Alþýðublaðið - 04.04.1973, Qupperneq 1
alþýðu
Miðvikudagur 4. apríl 1973 7594. %
M Ú9RUNIN SAMKVÆMT
SKIPUN FRA LONDON?
Floti vestur-þýzkra
togara hóf i gærmorgun
veiðar við 12 milna mörk-
in á Selvogsbanka, en þar
eru afar mikilvægar
hrygningastöðvar. Þetta
leiddi til þess að islenzka
viðræðunefndin neitaði að
ræða við þýzku viðræðu-
nefndina sem hér er
stödd, en viðræðurnar
áttu að hefjast klukkan 11
i gærmorgun. Varðskip
tilkynnti klukkan 14,23 i
gær, að togararnir væru
að hverfa af Selvogs-
banka. Voru þeir allir
farnir um klukkan 16.
Margir hafa velt þvi
fyrir sér hvað liggi að
baki þessari aðgerð
þýzku togaranna i gær-
morgun, og er m.a. fjall-
að um þetta i grein eftir
Pétur Guðjónsson á 2.
siðu blaðsins i dag, sem
neinist ,.Þýzku togararnir
fengu sina skipun beint
frá London”.
1 fyrramorgun voru
tveir veztur-þýzkir og
fimm brezkir togarar að
veiðum á Selvogsbanka,
en i gærmorgun voru
þýzku togararnir orðnir
22 og þeir brezku 6.
. Þegar þýzku
samningamennirnir
komu til fundarins, kall-
aði Pétur Thorsteinsson,
formaður islenzku samn-
inganefndarinnar dr.
Dedo von Schenk á sinn
fund, og tjáði honum að
islenzka sendinefndin
hefði fengið fregnir af að-
gerðum þýzku togaranna,
og ekkert yrði úr fyrir-
huguðum viðræðum ef
togararnir færu ekki af
Selvogsbanka.
Hófust samninga-
viðræðurnar lþks rétt
fyrirklukkan 17 i gærdag,
Milljónagróöi
af einvíginu
Það liggur nú á borð-
inu, að hagnaður Skák-
sambands Islands af
heimsmeistaraeinvigis-
haldinu á siðasta ári
nemur tæplega 1.9
milljón króna og að
heildarveltan nam 52,1
millj. kr. Þetta eru upp-
gjörs tölur miðað við ára-
mótin og þvi ekki innifal-
in útgáfa sigurvegara-
penings eftir einvigið,
sem reiknað er með að
hafi fært skáksamband-
inu á aðra miljón króna
og einnig vantar inn i
niðurstöður af þátttöku
sambandsins i bókaút-
gáfu i Bandarikjunum og
fleiru.
Heildarútgjöld við ein
vigishaldið námu rösk-
lega 52 milljónum króna
(52.101.814,71 kr.) og voru
verðlaun keppenda þar
stærsti liður; tæpar 11
millj.kr. (10.927.500 kr.)
og þar næst kom kostnað-
ur við Laugardalshöll,
röskar 9 millj. kr., en þar
af var húsaleigan hálf
önnur milljón og kostnað-
ur við tækni- og ljósbúnað
i höllinni nam röskum 7
milljónum; (7.114.798
kr.). Heildartekjur af ein-
vigishaldinu námu tæp-
um 54 millj. kr.
(53.985.159.83 kr.) og varð
hagnaðurinn 1.883.345.12.
krónur. Tekjur af útgáfu
tveggja minjapeninga
námu tæplega 17 millj.
kr. (16.757.426 kr.) og að-
göngumiðasalan gaf
rösklega 10. millj. kr.
(10.408.695,10) af sér.
Vart verður þvi fjár-
hagsútkoman til að
skemma þá „fallegu fjöð-
ur”, sem fjármálaráð
herra sagði, að einvigið
hefði orðið i okkar hatti.
Þegar allt
kemur til alls
BÍTLARNIR SAMAN
Á NYJAN LEIK?
Sá möguleiki er nú kannaöur hvort
Bítlarnir fjórir, John Lennon, Paul/
McCartney, George Harrison og Ringo
Starr muni sameinast aftur, segir i
frétt frá fréttastofunni Reuter í gær-
kvöldi.
Eftir að Allen Klein, framkvæmdastjóri fyrir-
tækis Bitlanna, Apple, hefur hætt störfum, er,
talinn grundvöllur fyrir áframhaldandi sam-
vinnu, en Paul neitaði á sinum tima að gangast
inn á það að Klein yrði falin stjórn málefna App-
le. Hins vegar urðu fjórmenningarnir skattanna
vegna að eiga fyrirtækið i sameiningu. Paul
taldi tengdaföður sinn, bandariska lögfræðing-
inn Lee Eastman, mun hæfari til að stjórna
fyrirtækinu og öðrum eignum þessara frægustu
hljómlistarmanna yngri kynslóðarinnar.
.
Krafta-
mynd
Reynis
sýnd hér
eftir tvo
mánuði
Nú er fullgerð 30 mln-
útna mynd með krafta-
jötninum Reyni Leós-
syni, og er filman vænt-
anleg til landsins I dag,
en hún hefur verið I
vinnslu i London.
Hún verður ekki sýnd
hér opinberlega til að
byrja með, sagði Revnir
i viðtali við blaðið i gær,
cn ég rcnni henni
kannski i gegn fyrir
kunningja mina!
Siðan ætla ég út og
ferðast með myndinni
til Japan, Bandarikj-
anna og Sviþjóðar, til að
byrja ineð, sagði Reyn-
ir, en fjöldi fyrirspurna
hefur borizt viðsvegar
að úr heiminum, og
vilja flestir fá mig i
eigin persónu með
myndinni!
önnur tæplega 90
minútna mynd, er einn-
ig i vinnslu, sem vænt-
anlega vcrður tilbúin
eftir tvo mánuði, og
verður hún sýnd hér i
kvikmy ndahúsum.
Reynir sagði, að
kostnaðurinn við mynd-
irnar væri orðinn geysi-
lega mikill, en vonaðist
þó til að tekjur af sýn-
ingum jöfnuðu upp, og
endahnúturinn yrði góð-
ur.
Framtíð Sædvrasafns
mmmaaaaammmamammmmmmammaammmammamm^ wKammmmBanmmammmmmaam
í hondum borgarráðs
aaamaaa^ammmaaamammammaammmaamaaaaaaaaaa^J mmmaaamammmaaammmm■
A næstu dögum verður
afráðið, hvort starfrækslu
Sædýrasafnsins i Hafnar-
firði verður haldið áfram
Bílaþvottastöðvum borgarinnar f ækk
ar um helming
Bilaþvottastöövum borg-
arinnar fækkar um helm-
ing um næstu mánaðamót,
þegar þvottastöðin við
Shellstööina Laugavegi 180
verður lögð niður, þvi þá
verður aðeins ein slik
þvottastöð i gangi i
Reykjavik.
Þ. Jónsson & Co hefur
rekið stöðina að Laugavegi
180 i sex ár, en þegar leigu-
samningurinn við Shell
rann út i fyrra, fékkst hann
ekki endurnýjaður. Þ.
Jónsson & Co sótti um lóð
fyrir nýja þvottastöð fyrir
ári og nýlega úthlutaði
Reykjavikurborg fyrirtæk-
inu lóð i Breiðholti. óvist er
þó, hvort ráðizt verður f
byggingu þar að sögn Val-
týs Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra þvotta-
stöðvarinnar, þar sem
hæpinn rekstrargrundvöll-
ur er talinn vera fyrir slikt
fyrirtæki i þeim borgar-
hluta.
eða ekki, en beðiö er eftir
svari við erindi safnsins
um stuðning frá riki og
sveitarfélögum á Reykja-
nesi. Fáist sá stuðningur
mun safnið halda áfram
starfsemi sinni og það
endurbætt á margan hátt,
en fáist stuðningurinn
ekki, er ekki annað fyrir-
sjáanlegt en starfs-
ræsklunni verði hætt.
1 fyrrasumar gerði
Framkvæmdastofnun
rikisins tillögur um upp-
byggingu safnsins, og er
þar gert ráð fyrir 20
milljón króna framlagi
frá riki og sveitarfélög-
um. Átti skiptingin að
vera sú, að rikið legði
fram 8 milljónir, Reykja-
vikurborg 8 milljónir og
önnur sveitarfélög á
Reykjanesi 4 milljónir.
Rikið mun hafa gefið já-
kvætt svar, og sveitar-
félög á Reykjanesi önnur
en Njarðvikurhreppur,
sem svaraði neitandi.
Þá hefur Reykjavikur-
borg ekki enn svarað, og
var afgreiðslu málsins
frestað i borgarráði sið-
ast i gærkvöldi. Að þvi er
blaðið hefur fregnað horf-
ir þar þunglega fyrir mál-
inu, að óbreyttum kostn-
aðarhlutföllum. Þvi má
segja að framtið þessa
vinsæla dýrasafns sé að
miklu leyti i höndum
borgarráðs.