Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 11
 / SKO(rltfU/r) 9 KLOK flNGQN S>T?fíu/n KfíSr HLEÐ SLU/Z £/NK V Snú !//// 3 * f'J&L 7/T/LL- / 7 m/u'n/ LflNV 9 S>n£M/)i fl i i 6 FoKBót) ruo'L \2£/rvS 5 KRfl mfl r Lfláflt) mflT í s k£TR/ úr HflO/ 7 £/N6 um L- l f 'ftRK! 5KER* K/ÐU/l flR/< TÓ/v/J 10 r n V LYK/LOHÐ- Þgu/nU /.oiT/HH I I SKUGGA MARDARINSI Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt ég gerði það myndi ég missa frúna. — Væri það svo mikils misst? — Þér hafið bersýnilega enga hugmynd um þrautir pipar- sveinsins, þegar hann er ofur- seldur vinnukonum. Uss, ég myndi svelta og húsiö yrði eins og svinastia án eftirlits frú Devlin. Ég má til að fyrirgefa henni dálæti hennar á sterkum drykkj- um vegna þæginda, sem hún sér mér fyrir. Ég brosti til Franklyns. Mér datt i hug, hvort hann væri að hugsa um það sama og ég. Elsku Lucie! Hún hlaut að vera komin nálægt þritugu og ef hún ætlaði að giftast yrði hún að gera það bráð- lega. Hún yrði alveg fyrirtaks læknisfrú! Ég gat séð hana fyrir mr fást við sjúklinga, hjálpa manni sinum. Þetta væri hinn ákjósanlegasti ráðahagur, enda þótt við myndum missa hana og hvað myndum við taka til bragðs án hennar? En við máttum að sjálfsögðu ekki vera eigingjörn. Þetta var hið gullna tækifæri Lucie, ef hún giftist lækninum myndi hún búa i námunda við mig það sem eftir væri ævinnar. Ég sneri mér að Franklyn. Ég var i þann veginn að hvisla að honum, að það yrði dásamlegt ef Lucie og Hunter læknir næðu saman — en slikt var ekki hægt að segja við Franklyn. Honum myndi þykja það smekkleysa að piskra um þessháttar — eða jafn- vel tala opinskátt um það — þar eð það kæmi aðeins þeim tveimur við sem i hlut áttu. Hamingjan góða, hvaö hann gat verið þreyt- andi! Og hann varð af svo margri skemmtun i lifinu! Ég kom þvi þannig fyrir að við ræddum saman öll i einum hóp, læknirinn sagði okkur skrýtnar sögur af spitalalifinu áður en hann kom i sveitina og var hinn áheyrilegasti. En hann og Wake- field fóru strax upp úr tiu og við tókum á okkur náðir. Þegar ég fór til móður minnar til að bjóða henni góða nótt, var hún glaðvakandi. Ég sá að breyt- ing var orðin á henni. Hún sagði: — Seztu niður, Minta, og talaðu við mig dálitla stund. Ég veitaðég sofna ekkert i nótt. — Hversvegna ekki? spurði ég. — Þú veizt það, Minta, sagði hún ásakandi, — að ég sef aldrei vel. Nú hélt ég að hún ætlaði að fara að rekja mér raunir sinar, en svo var ekki. Hún hélt áfram fljót- mælt: — Mér finnst ég verða að tala við þig. Það er svo margt, sem ég hef aldrei sagt þér. Ég vona, barniö mitt, að lif þitt veröi gæfusamara en mitt. Þegar ég hugsaði um lif hennar með eftirlátum eiginmanni, yndislegu heimili, þjónustufólki, sem dekraði við hana og frelsi til að gera hvað sem henni þóknaðist — eða þvi sem næst — gat ég ekki fundið að hún þyrfti á með- aumkun að halda. En ég lézt hlusta eins og ávallt er ég talaði við mömmu. Ég er hrædd um að athygli min hafi verið mjög á reiki og ég tautaði samúðarfullt ,,já” eða ,,nei” eða ,,en hræði- legt” án þess að vita gerla hvað um var að vera. En svo var eftirtekt min skyndilega vakin þegar hún sagði: — Þaö var þetta fólk, sem kom i dag, sem rifjaði allt saman upp fyrir mér. Maðurinn var frá Astraliu. Það var þangað, sem hann fór, fyrir öllum þessum árum. — Hver mamma? — Charles. Ég vildi að þú hefðir þekkt Charles. Hann hefur aldrei átt sinn lika. — Og hver var hann? — Hvernig er hægt að segja hver Charles var? Hann kom hingað sem teiknikennari, til að kenna mér. En hann var meira en það. Ég man þegar hann kom. Ég var stödd i skólastofunni. Ég var sextán ára — yngri en þú ert núna. Hann var nokkrum árum eldri. Hann kom inn, einarðlegur og þóttafullur á svip — minnti ekki hið minnsta á teiknikennara, og sagði: — Eruö þér ungfrú Dorian? Ég á að kenna yður. Og hann kenndi mér svo margt, Minta, svo ákaflega margt. — Marama, sagði ég, — hvern- ig gat þetta fólk minnt þig á hann? — Vegna þess að það var frá Astraliu og þangað fór hann — þangáð sendu þeir hann. Og ungi maðurinn minnti mig á hann á vissan hátt. Hann hafði eitthvað við sig. Skilurðu hvað ég á við? Honum var sama hvað aðrir héldu um hann. Hann vissi að hann var fullt eins góður — nei, betri — en aðrir, Skilurðu hvað ég á við? — Já, ég skil. — Það var illmanlegt, hélt hún áfram. — Ég hataði afa þinn eftir þetta. Charles var saklaus. Eins og honum stæði ekki á sama um skartgripina mina! Hann vildi mig...ekki það sem ég gæti fært honum. Það er ég viss um, Minta. Hún var orðin breytt. Hinn sifr- andi sjúklingur var horfinn. Hún var blátt áfram fögur eins og hún hlaut að hafa verið áður fyrr. Ég skildi að eitthvað merkilegt hafði átt sér stað i heimsókninni um daginn og ég var öll ein athygli. — Segðu mér frá þessu, sagði ég biöjandi. — Ó, elsku Minta min, mér finnst það hafa gerzt i gær. Ég vildi að ég gæti lýst Charles fyrir þér. — Þú hefur vist verið ástfangin af honum. — Já, sagði hún, — og það hef ég verið alla ævi. Mér þótti þetta litil tryggð við föður minn og andmælti: — Er það ekki vegna þess að hann hvarf frá þér á meðan hann var ungur og myndarlegur og þú hefur alltaf séð hann annig? Ef þú sæir hann nú, gæti svo farið að þú yrðir fyrir miklu áfalli. — Ef ég gæti séð hann núna... Augu hennar urðu dreymin. — Þessi ungi maður minnti mig svo mikið.... þetta rifjaðist allt upp fyrir mér. Dagarnir þegar við sátum saman i skóla- stofunni, og svo þegar hann sagði að viðyrðum að vinna einnig utan dyra. Við sátum undir kastani- trénu.... þar sem við sátum i dag, og hann teiknaði myndir af blóm- unum og fuglunum, en siðan átti ég að likja eftir þeim. Við fórum lika saman i gönguferðir, skoð- uðum náttúruna og reyndum aö festa hana á pappir. Hann talaði oft um Whiteladies á sama hátt og Lucie. Það er undarlegt hve fólki þykir mikið til hússins koma. Hann þreyttist aldrei að tala um það. Svo vorum við orðin ást- fangin og ætluðum að giftast, en vitanlega mátti afi þinn ekki heyra það nefnt. — Þú varst aðeins sautján ára gömul, mamma. Ef til vill hefurðu látið tilfinningarnar hlaupa með þig i gönur. — Sumt getur maöur verið viss um, þótt maður sé ungur. Ég var viss um þetta. Eftir að hafa kynnzt Charles var ég handviss um að enginn myndi nokkurntima verða mér jafnkær og hann. Hann sagði að við mættum ekki segja afa þinum frá þessu, að hann myndi banna okkur aö eigast og eitthvað hræðilegt myndi gerast, þvi afi þinn var valdamikill maður. En hann uppgötvaði hvað á seyði var. Einhver hlýtur að hafa sagt honum það, og Charles var rekinn. Við ákváðum að flýja saman. Faðir minn var hræddur við Charles, þvi hann vissi að hann var enginn venjulegur ungur maður. Min var gætt hverja stund, en bréfum var smyglað áleiöis og við gerðum okkar ráðstafanir. Hann klifraði upp i herbergið mitt nóttina, sem við ætluðum aö fara burt saman. Ég fékk honum skartgripina mfna til að hann gæti geymt þá i vösunum á meðan við klifruðum niður. Varir hennar fóru að titra. — Við vorum svikin. Skartgrip- irnir fundust á honum og hann var dæmdur i sjö ára útlegð. Afi þinn var hörkutól og ég var úr- vinda af sorg. — Veslings mamma, hvað þetta er raunaleg saga. En hefð- irðu orðiö hamingjusöm með honum? — Ef þú hefðir þekkt hann, myndir þú skilja mig. Ég gat ekki orðið hamingjusöm með neinum öðrum. Hann hugsaði sér að ef við giftumst, myndi faðir minn fyrir- gefa okkur með timanum. Þegar til kastanna kom var ég þó einka- dóttir hans. Börn okkar yrðu barnabörn hans. Charles sagði oft: Börnin okkar eiga eftir að leika sér á grundunum kringum hér var kominn annar maður- inn, sem hafði komið inn i ibúð mina. Spurning: Maðurinn, sem skip- aði fyrri grimumanninum að hætta að sparka i yður? Bingham: Já. Nú, hann kom inn i ibúðina einmitt i þessu og var að draga byssu upp úr vasa sinum. Spurning: Hvers konar byssu? Þekktuð þér gerðina? Bingham: Þetta var stærðar skammbyssa. Hlaupvidd 38, ég kannast ekki við tegund- ina. Spurning: Gott og vel. Hvað svo? Bingham: Annar maðurinn, sá með skammbyssuna, sem kom inn, sagði: ,,Sokkur”. Spurning: Sokkur? Var það allt og sumt? Bingham: Já. Hann sagði: ,,Sokkur”, og maðurinn við gluggann sneri sér við. Og hinn maðurinn skaut hann. Spurning:Skaut hann? Hve oft? Bingham:Tvisvar. Ég tók mjög vel eftir þessu, og ég er viss i minni sök. Hann kom inn um dyrnar og tók byssu upp úr vasa sinum. Hann sagði: „Sokkur”, og maðurinn við gluggann sneri sér við. Siðan gekk maðurinn, sem hafði komið inn, i áttina til hans og skaut hann tvisvar. Ég sá kúl- urnar fara inn. Þær kipptu i jakka mannsins. Ég held hann hafi fengið skot i mag- ann og brjóstið. Eða svo sýnd- ist mér. Maðurinn viö glugg- ann missti byssuna og seig niður. Hann seig mjög hægt niður. Reyndar greip hann i gluggatjöldin og dró þau nið- ur með stöng og öllu. Mér heyröist hann segja: „Hvað”? eöa kannski var það eitthvað annað. Það hljómaði eins og „hva” eða eitthvað i þá áttina. Siðan féll hann á gólfið, gluggatjöldin ofan á honum, og hann engdist sund- ur og saman, og blóðið lagaði úr honum. Jesús . . . Spurning: Eigum viö að taka okkur nokkurra minutna hvild, hr. Bingham? Bingham: Nei. Þetta er i lagi. Svo varð konunni minni illt. Hún kastaði upp. Það leið yfir aöra gömlu kvennanna og hin æpti, og kynvillingarnir tveir, sem ég þekkti ekki, þrýstu sér hvor að öðruhi. Rubicoff læknir var á svipinn, eins og honum hefði verið gefinn löðrungur. Þetta var hroðaleg stund. Spurning: Hvað gerði morðing- inn næst? Bingham: Hann leit sem snöggvast á manninn á gólf- inu. Siðan stakk hann byss- unni aftur í vasa sinn, sneri sér við og gekk út. Ég sá hann ekki aftur. Það er skrýtiö, að þér skylduð kalla hann moröingja. Spurning: En var hann það ekki? Bingham: Auðvitað. En mér fannst þetta meira likjast af- töku. Eöa svo virtist mér — þessi maður var eins og böðull við störf sin. Spurning: Hvað geröist svo? Bingham: Þegar hann var far- inn. Rubicoff gekk til manns- ins og kraup við hlið hans, at- hugaði sár hans og þreifaði á slagæðinni. „Hann er lif- andi”, sagði hann, „en það verður ekki lengi”. Spurning: Þakka yður fyrir, hr. Bingham. Bingham: Ekkert að þakka. (84) ' Haskins: Það leið heil eilífð. Hávaðinn, skothriðin og öng- þveitið. En ég gerði eins og Duke bað mig og beið i stigan- um uppi á annarri hæð. Spurning: Treystir þú honum? Haskins: Vitaskuld, kjáninn þinn! Ef maður getur ekki treyst manni eins og Duke, hverjum er þá hægt að treysta? Auðvitað kom hann aftur niður af fjórðu hæð, eins og ég vissi, að hann myndi gera, og hann sagði við mig: „Þú ættir að taka ofan grim- una, lyfta upp höndum og ganga hægt út um aðaldyrn- ar”. Spurning: Hvers vegna fórstu ekki að ráöum hans? Þetta var hollráð. Haskins: Ég veit það, ég veit það. Ég vissi það þá þegar. Ég get bara ekki útskýrt fyrir þér, hvernig þessi Anderson orkaði á mig. Hann fékk mig til að gleyma allri varkárni og tefla á tvær hættur. Skilurðu? Spuming: Ég er hræddur um, að það geri ég ekki. Haskins: Ó, Tommy — hann fyllti mig kjarki. Jæja, þegar hann sá, að ég vildi ekki fara, brosti hann og sagði: „Ot um bakdyrnar”. Við tókum af okkur grimurnar og byrjuö- um að klifra upp vegginn . . . og allt i einu var kominn að okkur fjöldi manna með vasa- ljós og skjótandi á okkur. Ég teygði hendurnar eins hátt og ég gat upp i loftið og hrópaði: „Ég gefst upp! Ég gefst upp!” Guð minn góður, Tommy, þetta var svo leik- rænt! Spurning: Og hvað varð um Anderson? Haskins: Eg veit það ekki með vissu. Fyrst var hann við hlið mér, og svo var hann allt i einu horfinn. Hann hvarf ein- faldlega. Spurning: En þú treystir hon- um? Haskins: Auövitað. (85) Úrdráttur úr yfirheyrslu yfir Gerald Bingham yngra. Vitnið: Allt i einu hætti hávað- inn. Byssuskotin og hrópin urðu ekki fleiri. Allt var hljótt. Mér datt i hug, að öllu væri lokið. Ég lá enn i rúm- inu. Ég var rennvotur af svita. Allt i einu var útihurð- inni skellt. Hann hljóp i gegn- um ibúðina, inn i herbergið mitt og út á svalirnar. Hann sagði ekkert. Hann leit ekki Miðvikudagur 24. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.