Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 6
NU ER ANITA ORÐIN STQR STÚLKA Heimurinn stóð á öndinni, þegar Anita Ekberg skákaði einhverjum lögulegasta kroppi allra tima á kvik- myndatjaldið. Rétt einu sinni hefur hún nú gert alla agndofa. Anita hefur nú alveg hætt að passa upp á línurnar, og hefur gefið vaxtar- laginu lausan tauminn. útkoman er sú, að hin sænsk-fædda Anita, sem eitt sinn var stór-stjarna, er nú bara stór. Það var hið Ijúfa líf Fellinis, La dolce vita, sem gerði hana fræga, og nú er það hið Ijúfa líf vínsog sætinda, sem hefur breytt henni aftur. Eftir tvö hjónabönd býr Anita nú einhleyp á ítalíu. ,,Mér finnst allt gott, sem er óhollt, en ég erennþá stoltaf brjóstum mínum, eins og allar konur hljóta að vera". Svo hverfull er Ijómi frægðarinnar, að nú virðist langt síðan hún naut mestrar hylli, en þeim mun fastari fót- um stendur f járhagur hennar. Er hún talin mjög efnuð. Nú nýtur hún bara lífsins heima, syndir, dundar í garðinum sínum, les — og borðar. Það gerir stórar stúlkur enn- þá' stærri. SÆNSKIÍSJAKINN HEFUR EKKI ÞIÐNAÐ MEÐ ÁRUNUM GRÆNLAND ER f HÆTHI Verður náttúran og menningin seld fyrir olíu og málma? Grænlendingum finnst, sem þeir séu settir til hliöar þegar veriö er að fjalla um nýtingu náttúruauðæfanna i þeirra eigin landi. Nefnd nokkur á vegum danska Grænlandsmálaráðuneyt- isins skilaði i júlimánuði siðast- liönum skýrslu um hina tæknilegu hlið á starfsemi námufyrirtækis- ins Greenex i blý- og zinknámunni við Svarta Engil, aðeins 50 km. frá Umanak. Skýrslan var ekki send bæjarstjórninni i Umanak til umfjöllunar. Bæjaryfirvöldin þar fengu aðeins útdrátt úr skýrsl- unni, sams konar og fengin var blööum og útvarpi i hendur. Margir grænlendingar óttast, að danir og erlend fyrirtæki muni eyðileggja menningu landsins og náttúru þess i sókn þeirra eftir peningum. „Drykkjuskapur og svínarí" í timaritinu „Sermitsiak” skrifar presturinn Finn Lynge harðyrta grein um námugröftinn við Svarta Engil. Þar f jallar hann meðal annars um mengunarhætt- una og ógnina viö grænlenzka menningu. 1 greininni segir meðal annars: „A að veita þeim (kanadamönnum) rétt til þess að koma til Umanak á hraðbátum til að breiða út drykkjuskap og svinari af þeirri tegund, sem við þekkjum svo alltof vel viðs vegar um landið”? Hættan á of nánum samskipt- um er nú samt ekki mjög mikil. Þeir um það bil 450 karlmenn, sem vinna i karlmannasamfélag- inu við Svartá Éngil, koma sjald- an til Umanak, að minnsta kosti að vetrarlagi. Ferðir með þyrlum eru alltof dýrar og þær þyrlur, sem námufyrirtækið á, eru notað- ar til annars. Dönsk stjórnvöld hafa fullvissað grænlendinga um það, að þau muni hafa góðar gætur á menguninni, sem til verð- ur á námubænum Marmorilik og móðurfyrirtæki Greeikex-námu- fyrirtækisins, kanadiska fyrir- tækið Cominco, hefur gefið trygg- ingu fyrir hinu sama. Siðast- nefnda fyrirtækið getur gortað af þvi, að það hafi lagt fram gifur- legar fjárhæðir i baráttunni við mengunina. Af þvi tilefni fékk félagið virðuleg verðlaun árið 1968 er nefnast „vatnsverndar- verðlaunin”, og veitt voru þvi af hafverndarstofnun fyrir norð- vestur Kyrrahaf. Cominco hefur einnig lagt fram 750 þús. dollara til þess að koma i veg fyrir, að vatnið við Komberley-námuna i British Columbia mengist. Stöðugt eftirlit Dönsk stjórnvöld segja, að viss mengun i kjölfar námureksturs sé með öllu óhjákvæmileg en að mengunin i Marmoriiik verði tak- mörkuð eins og frekast er unnt. Ýmiss konar eftirlitsaðgerðir eiga að tryggja, að mengunin breiðist ekki út til annarra fjarða og hafsvæðanna við Grænland. I samningunum um námurekstur- inn i Marmorilik er tiltekið hve mikið magn megi berast frá námurekstrinum út ifjörðinn. Við mynni þess litla fjarðar, sem Marmorilik—náman er við, er staðsett eftirlitsstöð, sem fylgist með þvi hve mikið magn efna berst frá námurekstrinum út i sjóinn. Grænlandsmálaráöuneyt- ið mun halda stöðugt uppi rann- sóknum á sjónum i firðinum og láta rannsaka dýralif á sjó og landi, plöntulif, ferskt vatn og fleira þess háttar. Greenex-fyrir- tækið hefur einnig sjálft fram- kvæmt ýmsar mælingar i firði þessum. A siðastliðnu sumri voru tveir eðlis- og efnafræðingar frá Háskólanum i Victoria i Kanada við rannsóknir þar. Við þær athuganir var notað nýtt tæki. Dýralif og plöntulif hefur verið rannsakaö af þekktum liffræðingi frá Kanada og eru þau sýnishorn nú i athugun. Margir með í leiknum Grænlendingar óttast, að plöntu- og dýralif i Quaumarujuk- firðinum verði eyðilagt af námu- rekstrinum. Og þeir segja að námureksturinn við Svarta Engil sé aðeins upphafið. Sé Grænland jafn auðugt af málmum og vonazt er til, er ástæða til þess að óttast, að mengun muni eiga sér stað viðar i landinu. Þegar er hafin leit að oliu, gasi, úran og öðrum jarð- efnum i Grænlandi. I von um að finna miklar birgðir oliu i jörðu hafa oliufélög ýmissa landa framkvæmt rannsóknir i Græn- landi..Þar er um að ræða fyrir- tæki frá Bandarikjunum, Kanada, Englandi, Hollandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Italiu, Noregi og Danmörku. Danska rikið hefur iagt áherzlu á, að boranir, og siðar ef til vill jarð- efnavinnsla, verði ekki leyfð i hraðari mæli en ákveðið er i sér- stökum reglum, sem gefnar hafa verið út, og ekki I rikari mæli en „talið er ábyrgt gagnvart sér- stökum grænlenzkum aðstæð- um”. Hinir mörgu verkamenn i námubænum Marmorilik notuðu áður nokkuð af naumum fritima sinum til þess að fara á veiðar. Það hefur verið bannað. Að visu ekki fyrst og fremst af tillitssemi við dýralifið, heldur með öryggi verkamanna sjálfra I huga. Það gat ekki viðgengizt, að fjöldi manns ráfaði um allt, hver meö sina byssu. Lögregla á hundasieða Fyrir suðaustan flugvöllinn i Syðra-Straumfirði eru nú uppi áætlanir um að undirbúa komu ferðamanna þegar i sumar. A svæði, sem jafnast á við Sjáland að stærð, verða skipulagðar gönguferðir og leigð út tjöld i Syðra-Straumfirði I þessu skyni. A flugvellinum þar eru hreindýr tiðir gestir. Að sjálfsögðu eru veiðar stranglega bannaðar á flugvellinum sjálfum og með þvi að hann er nokkuð stór hafa dýr fengið þar nokkurt skjól. Grænlendingar telja, að stór- verk eins og það, sem nú er unnið i Marmorilik, geti einnig valdið andlegri mengun, sem muni Grænlendinaar ekki með í ráðum um eiain framtíð oa telia hæpinn aróða í að útlendinaar nýti auðlindir Grænlands valda félagslegri afturför. Kyn- sjúkdómar eru þegar orðnir þung svipa á grænlendingum. Ótrúlega háar tölur hafa verið nefndar um fjölda syfilis- og lekanda-sjúkl- inga. 1 Umanak sagöi ung græn- lenzk kona við blaöamanninn: „Það er ekki unnt aö líta alla sömu augum. Margir danir koma til Grænlands i þvi augnamiði einu, að græða sem mest fé á sem skemmstum tima. En aörir hafa nánast flúið heimili sin og þeir eru sannarlega ekki allir saman heittelskaðir dýrlingar”. Cominco segir, að árlegt verö- mæti framleiðslunnar i Marmorilik muni leggja sig á um það bil 13-1500 milljónir Isl. króna og hafa veruleg áhrif á greiðslu- jöfnuð dana. En grænlendingar telja, aö það verð, sem Grænland verði að borga fyrir þetta, verði of hátl. ÞAD NÝIASTA: ANDSTBEITU- VERKSMHMA! Við vitum að streita er fyrir hendi á öllum vinnustöðum, en við vit- um of litið um það hvernig hún verður til, segir Lennart Levi, dósent, nýlega i viðtali við Afton- bladet i Stokkhólmi. Levi þessi er dósent við Rannsóknarstofu streitusjúkdóma i Karolinska sjúkrahúsinu i Stokkhólmi og hann hefur lagt til, að sett verði á laggirnar litil iðngrein — með um það bil 50 starfsmönnum — þar sem rannsakað verði hver áhrif hinar ýmsu aðferðir og aðstæður á vinnustað hafa á starfsmenn- ina. Levi hefur enn ekki fengið fé til þessarar tilraunastarfsemi sinnar, en hann hyggst leita til „Vinnuverndarsjóðsins”, er stofnaður verður i ársbyrjun 1973, i þessu skyni. Auk þess leggur hann til, að 1 prósent af öllum kostnaði við télagslegar umbætur i þágu starfsfólks verði notað til rannsókna á áhrifum umbótanna. „Ég tel, að það verði ógerlegt með öllu að rannsaka hinar ýmsu hliðar þessara mála i fyrirtæki, sem þegar er starfandi. Auk þess viljum við ekki skapa streitu-á- stand, þess þarf ekki, þvi að það er þegar fyrir hendi. Það, sem við viljum starfa að, er, hvernig unnt er að bæta um og koma i veg fyrir streitumyndun á vinnustaðnum. Við viljum meðal annars starfa að þvi, að rannsaka hver áhrif það hefur þegar 3 vaktir skipta sólarhringnum á milli sin, hvort áhrif næturvinnu séu svo slæm, að það beri þegar að hverfa frá henni til dagvinnu og hver áhrif maður verður fyrir af ákvæðis- vinnu”, segir Levi dósent. Skorið með vatni Það er ekki fráleitt að vatnsbuna geti verið sem skurðarhnifur og það myndi gerast á örskammri stund, en ekki taka áratugi eins og þegar vatnsdropi hoiar stein. Bandariskir og sovézkir visinda- menn hafa nú um margra ára skeið unnið að þróun skurðartæk- is, er myndi senda frá sér ör- granna vatnsbunu við gifurlegan þrýsting. Myndi hún ef til vill ekki verða þykkari en 0,15 millimetr- ar. en þrýstingurinn næmi marg- faldri þyngd andrúmsloftsins, hefur vatnsbunan svo mikinn styrkleika, að hún gæti til dæmis rist sundur hart gúmmi, glerfiber- styrkt plastefni og vefnað ýmis- konar. Aftur á móti væri ekki unnt að skera i sundur efni á borð við gler. Hins vegar er einn stór galli á þessari aðferð og hann er sá, að hávaðinn sem myndast þegar skurðurinn fer fram, er slikur, að jafnast á við foss. Unnið er að þvi að leysa það vandamál nú. BARNALEIKRIT ÞJOÐLEIKHUSSINS: FERÐIN TIL TUNGLSINS Þjóöleikhúsiö: FERÐIN TIL TUNGLS- INS Höfundur: Gert von Bassewitz Þýðandi: Stefán Jónsson Leikstjóri: Klemenz Jóns- son Danshöfundur: Unnur Guðjónsdóttir Leikmyndir: Barbara Árnason og Jón Bene- diktsson Búningar: Lárus Ingólfs- son Tónlist: Clemenz Schamastich/ Carl Billich o.f I. Hljómsveitarstjóri: Carl Billich Þjóðleikhúsið frumsýndi á miðvikudagskvöld ævintýra- leikinn „Ferðina til tunglsins” eftir Gert von Bassewitz I vand- aðri og þjálli þýðingu Stefáns Jónssonar, hins kunna og og fjölhæfa rithöfundar, sem féll frá fyriraldur fram. Leikritið er hugljúft og rómantiskt, og mætti ætla að það væri einkar vel við hæfi barna, en heldur fannst mér undirtektir ung- viðisins dræmar á frumsýningu. Má þar sennilega að einhverju leyti um kenna hversdags- legri og óinnblásinni uppfærslu. Mér fannst efni leiksins i sjálfu sér vera skáldlegra og hug- kvæmara en meðferö þess á sviðinu. Sýningin var hvergi verulega nýstárleg, fjörug eða skemmtileg, þó hún virtist nokkurnveginn halda athygli yngri leikhúsgesta, nema þar sem ljóðalestur varð of langur. Umgerð sýningarinnar er lit- rik og tilkomumikil, marglit klettabelti, hátimbraðir salir Næturdisar og Jólasveins, mánalandslag o.s.frv. Þau Bar- bara Arnason og Jón Benedikts- son gerðu leikmyndirnar, en búningar eru frá hendi Lárusar Ingólfssonar, einnig þeir eru mjög svo skartlegir og iburðarmiklir. Yfirleitt var ákaflega mikið borið i sýn- inguna i ytra útliti. Einsog kannski mátti vænta, léku þeir Þórhallur Sigurösson og Árni Tryggvason skemmti- legustu persónur leiksins eða réttara sagt skópu þær með leik sinum. Aldinborinn var fjör- ugur, hræddur og hjartnæmur I túlkun Þórhalls, sem með andlitsfettum sinum, skrækum rómi og likamsfimi vakti tals- verða kátinu meðal barnanna. Oli lokbrá var sömuleiðis kát- legur, indæll og annarshugar karl i túlkun Arna Tryggva- sonar, og voru atriðin þar sem hann kom við sögu að öllu samanlögöu skemmtilegust. Börnin tvö, Onnu LIsu og Pétur, léku þau Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Einar Sveinn Þórðarson af miklum dugnaði, leikgleöi og undra- verðum skýrleik i framsögn. Mátti heita að allt sem þau sögðu skilaði sér, og er það útaf fyrir sig i frásögur færandi. Tæplega verður sagt að þau sýndu mikla leiktilburði, en þau voru eftir atvikum blátt áfram og eðlileg og skáru sig ekki neitt verulega úr hópi hinna skóla- gengnu meðleikenda sinna. Kannski gerir maður vægari kröfur til barna en fulloröinna á leiksviði, sem er ekki nema eðli- legt, en þessi tvö börn stóðu sig með sérstakri prýði. önnur hlutverk leiksins eru miklu veigaminni, og skiluðu leikendur þeim yfirleitt sóma- samlega og sumir eftirminni- lega, til dæmis Gisli Alfreðsson hlutverki Karlsins i tunglinu, Randver Þorláksson hlutverki Éljagrims og Þórunn M Magnúsdóttir hlutverki Skruggu. Lömb, tindátar, stjörnur, jólasveinar, tungl- geislar, sólargeislar o.s.frv. i meðförum barna og ballett- dansara juku á litriki sýningar- innar og glæsibrag, en sum þessara atriða hefðu mátt vera betur unnin. Höfundur og stjórnandi dansanna var Unnur Guðjónsdóttir. Heildarbragur sýningarinnar var veglegur og Iburöarmikill, en af einhverjum ástæðum vaknaði sú tilfinning, að sál verksins hefði orðiö að láta I minni pokann fyrir ytra skarti. Hinu er svo ekki að leyna, að þetta þekkilega barnagaman flytur mjög svo „þýzkan” boðskap um hlýðni og undirgefni við fullorðna, sem komi börnum i hag, og orkar slik prédikun fremur ankanna- lega nú um sinn, þó eflaust eigi pendúllinn eftir að sveiflast i hina áttina aftur og aginn að fá sinn gamla virðingarsess i þjóð- lifinu. Hvað um það, óhætt mun að spá „Ferðinni til tunglsins” vin- sældum og löngum lifdögum á sviðinu nú einsog tvisvar áður, en mikið hefði verið gaman ef Klemenz Jónsson heföi séð sér fært að fara inná einhverjar nýjar brautir i þessari upp- færslu, taka efnið hugkvæmari tökum og magna það ferskri sýn og skilningu. Samt væri ósann- gjarn að vanþakka það sem gert hefur verið: sýningin er heilleg og hæfilega hröð fyrir börnin, falieg og stundum fyndin, og það er útaf fyrir sig allsæmilegt. Sigurður A. Magnússon. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.