Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 4
Afvötnunar- ■ * B •• /■ miöstoö i Reykjavík „Blái Krossinn”, sem er leiö- beinandi i áfengismálum, hefur tekiö til starfa i Reykjavik. Eitt af baráttumálum „Bláa Krossins” er aö koma upp „af- vötnunarmiöstöö”, eöa aöstööu til aö láta renna af drukknum manni, svo komizt veröi aö hon- um til félagslegs samstarfs. „Vis- ir aö þessari starfsemi var til hérna i Reykjavik fyrir fimmtán árum, en hún koönaöi niöur vegna of-skipulags”, segir i fréttatil- kynningu frá hinum nýju samtök- um. í fréttatilkynningunni segir, aö starfsviö „Bláa Krossins sé aöal- lega þriþætt: „1. Aö veita ráögjöf og leiösögn frá ofdrykkju. 2. Aö afla og dreifa fræöslu um alkoholisma, aödraganda hans og stigverkanir, meö þaö aö mark- miöi, aö alkoholisma veröi sinnt á frumstigum eins og hverjum öör- um sjúkdómum, en hætt veröi aö biöa I aðgeröarleysi eftir loka- stigum hans eins og nú tlökist. 3. Aö berjast fyrir því, að þjóö- félagiö viöurkenni neyö drykkju- mannsins og aöstandenda hans, áöur en meiriháttar óhöpp hafa hlotizt af”. t fréttatilkynningunni segir ennfremur: „A meöan afvötn- unaraöstaöa er ekki til, er tómt mál aö tala um alhliöa mannrétt- indi á Islandi. Sjúklingum er mis- munað og skopazt er aö vandræö- um aöstandenda”. „Blái Krossinn” óskar eftir samstarfi við alla, sem eitthvaö vilja á sig leggja til lausnar vax- andi ofdrykkjuböli. Hann er öll- um opinn. t>ó að „Bláa Krossinum” sé allt að þvi lifsnauðsyn aö hafa einn fastan starfsmann, bendir ekkert til þess aö svo geti oröiö I bráöina, þvi sjóðir eru engir til. En þess má geta, að girónúmer „Bláa Krossins” er 13000. Aðsetur samtakanna er aö Klapparstig 16, simi 13303. — Stjórn Iðnaöarmannafélags Suöurnesja og félagsskaparins J.C. Suöurnes samþykktu á fund- um sinum i gærmorgun aö að- stoða þá Vestmannaeyinga er vildu þiggja dvöl á heimilum félagsmanna. Þegar hafa margir i þessum félögum skráö sig tilbúna til taka viö fólki. Þeir, sem vildu notfæra sér þetta, hringi vinsamlega I eftir- talda menn Birgi Guönason, (92) 1950, Kristin Guömundsson, (92) 2652, eöa Eyþór Þóröarson, (92) 1705. Símtal upp á líf og dauða Simstöövarstúlku einni i Portsmouth i Englandi tókst fyrir þrautseigju aö halda uppi samtali I stundarfjóröung við Söru litlu Jane Chase, fjögurra ára gamla. Þetta samtal bjar- gaöi lifi móöur litlu stúlkunnar. Simstöðvarstúlkan, Eileen Smith, tók á móti simtali utan úr borginni. Það var kona, sem hringdi. Skyndilega skall heyrnartólið á gólfiö hinum megin á linunni og Eileen heyröi, aö barn brast I grát. Eileen kallaöi á barnið gegn- um simann og eftir langa stund svaraöi barniö, aö móöir þess lægi grafkyrr á gólfinu. „Hún sefur”, sagði barnið. Simstöövarstúlkan hélt áfram aö tala viö Söru litlu, meðan annaö starfsfólk stöðvarinnar leitaöi uppi, hvaöan Sara litla talaöi. Þetta tókst og nokkrum minútum siöar var sjúkrabill og lögregla á leiöinni til hinnar bágstöddu konu. Þegar lögreglan kom á vett- vang, lá frú Jane Chase i blóð- poll á gólfinu. Hún hafði skoriö sig á glerrúðu sem haföi brotn- að, er hún var aö setja upp jóla- skraut og prýöa heimiliö fyrir jólin, sem i hönd fóru. Hún gerði sér grein fyrir þvi, aö hún hefði misst mikiö blóö og yröi að fá hjálp og henni tókst aö hringja I neybarnúmerið 999, áöur en hún féll i ómegin. En skilaboðin komust áleiðis fyrir tilstilli litlu dótturinnar. — FRAMHÖLDFRAMHÖLDFRAMHÖLD Löggæzlumál 5 mikil slik skrif um hverfiö geta haft skaövænleg áhrif. 1 lok ræöu sinnar lýsti Björgvin Guðmundsson fylgi sinu við til- lögu, sem Olafur B. Thors hafi mælt fyrir um áskorun á dóms- málaráðherra um fjölgun i lög- regluliöi Reykjavikur. Sagöist hann ekkert siá þvi til fyrirstööu, aö borgarstjóri samþykkti báöar hinar framkomnu tillögur, — til- lögu Framsóknarmanna og til- lögur borgarfulltrúa Sjálfstæöis- flokksins. Dyrhólæy 1 útreikninga. Fengu þeir erlend- ar sérfræöing til aö reikna út kostnaö viö gerö tvöfalds hafnargarðs, og reiknaöist honum til aö kostnaöurinn yröi 1500 milljónir króna. Hins vegar kvaöst Einar þess fullviss, aö byggja mætti þokkalegan hafnargarö fyrir 250 milljónir króna. Væri þá um að ræöa höfn, sem opin væri flesta daga ársins, en ekki þó alla. Sagði Einar aö sumar hafnir landsins væru reyndar þannig úr garöi geröar. Bregzt loönan 12 er nokkrúm vikum á eftir, og sagði Jakob að hann byggist t.d. ekki viö aö loöna gengi upp aö Vestmannaeyjum fyrr en eftir þrjár vikur. I fyrra veiddist fyrsta loönan viö suöurströndina 21. janúar. Þótt loðnan sem á miöin reynist ekki vera eins mikil og reiknað var með, er þó ekki að búast við öðru en vel veiðist. Gangan verður I öllu falli stærri en ganga sibasta árs, en þá var talið að einungis heföu veiðst 10—20% þeirrar loðnu sem gekk suður fyrir landið. Og megniö af þeim 80—90% loðnunnar sem ekki veiddust, dó drottni sinum að lok- inni hrygningu. Vinnslustöövar 12 sér fund, og kosið þar nefnd til að vinna aö skipulagningu útgerðar- mála sinna. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að fá leyfi fyrir bátana að fara til Vestmanna- eyja, og huga að veiðarfærum sinum. „Næsta stigið veröur aö útvega bátunum einhver viðskipti og að- stööu á vertiðinni, þvi aö viö erum alveg klárir á þvi að ekkert vertur gert á vertiðinni I Eyjum Orðsending frá ríkisskattstjóra Að gefnu tilefni er framtalsfrestur manna, sem heimili áttu i Vestmanna- eyjakaupstað 1. des. s.l. framlengdur til og með 28. febrúar n.k. Rikisskattstjóri. Sendisveinn karl eða kona, óskast til léttra sendiferða. Skipaútgerð rikisins. ± Vörumóttaka S KIPAUTGCRB RIKISINS Vegna takmarkaðra geymslumöguleika og truflana á skipaferðum, eru vörusend- endur beðnir að hafa samband við vöruaf- greiðslu rikisskipa, áður en þeir senda vörur þangað. Skipaútgerð rikisins. Staða yfirlæknis (sérfræðings) i hálfu starfi við heyrnar- deild Heilsuverndarstöðvarinnar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt samningi milli Læknafélags Reykjavikur og Reykjavikurborgar um laun lausráðinna lækna. Umsóknir sendist skrifstofu Heilsu- verndarstöðvarinnar fyrir 23. febrúar n.k. Heilsuverndarstöð Reykjavikur. næstu tvo mánuðina i það minnsta,” sagöi Ingólfur. Þá má geta þess, aö sjávarút- vegsráðherra hefur faliö Fiski- félagi Islands aö kanna hvaö hægt veröur ab gera fyrir bátaflota Vestmannaeyinga á næstu mán- uöum. Eru starfsmenn Fiski- félagsins þegar byrjaöir aö vinna aö þessu verkefni af fullum krafti, aö þvi er Már Elisson fiskimálastjóri tjáði blaöinu I gær. Alls voru 77 bátar skráðir á ver- tiðinni i Eyjum, og fyrir þá þarf að finna pláss i öörum höfnum. 200 manns 12 yröu reknar. Sá möguleiki er til aö viö rækjum þær á sama hátt og viö höfum gert og þá þurfum við um 200 manns I hvert hús. Viö reiknuöum á fundinum I dag jafnvel meö þvi áð frysta ein- göngu loönu. Þá þyrftum viö ein- göngu á karlmönnum aö halda og miklu færra fólki”. „Ef ekki veröur um vinnslu á loðnu að ræða á þessum vetri I Vestmannaeyjum að neinu ráði, þá er varla sjáanlegt að hægt verði aö bæta þann skaba, sem af þvi hlytist”. sagði Lúbvik Jóseps- son sjávarútvegsráðherra i fyrr- greindum þætti I gærkvöldi. Ráö- herrann bætti þvi við m.a., aö eitt aöalatriöiö, sem þyrfti aö gera upp við sig, væri, hvort taka ætti þá áhættu aö hafa i Eyjum mikið af starfsfólki. Hins vegar lagði ráðherrann engan dóm á, hve mikla áhættu hér væri um að ræða. Nauöþurftir 3 veröleikum, eins og raunar öll önnur hjálp. Kvað hann nú unni ö að þvi, að skapa héraðslækn- inum Einari Val Bjarnasyni, og öörum læknum úr Eyjum, aö- stöðu til að sinna sinum sjúklingum hér. Gerði hann helzt ráð fyrir, að sú aðstaba yrði fengin I Domus Medica, og væri þessi ráðstöfun mörgum afar kærkomin. Er einnig stefnt að hliðstæðri aðstööu fyrir Sverri. Þegar við litum siðast inn hjá Upplýsingamiðstöö Vestmannaeyja rétt fyrir kl. 19, var þar enn talsverður hópur fólks. Bæjarritarinn, Gisli Þor- steinsson, kvað reynt hafa ver- ið að sinna margvislegri umleit- un I dag. Hefði stööugt fariö fjölgandi beiðnum um fararleyfi til Eyja til að sækja nauðþurftir, og jafnvel aörar eigur. Væri nú búið að skipuleggja tilhögun slikra feröa til bráðabirgða. Þá kvað GIsli allmarga vera aö svipast um eftir vinnu. Geröi hann sér vonir um samvinnu viö Ráöningarskrifstofuna, sem er til húsa I Hafnarbúðum. Öskar Friðriksson, fulltrúi á Ráðningarskrifstofu Reykja- vikur, sagöi, aö óskir heföu bor- izt frá einhverjum vinnuveitend um, einkum um iönaöarmenn. Þess má geta, að i Hafnar- búöum er mjög góðaðstaðafyrir mötuneyti, og er nú ákveöiö aö hefja nú slikan rekstur fyrir flóttafólkiö. Munu konur úr Kvenfélaginu i Vestmannaeyj- um annast hann. Skal þess getið, að i gær fékk Upplýsingamiðstöðin tvo síma til viöbótar og hefur nú þessi simanúmer: 11380 — 11994 — 12089. Aðeins 2 gera ráö fyrir, aö af opinberri hálfu veröi reynt aö bæta fjár- hagslega þaö tjón, sem þar hlýzt. Ég tel vist, aö Brunabótafélagið og önnur tryggingafélög leggi sitt af mörkum I þessu efni”, sagði Asgeir ölafsson að loi:um. UROGSKARTGRIPIR KCRNEUUS JONSSON SKÚLAVORÐUSTlG 8 BANKASTRÆTI6 **%18588-18600 o Fimmtudagur 25. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.