Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f.. Nl) ERII ÞAD VERÐMÆTIN Enn heldur björgunarstarfið áfram úti i Vest- mannaeyjum. Þegar mannslifunum hefur verið bjargað beinist starfið að brottflutningi og varð- veizlu eigna og hafa þegar töluverð verðmæti verið flutt af staðnum. Eins og eðlilegt er, þá eru hinir brottfluttu Vestmannaeyingar mjög áhyggjufullir vegna þeirra eigna, lausra og fastra, sem þeir urðu að skilja eftir á flóttanum enda getur hver sjálfan sig séð þegar verið væri að lýsa þvi, hvernig eimyrjan teygði fingur sin- a nær og nær heimili manns. Ber að leita allra ráða til þess að forða þeim eignum undan, sem hægt er að flytja á brott en gæta hinna svo lengi sem nokkur kostur er. Eins verður i samráði við visindamenn að leita þeirra ráða, sem hugsan- lega gætu bægt hraunstraum frá bænum, en eins og Alþýðublaðið skýrði frá i gær eru hugsanlegir möguleikar á þvi, að hægt sé að stöðva hraun- straum eða veita honum i aðra farvegi, sé bær- inn i Vestmannaeyjum i hættu. LÆRUM AF REYNSLUNNI Jafnvel af áfalli eins o'g þvi, sem dunið hefur yfir Vestmannaeyjar, er ýmislegt hægt að læra. tslenzka almannavarnarkerfið hefur orðið þar fyrir sinni fyrstu prófraun og hlýtur að öðlast dýrmæta reynslu, sem kemur að gagni við samningu áætlunar um andsvör við hugsanleg- um nátturuhamförum annars staðar á landinu. En áfallið kann einnig að kenna okkur ýmis- legt fleira, — m.a. það, að ávallt má búast við eldgosum svo að segja hvarvetna á hinu virka eldstöðvabelti, sem nær þvert yfir Island og að gosin gera ekki boð á undan sér. En gera þau það ekki, þegar betur er að gáð? Jú, sennilega. Likur benda til, að hægt kunni að vera, i sumum tilvikum a.m.k., að sjá þau fyrir sé komið upp nægilega öflugu mælikerfi á jarðhræringar. Eitt af þvi, sem við höfum nú lært er, að sliku mæli- kerfi þarf að koma upp a.m.k. alls staðar i ná- grenni þéttbýliskjarna á eldstöðvasvæðinu þvi hversu mikilvægt væri ekki ef hægt væri að fá einhverja viðvörun áður en sagan úr Vest- mannaeyjum kynni að endurtaka sig. AFREK HlA ÚTVARPINU Alþýðublaðið mælir áreiðanlega fyrir munn margra þegar það vekur athygli á, hversu sér- deilis vel fréttastofa útvarpsins hefur staðið sig i fréttaflutningi og lýsingu á þeim atburðum, sem orðið hafa úti i Vestmannaeyjum. Allir fjölmiðl- ar hafa reynt að gera sitt bezta til þess að flytja almenningi fregnirnar, en hljóðvarpið hefur þar staðið sig sérstaklega vel, að öðrum ólöstuðum. Með stuttu millibili hefur hljóðvarpið sent út lýsingar á atburðum, viðtöl við fræðimenn og aðra og hvers kyns upplýsingar þannig að hlust- endur hafa getað fylgzt með eins og þeir hafi sjálfir verið staddir i miðri rás viðburðanna. Einkum og sér i lagi hljóta hinir brottfluttu Vestmannaeyingar að vera ánægðir með þátt hljóðvarpsins i Eyjum og horfum þar, þá hefur hljóðvarpið sent út stöðugan straum af upp- lýsingum, sem sérstaklega eru ætlaðar flótta- fólkinu og hafa sjálfsagt hjálpað þvi mikið. Fréttamenn og tæknimenn hljóðvarpsins hafa sýnt mikinn dugnað þessi siðustu dægur. Er það mjög á orði haft meðal almennings og að verð- leikum. UM MÁLEFNI REYKJAVÍKURBORGAR RÁÐHERRA EHDURSKOÐI AFSTODU S NA TIL lOt- GÆZLUMÁLA BORGINNI — Við skulum vona, að rikis- valdið taki betur óskum lögreglu- stjórans i Reykjavik um fjölgun i lögregluliði borgarinnar næst, en það gerði nú. Sjálfsagt er það einnig rétt, að áskorun borgar- stjórnar á lögreglustjóra og dómsmálaráðherra um aukna löggæzlu geti haft áhrif. Og ef til vill getur rikisvaldið leyft ein- hverja fjölgun i lögregluliöi Reykjavikur á þessu ári, enda þótt fjárlög hafi þegar verið af- greidd. A.m.k. tel ég, að freista eigi þess að fá rikisvaldið til þess að fallast á slika fjölgun. Þetta sagði Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, m.a. i ræðu sem hann flutti i borgarstjórninni s.l. fimmtudag i umræðum um löggæzlu i borginni og þá einkanlega i Breiðholts- hverfi vegna siðustu atburða þar. Björgvin hóf ræðu sina með þessum orðum: — Eg get lýst yfir stuðningi minum við tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um aukna löggæzlu i Breiðholtshverfinu. Ég býst einnig við, að allir borgar- fulltrúar geti stutt þá tillögu. Það er að sjálfsögðu óviðunandi að lögreglan skuli ekki hafa sér- staka hverfisiögreglustöð i Breið- holtshverfi eins og i Arbæ. Stað- setning lögreglubifreiðar i hverf- inu leysir ekki löggæzluvandamál þess. Hins vegar er það rétt, sem kom fram hjá borgarfulltrúa Ólafi B. Thors, að það er ekki verkefni borgarinnar að sjá um löggæzluna i Reykjavik. Það er verkefni rikisins, eða réttara sagt dómsmálaráðherra að sjá til þess, að löggæzla sé nægileg i Reykjavik og öðrum sveitarfélög um. Þegar hin nýju lög um tekju- stofna sveitarfélaga voru sett snemma á s.l. ári, þá var jafn- framt ákveðið að létta löggæzlu- kostnaðinum af sveitarfélögunum og láta rikið eitt bera hann fram- vegis. Var það eðlileg ráðstöfun og i samræmi við það, að lög- reglustjórar eru skipaðir af rik- inu. Með þessari breytingu má segja, að sú óbeina ábyrgð, sem hvildi á sveitarfélögunum vegna fjárframlaga þeirra til löggæzlu, hafi frá þeim horfið —eða af þeim verið létt. Að visu er eftir sem áð- ur sjálfsagt og eðlilegt, að sveitarstjórnir og þar á meðal borgarstjórn Reykjavikur hafi vakandi áhuga á löggæzlumálum og láti rikið vita hvar skórinn kreppir að hverju sinni. innar væru i mun betra lagi en þau eru, ef nokkrir tugir nýrra lögregluþjóna hefði bætzt i lög- regluliðið um s.l. áramót. SKYLDUR FJÖLMIÐLA Siöar i ræðu sinni sagði Björg- vin Guðmundsson: — Það hefur mikið verið rætt um þá hörmulegu atburði, sem gerzt hafa i Breiðholtshverfi ný lega, — einkum þann atburð, er maður réðist með skotvopn inn á heimili i Breiðholtshverfi og stór- slasaði þar fólk og ógnaði lifi fjölda manns. Fjölmiðlar hafa að vonum gert mikið úr atburði þessum. Jafn- framt hefur þeim orðið tiðrætt um önnur árásar- og afbrotamál i hverfinu. Ekki vil ég draga úr at- burðum þeim, sem gerzt hafa i Breiðholtshverfi, en þó þykir mér sem fjölmiðlar beini um of at- hyglinni að Breiðholtshverfi i þessum efnum. Sannleikurinn mun vera sá — og það veit lög- reglan i Reykjavik bezt — að um hverja helgi fréttir lögreglan um einhver áflog ölvaðra manna og árásir ölvaðra inn á einkaheimili út um allan bæ. En að sjálfsögðu er aðeins skýrt frá örfáum þess- ara manna i fjölmiðlum. Það er sjálfsagt, að aukin lög- gæzla i Breiðholtshverfi dregur úr löggæzlu annars staðar i Reykjavik verði ekki fjölgun i lögregluliðinu. En engu að siður tel ég, að auka eigi gæzluna i Breiðholti. En ég tel óheppilegt, að fjöl- miðlar beini um of og stöðugt at- hyglinni að Breiðholtshverfi i sambandi við árásir og afbrot. Of Framhald á bls. 4 FLOKKSSTARFIÐ FULLTRÚARÁÐ REYKJAVÍK Fundur verður haldinn i Fulltrúaráði Al- þýðuflokksfélaganna i Reykjavik i dag, fimmtudag, i Ingólfscafé og hefst fundurinn kl. 20,30. Fundarefni: 1. Lagabreytingar. 2. Hvert stefnir stjórnin? Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðuflokksins, hefur framsögu. STJÓRNIN Lögreglustjórinn i Reykjavik kom á fund borgarráðs s.l. þriðju- dag og skýrði frá ástandi lög- gæzlumála borgarinnar. Hann sagði, að verkefni lögreglunnar Björgvin Guðniundsson hefðu stóraukizt undanfarin ár vegna fjölgunar borgarbúa, vegna aukinnar ölvunar og auk- inna afbrota, en samt hefði ekki orðið fjölgun i lögregluliði borgarinnar. Lögreglustjóri kvaðst hafa sent dómsmálaráð- herra itarlega greinargerð s.l. ár vegna undirbúnings fjárframlaga fyrir árið 1973. Hefði i henni m.a. verið farið fram á leyfi til þess að ráða 50 nýja lögregluþjóna, en rikisstjórnin hefði synjað þeirri beiðni. Ég verð að segja, að mig undrar það, að ósk lögreglustjóra skyldi algerlega hafnað, — að ekki skyldi t.d. leyft að ráða 20—30 nýja lögregluþjóna. Er augljóst, að löggæzlumál borgar- ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR AUGLÝSIR VIÐTALSTÍMAR ÞINGMANNA OG BORGARFULLTRÚA ALÞÝÐUFLOKKSINS Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavfkur hefur ákveðið að gang- ast fyrir þvl, að Reykvikingum gefist tækifæri á að hitta að máli þingmenn Alþýðuflokksins úr Reykjavik og borgarfulltrúa. I þeim tilgangi mun stjórnin auglýsa viðtalstima reglulega hvern fimmtudag á timabilinu frá kl. 5 til 7 e.h., þar sem hinir kjörnu fulltrúar Reykvíkinga úr Alþýðuflokknum skiptast á um að vera til viðtals. Viötalstimarnir verða haldnir á skrifstofu Alþýðu- flokksins, Hverfisgötu 8—10. i DAG, fimmtudaginn 25. janúar, er það formaður Alþýðu- flokksins, Gylfi Þ. Gislason, sem verður til viðtals á skrifstofu Alþýðuflokksins frá kl. 5 til 7 e.h. Reykvikingar eru hvattir til þess að nota tækifærið til viðræðu við þingmanninn. Siminn I við- talsherberginu hefur númerið 1-50-20. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur Gylfi Þ. Gislason Fimmtudagur 25. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.