Alþýðublaðið - 13.12.1972, Side 9

Alþýðublaðið - 13.12.1972, Side 9
iþrótiir I HSK VAR KR ÓÞÆGUR LJÁR í ÞÚFU... Um helgina voru leiknir fjórir leikir i islandsmótinu i körfu- knattleik. Uröu úrslit leikja sem hér segir: IS-Þór 66:45 KR-Valur 90:66 ÍR-Þór 91:64 KR-HSK 83:66 Hlé verður gert á mótinu fram til 6. janúar. Þá má geta þess hér; að á sunnudaginn fór fram einn leikur i leynimótinu svonefnda, þ.e Reykjavikurmótinu i körfuknatt- leik. Valur sigraði ÍS 79:76. Hér á eftir fer frásögn af 1. deildar leikjunum sem fram fóru á sunnudagskvöld, og neðar á sið- unni er sagt frá leikjum sem fram fóru á laugardaginn: ÍR-Þór 91:64 (38:27) tslandsmeistarar ÍR virtust þegar i byrjun ætla að kafsigla Þórsara og komust þeir strax i 4:1,12:8og 18:8. En þá kom góður kafli hjá Þór og þeir minnkuðu munin i aðeins fjögur stig (18:22) e'n 1R tekur góðan endasprett fyr- ir hlé, og komust þá ellefu stigum yfir. 1 siðari hálfleik tók 1R siðan öll völd i sinar hendur og sigraði ör- ugglega eins og fyrirfram var bú- izt við. Þótt sigur 1R hafi verið stór var hann alls ekki átakalaus og oft brá fyrir góðum köflum hjá Þórsurum. Akureyringarnir geta varla bú- izt við að geta haldið sér lengi i fyrstu deild ef liðið hefur engan þjálfara, en i fyrra þjálfaði Gutt- ormur Ólafsson liðið með ágætum árangri, Guttormur þjálfar lið HSK i vetur auk þess sem hann leikur með KR. Anton Bjarnason var beztur i liði 1R og gerði hann 21 stig, en Einar Sigfússon 26. Vitaskot: 1R: 20:9. Þór: 21:12. KIl-HSK 83:66 (31:27) Já, hvern gat órað fyrir þvi að HSK veitti KR jafn mikla keppni og raun varð á? Sennilega bjugg- BEST TIL CITY? Malcholm Allison, fram- kvæmdastjóri Manchester City, lýsti þvi yfir i gær, að hann vildi gjarnan kaupa vandræðagems- ann George Best frá Manchester United. United, sem er i fallhættu, vill frekar fá nýja leikmenn en pen- inga i stað Best. George Best er álitinn 300 þúsund punda virði. SPÁ HDAN Vegna þrengsla nú i jólaönn- iinum, verður getraunaspá Helga Danielssonar að biða birtingar til morguns. Þá birtist einnig staðan og töflur. ust flestir við öruggum sigri KR, en það var öðru nær, KR-ingar geta verið ánægðir fyrir það að hljóta 2 stig i leiknum, þvi KR átti i mesta basli með HSK og það var ekki fyrr en á lokaminútunum að sigur vannst. Svo virðist sem KR, 1R og Ar- mann séu i lægð um þessar mund- ir en HSK, Valur og 1S i stórsókn, kannski eru lið KR og 1R þreytt eftir nýafstaðna erfiða Evrópu- leiki? 1 leik KR og HSK komust KR- ingar strax i 14:4 og 19:7, en þá tóku Skarphéðinsmenn við sér og minnkuðu muninn niður i aðeins 4 stig 25:21 fyrir KR, og enn var fjögurra stiga munur i hálfleik 31:27. HSK byrjar mjög vel siðari hálfleikinn og jafnar og kemst yfir 35:34. Én KR kemst aftur yfir og siðan hélst leikurinn lengi vel mjög jafn, eh á lokaminútunum tryggðu KR-ingar sér sigur eins og áður er sagt. Hjá KR vantaði Hjört Hansson Framhald á bls. 10 Þórir Magnússon úr Val er ætið erfiður að eiga við fyrir varnir andstæðinganna. Ilér sést hann skora i leik við HSK. FJÖGUR LIÐ í ÞRIÐJU DEILD —AFTURELDING, ÞÓR.ÍBÍ OG VÖLSUNGUR Fjögur lið hafa tilkynnt sig i hina nýju deild sem stofnað hefur verið til innan handknattleiksins, 3. deild. Eitt lið i viðbót tilkynnti sig, en sú tilkynning kom eftir að frestur var útrunninn, og var þvi ekki hægt að taka hana til greina. Þátttökuiiöin i meistaraflokki karla vcrða þvi alls 20 i vetur, átta i 1. deild, átta i 2. deild, og fjögur I 3. deild. Er þetta lang- mesta þátttaka sem vitað er um I meistaraflokki islandsmótsins. Liðin fjögur sem hafa tilkynnt sig eru Ungmennafélagið Aftur elding úr Mosfellssveit, Völs- ungur frá Húsavik, iþróttafélagið Þór i Vestmannaeyjum og tþróttabandalag ísafjarðar. Viðir úr Garði tilkynnti sig einnig, en tilkynningin barst of seint. Af fjórum fyrrnefndum liðum hefur aðeins eitt þeirra tekið þátt i meistaraflokki Islandsmótsins áður, Afturelding. Var Aftureld- ing um tima i 1. deild hér fyrr á árum. Voru þá þekktir kappar i liðinu, svo sem Asbjörn Sigur- jónsson á Alafossi og Jón Guð- mundsson bóndi á Reykjum. Hin þrjú liðin eru að mestu óþekkt stærö. Völsungur hefur innan sinna vébanda Arnar Guð- laugsson úr Fram, en að öðru leyti er litið vitað um styrkleika Húsvikinganna. Lið Vestmanna- eyinga samanstendur af knatt- spy rnuköppum, en þeir eru margir liðtækir handknattleiks- menn, svo sem Tómas Pálsson og Asgeir Sigurvinsson. Um tsfirðinga er ekkert vitað. Þeir búa við frekar léleg, húsnæðisskilyrði, eins og reyrtðai flest þessi lið i 3. deild. Fyrirkomulag á 3. deildar- keppninni verður það, að liðin koma öll til Reykjavikur tvær helgar og leika heila umferð hvort skipti. Verður sú fyrri leik- in 6. janúar, en sú seinni 25. febrúar. — SS ..OG VALSMENN VORUÞAÐEINNIG Það er nú ljóst að Valsmenn eru i góðri æfingu um þessar mundir enda þarf mikið til þess að sigra ÍR eins og um daginn. Ef Valur leikur eitthvað i likingu við það sem þeir gerðu í þessum leik þá verða það liklega þeir sem skipa 3 ja sætið i mótslok. Það var auðséð að KR-ingar óttuðust Þóri Magnússon, þann frábæra leikmann Vals mikið, og þótt Birgir Guðbjörnsson gætti Þóris ágætlega i fyrri hálfleik gerði Þórir 18 stig i hálfleiknum. Kolbeinn Pálsson skoraði fyrstu körfu leiksins fyrir KR, en Valsmenn jafna og komast yfir 6:4 og 8:7 en eftir það var KR alltaf yfir i leiknum þótt oft munaði litlu t.d. i miðjan fyrri hálfleik var staðan 17:14 og siðan 21:18, semsagt jafn fyrri hálfleik- ur. 1 siðari hálfleik dró sundur með liðunum og þótt Valur ætti góðan leik voru KR-ingar enn betri og sigruðu með miklum mun 90:66. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og hratt leikinn af báðum liðum. Hjá KR voru Bjarni og Kolbeinn beztir,en Guttormur og Ólafur áttu einnig góðan leik. Þórir Magnússon var að venju beztur Valsmanna þótt hann skoraði aðeins 6 stig i siðari hál leik, en þá gætti Guttormu Ólafsson Þóris mjög vel. Au Þóris voru Kári og Stefán nokku góðir. Stigin: KR: Bjarni 28, Kolbeinn 2: Ólafur 13 og Guttormur 12. Valur: Þórir 24. Vitaskot KR: 20:14 'Valur: 19:14. —PK. LARSSON KJÖRINN í SVÍÞJÖÐ Sænskir iþróttafréttanienn hafa kjörið sundkappann Gunnar Larsson iþróttamann ársins 1972 i Sviþjóð. Gunnar varð sem kunnugt er Ólympiusigurvegari i tveim greinum i Munchen i sumar, 200 og 400 metra fjórsundum. Botnliðin í baráttu í kvöld fara fram i Laugar- dalshöllinni tveir leikir i 1. deild islandsmótsins i handknattleik. Er þá aðeins eitt leikkvöld eftir fram til jóla, næsta sunnudag, en þá mætast i Hafnarfirði heimaliðin FH og Haukar. 1 kvöld verða botnliðin i bar- áttunni. Fyrst er það Ármann sem spreytir sig gegn Islands- meisturunum frá i vor, Fram. Fyrirfram verður að telja þann leik auðunninn fyrir Framara, allavega hefur frammistaða Ar- manns verið slik að undanförnu, að ekki er að vænta stórræða úr þeirri átt. Seinni leikur kvöldsins verður milli KR og Vikings og ætti sá leikur að geta orðið jafn. KR hefur sýnt i leikjum sinum að margt býr i liðinu, jafnvel þótt þvi hafi ekki tekist að krækja sér i stig frekar en Armann. Fyrri leikurinn hefst i Laugardalshöllinni klukkan 20.15 og vert er að vekja athygli á þvi, svona til gamans að i kvöld bera öll liðin auglýsingu fyrir Loftleiðir, þar af KR i fyrsta skipti. SS Miðvikudagur 13. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.