Alþýðublaðið - 15.03.1973, Page 11

Alþýðublaðið - 15.03.1973, Page 11
í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt venjulega hyggjuvit hennar, þar sem Druscilla átti i hlut. — Hún hafði engan lifsvilja, sagði Hunter læknir. — Ég hef margoft orðið vitni að þvílíku. Fólk sem hefur veriö saman alla ævi. Annað fer og hitt fylgir strax á eftir. Pabbi var ekki mönnum sinn- andi út af vinamissinum. Hann vildi umfram allt vera við jarðar- förina. Austannepja var á og Lucie mótmælti harðlega og kvaðst ekki leyfa honum að fara út. Já, hún stumraði yfir okkur. Það var vegna þess að hún hafði sjálf aldrei átt fjölskyldu og við vorum henni þvi meira virði en ella. Pabbi lét venjulega undan, en i þetta skipti varð honum ekki haggað. Hann sagðist vera stað- ráðinn i að ,,fylgja vinum sinum i hinztu förina”. Hann ók þvi til kirkjunnar og fylgdi likvagninum að gröfinni og stóð þar i nepjunni með hattinn i hendi sér. Mig tók sárt til Franklyns, þar sem ég vissi hve vænt honum hafði þótt um foreldra sina, og ég var fegin að Nora skyldi vera þarna, þvi mér fannst að nærvera hennar hefði góð áhrif á Frank- lyn. Mér hafði um nokkurt skeið verið ljóst að hann var hrifinn af henni. Hún virtist fremur hlédræg i framkomu við hann, en þó vin- gjarnleg. Ég hafði orð á þvi við Stirling að það gæti verið ánægju- leg lausn fyrir Noru ef hún giftist Franklyn, þvi hún talaði stöðugt eins og hún hefði i hyggju að fara aftur til Ástraliu. — Þau eiga ekki saman á nokk- urn hátt, sagði Stirling kuldalega. — Franklyn! bætti hann við fyrir litlega eins og honum þætti Franklyn heldur litið efni i eigin- mann. — Þú þekkir ekki Franklyn, sagði ég i varnarskyni. — Hann er með heimsins vænstu mönnum. Hann sneri sér undan næstum reiðilega. Nora hafði að visu verið gift föður hans og ég gerði ráö fyrir að honum þætti óbragð að þeirri tilhugsun að einhver kæmi i hans stað. Engu að siður hélt ég áfram bollaleggingum minum um hversu ánægjulegt það væri ef Franklyn og Nora gætu orðið hjón. Ég velti þvi fyrir mér hvort Franklyn kynni að hafa hugleitt það. Ég var viss um að Nora haföi það ekki. örfáum dögum eftir útför laföi Wakefield fékk pabbi kvef. Lucie stumraði yfir honum eins og hún gerði alltaf ef hann varð lasinn og krafðist þess að hann lægi i rúm- inu. Hann hefði aldrei átt að vera viö útförina, nöldraði hún. Hún sendi eftir Hunter læknir og hélt honum inni hjá sér langa- lengi. Er læknirinn kom út úr sjúkraherberginu bað ég hann að ganga inn i bókastofuna með mér og spurði hann hvort faðir minn væri alvarlega veikur. eöa hvort Lucie geröi sér óþarfa áhyggjur. — Hann hefur ofkælzt, sagði hann, — og bronkitis er ekki langt undan. Ég vona að við höfum brugðizt við þvi timanlega. Hann þarf kannski að vera við rúmið i nokkra daga. Veslings Hunter læknir. Hann virtist örþreyttur sjálfur, og ég hugsaði um hvernig heimkoman yrði hjá honum i litla, heldur óvistlega húsið, þar sem ráðskon- an gat allt eins legið i drykkju- móki. Hvers vegna kvæntist hann ekki Maud? Hún myndi sjá vel um hann. Ég heimtaði aö hann drykki glas af sherri áður en hann færi af stað i vagninum, við það færðist ofurlitill litur i vanga hans og hann varð sýnu glaölegri. — Ég lit inn i kvöld, lofaði hann, — til að ganga úr skugga um að allt sé eins og það á að vera með fööur þinn. En þegar hann kom um kvöldið var pabbi kominn með bronkitis. Ég hafði sjaldan séð Lucie i sliku uppnámi og ég hugsaði um hve pabbi væri lánsamur aö eiga svo ástúðlega eiginkonu. Þvi ég hafði haldið að Lucie heföi gengið I þetta hjónaband af hagsýni. Ég vissi að hún hafði viljað eignast heimili á Whiteladies til æviloka og eflaust hefur henni þótt gaman að verða laföi Cardew; en þegar 'ég sá hve hún tók þetta nærri sér, varð mér ljóst hve innilega hún elskaði föður minn. Hún var hjá honum nótt og dag, fékk sér að- eins klukkustundar blund stöku sinnum ef ég sat hjá honum. — Ég treysti ekki þessu þjón- ustufólki sagði hún. — Hann kynni aö vanta eitthvað. — Ef þú hvilir þig ekki, verö- urðu veik sjálf, sagði ég ávitandi. Ég sat hjá honum, en um leiö og hann byrjaði að hósta, var hún komin. Við biðum eftir að sjúkdómur- inn kæmistá hástig, en ég vissi að Hunter læknir taldi ekki miklar vonir um bata. Pabbi var oröinn aldraður og hafði verið heilsutæp- ur alllengi. Lungnabólga var hættulegur sjúkdómur, jafnvel fyrir ungt fólk. Pabbi vildi hafa Lucie hjá sér við rúmstokkinn sýknt og heilagt og varð órólegur ef hún fór frá. Rannsóknarlögreglan lýsir eftir amerískum ferðamanni Brandon Lee Fouts, 23-24 ára að aldri, sem hélt til að Ásvallagötu 32 a. Siðast er vitað um hann föstudaginn 2. marz, er hann var á dansleik i Sigtúni. Brandon Lee Fouts er um 190 cm á hæð, með ljósrautt hár, sem nær niður á flibba, og alskegg, sem er heidur dekkra en hárið. Brandon var klæddur i drapplitaða peysu, bláar gallabuxur og i dökkum siðum leðurfrakka með belti. Þeir sem geta gefið upplýsingar um verustað Brandons Lee vinsamlegast geri lögreglunni viðvart. Utanríkisráðuneytið óskar að ráða skrifstofustúlkur til starfa i utanrikisþjónustunni nú þegar eða á vori komanda. Eftir þjálfun i ráðuneytinu má éera ráð fyrir að stúlkurnar verði sendar til starfa i sendiráðum íslands erlendis þegar störf losna þar. Umsóknir sendist utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 25. marz 1973. Utanrikisráðuneytið. AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 ÍÚStMMVEIZUia GUflMUNDAR GUÐMUNDSSONAR SKEIFAN15 SIIVII 82838 ifU's* Ai/f EIGINMENN! UNNUSTAR! ☆ HÉR ER GJÖFIN HANDA HENNI ☆ HÚN VERÐUR ÁNÆGÐ - ÞVÍ - ÞETTA ER SVARIÐ VIÐ HÚSBÓNDASTÓLNUM Fimmtudagur 15. marz. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.