Alþýðublaðið - 22.11.1972, Síða 3

Alþýðublaðið - 22.11.1972, Síða 3
Hálfgerð óáran í mannfólkinu FLENZU- SPRAUTUR TÍDAR Heilsufar i Reykjavik er með lélegra móti að sögn Braga Ólafs- sonar aðstoðarborgarlæknis. Auk hinna venjulegu kvilla, svo sem kvefsóttar og hálsbólgu, hefur viruspest lagt marga i rúmið að undanförnu. Inflúenzutilfelli eru fá. Bragi sagði að ekki væri ljóst hvaða tegund viruspestar gengi þessa dagana i Reykjavik, en það væri i rannsókn. Pest þessi virðist ekki leggjast hart á fólk, né heldur gera viðreist, þvi Bragi sagði að veikindi i skólum væru ekkf áberandi mikil. Inflúenza mun vera óumflýjan- Ieg seinna i vetur. Inflúenza þessi gengur nú ljósum logum i Suður- Ameriku, en að sögn Braga hefur hún ekki enn borizt til Bandarikj- anna og Evrópu. 1 Suður-Eng- landi var hennar litillega vart. en það tókst að einangra hana. brátt fyrir að enn sé langt i flenzuna. er fólk byrjað að láta sprauta sig gegn henni. Hefur mikil aðsókn verið að Heilsu- verndarstöðinni-, en þar er fólk aðallega sprautað. Sagði Bragi ólafsson að reynt væri að sprauta allt gamalt fólk og lasburða, en almennri þjón- ustu væri ekki hægt að sinna nema að nokkru leyti. Ætið er mikill áhugi meðal fólks fyrir sprautun, og það hefur farið i vöxt undanfarin ár að vinnuveitendur færu fram á að starfsfólkið þeirra yrði sprautað, til þess að forðast vinnutap. UMFERÐARSLYS Piltur á vélhjóli meiddist eitt- hvað er hann datt á móts við Hótel Esju i gær, en ekki varð það alvarlegt. Ekki er alveg ljóst, hvernig slysið vildi til, en liklegt er talið að bill hafi sveigt óvænt fyrir piltinn, og hann dottið er hann reyndi að forða árekstri. Pilturinn varfluttur á Slysadeild Borgarspitalans. tJTBOÐ Tilboð óskast um sölu á 94,500 m af jarð- streugjum af ýmsum stærðum og gerðum, fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsskilmáiar eru afhentir i skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudag- inn 15. desember n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 SWEBA SÆNSKIR ÚRVALS RAFGEYMAR UTSÖLUSTAÐIR: Akranes: Axel Sveinbjörnsson hf. Borgarnes: Bifreiða- og trésmiðja Borgarness hf. Búðardalur: Kaupfélag Hvammsfjarðar Ólafsvík: Vélsmiðjan Sindri ísafjörður: Póllinn hf. Bolungarvík: Sigurður Bernódusson Dalvík: Bílaverkstæði Dalvíkur Akureyri: Þórshamar hf. Húsavík: , Foss Seyðisfjörður: Stálbúðin Neskaupstaður: Eiríkur Ásmundsson Keflavík: Smurstöð- og hjólbarðavið- gerðir, Vatnsnesvegi 16. Vestmannaeyjar: Haraldur Eiríksson. í Reykjavík: BÍLANAUST H.F. Bolholti 4. Sími: 85185 Skeifunni 5. Sími: 34995 NÚ FER ÞEIMAt HLÝHA f HRfSEY KRAFTAVERK bað býr löng saga að baki þessu brosi. betta er ncfnilcga fyrsta bros þessa unga manns i lieil 11 ár, eða allt frá þvi hann lenti i bilslysi i:t. októbcr 1961 og missti við það meövitund. Og það liðu 11 ár unz pilturinn, 17 ára gamall þegar slysið varð, opnaði augun aftur. Og fyrsta brosið kom á afmælisdaginn bans, daginn sem hann varð 29 Árlega er kveikt i, eða brennur einn sumarbústaður i umdæmi rannsóknarlögreglunnar i Kópa- vogi, og er þess skemmst að minnast að sumarbústaður við Lækjarbotna var brenndur til grunna um siðustu helgi. Ásmundur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaöur i Kópavogi, sagði i viðtali við blaöið i gær, að nú væri talið full- vist, að þar hefði verið um ikveikju að ræða. Greinilega var brotizt inn i bústaðinn, og þar sem ekkert rafmagn var i honum, getur eldurinn naumast hafa kviknað nema af mannavöldum. Ekki hefur enn hafzt upp á eig- endum bústaðarins, né fólki þvi, Peter Brush heitir ungi inaðurinii, sem 17 ára lenti i mjög alvarlegu mótorlijóla- slysi. Ilaiin missti meðvitund og læknar liugðu honum vart líf. I tvö ár var bann i algjöru dái, cn þá fór hann að sýna inerki ein- livers bata, þólt litil væru. bra'tt lyrir það voru læknarnir svartsýnir, og sögðu að aðeins kraflaverk gæli vakið Peter til lifsins. Og það var einmitt kraftaverk sem móðir hans trúði á, og á myndinni endur- geldur bún syni sinum fyrsta hrosiö. sem var þar i grennd á þrem bil- um daginn sem kveikt var i. Að sögn Asmundar er þetta fimmti bústaðurinn sem brennur i umdæmi Kópavogslögreglunnar siðan á árinu 196», auk þess sem brotizt hefur verið inn i fjölda annarra og skemmdir unnar sem nema miklum upphæðum. t fyrra var t.d. nýbyggður bústaður i Vatnsendalandi brenndur, en áður hafði nokkrum sinnum verið bortizt inn i hann og skemmdir unnar. Alls hafa þrir bústaöir við Lækjarbotna brunnið siðan ’68 og tveir i Vatnsendalandi-Sagði Ás- mundur að þetta gengi yfir i öld- um, og þannig var t.d. eitt sinn Kramhald á bls. 4 Hriseyingar sjá nú hilla undir hitaveitu I hverju húsi, jafnvel þegar næsta vetur, ef nægilegt fé fæst til framkvæmda. Borun eftir heitu vatni hófst i Hrisey árið 1966, og á seinasta ári lágu fyrir þær niðurstöður, að fyrir hendi væri meira en nægilegt vatn til að hita upp öll hús á eyjunni. Loka- ákvörðunin um hitaveitufram- kvæmdirnar var tekin á sið- asta hreppsnefndarfundi, sem var haldinn fyrir skömmu, sagði Garðar Sigurpálsson oddviti i samtali við Alþýðublaðið i gær. Upp úr borholum, sem boraðar voru á seinasta ári fengust 14-16 litrar á sekúndu af hreinu 68 gráðu heitu vatni, en samkvæmt áætlun, sem Vermir h.f. hefur gert fyrir Hríseyinga, nægja 10 litrar á sekúndu af 65 gráðu heitu vatni. Stofnkostnaður við hitaveitu- framkvæmdirnar er áætlaður á milli 10 og 11 milljónir króna, en þar af muni aðveituæð kosta 1,5 milljónir króna,en dreifikerfi með heimtaugum 4,5 milljónir Reiknað hefur verið út, að varmaverð á hverja einingu verði 662 krónur, en með oliukyndingu er verðið talið 850 krónur á hverja einingu. Það liggur þvi ljóst fyrir, að þetta er arðbært fyrirtæki. Ákvörðun hreppsnefndarinnar var tekin með þeim fyrirvara, að nægilegs lánsfjár verði unnt að afla til framkvæmdanna. Garðar sagði okkur, að talsvert hafi verið leitað fyrir um lán, og góðar horfur séu á, að þau fáist. 1 eyj- unni búa nú um þrjú hundruð manns. HVER Á LANDIÐ? Á fundi sameinaðs Alþingis i gær mælti Bragi Sigurjónsson fyrir þingsály ktunartillögu Alþýðuflokksins um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum. Hefur tillaga þessi vakið verð- skuldaða athygli, enda er hér tvi- mælalaust um að ræða eitt allra viðamesta og mikilsverðasta mál, sem komið hefur til kasta Alþingis um langa hríð, — mál, sem ætlað er að móta nýja fram- tiðarstefnu varðandi eignarráð og nytjar á landi og landgæðum. Bragi Sigurjónsson fylgdi til- lögunni úr hlaði með mjöggóöri og vel unninni ræðu, sem vakti mikla athygli þingmanna og áheyrenda. Verður sagt frá ræðu Braga i Alþýðublaðinu á morgun. <ii a. BRUNINN VIÐ LÆKJARBOTNA FIMMTI BUSTAD- URIMM SfDAM 68 Tollaívilnunin látin bíða Hvenær er ætlun rikisstjórnar- innar að leggja fyrir Alþingi til fullgildingar viðskiptasamning- inn við EBE, sem undirritaður var 22. júli s.l. ? Um þetta spurði Gylfi Þ. Gislason á fundi samein- aðs þings i gær. t framsögu með fyrirspurninni rakti Gylfi stuttlega gang samn- ingsgerðarinnar og benti á, að allir samningar milli EBE og ein- stakra rikja, sem samning gerðu við bandalagið á svipuöum tima og lsland, ættu að taka gildi 1. janúar n.k. Benti Gylfi einnig á, að fyrirvarinn um lausn land- helgisdeilunnar, sem EBE setti, en islenzka rikisstjórnin bókaði mótmæli gegn, næði aðeins til ákvæða samningsins um viðskipti meö sjávarafurðir, en öll samn- ingsákvæðin um viðskipti með ingsákv. um viðskipti með aðrar vörur gætu tekið gildi strax n.k. áramót ef lokið yrði við staðfest- ingu samningsins af tslands hálfu fyrir þann tima. Vakti Gylfi einnig athygli á, að ef samningur- inn verður ekki fullgiltur fyrir n.k. áramót, þá gætu Bretar og Danir, sem þá gerast aðilar að EBE umsvifalaust lagt toll á allar islenzkar vörur, sem yrði mikið áfall fyrir islenzkan iðnað, sem notið hefur tollafriðinda i þessum löndum frá þvi tsland gekk i EFTA. ' Einar Ágústsson, sem fyrir svörum varð, sagði, að rikis- stjórnin hefði enn ekki tekið ákvörðun um fullgildingu samn- ingsins. Myndi hún ekki gera það fyrr en að loknum viðræðunum við Breta. t siðari ræðu sinni svaraði Gylfi að þetta kæmi sér á óvart, þar sem öllum væri ljóst, að mætavel væri hægt að láta samninginn taka gildi að þvi er iðnaðarvörur varðar þótt landhelgismálinu sé ekki lokið. Væri það ekki gert gæti það valdið islenzkum iðnaði skaða. Spurningin væri þvi ekki, hvort hægt væri að fullgilda samning- inn heldur hitt, hvort rikisstjórnin vildi láta gera það. o Miðvikudagur 22. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.