Alþýðublaðið - 17.11.1972, Side 5

Alþýðublaðið - 17.11.1972, Side 5
alþyðul aðið | al 6 Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. FJALLAÐ UM FORTlDINA Þjóðviljinn gerir sér þessa dagana tiðrætt um fortið Alþýðuflokksins. Annan daginn segir flokksvélarafsprengið, sem nú stjórnar pólitisk- um skrifum Þjóðviljans, að Alþýðuflokkurinn ætti ekki að leyfasér aðgera þetta eða hitt vegna þess, að hann hafi svo slæma fortið. Hinn daginn segir sami leiðarahöfundur, að Alþýðuflokkur- inn ætti að losa sig við þennan eða hinn forystu- manninn til þess að geta orðið eins góður og i gamla daga. f augum flokkavélarafsprengis þessa virðist Alþýðuflokkurinn ýmist hafa einkar góða eðaákaflegaslæmafortið og virðast verðleikar flokksins fyrr á tið einna helzt fara eftir þvi I hvorn fótinn Þjóðviljaritstjórinn stigurþegar hann fer fram úr á morgnana. Það er gamall áróðurssiður kommúnista að reyna að rifa Alþýðuflokkinn niður i dag með þvi að hæla honum fyrir hvað hann hafi verið góður i gær. Einkum og sér i lagi á þetta við um að- ferðir þær, sem þeir beita i persónulegri niðher- ferð gagnvart formanni flokksins hverju sinni. Á meðan fyrsti formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, stóð i eldlinunni, þá kölluðu kommúnistar hann fasista og öðrum ónefnum og sögðust ekki hafa kynnzt verri manni á sinni lifsfæddri ævi. Jafnvel fársjúkan lögðu þeir hann i einelti. Daginn sem Jón Baldvinsson dó og nýr maður, Stefán Jóhann Stefánsson tók við, þá skipti allt i einu um i munni kommúnista. Nú var Stefán Jóhann sósíalfasistinn og illmennið, en Jón Baldvinsson hugsjónamaður og höfðing- menni og voru Alþýðuflokksmenn óðum hvattir til að losa sig við Stefán svo flokkurinn gæti orðið eins og hann var i þá „gömlu góðu daga”, sem Jón Baldvinsson var formaður. Siðan tók Hannibal við af Stefáni, Haraldur við af HannibaþEmil við af Haraldi og Gylfi við af Emil. Og alltaf fylgdu sömu skammaryrðin, sama persónuniðið, sömu svikabrigzlin þeim manni, sem i það og það skiptið gegndi for- mannsstöðunni i Alþýðuflokknum. Aldrei gátu kommúnistar séð hvitan blett á nokkrum þess- ara manna fyrr en eftir að þeir höfðu látið af flokksformennsku og stjórnmálaafskiptum. Þá fyrst öðluðust þeir uppreisn æru i Þjóðviljanum og þá þvi aðeins, að með þvi væri hægt að þyngja klámhöggið á þann, sem við formanns- starfinu hafði tekið. f gær hvetur flokksvélarafsprengið i Þjóðvilj- anum Alþýðuflokksmenn til þess að losa sig við núverandi flokksformann svo flokkurinn geti orðið góður eins og einu sinni var. Góður eins og hvenær? Á timum afturhaldsmannsins Emils, verkalýðssvikarans Haralds, sósíalfasistans Stefáns eða borgarastéttarþrælsins Jóns Bald- vinssonar, svo notuð séu gömul Þjóðviljaorð um þessa menn á meðan þeir stóðu i forsvari fyrir Alþýðuflokknum? Hvenær hefur Alþýðuflokkur- inn verið góður i augum kommúnista? Aldrei. í yfir hálfrar aldar sögu sinni hefur Alþýðuflokk- urinn ávallt verið höfuðfjandi islenzkra komm- únista og geta Alþýðuflokksmenn sannarlega verið stoltir af þvL En vilji flokksvélarafsprengið, sem skrifar i Þjóðviljann, endilega rifja upp fortið, þá ætti hann að rifja upp fortið sins eigin blaðs. Hver hefur ávallt stutt erlend einræðisöfl dyggilegar en nokkur annar á íslandi? Hver studdi Rússa gegn Finnum? Nazista gegn bandamönnum? Skriðdreka gegn verkafólki i Austur-Berlin. Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu? Hver hefur verið innan landamæra íslands hlýðnastur hundur erlendra kúgunarafla með blóði flekk- aða slóð? Þjóðviljinn! BÁRÐUR HALLDÓRSSON AKUREYRI HORFT TIL FRAMIIDAR Á fundi Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra, sem haldinn var 23. september s.l. flutti Bárður Halldórsson, menntaskólakennari á Akureyri, mjög athyglisverða ræðu um framtiðarstefnumál i stjórnmálum. Alþýðublaðið hefur fengið leyfi Bárðar til að birta ræðuna og fer hún hér á eftir eilítið stytt. A fyrri áratugum þessarar aldar einbeitti Alþýðuflokkurinn sér að lausn þeirra þjóðfélags- mála, sem þá brunnu hvað heitast á fólki, svo sem atvinnuleysi, allsleysi, örbyrgð og félagslegt misrétti. Vegna baráttu flokksins hefur býsna margt áunnizt i þeirri baráttu - Vandamál þess tima voru að þvi leyti frábrugðin vandamálum nútimans, að þau lágu opið og ljóst fyrir. Allir fundu fyrir þvi, ef hungur og kuldi svarf að þeim. Á þessum tima studdist Alþýðuflokkurinn aðallega við lágstéttir — fátækt verkafólk, sem varð æ fleira eftir þvi sem iðnvæðing landsins jókst. Verka- lýðsstéttin varð með timanum ein fjölmennasta stéttin og lagði grunninn að Alþýðuflokknum. Eins og ég gat um áðan varð mikil breyting til hins betra i is- lenzku þjóðfélagi og við skulum aldrei gleyma þvi að þar á Alþýðuflokkurinn drýgstan hlut að máli, en hins vegar skulum við heldur aldrei gleyma þvi, að stjórnmálaflokkur verður að lifa i nUtimanum og i framtiðinni. Það verður okkur haldlitið til lengdar að skirskota til unninna sigra — liggja i lárviðarlaufum liðinnar tiðar. Fram hafa komið nýjar kynslóðir, sem ekki muna liðna tið og hafa litinn áhuga á að rýna i söguna. Við þetta fólk verður að tala á máli, sem það skilur. NU hafa ýmsir af yngri mönnum flokksins haldið þvi fram, að taka beri upp svipaða stefnu eins og Alþýðubandalagið hér heima og sænski jafnaðar- mannaflokkurinn undir forystu Olofs Palme hefur gert i Sviþjóð. Ég hef verið á móti þessu og ætla i stuttu máli að gera grein fyrir, hvers vegna svo er. Minnkandi stéttamunur Með minnkandi stéttamun i þjóðfélagi okkar hefur farið svi'p- að hjá okkur og öðrum svo nefndum neyzluþjóðfélögum, að stærsta stétt landsins er miði- ungstekjufólk, fólk fólksvagna og gólíteppa, fólk sem greiðir gjöld sin, fólk, sem er að byggja sér ibUðir og hUs, sem sagt fólk vel- ferðarþjóðfélags, sem ekki vill hamfarir i stjórnmálum né stór- kostlegar byltingar, heldur jafna þróun. Það fer heldur litið fyrir þessu fólki enn sem komið er, þar sem það er svo nýlega farið að mynda stétt og það engan veginn skýrt afmarkaða stétt, en ég er sannfærður um, að þess verður ekki langt að biða, að þetta fólk lætur æ meira til sin heyra á vett- vangi stjórnmálanna. Þetta fólk er þreytt orðið á vaxandi heimtu- frekju skólafólks, upplausn, aga- leysi og ringulreið i þjóðfélaginu. Alþýðuflokkurinn hefur um nokk- urt skeið átt tilveru sina undir þessu fólki, þótt oft hafi verið misbrestur á, að flokkurinn hafi kunnað að tala til þess. Svipaðar sögur er að segja um sænska jafnaðarmannaflokkinn. Þegar Olof Palme sá fram á vaxandi vinstri sinnaða öfgahópa og flokka og vaxandi mótmæla- hreyfingar Bandaríkjanna, þóttist hann sjá sér leik á borði, og til þess að koma i veg fyrir stofnun flokks til vinstri við jafnaðarmenn, þá greip hann til þess ráðs, að stela glæpnum, ef svo má segja, og setti fram skoð- anir þessa fólks i þvi trausti að miðstéttin sænska — fólkið, sem ég talaði um áðan — myndi aldrei svikja flokkinn. Samkvæmt ný- legum skoðanakönnunum hefur fylgi flokksins fariðUr 51% niður i :S9%. NU er það svo um skoðana- kannanir, að þær geta verið Ut i bláinn, en engu að siður er ljóst, að Olof Palme og stefna hans nýtur ört minnkandi vinsælda með Svium á sama tima sem Thorbjörn Felldin, foringi mið- flokksins, nýtur mjög aukinna vinsælda. Ekki bara táningasjónar- miöið Stjórnmál verða aldrei rekin með táninga eina í huga. Ég hef undanfarin fimm ár fylgzt vel með skoðunum ungs fólks á aldr- inum 16-20 ára. Það er fjarri lagi, að allt þaö unga fólk hafi verið eins herjar, fylgt einni stjórnm- álastefnu. Flest fólk á þessum aldri er ekkert öðruvísi þenkjandi heldur en annað fólk — hins vegar ber oft meira á þeim, sem hæst lætur i og hafa sig freklegast i frammi. Við megum ekki gleyma þeim hópnum, sem er miklu stærri og vill hafa lög og reglu, vill breytingu.en ekki niðurrif, framfarir, en ekki glundroða. Við höfum skyldur að rækja við það fólk og ég er sannfærður um, að ef við tökum afstöðu gegn ýmis konar upplausn og vitleysu i þjóð- lifinu og beitum okkur fyrir stefnu sem meir höfðar til mið- stéttar i landinu heldur en striða- linna bilifiskrakka i dýru skóla- kerfi, þá fáum við fylgi. Við þurfum aðeins að gera okkur grein fyrir, hvernig fólkið i land- inu skiptist I 4MHr og hvar mis- réttið er einna mest. Hugsjón og veruleiki Stjórnmálaflokkur hlýtur alitaf að byggja tilveru sina á tvennu —■ hugsjónum eða hugmyndum og veruleika. Grundvallarhugsunin að tilveru Alþýðuflokksins hefur alltaf verið jafnrétti — sem jöfnust dreifing aðstöðu, valda og fjármuna á meðal þegnanna. Þessa hugsun þarf nU flokkurinn að aðlaga nýjum veruleika. Veruleikinn eru kjósendurnir — þegnarnir. Það er þýðingarlaust fyrir flokk að ætla sér að fá fylgi ef hann ekki býður upp á stefnu og starf, sem fellur i geð kjósenda. Ég ætla þvi að fara fáeinum orðum um starf flokks- ins i seinustu rikisstjórn. Við- reisnartimabilinu má skipta i þrjU timabil. Timabilið frá „59- 63”, sem einkenndist af undirbún- ingi undir hina eiginlegu viðreisn, þá þurfti að rétta þjóðarbUið við , koma þjóðarskUtunni aftur á réttan kjöl og ná réttri stefnu. Timabilið frá „63 til 67” einkenn- ist svo af hinni eiginlegu viðreisn. Timabilið frá '67 til ’71 er siðan beint áframhald fyrri skeiða með mikilli áherzlu á efnahagsmálin eins og áður. Það eru gömul sann- indi og ný, að mettur maður er gjarnan áhyggjulaus um afkomu sina. Þjóðin var vel á sig komin i lok viðreisnar og gaf þvi efna- hagsmálunum litinn gaum. Mér dettur ekki i hug að áfellast við- reisnarstjórnina fyrir andvara- leysi hennar i myndun nýrrar stefnu. Timarnir höfðu breytzt mjög ört á seinasta skeiði við- reisnar, ungir kjósendur, sem margir hverjir höfðu aldrei vitað af annarri stjórn en viðreisnar- stjórninni, vildu skipta um — breyta breytinganna vegna. Til þessa fólks höfðuðu stjórnarand- stöðuf lokkarnir með nýjum málaflokkum, sem litill gaumur hafði áður verið gefinn og ekki verið taldir skipta höfuðmáli. Þá þarf ekki að kvíöa Ég held, að flestir séu sammála um, að sU stjórn sem nU situr stendur mjög höllum fæti — að svo miklu leyti sem hUn stendur yfirleitt. Við höfum fengið góðan tima nUna til þess að átta okkur og setja niður fyrir okkur með hverju móti við getum aðlagað hugmyndir okkar veruleikanum, sem ég minntist á áðan. Ég er fyrir mitt leyti ekki i minnsta vafa um, að flokkur okkar hefur rétt við eftir áfallið og það er grunur minn, að samanburður við rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar á þar drýgstan hlut að máli. út á við bar viðreisnarstjórnin einkum svipmót þeirra Bjarna heitins Benediktssonar og Gylfa. NU, þegar skýrara verður fyrir fólki, hver munur er á þessum tveimur rikisstjórnum, er ég sannfærður um að fólk snýst i töluverðum mæli til liðs við okkur, en þá megum við ekki láta þá vitleysu henda okkur að fara að flagga með flöggum þeim, sem ríkisstj. Ólafs Jóhannessonar hefur veifað framan i landsmenn. Þetta tel ég miklu máli skipta. Ef við hins vegar ráðumst til atlögu við það i stefnu og starfi nUverandi rikis- stjórnar, sem einna verst er þokkað, svo sem vaxandi tii- hneigingar til miðvæðingar valda og fjármuna, skattpiningu launa- fólks, dekur við upplausn og aga- leysi i þjóðfélaginu, dáðleysi Framsóknar og þrekleysi i skipt- um við kommúnista og óupp- dregin dárahátt og dónaskap ým- Framhald á bls. 4 ÁTTATÍU ÁRA ER í DAG Gunnlaugur Stefánsson HAFNARFIRÐI Einn kunnasti borgari Hafnarf jarðar, Gunnlaugur Stefánsson, kaupmaður, á áttatiu ára afmæli i dag. Hann er fæddur i Hafnarfirði og hefir átt þar heima alla tið. Gunnlaugur stundaði um langt skeið umfangsmikil kaupsýslu- störf, hafði afskipti af útgerð og rak kaffibætisgerð og kaffi- brennslu i Reykjavik. Á afmælisdaginn er hann staddur hjá frændfólki sinu að Forsæludal i Vatnsdalnum, en föðurætt hans er Ur Vatnsdal I HUnavatnssýslu. o Föstudagur 17. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.