Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 9
próftir 1 AGUST SIGURVEGARI Siöasta sunnudag var svokallaö Kópavogshlaup haldiö i fyrsta sinn. Þátttaka var góö, og keppni mjög skemmtileg. Þaö var eink- um i karlaflokki sem spennan var mikii, og böröust þar um fyrsta sætiö þeir Agúst Ásgeirsson tR og Einar Óskarsson UBK. Fóru leikar svo aö lokum, aö Agúst sigraöi, en Einar var aöeins nokkrum metrum á eftir. t þriöja sæti varð Erlingur Þorsteinsson Stjörnunni. t kvennaflokki sigraöi Ragnhildur Pálsdóttir Stjörn- unni meö yfirburöum. önnur varö Anna Haraldsdóttir FH. Myndin hér til hliöar er af Agústi Ásgeirssyni. • • TVÖ SKIÐAMOT UM NÆSTU HELGI Aö öllu forfallalausu veröur Mullers-mótiö sem frestaö var um daginn, haldið á laugardaginn 27. 1. 1973 kl. 2, viö Skiðaskálann I Hveradölum. Nafnakall kl. 1 , á sama staö. Þaö skal tekiö fram aö allir keppendur I Mullers-mótinu veröa aö vera 17 ára og eldri. Æfingagöngumót Skiöafélags Reykjavikur (karla og kvenna) verður haldiö á sunnudaginn (28. 1. 1973). Nafnakall kl. 1 viö Skíöaskálann, mótiö byrjar kl. 2. Keppt veröur i eftirtöldum flokk- um: 8—14 ára 1 kmf 15—19 ára 3 km, 20—40 ára 3 km, 41 og eldri 2 km, keppendur eru beönir aö mæta vel og stundvislega. t þessu móti þarf tilkynning aö vera komin til gjaldkera Skiðafé- lagsins Ellenar Sighvatssonar á föstudaginn 26. 1. 1973 fyrir kl. 12 á hádegi i sima 19931 eða 13171, Lækjargötu 2, 3 hæð. Mótsstjóri á Mullers-mótinu er formaður Skiöafélags Reykja- vikur Leifur Muller. Mótsstjóri á göngumótinu er siglfirzki skiöakappinn Jónas Asgeirsson. Fyrir göngumótiö er keppend- um bent á að nota eingöngu létt skiöi. Allar upplýsingar um þessi mót veröa gefnar i Skiðaskálan- um i Hveradölum fyrir hádegi báöa keppnisdaga. MOTANEFND HELDUR FUND UM HELGINA Mótanefnd KSt hefur boðaö for- ráöamenn 1. deildarfélaganna til fundar klukkan 14 á laugardaginn að Hótel Loftleiðum. Veröur þar rætt um skipulag móta I sumar. Að þeim fundi loknum ræöir stjórn KSÍ við forráöamenn og þjálfara 1. deildarliöanna. LANDSLIDSÆFINGAR AD HEFIAST MED ÞÁTTTdKU 28 SUHDMAHNA Á næstunni hefjast landsliös- æfingar i sundi. Hafa 28 sund- menn og konur veriö valin til æfinganna. Verkefni landsliösins á þessu ári veröa aöallega landskeppni viö tra fljótlega eftir Bikarkeppn- ina og siöan 8-landa keppnin, sem aö þessu sinni fer fram i Sviss 1 borginni Sion I Valais-héraöi. Æfingar fram aö Bikarkeppni hafa veriö ákveönar sem hér segir: 21. janúar, 4,febrúar, 18. febrúar og 4, marz. Hefjast æfingar kl. 14,45 og er mjög áriö- andi aö allir mæti stúndvislega. Þjálfari veröur Guömundur Þ. Haröarson en liösstjóri Irmy Toft. Eftir Bikarkeppnina veröur siöan endanlegt landsliö gegn trum valiö svo og endurvaliö i æfingahópinn fyrir sumarið og þá gefin út ný skrá yfir æfingarnar. Ekki gátu allir gefiö kost á sér, sem talaö var viö, en eftirtaldir hafa nú veriö valdir i æfingahóp- inn: Bára ólafsdóttir Bjarnfriöur Vilhjálmsd. Guðrún Halldórsd. Guðrún Magnúsd. Guðrún Pálsd. Hallbera Jóhannsd. Helga Gunnarsd. Hildur Kristjánsd. Jóhanna Jóhannesd. Salóme Þórisd. Sigriöur Guðmundsd. Vilborg Júliusd. Vilborg Sverrisd. Þórunn Alfreðsd. Arni Eyþórsson Axel Alfreösson Elias Guömundss. Finnur Garðarss. Guöjón Guömundss. Guöjón Guðnason Guðmundur Björnss. Guðmundur Gislason Guömundur Ólafss. Gunnar Kristjánss. Hafþór B. Guömundss. Siguröur ólafsson Stefán Stefánsson örn Geirsson Landsliösnefnd skipa auk liös- stjóra landsliösþjálfara Guö brandur Guöjónsson og Stefán Stefánsson. MORG MÖT ÁKVEÐIN Eftirtalin mót hafa veriö ákveöin i sundi á þessu ári: 28. janúar: Unglingameistaramót Reykjavikur. 14. febrúar: Sundmót t.R. 7. marz: Sundmót Armanns. 13. marz: Meistaramót Reykja- vikur I sundknattleik úrslit. Aðrir leikdagar eru 31. jan., 8.16,25. feb. 5. og 13. marz. 16. 17. 18. marz: Bikarkeppni Sundsambands tslands. 16. april: Sigurgeirsmót i sund- knattleik. Aörir leikdagar eru 4. og 10. april. 29. april: Unglingamót l.R. 27. mai: Sundmót Ægis. 17. júni: Þjóöhátiöarmót i Laugardalslaug 19. júni: Sundmót K.R. 24. júni: Unglingamót Armanns. t júni: Meistaramót tslands i sundknattleik. 30. jún.—1. júl: Sundmeistaramót Reykjavikur. 11.14. og 15-júl: Sundmeistaramót tslands. 21.—22. júli: Atta landa keppni i Sviss. Þátttökulönd eru: Belgia, tsland, Israel, Noregur, Skotland, Spánn, Sviss og Wales. Hvert land sendir einn keppanda I hverja grein. 9.—11. ágúst: Norðurlanda- meistaramót fulloröinna i ósló. 9.—11. ágúst: Unglingameistara- mót Evrópu i Leeds I Englandi. 1.—9. sept: Heimsmeistaramót I sundi i Júgóslaviu. 15.—16. sept: Unglingameistara- mót Islands, enn óstaðsett. 13. nóv. Unglingamót K.R. 5. des: Haustmót i sundknattleik, úrslit. 12. ágúst: Unglingamót Ægis. 23.-24- marz: Vonast er til að landskeppni Island-lrland veröi á þessum tima. Samningar standa yfir um þaö mál. Þessi keppni er nú fastákveðin. ATH: Breytingar geta oröiö á skrá þessari. Þeir sem hyggja á að halda sundmót, sem ekki eru á ofangreindri skrá, ættu aö senda Sundsambandinu upplýsingar um þaö svo hægt veröi aö setja þau inn i skrána. VÍKINGUR OG VALUR UNNU - OG ÞAR MEÐ HEFUR VÍKINGUR TEKIÐ FORUSTUNA Vikingur tók I gærkvöldi foryst- una 11. deild i handknattleik, eftir aö hafa sigraö KR 27:21. Valur tryggöi einnig stööu sina I deild- inni, sigraöi Hauka 23:11. Leik- irnir voru afspyrnulélegir báöir, og áhorfendur voru fáir. t byrjun leiks Vals og Hauka voru Valsmenn mjög ákveðnir, og um miðjan hálfleikinn var staöan 10:2 Val i hag. En upp frá þvi lögð •ust Valsmenn i dvala, og þeir tóku ekki við sér fyrr en undir lok leiksins, og sigruðu stórt. En þótt leikur Vals hafi ekki verið upp á marga fiska, var leikur Hauka hrein hörmung. Bezta dæmið er liklega þaö, að Haukarnir skor- uðu aðeins þrjú mörk I siöari hálf- leik, það fyrsta eftir 13 minútur, þaö næsta eftir 27 minútur og þaö siöasta eftir 30 minútur! Markhæstu leikmenn Vals voru þeir Ólafur, Gunnsteinn og Agúst með fjögur mörk, en Ólafur Ólafsson gerði fimm af mörkum Hauka. Vikingur átti i gærkvöldi einn sinn lélegasta leik i mótinu, en sigur liösins var þó aldrei I hættu. Gefur þaö góða mynd af leik KR. Mikiö var um fum og fát, og liöin misstu ótrúlega oft boltann þrátt fyrir öll mörkin i leiknum. Loka- staöan varö 27:21. Einar Magnússon var mark- hæstur hjá Vikingi með 10 mörk, og heföi getaö gert helmingi fleiri ef hann heföi bara viljaö. Einar er nú markhæsti maður mótsins. Þeir frændur Björn og Haukur geröu báðir 7 mörk fyrir KR. Nánari frásögn af leikjunum birtist á morgun — SS. WflLES NADIJUFNU A WEMBLEY! Wales kom á óvart á Wembley I gærkvöldi, meö þvi að ná jafntefli gegn Englandi i leik I undankeppni HM 1974. Wales haföi jafnvel forystu nokkurn hluta leiksins. Leikur Englands þótti slakur, einkum brugðust sóknarleikmenn Iiösins. Wales tók forystuna á 23. minútu. John Toshack skoraöi fallegt mark eftir fyrirgjöf frá Leyghton James. A 41. minútu jafnaði England, og þaö þurfti til varnarmanninn Norman Hunter I Leeds, hann skoraði með vinstrifótarspyrnu. 88 þúsund áhorfendur sáu leikinn, og uröu þeir flestir fyrir vonbrigöum. — SS. Fimmtudagur 25, janúar 1973 iO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.