Alþýðublaðið - 24.03.1973, Page 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ristjórnarfulltrúi Bjarni Sig-
tryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðset-
ur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf.
Hróður Lúðvíks Jósefssonar
„Engin sanngirni gat talizt i þvi að
halda sjómönnum kauplausum
áfram i verkfalli meðan rikisstjórnin
og útgerðarmenn þæfðu málin á milli
sin”. Þannig segir i leiðara Þjóð-
viljans i gær um lagasetninguna i
togaradeilunni. En var þá sanngirni i
þvi að halda undirmönnunum kaup-
lausum áfram i verkfalli i talsvert á
annan mánuð á meðan rikisstjórnin
og útgerðarmenn þæfðu þessi sömu
mál á milli sin? Hvers vegna tók
rikisstjórnin ekki á sig rögg fyrr en
deilan var farin að standa á milli
togaraútgerðarmanna og yfirmanna
á togurunum? Hvers vegna gat hún
ekki alveg eins lögbundið kröfur
undirmanna á togurum eins og yfir-
mannanna? Þykist rikisstjórnin ekki
vera stjórn verkalýðsstéttanna?
Hvers vegna ber hún þá hag skip-
stjóranna svona miklu meira fyrir
brjósti en hag hásetanna?
Það er verkalýðsstéttunum eftir-
minnileg lexia, að á meðan hásetar á
togurunum áttu i löngu og hörðu
verkfalli þá hreyfði „stjórn hinna
vinnandi stétta” ekki litla fingurinn
til þess að greiða fyrir lausn málsins.
En um leið og hásetarnir voru frá og
kjaradeilan stóð milli yfirmanna
á skipunum og togaraeigenda, þá
þótti ekki fært að halda að sér hönd-
um. Þá rauk rikisstjórnin til og
ákvað með lögum, að yfirmenn á
togurum skyldu fá kjarabætur, sem
hásetarnir fengu ekki. Þannig hefur
„stjórn hinna vinnandi stétta” nú
bundið i landslög, að ef hásetar á
togara séu færri en ráð er fyrir gert
— og þeir þurfi þvi að vinna meira en
ella — þá skuli yfirmenn fá kaupupp-
bót! En hásetarnir eiga enga sam-
svarandi kaupuppbót að fá, þótt
þungi hinnar auknu vinnu lendi að
sjálfsögðu mestur á þeim. Tillaga,
sem Gylfi Þ. Gislason kom með á
alþingi um að i lögunum skyldu
hásetum fengin þessi sömu réttindi
og færa átti yfirmönnum var kol-felld
af stjórnarliðum. Lúðvik Jósefssyni
hefur sjálfsagt þótt með öllu
óverjandi, að hásetarnir — lægst
settu starfsmennirnir um borð i
togurum — fengju þennan rétt þótt
sjálfsagt væri að yfirmönnum þeirra
væri látinn hann i té.
Þjóðviljinn er i gær mjög rogginn
yfir þessari frammistöðu Lúðviks
Jósefssonar og segir hana með öllu
afsanna þá fullyrðingu Alþýðublaðs-
ins, að Lúðvik beri einvörðungu hag
útgerðarauðvaldsins fyrir brjósti. En
hvað SANNAR þá framferði Lúðviks
Jósefssonar? Það sannar, að hann
leggur sig i framkróka um að taka
málstað yfirmanna gegn undirmönn-
um — málstað skipstjórnarmanna
gegn hásetum. Er Þjóðviljinn
hreyknari af þvi? Er Þjóðviljinn
svona kátur vegna þess, að það hefur
nú sýnt sig, að þegar Lúðvik Jósefs-
son er ekki að lyfta undir útgerðar-
auðvaldið á íslandi þá er hann að
færa yfirmönnum togaranna réttindi
á kostnað undirmannanna?
Litið er álit Þjóðviljans á Lúðvik
Jósefssyni ef hann heldur, að þessar
siðustu athafnir hans hafi orðið til
þess að auka honum hróður.
MIKILL ÁHUGI HJ
FUJ í REYKJAVÍK
Tveir af sex fundum FUJ i
Reykjavik hafa tekizt með af-
birgðum vel, en þriðji fundurinn
verður nk. mánudag á sama stað
og tima, en þá verður fjallað um
verkalýðs- og launamál. Á fyrsta
fundinum var fjallað um hús-
næðismál og hafði Sigurður E.
Guðmundsson, framkvæmdastj.
framsögu á þeim fundi. Fundar-
stjóri var Garðar Sveinn Árna-
son, en fundarritari Gisli Már
Helgason. Töldu langflestir
fundarmanna að stórlega þyrfti
að auka ibúðabyggingar til þess
að mæta sivaxandi þörf og
stemma þannig stigu fyrir húsa-
leiguokri og fasteignabraski. Sér-
staklega þyrfti að úthluta fleiri
lóðum hér á höfuðborgarsvæðinu
og stórauka opinbert fjármagn til
ibúðarbygginga.
Seinni fundurinn fjallaði að
mestu um innri mál Alþýðu-
flokksins, sérstaklega með tilliti
til mögulegrar sameiningar við
aðra flokka eða flokksbrot. Hafði
Bragi Sigurjónsson, alþingism.
og bankastj. framsögu um það
mál, en fundarstjóri var Ólafur
R. Eggertsson og fundarritari
Helgi Skúli Kjartansson. Kom
fram á fundinum mikill áhugi um
eflingu flokksstarfs Alþýðu-
flokksins, enda ætti flokkurinn
mikinn og vaxandi hljómgrunn
meðal fólksins fyrir málefnalega
og skelegga stjórnarandstöðu.
Sérstaklega töldu fundarmenn
rétt, að flokkurinn beitti sér nú
með vorinu fyrir fundum um starf
og stefnumál Alþýðuflokksins i
öllum kjördæmum landsins.
FLOKKSSTARFIÐ
KVOLD-
VAKA
Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði verður haldin
n.k. sunnudag 25. marz kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu.
Dagskrá:
1. Ljóðalestur, Ölafur Þ. Kristjánsson.
2. Einsöngur, Guðlaugur Tr. Karlsson.
3. Leikþáttur i umsjá ungra jafnaðarmanna.
4. Upplestur, frú Guðrún Ingvadóttir.
5. ???
6. Veizlukaffi.
7. Bingó.
Allir velkomnir.
Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði.
VERKALÝÐS-
OG LAUNAMÁL
Almennur fundur um verkalýðsmál á Hótel Esju,
mánudaginn 26. marz nk. kl. 20,30.
Gestur fundarins: Pétur Sigurðsson, varaformaður
Sjómannafélags Reykjavíkur.
FUJ
Laugardagur 24. marz 1973.
0