Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 1
BJARGRAÐA- SJOÐUR BLANKUR BREGST LOÐNAN LÍKA? BAKSÍÐU Verði Vestmannaeviahöfn evðileggingunni að bróð FRAMTÍÐAR- BORG VIÐ DYRHÓLAEY? Þeirri hugmynd hefur skotið upp, að byggja mætti landshöfn við Dyrhólaey, ef höfnin i Vest- mannaeyjum yrði eyðilegging- unni aö bráð, og útgerð þaöan hætti. ,,Ég er þeirrar skoðunar að byggja megi mjög þokkalega höfn við Dyrhólaey fyrir 250 milljónir króna, og sterka og ör- ugga höfn fyrir 1500 milljónir”, sagði Einar Oddsson sýslumað- ur i Vik i Mýrdal, er blaðið ræddi við hann i gær um mögu- leika hafnargerðar við Dyrhóla- ey. Einar Oddsson benti á, að við Dyrhólaey væri eina hugsan- lega hafnarstæðið á 360 kiló- metra strandlengju frá Stokks- eyriað Höfn i Hornafirði. Þarna mætti byggja upp byggðakjarna i kringum höfnina, með fisk- vinnslustöðvum og öðrum at- vinnurekstri. Til landsins væru ákaflega góðar sveitir allt i kring, auðvelt væri að ná i vatn og þarna væri hlýjast á landinu. ,,Og ekki má gleyma þvi, að þarna undan eru beztu fiskimið landsins, og engin höfn stæði betur við þeim en einmitt höfn við Dyrhólaey”, sagði Einar Oddsson. Gerð hafnar við Dyrhólaey hefur lengi verið draumur margra Skaftfellinga. Hafa þeir barizt fyrir þessu máli með oddi og egg, en ekki ætið fundið hljómgrunn hjá ráðamönnum. Vita- og hafnarmálaskrifstof- an hefur látið gera könnun á hafnargerö við Dyrhólaey. Niðurstaða útreikninga stofnun- arinnar benti til þess að kostn aöur við hafnargerðina yrði 2200 milljónir króna. Var þá reiknað með stórum hafnargarði, eins konar brimbrjót, og svo minni höfn þar fyrir innan. Einar Oddsson sýslumaður sagði að Skaftfellingar hefðu ekki verið ánægöir með þessa Kramhald á bls. 4 í eins og i grautarpotti/ þannig að illfært var um hana af þeim sökum". Þannig komst Magnús Magnússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í þættinum „Bein lína" í útvarpinu í gærkvöldi. Magnús sagði ennfrem- ur: „Ýmsir voru þannig hræddir um, að þarna væri gos neðansjávar. En lóðsinn hefur farið nokkrum sinnum út í dag og hefur dýpið verið mælt á tveggja tíma fresti. Sem betur fer hafa þessar mælingar bent til þess, að hraunstreymið sé i aust- ur frá eyjunni, en alls ekki i áttina til hafnar- innar. RENSLIÐ SVIPAÐ 0G í S0GINU Samkvæmt upplýsing- um fréttamanns blaðs- ins, um miðnættið í gær, var gígurinn, sem opn- aðist i gær og beindi hraunstraum í átt til byggðar, hættur að gjósa. Hinar gosstöðv- arnar voru fremur stillt- ar, en þrátt fyrir það er hraunrennslið úr þeim, sem allt ferá haf út, tal- ið álíka mikið og rennsli Sogsins í Grímsnesi. Vestmannaeyingar reknir frá borði Heimferðarbann! ]] Nóg verkefni fyrir karlmenn og ekkert að óttast, segir forstjóri frystihúss — en Almannavarnaráð vill sem fæsta á ferli í Eyjum A meðan landsmenn vinna kappsamlega að þvl, allir sem einn, að bjarga verðmætum frá skcmmdum i Vestmanna eyjum, hafa vélstjórar I Reykjavik boðað eyðileggingu milljónaverðmæta i frystihús- unum þar. Vélstjórar við frystihúsin i Reykjavik hafa verið i verk- falli frá 11. janúar. Frá 1. febrúar höfðu þeir hótað að hætta að halda frosti á frysti geymslum, en þar eru milljónaverðmæti. 1 gær tilkynntu þeir svo bréflega, að frá klukkan 11 fyrir hádegi I dag, fimmtudag, myndu þeir hætta að halda. frosti á frystigeymslunum. Tilkynntu þeir þessa breyt- ingu með aðeins sólarhrings- fyrirvara. — Margir hér i Vestmannaeyj- um eru dálitið sárir yfir þvi, að svo til allir bæjarbúar voru drifn- ir í burtu frá eyjunni morguninn eftir að gosið hófst. Fyrir vikið lamaðist öll starfsemi við fisk- vinnslustöðvarnar. Alþýöublaðið ræddi i gær við forstjóra eins af stærstu frysti- húsunum I Eyjum i gærkvöldi. Lögregluþjónn rekur Vest- mannaeying í land úr Heklu í Þorlákshöfn, Maðurinn hafði ekki heim- ferðarleyfi undirritað af Almannavarnaráði. Sagöi hann, að enginn starfs- manna fyrirtækisins hafi oröið eftir i Eyjum nema hann sjálfur og einn verkstjórinn. Svo mikið heföi óöagotið verið við að koma fólkinu burtu á þriðjudags- morguninn, að þeir sem höfðu lyklavöld að peningaskáp og skjalageymslu fyrirtækisins, hafi haft alla lykla með sér. Þá sagði hann, að raunverulega hefði engin lifshætta verið á ferð- um eins og sakir stóðu um morg- uninn. í gær voru menn að reyna að komast til Eyja aftur til að huea að eignum sinum og eins til þess að starfa við frystihúsin. En að- eins örfáir þeirra fengu leyfi til þess frá Almannavörnum. Hins vegar komu hingað til Vestmannaeyja fjöldi manns frá Bæjarútgerð Reykjavikur til að skipa út freöfiski. Að þvi Eyja- menn fréttu, var heimamönnum ekki verið leyft að fara heim, þar sem taliö væri, aö þeir strykju úr vinnu til að ná i búslóð sina. Forstjórinn, sem við ræddum við, sagði, aö aldrei hefði átt að flytja burt annað fólk en konur, börn, sjúklinga og gamalmenni. En úr þvi sem komið væri ætti skilyrðislaust að flytja út aftur hópa af friskum karlmönnum. Nóg væri að vinna við að bjarga verömætum, en tugir eöa hundr- uð tonna af óverkuöum fiski lægju undir skemmdum, þar eð ekki hefði verið mannafli til að isa fiskinn. —ÞORRI rí MIÐJUM-i ÞJÓÐAR- VANDA VÉLSTJÓRAR STÖÐVA FRYSTIHÚSIN llllllillllFyrsta rýmkunin: þriggja tíma viðdvöl Um 200 Vestmannaeyingar fóru I til Vestmannaeyja i gær, með ms. Heklu, til að huga að eigum sinum og sækja brýnustu nauðsynjar, og | hafði hópurinn þriggja tima land- vistarleyfi. Þetta er fyrsti hópurinn sem hefur fengið ferðaleyfi til Eyja eftir að gosið hófst, en þessháttar leyfum verður áfram úthlutað á skrifstofu i Hafnarbúðum næstu daga. Enginn hópur má hafa nema 3ja tima viðdvöl og verður fylgzt með að allir komi aftur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.