru kjörnir 26 til Öskar Hallgrimsson, Elín vara. FLOKKSSTARFIÐ HAFNARFJÍRDIIR Fundur i Alþýðuhúsinu við Strandgötu mánu- daginn 16. október, kl. 20,30. 1. Stjórnmálaviðhorfið og sameiningarmál. Gylfi Þ. Gislason hefur framsögu. 2. Reglugerð um fulltrúaráð. 3. Kosning fulltrúa á flokksþing. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar LANDSFUNDUR KVENNA Fyrsti landsfundur Alþýðuflokkskvenna verður haldinn i Alþýðuhúsinu, Hafnarfirði, n.k. föstudag og laugardag. Fundurinn verður settur kl. 20, föstudaginn 13. október. Þá verða fjórar Alþýðuflokkskonur heiðraðar. Að loknum almennum söng og kaffidrykkju verður svo skipt i nefndir. Laugardaginn 14. október hefst fundurinn kl. 2 e.h. með erindi um jafn- aðarstefnuna, sem Benedikt Gröndal flytur. Siðan verða nefndaálit rædd. Að loknu kaffihófi flytur Stefán Gunnlaugsson erindi um sameiningar- málið. Siðan verða nefndaálit rædd og að þvi loknu flytur Sigurður E. Guðmundsson ræðu um ný baráttumál Alþýðuflokksins. Landsfundinum lýkur svo með kvöldverði i Skiphól i Hafnarfirði. Undirbúningsnefndin Föstudagur 13. október 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.