Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 3
Fimni hús brunnin Siðdegis i gær höfðu drunurnar frá gosinu margfaldazt frá þvi sem þær voru fyrsta daginn, er Alþýðublaðsmenn stigu fyrst á land i Vestmannaeyjum eftir að eldgosið hófst þar, og voru eld- og reyksúlurnar orðnar margfalt hærri. Sú breyting hafði orðið á gos- inu, að syðstu gigarnir höfðu lokazt, en einn aðalgigur myndazt skammt frá Kirkjubæjunum og rigndi hraunslettum yfir húsin. A niunda timanum i gærkvöldi höfðu fimm hús orðiö eldi að bráð og brunnu þau til kaldra kola á örskammri stundu. Fólki fjölgaöi talsvert aftur i gær i Vestmannaeyjum, fleiri lögreglumenn komu frá Reykja- vik og verkamenn til að skipa út frystum fiski og veiðarfærum. Þá voru allir hestar i eyjunni settir i gær um borð i Hekluna I gærkvöldi. Blaðamaöur Alþýðublaðsins hitti að máli jarðfræðing undir kvöld i gær við gosstöðvarnar og sagði hann, að vatnið i stóru bor- holunni i Vestmannaeyjum, sem er á vesturenda eyjarinnar, hafi volgnað og úr henni seytluðu um 4 sekúndulitrar, en áður þurfti aö dæla vatninu upp, sem þá var kalt. Ekki var i gærkvöldi enn talin hættaá, að höfnin lokaðist vegna hraunrennslis. — ÞORRI. Bankanum borgið Ólafur Helgason, útibús- stjóri Útvegsbankans i Vest- mannaeyjum, lét sér ekki segjast við eldgosið fyrr en hann hafði búið til flutnings öll mikilvægust skjöl útibús- ins. Þvi má þakka, að i gær var hafin afgreiðsla á vegum tJtibúsins i húsakvnnum Aðal- bankans i Reykjavik. Er þvi nú þegar unnt að leysa úr vandamálum viðskiptavina þess á hagkvæmasta hátt, sagði Reynir Jónasson, skrif- stofustj. útibú útvegs- bankans i Vestmannaeyjum er langstærsta bankaútibú landsins, og hefur það verið starfrækt um áratuga skeið. Er þetta að sjálfsögðu til hins mesta hagræðis fyrir þá sem hér eiga hlut að máli. HEIMSÓKN t HAFNARBtJÐIR A hinum nýju bæjarstjórnarskrifstofum Vestmannaeyja var i meira en nógu að snúast. Mikill fjöldi fólks þurfti að fá fyrirgreiðslu af ýmsu tagi, og það reyndi ekki svo litið á þá þrjá starfsmenn, sem við hittum þar. Að neöan til vinstri er Georg Tryggvason, lögfræðingur Vest- mannaeyjakaupstaðar, hægra megin við hann er Sverrir Einars- son.tannlæknir, en neðst til vinstri er GIsli Þorsteinsson.bæjarrit- ari. FLESTlt VUA FA AD FARA OG NAINAUDÞURFIR Bæjarstjórinn i Vestmanna- eyjum, Magnús Magnússon, er ennþá við skyldustörf heima i Eyjum, en eins og sagt hefur verið frá, hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja fengið inni fyrir starfsemi sina i Hafnarbúðum i Reykjavik. Var i gær unnið að þvi, að skapa þar nauðsynlega aðstöðu, enda mæðir nú ef til vill meira á bæjarstjórninni en nokkru sinni fyrr i sögu hennar. Þegar við litum þar inn i gær- morgun, var þar örtröð af fólki, sem átti margvisleg erindi. Lögfræðingur Vestmannaeyja- bæjar, Georg Tryggvason, hafði engan möguleika á aö hringja úr eina simanum, sem þar var þá, þvi aöóðara var aftur hringt þangað, þegar hverju samtali lauk. Það hljómaði óneitanlega einkennilega, að heyra hann, uppi á 3. hæð i Hafnarbúðum, svara án afláts: „Bæjarsjóður Vestmannaeyja.” Þrátt fyrir það, að allir eru hér boönir og búnir til aðstoðar, var auðséð, að Vestmannaeyingar setja mikið traust á sina bæjarstjórn. Hefur hún i svo mörg horn að llta, að engin leið er að gera sér grein fyrir öllum þeim viðfangs- efnum. Eitt þeirra er að gera ibúaskrá með hundruðum nýrra heimilisfanga, sem auk þess geta breytzt frá degi til dags, að minnsta kosti fyrst i stað. Þarna hittum við tannlækni Vestmannaeyinga, Sverri Einarsson. Var augljóst, að hann liggur ekki á liði sinu, frekar en aðrir, enda flestum Eyjabúum kunnugri hnútum hér i höfuðborginni, þar sem hann er fæddur og uppalinn Reykvikingur, þótt hann hafi um árabilstarfað og búið i Vest- mannaeyjum. Sverrir sagði okkur, að boð Læknafélags Is- lands og Læknafélags Reykja- vikur um ókeypis læknishjálp við flóttafólkið, væri metin að Framhald á bls. 4 BMRGRADASJODUR BLAIKUR - MMSTÆOAN EN MLUÚN! Alþingi hefst í dag Alþingi kemur saman að nýju I dag eftir jólaleyfi. Hefst fundur I sameinuðu þingi klukkan 14, og verður eina málið á dagskrá rannsókn kjörbréfs. Engir deilda- fundir verða i dag, og væntanlega veröur ekki þingað i dejldum fyrr en eftir helgi, þvi venjulega eru ekki haldnir þingfundir á föstu- dögum. Þrátt fyrir nábýlið við eld og is og óblið náttúruöfl virðast Islend- ingar litið hafa hugsaö til afleið- inganna, sem kynnu að fylgja i kjölfar stórkostlegra náttúruham fara I eða i grennd við þéttbýli. Fyrir nákvæmlega sextiu árum var að frumkvæði framsýnna manna stofnaöur Bjargráða- sjóður Islands, sem átti og á enn lögum samkvæmt að gegna þvi hlutverki, aö bæta einstaklingum, fyrirtækjum og sveitafélögum meiri háttar tjón á fasteignum og lausafé vegna náttúruhamfara, svo sem vatnavaxta, skriöufalla, snjóflóða.jarðskjálfta og eldgosa. Þessi sjóður, sem ætlað er að Aðstoð við framtöl og Vestmannaeyinga Leiðbeiningar s.f. i Reykjavik hafa sent frá sér aukið upplag af ritinu „Svona á að telja fram til skatts 1973”. lessara leiðbeininga yrði lát inn renna til Vestmannaeyinga, sem orðið hafa að yfirgefa heimili sin vegna eldgossins i Heimaey. Verða allir reikningar birtir opin- berlega i fjölmiðlum, þegar sölu bæta tjón sem enginn maöur getur séð fyrir, hefur aö sögn Magnúsar Guöjónssonar fram- kvæmdastjóra Sambands islenzkra sveitarfélaga, lengst af veriö ákaflega fjárvana. Bjargráðasjóður Islands var stofnaður meö lögum 10. nóvem- ber 1913 fyrir réttum 60 árum, , ,til hjálpar i hallæri eða til að afstýra þvi”. A siðasta ári samþykkti Alþingi nú lög um Bjargráðasjóð tslands og er hann samkvæmt þeim sjálf- stæð stofnun, sem að formi til er sameign rikisins, sveitarfélag- anna i landinu og Stéttasambands bænda. Samkvæmt upplýsingum, sem Magnús Guöjónsson veitti Alþýðublaðinu i gær, skiptist sjóðurinn i tvær deildir, almenna deild, sem veitir einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum fjárhagslega aðstoð vegna meiri- háttar tjóns á fasteignum og lausafé af völdum náttúruham- fara, og búnaðardeild, sem veitir bændum, sem verða fyrir tjóni af völdum náttúruaflanna svo sem vegna kals, vatnavaxta, snjóflóða eða þ.u.l. Að sögn Magnúsar Guðjóns- Útgefandi ritsins; Sigurður Jónasson frá Flatey, tjáði blaö- inu, að allur hagnaður af sölu ritsins jýkur. sonar er sjóðurinn nú ákaflega fjárvana eftir undanfarandi harðindaár i landbúnaðinum, þegar grasleysi og kal hefur stefnt efnahagi islenzkra bænda i voöa. Sjóðinum var heimilað að taka 100 milljóna króna lán vegna að- stoðarinnar til bænda á þessum haröindaárum og skuldar sjóður- inn þetta lánsfé að verulegu leyti enn. Fyrirgreiðsla sjóðsins við þá, sem fyrir tjóni verða, er yfir- leitt i formi vaxtalausra lána eða beinna fjárstyrkja. Sjóðurinn hefur að sögn Magnúsar veitt fólki meiri eða minni fyrirgreiðslu hafi það orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni vegna nátturuhamfara. 1 sambandi viö náttúruham- farirnar i Vestmannaeyjum sagði Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands islenzkra sveitarfélaga, að sveitarfélög og sýslufélög ættu fé i Bjargráðasjóöi Islands. En þetta fé hrekkur skammt, ef um umtalsvert tjón er að ræða. Hlutur Vest m a nnaeyja- kaupstaðar i sjóðnum er EIN MILLJÓN KRÓNA. Sá fundni líka dæmdur ógildur? 1 siðasta Lögbirtingablaði kunngerir Yfirborgardómar- inn i Reykjavik 22 ógildingar- stefnur út af jafnmörgum vixlum. Er hér um að ræða vixla þá, sem skömmu fyrir áramótin var getið um i frétt- um, og talið var að hefðu verið i tösku starfsmanns Smjör- likis hf., sem varð fyrir ráns- árás. Eins og menn muna, var krafizt fundarlauna fyrir einn vixlanna, sem samþykktur var af Hagkaupi og var að fjárhæð kr. 480.250.20. Það vekur athygli að nú er einnig stefnt til ógildingar á þessum vixli, þar sem stefnandi, Smjörliki hf., telur hann glataðan. Fimmtudagur 25. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.