Alþýðublaðið - 04.04.1973, Qupperneq 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
stjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf.
VÍSITÖLUMÁLIN
Enn halda málgögn stjórnarflokkanna áfram
að gæla við hugmyndir um breytingar á visi-
tölugrundvellinum með lagaboði. Siðast i gær
birtist i Timanum leiðari um málið þar sem
stjórnarandstaðan er harðlega ásökuð fyrir að
hafæ stöðvað ráðagerðir um breytingu á visi-
tölugrundvellinum á Alþingi. Má af forystu-
greininni ráða, að þar sé átt við bæði þær hug-
myndir um visitölubindingu, sem upp komu i
rikisstjórninni á fyrstu dögunum eftir að eldgos
hófst i Vestmannaeyjum og ennfremur það
frumvarp um skerðingu visitölunnar, sem fram
var lagt af rikisstjórninni fyrir nokkrum vikum
og hefur siðan legið i salti.
Það er laukrétt hjá ritstjóra Timans, að
stjórnarandstöðuflokkarnir voru á móti þessum
visitöluránsráðagerðum. Hins vegar má rit-
stjórinn ekki gleyma þvi, að andstaða stjórnar-
andstæðinga einna dugar ekki til að drepa mál
fyrir rikisstjórninni. Stjórnarflokkarnir voru og
eru i meirihluta á Alþingi og ef þeir eru stað-
ráðnir i að koma máli i gegn og sammála um
það, þá hindrar ekki stjórnarandstaðan fram-
gang þess. En i visitöluránsráðagerðunum voru
stjórnarsinnar ekki sammála. Rikisstjórnin
vildi, en stuðningsmenn hennar úr verkalýðs-
hreyfingunni vildu ékki. Þeir Björn Jónsson og
Karvel Pálmason gáfu opinberlega yfirlýsingu
um, að þeir myndu ekki styðja ráðagerðir rikis-
stjórnarinnar um bindingu og niðurfærslu kaup-
greiðsluvisitölunnar og það var þeirra nei, sem
úrslitunum réði. Ýmsir fleiri stjórnarsinnar
voru auk þess sama sinnis og þeir Björn og
Karvel,þannig að þó að rikisstjórnin vildi, þá
vildi þingmeirihluti ekki og auðvitað hlaut hann
að ráða. Ef málpipur rikisstjórnarinnar þurfa
að skamma einhverja fyrir það, þá skulu þeir
skamma forseta Alþýðusambands íslands og
formann Verkalýðs- og sjómannafélagsins i
Bolungarvik, eins og þær hafa raunar óspart
gert. Alþýðuflokkurinn unir því hins vegar
mætavel að vera sömu megin og verkalýðs-
hreyfingin i þessum málum.
Þá spyr dagblaðið Timinn i umræddri forystu-
grein hver sé afstaða stjórnarandstöðuflokk-
anna til visitölukerfisins i heild. Segir blaðið, að
fróðlegt væri að sjá afstöðu stjórnarandstöðu-
flokkanna til hugsanlegrar endurskoðunar á
kerfinu.
Timanum til glöggvunar skal á það minnt, að
afstaða Alþýðuflokksins i þvi máli liggur fyrir.
Formaður flokksins, Gylfi Þ. Gislason, hefur
margsinnis i ræðum látið hana koma fram — nú
siðast i vantraustsumræðunum i útvarpinu. Af-
staða þingmanna Alþýðuflokksins er i stuttu
máli sú, að vissulega þurfi að endurskoða visi-
tölukerfið, sem sé meingallað á marga lund, en
að það eigi að gera i samráði við verkalýðs-
hreyfinguna en ekki með valdboði frá Alþingi.
Tilvalið sé að taka málið upp við kjarasamn-
ingagerðina, sem verður i haust, og reyna þar
að komast að samkomulagi um ákjósanlega
lausn málsins.
Það er ekkert leyndarmál, að þetta er einnig
afstaða verkalýðshreyfingarinnar. Einnig i
þessu máli eru Alþýðuflokkurinn og verka-
lýðshreyfingin sammála. En rikisstjórnin er á
annarri skoðun. Hún gerir itrekaðar tilraunir til
þess að þvinga fram breytingar á visitölukerf-
inu — meginundirstöðu gildandi kjarasamninga
— með lagaboði og ræður sér ekki fyrir gremju
hafi hún ekki þingmeirihluta til þess. Það
verður þvi fyrirkviðanlegt fyrir verkalýðshreyf-
inguna þegar þingmenn hafa verið sendir heim
og þær leiðir til að sniðganga þingmeirihluta
opnast fyrir rikisstjórnina, sem eru henni lokað-
ar á meðan þingið starfar.
NORÐURLANDSKIÚRDÆMIN SIH í HVORU LAGIEÐA SAMAN
HEIMAMENN RAÐI
— SEGIR
PÉTUR
PÉTURSSON
A Alþingi urðu á dögunum
miklar umræður um frumvarp til
nýrra sveitarstjórnarlaga — m.a.
var talsvert deilt um, hvort stofn-
setja ætti kjördæmissambönd
fyrir hvort Norðurlandskjördæm-
ið um sig, sem yrðu aðilar að
landssamtökum sveitarfélaga,
ellegar hvort áfram ætti að miða
við Fjórðungssamband Norðlend-
inga.
Einn af þeim, sem töluðu i mál-
inu, var Pétur Pétursson. Eftir að
hann hafði lýst fylgi sinu við
frumvarpið og hvatt til þess að
það yrði samþykkt, sagði hann:
,,Það eru talin upp i 110. gr. öll
landshlutasamtökin og þar með
fjórðungssamband Norðlendinga,
þar sem gert er ráð fyrir, að bæði
kjördæmin verði i þessum lands-
hlutasamtökum og þetta er eina
tilvikið i landinu, þar sem svona
stendur á um. Alls staðar annars
staðar samanstanda þessi lands-
hlutasamtök i samræmi við kjör-
dæmin. Þetta er eina tilvikið, þar
sem tvö kjördæmi eru saman.
Nú skal það játað fúslega, að
fjórðungssamband Norðlendinga
hefur oft unnið ágætt verk fyrir
Norðurland vestra. En mér finnst
vera ósamræmi i þessu og mér
finnst, að það verkefni, sem
landshlutasamtökunum er ætlað
hverju fyrir sig, kalli bókstaflega
á það, að sjálfstæð landshluta-
samtök séu fyrir hvert kjördæmi.
Sjálfsagt eru menn ekki einhuga
um þetta fremur en margt annað
og vafalaustsýnisteinhverjum og
kannski mörgum, að þetta eigi að
vera svona áfram, en ég fyrir
mitt leyti er alveg sammála
hæstv. forsætisráðherra um það,
að það sé réttast að kanna það
heima i kjördæminu, hvað menn
vilja. Eg veit þó um vilja bæjar-
stjórnar i einu bæjarfélaginu,
Sauðárkróki. Þar var haldinn
bæjarstjórnarfundur i fyrradag
og samþykkt svo hljóðandi álykt-
un með leyfi hæstv. forseta:
,,Bæjarstjórn Sauðárkróks
beinir þeim eindregnu tilmælum
til alþm. kjördæmisins, að þeir
vinni að þv’i að fá fram þá breyt-
ingu á frv. til 1. um breyt. á
sveitarstjórnarl. varðandi lands-
hlutasamtök sveitarfélaga, að
sama regla gildi um land allt,
þannig að umdæmi landshluta-
samtakanna séu kjördæmin”.
Þetta er afdráttarlaust hjá
bæjarstjórn og einróma sam-
þykkt i bæjarstjórninni á Sauðár-
króki. Ég veit, að aðrar bæjar-
stjórnir hafa eitthvað rætt þetta,
en mér er lika kunnugt um, að
það er nokkur ágreiningur um
þetta. Ég hef þó mjög sterka trú á
þvi, að mikill meiri hluti af
sveitarstjórnarmönnum i kjör-
dæminu vilji hafa þennan hátt á.
Þróunin virðist vera sú, að
kjördæmin sem slik séu að verða
styrkari einingar i stjórnkerfi
landsins, og þetta tel ég hiklaust
rétta stefnu. Hæstv. forsætisráð-
herra nefndi, að það þyrfti að
athuga mörg önnur atriði i
sveitarstjórnarlögunum, og það
er vafalaust alveg hárrétt. En
mér finnst, að þetta mál sé hægt
að einangra og afgreiða, þó að
önnur mál i sambandi við sveitar-
stjórnarmál séu ekki tekin nú.
Mér finnst satt að segja, að þetta
sé bara einn hluti af þeirri stefnu-
skrá, sem hæstv. forsætisráð-
herra las upp úr málefnasamn-
ingi hæstv. rikisstjórnar og mér
finnst þess vegna rökrétt, að þessi
kaflinn verði nú samþykktur, en
aðrir komi siðar til meðferðar.
En ef málinu er öllu visað til
'irestunar og gagngerðrar athug-
lunar i einu, þá er ég hræddur um,
að liði langur timi þangað til
hægt er að koma þessum hluta,
sem ég álit, að sé mjög áriðandi,
til framkvæmda þannig að hann
geti verkað i landshlutasamtök-
unum.
Ég er þvi meðmæltur frum-
varpinu, en einhverjir eða
kannski allir þingmenn kjör-
dæmisins munu vafalaust flytja
breytingatillögu varðandi það
atriði, sem ég nefndi áðan um
skiptingu f jórðungssambands
Norðlendinga. Ég vildi eindregið
mega vona, einkum þar sem þm.
úr öllum flokkum standa saman
að þetta frv. nái fram að ganga á
þessu þingi.”
Siðar i umræðunum komu fram
ásakanirá aðila — m.a. þá þing-
menn, sem látið höfðu i ljósi sömu
skoðanir og Pétur Pétursson hér
að framan — um að þeir vildu
kljúfa Fjórðungssamband Norð-
lendinga. Þessu svaraði Pétur
fyrir sitt leyti sem hér segir:
,,Mér hefir náttúrlega aldrei
dottið neitt annað i hug i þessum
efnum heldur en vilji heima-
manna sjálfra mundi ráða þvi,
hvort sá aðskilnaður yrði á milli
kjördæmanna, sem ég ræddi um
áðan. Og mig satt að segja langar
til að spyrja hv. 11. landsk. Ólaf
G. Einarsson um það, hverjir
þessir aðrir séu, sem eru að vinna
að þvi að kljúfa Fjórðungssam-
band Norðlendinga. Það getur vel
verið, að hann eigi við mig, vegna
þess að ég las upp einróma sam-
þykkt frá bæjarstjórn Sauðár-
króks. Ég hef sjálfur setið á fundi
hjá bæjarráðinu á Siglufirði, þar
sem þeir ræddu þetta mál og þá, i
sumar, töldu sig vilja hafa for-
ustu um það, að þetta kæmist á.
Þetta var af þeirri einföldu
lástæðu, að hv. Alþ. samþykkti i
jfyrra tillögu frá mér um lands-
hlutaáætlun fyrir Norðurland
Ivestra, en þessi tillögugerð, sem
ég spurðist nú fyrir um snemma á
þessu þingi hefur gengið ákaflega
hægt, og mér er nær að halda, að
hún hafi gengið hægt, vegna þess
að það hefur enginn aðili verið til
á Norðurlandi vestra til þess að
vinna á móti þeim aðilum frá
Framkvæmdastofnun rikisins,
sem að þessu hafa verið að vinna.
1 öllu falli hefur það gengið hægt,
svo hægt, að það sést ekki neitt,
og ég spurðist fyrir um það fyrir
nokkrum dögum, hvernig þessi
blessaða áætlun gengi nú. Þá
langaði mig að fá að sjá áætlun-
ina um Skagaströnd, sem mér
var sagt, að væri eiginlega búin,
en hún var svo aldeilis ekki búin.
Skiptingin er, held ég, fyrst og
fremst komin frá heimamönnum
sjálfum, og raunar veit ég það.
Heimamenn eru farnir að telja að
verkefnin, sem vinna þarf, séu
þess eðlis, að það sé eðlilegt, að
sérstök landshlutasamtök i kjör-
dæminu vinni að þeim sjálf. Hv.
þm. Lárus Jónsson var jákvæður
gagnvart þvi og hv. þm. Pálmi
Jónsson raunar lika, að aðskiln-
aður kjördæmanna gæti átt sér
stað eftir vilja heimamanna.
Þetta er alveg i þeim anda, sem
ég var að tala um hér fyrr, og ef
hægt er að finna einhvern þann
flöt á þessu, sem allir gætu sætt
sig við, þá skal ég sannarlega
ekki mæla á móti þvi. Hv. þm.
Lárus Jónsson taldi, að fjórð-
ungssamband Norðlendinga væri
sterkari eining með tveimur kjör-
dæmum heldur en hvert kjör-
dæmi út af fyrir sig. Þessu er ég
ekki sammála. Or þvi sem komið
er og með þeim hlutverkum, sem
þessi samtök eiga að fullnægja,
finnst mér einmitt, að Norðurl.v.
verði sterkara sér, heldur en með
öðru kjördæmi, sem auðvitað er
langtum sterkara sjáldt heldur en
hitt. Fjórðungsráð samþ. ein-
róma er vafalaust rétt hjá hv.
þm. Ég veit það hreint ekki, hvort
einhver úr bæjarstjórn Sauðár-
króks er i fjórðungsráði eða hefur
skipt um skoðun þarna á ein-
hverjum dögum, eða bara alls
ekki verið á fundinum á Sauðár-
króki. Um þetta veit ég ekki. En
mér er kunnugt um það, að ein-
mitt ýmsir fulltrúar i fjórðungs-
ráði, stjórnarmenn þar, elggja
nárrúrlega áherzlu á það, að
þetta sé ekki gert, og af hvaða á-
stæðum það er, skal ég ekki
segja, en það eru þær sterkustu
raddir, sem ég hef heyrt á móti
þessu. En úr þvi sem komið er
finnst mér einsýnt að reyna að
kanna það sem fyrst til hlitar,
hvernig sveitarfélög á Norðurl.
vestra vilja haga þessum málum.
Það ætti að vera tiltölulega auð-
velt að fá úr þvi skorið á stuttum
tima. En ég Itreka það, að mig
langar til að vita, hverjir það eru,
sem standa að þessu, ef það eru
ekki heimamenn”.
FLOKKSSTARFIÐ
HAFNFIRDINGAR
VIÐTALSTÍMAR
Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði minna bæjar-
búa á viðtalstímana við bæjarfulltrúa Alþýðuflokks-
insog þingmenn kjördæmisins úr Alþýðuf lokknum,
sem haldnireru á hverjum fimmtudegi frá kl. 5—7
e.h. Næstu viðtöl verða fimmtudaginn 5. þ.m. Nánar
auglýst siðar.
REYKVIKINGAR
VIÐTALSTÍMAR
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur minnir á viðtals-
tímana á morgun, fimmtudag, á skrifstofu Al-
þýðuflokksins.
Til viðtals kl. 5—7 e.h. verður frú
Elín Guðjónsdóttir, varaborgarfull-
trúi. Siminn á viðtalsherberginu er
1-50-20.
Miðvikudagur 4. apríl. 1973
o