Alþýðublaðið - 16.03.1973, Qupperneq 1
ÓFARIR OG....
Ekki verður ofsögum sagt af
óförum k v ik m y n da t ök u-
manna i viðureign þeirra við
veðurguðina á tslandi. Siðast-
iiðið haust var unnið að töku á
leikritinu Táp og fjör eftir
Jónas Arnason, undir leik-
stjórn Magnúsar Jónssonar,
og var talið tekið upp jafnhliða
kvikmyndatökunni. Þegar til
átti að taka kom i ljós, að
veðurguðirnir höfðu eyðilagt
allt tal myndarinnar, og varð
að taka það upp aftur. Þvi
verki er nýlokið, og að þvi er
Jón Þórarinsson sagði Al-
þýðublaðinu i gær, verður
sjónvarpsleikrit þetta á dag-
slrrá annan páskadag,
....KLAMSAGA
En það er viö ýms vandamál
að eiga jafnvel þótt leikrit séu
kvikmynduð innan húss.
Þannig olli nafngift verð-
launaeinþáttungs Hrafns
Gunnlaugssonar frá i sumar
sjónvarpsmönnum höfuðverk,
þegar ákveðið var, að það
skyldi tekið upp i sjónvarps-
sal. Leikritið bar nefnilega
nafið ..Klámsaga af sjónum”,
en slfk nafpgift er vist ekki
sæmandi, þegar opinber stofn-
un á i hlut. Akveðið var, þvi að
nafnið skyldi einfaldlega vera
„Saga af sjónum”, þegar þaö
verður á dagskrá sjónvarps-
ins, 2G. marz nk.
STJORNIN
RIÐAR
TIL FALLS
ÖLAFUR STÖDVADUR
Fullyrt er af ábyrgum aðil-
um, að i gær hafi staðið til að
leggja fram á Alþingi frum-
varp um gerðardóm á yfir-
menn togaraflotans i vinnu-
deilu þeirra. Mun ólafur Jó-
hannesson, forsætisráðherra,
hafa tekið að sér að flytja
frumvarpið, en verið stöðvað-
ur á siðustu stundu þar eð
ákveðnir stjórnarliðar hefðu
með öllu neitað að styðja
rikisstjórnina til þess að leysa
með þeim hætti úr vinnudeilu.
Mun rikisstjórnin þvi hafa af-
ráðið að fresta framlagningu
frumvarpsins um nokkra
daga, eða fram til n.k. mánu-
dags. Þá eigi að láta slag
standa og setja gerðardóm
með lögum á yfirmenn hafi
málið ekki leystst með samn-
ingum fyrir þann tima.
En þótt stjórnin fari laga-
leiðina og þótt hún fái til þess
tilskilinn meirihluta á Aiþingi,
þá er ekki þar með sagt, að
togaraflotinn láti úr höfn.
Alþýðublaðið hefur eftur
áreiðanlegum heimildum, að
samtök séu meðal vélstjóra að
segja upp störfum sinum og
stiga ekki fæti um borð i tog-
arana verði vinnudeilan leyst
með lagasetningu. Munu þeir
nú þegar hafa uppsagnarbréf-
in rituð og frágengin.
Gerðadómur samt ó döfinni — en
senda þó vélstjórar uppsagnarbréf?
Rópsherferð gegn
Birni og Karvel
Alþýðubandalagið hefur sent
til félagsmanna sinna dreifi-
bréf, með niði um verkalýðsfor-
ystuna, og þá einkum og sér i
lagi þá Björn Jónsson og Karvel
Pálmason, þingmenn Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna.
Alþýðublaðið hefur komizt á
snoðir um efni bréfsins, sem er
frá framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins til flokksfólks og
væntanlega skrifað af þeim
nöfnum Ólafi Jónssyni og Ólafi
R. Einarssyni, formanni fram-
kvæmdastjórnar Alþýðubanda-
lagsins.
I bréfi þessu er m.a. sagt frá
samstarfinu i rikisstjórninni og
sérstaklega tekið fram, að sam-
vinnan i rikisstjórninni sé mjög
að skapi Alþýðubandalagsins og
eins sé sérlega gott samkomu-
lag milli Alþýðubandalagsins og
Framsóknarflokksins, Þvi er
hins vegar ekki að leyna, segir i
bréfinu, að örlitil klika manna
— og eru þá nöfn Björns Jóns-
sonar, forseta ASl, og Karvels
Pálmasonar, alþm. nefnd i
sviga — vinnur markvisst að þvi
að grafa undan rikisstjórninni
og spilla samvinnu stjórnar-
flokkanna. Eru þau dæmi sér-
staklega tilfærð, hversu ótal-
hlýðinn Björn Jónsson hafi
reynzt rikisstjórninni i sam-
bandi við lausn Vestmanna-
eyjavandans og er hann neitaði
að greiða atkvæði með hinu
fræga visitöluránsfrumvarpi,
sem rikisstjórnin lagði fram á
Alþingi i lok febrúarmánaðar og
dagaði þar uppi. Þá er einnig
rætt i bréfinu um gengisfelling-
arnar og Vestmannaeyjamálin
sérstaklega og veitzt þar mjög
hart að SFV — sérstaklega þá
Birni Jónssyni. Hins vegar á
framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins ekkert til nema
góð orð um Framsóknarflokk-
inn og ráðherra hans.
Ekki hafa atvinnupólitikus-
arnir i Alþýðubandalaginu held-
ur látið sina eigin verkalýðsfor-
ystu ólastaða. Á fundi i Alþýðu-
bandalaginu i Reykjavik fyrir
skömmu flutti Þröstur Ólafsson,
stofusósialisti og steinbarn
Magnúsar Kjartanssonar,
heiftarlega árásarræðu á
verkalýðsforystu Alþýðubanda-
lagsins og verkalýðshreyfing-
una i heild, sem sagt er, að stór-
lega hafi hrifið hugi annarra
stofukommúnista i Alþýðu-
bandalaginu, svo sem eins og
Þjóðviljaklikunnar, en verið fá-
legar tekið af öðrum. 1 allri
þessari dæmalausu ræðu mun
Þröstur ólafsson þannig aldrei
utan einu sinni hafa nefnt
verkalýðssamtökin þvi nafni,
heldur ætið „Kröfusamtökin”.
LaS hann verkalýðsforystunni
mikinn reiðilestur fyrir úrelt
viðhorf i launa- og þjóðfélags-
málum, sem m.a. gerðu með
öllu ókleift að halda uppi vinstri
stefnu i efnahagsmálum.
Eðvarð Sigurðsson, formaður
verkamannafélagsins Dags-
brúnar, mun hafa verið á fundi
þessum og höfðu fundargestir
það við orð eftir á, að þeir hefðu
rxommar
dreifa
níði
um verka-
lýðs-
forystuna
aldrei séð Eðvarð jafn reiðan og
undir tölu þessa stofukommún-
ista. Tók Eðvarð til máls og
hellti sér yfir Þröst Ólafsson
fyrir furðulegan hugsunarhátt
hans i verkalýðsmálum. Er
þetta aðeins enn ein sönnunin
fyrir þvi, hve farið er nú að
þrengja að verkalýðsforingjum
Alþýðubandalagsins af stofu-
kommúnistum og hvitflibba-
sósialistum, sem alizt hafa upp i
handarjaðri Magnúsar
Kjartanssonar.
KARVEL: STJÓRN í ALGERRI AND-
STÖDU VIÐ VERKALÝÐ SHREYFINGUNA
þeirra nú. Segir hann það
furðu gegna hvilikri hugar-
farsbreytingu þessir menn
hafi tekið. Færi betur, segir
hann, að þessir menn gerðu
sér ljóst i eitt skipti fyrir öll,
að verkalýðshreyfingin ætlast
til annars og meira af núver-
andi valdhöfum en þvi, AÐ
STJÓRNAÐ SÉ I ALGERRI
ANDSTOÐU VIÐ VERKA-
LÝÐSHREYFINGUNA.
Grein Karvels Pálmasonar
er birt á bls. 5
„Kaldhæðni örlaganna er
það, að sá stjórnmálaflokkur,
sem hvað hæst hefur hrópað
um sig sem hinn eina og sanna
verkalýðsflokk skuli nú vera
orðinn málsvari og predikari
mestu kaupránsstefnu, sem
um getur”, segir Karvel
Pálmason, alþingismaður, um
Alþýðubandalagið i grein, sem
hann skrifar i Alþýðublaðið i
dag. 1 grein sinni vitir Karvel
Pálmason harkalega það
framferði liðsbrodda Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
bandalagsins að ofsækja
Björn Jónsson, forseta ASÍ,
með árásarskrifum fyrir það
eitt, að Björn hafi neitað að
taka þátt i tilræði rikis-
stjórnarinnar gegn verkalýðs-
hreyfingunni i landinu og tvi-
vegis tekizt að stöðva slikar
ráðagerðir i burðarliðnum.
Karvel rekur i grein sinni
ýmis ummæli núverandi
stjórnarsinna frá þeim árum,
sem þeir sátu i stjórnarand-
stöðu og ber saman við gjörðir