Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 12
alþýðu mmm KOPAVOGS APÚTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga mílli kl. 1 og 3 SENDIBILASTÖÐIN Hf Gjafir og að- stoð Rikisstjórnin samþykkti á fundi sinum i fyrradag að beina þvi til almennings að snúa sér beint til Rauða Kross íslands og Hjálpar- stofnunar þjóðkirkjunnar með allar vaentanlegar gjafir og fjár- hagsaðstoð til Vestmannaeyinga vegna tjóns þeirra af völdum náttúruhamfaranna i Eyjum. — BBEGZT LODNAN LIKA? Fyrsta gangan ekki eins sterk °9 búizt var við Athuganir fiskifræðinga benda til þess að loðnugangan undan Austfjörðum sé ekki eins sterk og þeir höfðu búist við fyrirfram Kom þetta fram i samtali sem blaðamaður Alþýðublaðsins átti við Jakob Jakobsson fiskifræðing siðdegis i gær. „Maður verður ekki eins vai við loðnuna og maður hafði búisl við, að maður hefur það á tilfinn- ingunni að fyrsta loðnugangan sé ekki mjög sterk”, sagði Jakob. En Jakob vildi taka það mjög skýrt fram, að vegna þess hve loðnan er dreifð ennþá, er mjög erfitt að segja til um magn henn- ar. En áralangar athuganir hafa gert fiskifræðinga reynslunni rik ari, og þeir geta þvi spáð i dreifða loðnu jafnt sem þétta. Þegar blaðið náði tali af Jakobi, var leitarskipið Árni Friöriksson statt um 50 milur undan Glett- inganesi. Var ætlunin að kanna seinni loðnugönguna, sem vænt- anlega er stödd einhversstaðar norður af Kögri þessa stundina. Jakob sagði að syðri kantur fyrri loðnugöngunnar væri við Hvalbak. Er loðnan ákaflega dreifð, á svæði frá 12 til 50 milum undan landi. Hefur hún reynzt ill- veiðanleg fyrir loðnubátana, sem nú eru orðnir margir á miðunum, eitthvað 15—20 talsins. Bætast bátar við á hverjum degi. Fjórir batar fengu smávegis afla i fyrrinótt. Hilmir fékk 50 lestir, Jón Finnsson 50 lestir, Skinney 25 lestir og Guðmundur RE fékk slatta. Jakob sagði að loðnan hagaði sérallt öðruvisinúen i fyrra. Hún Framhald á bls. 4 Aðrar vinnslu- stöðvar geta bætt úr fram í marz „Færi svo, að þessar hræðilegu náttúruhamfarir i Vestmanna- eyjum leiði til þess, að verstöðin þar legðist niður i vetur, álit ég, að mögulegt verði fyrir vinnslu- stöðvarnar á svæðinu frá Horna- firði til Snæfellsness að inna það af hendi, sem annars hefði verið gert i Vestmannaeyjum, allt fram i marz, svo framarlega, sem auk- inn vinnukraftur fengist til þeirra.” bannig komst Tómas Þorvalds- son, forstjóri i Grindavik, að orði i samtali við Alþýðublaðið i gær. Tómas kvað stöðvarnar á þessu svæði hins vegar ekki geta tekið á móti og unnið allan þann fisk, sem bærist, eftir að vetrarvertið- in hefði náð hámarki f marz, ef Vestmannaeyjar legðust niður sem verstöð i vetur vegna eld- gossins þar. „En það er nokkur tími til stefnu fram i marz,” sagði Tómas, „og vonandi tekst mönn- um að hugsa einhver ráð á þeim tima. Það er skynsamra manna háttur að hugsa hvert þrep ræki- lega, svo að það verði örugglega stigið.” Þá hafði Alþýðublaðið I gær samband við Ingólf Arnarson hjá Otvegsbændafélagi Vestmanna- eyja, en Ingólfur hefur til bráða- birgða fengið inni hjá LÍC. Ingólfur sagði að útgerðarmenn hefðu i gærmorgun haldið með hald á bls. 4 Á HEIM- Lúðvík: Rekstur frystihúsanna á valdi heimamanna MEO 200 MANNS SKILAR HVERT FRVSTINUS FULLDM AFKOSTUM LEID Fyrsta daginn sem gosið stóð tókst einstaka manni að kom- ast til Eyja aftur og ná i það verðmætasta til að flytja með bátum til Iands. Þá voru það bátaskipstjórarnir, sem „gáfu passann” — enda hafði skipu- lagning fólksflutninganna að verulegu leyti verið þeirra verk. Seinna uin daginn setti svo Almannavaruaráð mjög strangt bann við ferðum manm itil eyjanna — en hóf i gær að veita takmörkuðum fjölda fólks leyfi til farar og ör- skammrar dvalar. „Það er auðvitaö sjálfsagt mál, að heimamenn verða fyrst og fremst að segja til um þaö, hvort þeir treysta sér til þess að gera út frá eyjunum i vetur að einhverju leyti eða ekki, og hvort þeir treysta sér að taka þá áhættu að reyna að halda þar uppi einhverri teljandi fiskvinnslu”. Þannig komst Lúðvik Jóseps- son, sjávarútvegsráðherra m.a. að orði i útvarpsþættinum „Bein lina” i gærkvöldi. Ráðherrann sagði ennfremur: „Verði það svo, að heimamönn- um litist ekki á þetta og áhættan sé of mikil, er það auðvitað skylda rikisvaldsins að gera allt, sem i þess valdi stendur, til að greiða fyrir þvi, að hinn stóri bátafloti þeirra geti fengið út- gerðaraðstöðu annars staðar”. Ráðamenn fyrstihúsann- i Vestmannaeyjum héldu með sér fund i gær og ræddu þar um fram- hald atvinnurekstrar i Vest- mannaeyjum, og þá möguleika, sem fyrir hendi væru. Guðmundur Karlsson fram- kvæmdastjóri Fiskiöjunnar, var meðal þeirra, sem fram komu i útvarpsþættinum „Bein lina” i gærkvöldi. Hann sagði þar m.a.: „Við vorum sammála þvi á fundinum að reikna ekki með öðru en að halda áfram rekstrin- um hér. Okkur sýnist rekstur hús- anna vera svo snar þáttur i at- vinnulifinu, að við munum sitja hér eins lengi og fært er. Hins vegar má segja, að verði eldarnir jafn hatrammir áfram og þeir hafa verið i dag, verður kannski erfitt og of áhættusamt að fá fólk hingað til vinnu”. Guðmundur Karlsson sagði er hann var spurður, hve margt fólk þyrfti til að halda uppi rekstri fiskvinnslustövanna i Vest- mannaeyjum: „Það fer eftir þvi, hvernig þær Franihald á bls. 4 Óttuðust að þotan væri með sprungiðdekk Mikill viðbúnaður var á Glasgow flugvelli i gærdag vegna komu þotu frá Flugfélagi Islands þangað. Fjöldi slökkviliðs- og sjúkrabila voru til taks við braut- ina, sem þotan átti að lenda á, vegna þess að grunur lék á að hjólbarði væri sprunginn á þot- unni. Þotan, sem i voru 40 farþegar, lenti svo heilu og höldnu, og var ekkert athugavert Blaðiö hafði samband við Svein Sæmundsson blaðafulltrúa Flug- félags Islands, og spurði hann hverju þessar varúðarráðstafanir sættu. Sagði hann að misskilningur þessi hefði sprottið upp á Kefla- vikurflugvelli i gær, eftir að bútur úr sólningu á dekki fannst á einni flugbrautinni. Hafi starfsmenn vallarins talið að þetta væri úr hjólbarða FI þotunnar, og þvi hringt á næsta viðkomustað hennar, sem var Glasgow en þar hafi menn ekki viljað taka neina áhættu. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.