Alþýðublaðið - 22.11.1972, Síða 5

Alþýðublaðið - 22.11.1972, Síða 5
alþydu) aðið B Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. Ekkert gefið eftir ,,ASÍ gefur ekkert eftir” segir Alþýðublaðið i gær i forsiðufyrirsögn. Vitnar blaðið i uppkast að ályktun um kjara- og atvinnumál, sem stjórn Alþýðusambandsins hefur lagt fyrir Alþýðu- sambandsþingið, sem nú stendur yfir. í upp- kasti þessu segir m.a. svo: „Þingið leggur rika áherzlu á, að þær stjórn- málalegu ákvarðanir, sem fyrir liggur að taka á næstu vikum i efnahagsmálunum, verði að tak- ast af fullri viðurkenningu á gerðum og gildandi samningum verkalýðsfélaganna.” Þá segir einnig i uppkastinu: ,,Við lausn efnahagsvandamálanna nú telur þingið algert grundvallaratriði, að ekki verði hróflað við þeim heildarkjörum, sem ákveðin voru með frjálsum kjarasamningum og i gildi eru til 1. nóvember 1973.” Svarið, sem i þessum orðum felst við þeim ráðagerðum rikisstjórnarinnar, sem Timinn hefur nefnt að „semja við verkalýðshreyfinguna um nýja visitölu” er afdráttarlaust neitandi. Slikt svar hljóta launþegasamtökin að gefa. Á hvern annan hátt geta þau svarað tilmælum stjórnvalda um að úr gildi skuli fella gerða kjarasamninga sem voru á þeim tima er þeir voru undirritaðir taldir lágmarks-kjarabót af þessari sömu rikisstjórn og raunar gerðir eftir fyrirsögn hennar? Ekki 24% heldur 10% Um þessar mundir reyna stuðningsblöð rikis- stjórnarinnar allt hvað þau geta til þess að fá forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar til þess að falla frá gerðum kjarasamningum og afsala verkalýðshreyfingunni miklum hluta þeirra kjarabóta, sem fengust með samningun- um haustið 1971. öðru visi en á kostnað laun- þegans telja kommúnistar, Framsóknarmenn og frjálslyndir sig ekki geta leyst þann efna- hagsvanda, sem þeir sjálfir hafa skapað. Þeir ganga meira að segja svo langt að ætlast til þess af verkalýðshreyfingunni sjálfri, að hún hjálpi þeim a.m.k. með þvi að sitja aðgerðarlaus hjá. Röksemdir þær, sem notaðar eru til þess að reyna að fá verkalýðshreyfinguna til að gefa eftir eru allar á þá lund að verkafólkið hafi raunverulega fengið miklu meira, en nokkurn tima hafi staðið til að veita þvi og eigi þvi að skila einhverju aftur til baka. Þannig hafa stjórnarsinnar talað um allt að 24% kaup- máttaraukningu á stjórnartimabilinu og segja undir rós, að þar sem stjórnin hafi aldrei lofað nema 20% aukningu og það á tveggja ára tima- bili þá sé ekkert athugavert við það þótt verka- lýðurinn verði neyddur til þess að skila aftur einhverju af þessari 24% kaupmáttaraukningu sem verkafólkið á að hafa fengið á þessu hálfa öðru ári, sem rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur verið við völd. En er þessi reikningur réttur? Hefur kaup- mátturinn aukizt um 24%? Nei, langt i frá! Bein kaupmáttaraukning i kjölfar samning- anna frá haustinu 1971 hefur orðið 15%. Þar af hefur ríkisstjórnin með efnahagsráðstöfunum sinum, — fyrst með visitölusvindlinu i sambandi við skattalagabreytingar og niðurgreiðslur i fyrra vetur og síðan með kaupstöðvun bráða- birgðalaganna i sumar - haft af verkafólki rösk 4 visitölustig. Raunveruleg kaupmáttaraukning hefur þvi orðið rúmlega 10%, en ekki 24% eins og stjórnarsinnar segja. t ljósi þessarar stað- reyndar finnst þá fulltrúum á þingi ASÍ rétt- mætt að gefa nú eftir? UM MÁLEFNI REYKJAVÍKURBORGAR BORGIN BVGGI LEIGII- IBUGIR FYRIR ALDRADA A siðasta fundi borgarstjórnar Reykjavikur mælti Björgvin Guð- mundsson, borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins, fyrir svohljoðandi til- lögu, sem hann flytur: „Borgarstjórn Reykjavikur tel- ur, að inikiU skortur sé i borginni á ódýru leiguliúsnæði fyrir aldrað fólk. Telur borgarstjórnin æski- legt, að stuðlað sé að þvi að hinir öldruðu geti dvalizt sem lengst i heimahúsum i eigin ibúðum eða i leiguibúðum? Borgarstjórn samþykkir að hraða undirbúningi að byggingu nýs sambýlishúss með leiguibúð- um fyrir aidraða. Skal gert ráð fyrir einhverri sameiginlegri þjónustu við gamla fólkið i sam- býiishúsinu og stefnt aö þvi, að slik þjónusta verði aukin. Borgarstjórn telur timabært að befja nú þegar undirbúning að byggingu þriðja sambýlishússins fyrir aldraða.” í framsögu með tillögunni sagði Björgvin Guðmundsson: „Þessi tillaga min þarfnast ekki mikilla skýringa. Þegar Reykjavikurborg aug- lýsti eftir umsóknum um leigu- ibúðir i sambýlishúsi þvi, er borg- in reisti fyrir aldraða við Norður- brún, barst mikill fjöldi umsókna og mun fleiri en unnt var að sinna. Alls bárust 158 umsóknir um 60 ibúðir. Kom þá vel i ljós, hversu mikill skortur er i Reykja- vik á ódýrum litlum leiguibúðum fyrir aldraða. Ástæður þessa eru margar, en þessar munu helztar: Flestir aldraðir, sem eru sæmi- lega heilsugóðir vilja fremur búa i heimahúsumen á elliheimilum. Gamla fólkið ræður ekki við að búa i stórum ibúðum eins og áður meðan fjölskyldan var stærri. Það er ofviða aldraðri húsmóður að hreinsa og halda reglu á stórri ibúð. Það er einnig nú orðið ofviða öldruðu fólki að greiða öll þau gjöld, sem greiða þarf af stórum ibúðum. Þess vegna vilja æ fleiri úr hópi hinna öldruðu komast i minni ibúðir i ellinni. Framboð á litlum ódýrum söluibúðum, sem hentað gæti öldruðu fólki, er mjög litið. Þyrfti að athuga, hvort borgin gæti ekki reist slikar sölu- ibúðir fyrir aldraða. Borgin hefur enn ekki farið út á þá braut, held- ur einungis reist leiguibúðir fyrir gamla fólkið til þessa. Tillaga min gerir ráð fyrir, að þvi verði haldið áfram og undirbúningi að næstu byggingarframkvæmdum i þágu aldraðra verði hraðað. Reykjavikurborg hefur aðeins einu sinni reist sambýlishús, sem sérstaklega hefur verið ætlað öldruðu fólki. Það var sambýlis- húsið við Norðurbrún, sem ég gat um i upphafi máls mins. Og þar fengu færri inni en víldu. Áður hafði borgin að visu fengið 30 ibúðir fyrir aldraða úr sambýlis- húsi við Austurbrún, sem reist var fyrir einstaklinga, en það hús var ekki reist sérstaklega fyrir aldraða. Nú mun frumundirbún- ingur hafinn að þvi að reisa annað Björgvin Guðmundsson sambýlishús fyrir aldraða og i þvi sambandi er rætt um að hafa það á hinu nýja byggingarsvæði við Stóragerði. Mun nú unnið að teikningum, en ekki ætlunin að byrja byggingarframkvæmdir fyrr en næsta sumar. Tel ég mjög brýnt, að öllum undirbúningi verði hraðað sem mest og fram- kvæmdir hafnar svo fljótt á næsta ári sem veður leyfir, t.d. i marz eða april, ef tið verður góð. Skort- ur á húsnæði fyrir aldraða er svo mikill að hraða verður málinu eins mikið og frekast er unnt. Einnig er nauðsynlegt að hefja þegar undirbúning að byggingu þriðja sambýlishúsi borgarinnar fyrir aldraða. Reynslan hefur leitt i ljós, að udnirbúningsstarfið tekur ávallt svo langan tima að ætla verður góðan tima fyrir það. Þess vegna tel ég, að um leið og borgarstjórn samþykkir að hraða undirbúningi að byggingu nýs sambýlishúss fyrir aldraða á Stóragerðissvæðinu eigi að sam- þykkja að hefja þegar undirbún- ing að byggingu annars sambýlis- húss fyrir gamla fólkið, sem yrði þá 3ja sambýlishúsið, er borgin reisir fyrir aldraða. Ég skora þvi á borgarstjórn að samþykkja til- lögu mina.” FJORAR FYRIRSPURNIR Lagðar hafa verið fram á Alþingi eftirtaldar fyrirspurnir frá Braga Sigurjónssyni: I. Til iðnaðarráðherra a) Hefur rikisstjórnin tryggt sér lán til Sigölduvirkjunar, og ef svo er, þá hvar og hve há? b) Hvað er áætlað nú, að Sig- ölduvirkjun muni kosta? c) Fyrir hve mikinn hluta orkuframleiðslunnar er þegar tryggður markaður, og hver er hann? II. Til iðnaðarráðherra a) Hvað er áætlað, að há- spennulina frá Sigöldu til Akur- eyrar muni kosta með núgild- andi verðlagi, og við hve mikinn orkuflutning verður hún miðuð? Framhald á bls. 4 FLOKKSSTARFIÐ FELAGSVIST Fyrsta félagsvist vetrarins á vegum Alþýðu- flokksfélags Reykjavikur verður haldin annað kvöld i Ingólfscafé og hefst kl. 20,30 stundvis- lega. Ávarp flytur Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins. Góð verðlaun verða veitt. öllum er heimill aðgangur. Skemmtinefndin BAZAR - ÍSAFJORÐUR ísfirðingar! Kvenfélag Alþýðuflokksins á ísa- firði heldur bazar n.k. laugardag þann 25. nóv- ember. Bazarinn verður i Alþýðuhúsinu, niðri, og hefst kl. 4 e.h. Að vanda verður á bazarnum margt góðra muna. Stjórn Kvenfélagsins. ISFIRÐINGAR Alþýðuflokkskonur á Isafirði! Kvenfélag Alþýðuflokksins á Isafirði efnir til fundar i Alþýðuhúsinu mánudaginn 27. nóvem- ber n.k. kl. 20,30. Gengið verður um norðurdyr. Fundarefni: 1. Sagt frá nýafstöðnum Landsfundi Alþýðu- flokkskvenna. 2. Sagt frá flokksþingi Alþýðuflokksins. 3. önnur mál. Félagskonur eru hvattar til að f jölmenna og mæta stundvislega. Stjórnin. Miðvikudagur 22. nóvember 1972 0

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.