Alþýðublaðið - 04.04.1973, Síða 12
alþýöu
mum
Þúsund
millión
krÓDð
Islenzk stjórnvöld hafa tekið
ákvörðun um að opinbera nýjar
langtimalántökur erlendis, sem
samtals nema 4000 milljónum isl.
kr. á yfirstandandi ári. Þegar
endurgreiðslur á eldri lánum hafa
verið dregnar frá munu sam-
kvæmt þessu erlendar skuldir Is-
lendinga aukast um 2500 milljónir
i ár, og hefur skuldasöfnunin er-
lendis þá aukizt um 75% á undan-
förnum 3 árum.
Um þessar mundir liggur fyrir
Alþingi frumvarp, sem felur i sér
heimild til rikisstjórnar um að
auka lántökur enn um 1 þúsund
milljónir islenzkra króna á árinu
tii viðbótar við þær 4000 milljónir,
sem að framan var getið. Er
aukalántökuheimild þessi að þvi
er virðist eina úrræðið, sem rikis-
stjórnin sér til þess að ná endum
saman i framkvæmdaáætlun
yfirstandandi árs, sem legið hel'-
ur i salti allar götur frá þvi i'
haust, en áður var venjan að af-
greiða hana jafnhliða fjárlögum.
En þótt rikisstjórn biðji nú Al-
þingi um þessa aukalántöku-
heimild þá getur hún ekki gert
þinginu grein fyrir þvi, til hvers
eigi að nota þessa peninga né
heldur hver verði fjárhagsgeta
fjárfestingasjóðanna af eigin
rammleik þetta árið. Þá er einnig
vitað, að sérfræðistofnanir rikis-
stjórnarinnar eru ekki sammála
um upphæð fjárins, sem vantar til
að ná endunum saman. Þeir sér-
fræðingar, sem hæstar tölur eru
með, munu áætla „gapið” vera
2000 milljónir og er þá hætt við, að
1 þús. millj. kr. lánsfjárútvegun
dugi skammt.
Þessi fáheyrðu tiðindi eru
hreint þinghneyksli og hefur Al-
þýðuflokkurinn ákveðið að koma
ekki nálægt afgreiðslu fram-
kvæmdaáætlunarinnar, að þvi er
Gylfi Þ. Gislason lýsti yfir fyrir
flokksins hönd á Alþingi i fyrra-
kvöld.
NARRAST
AÐ VEL-
FERÐINNI
1 kvöld syngur einn vinsæl-
asti vísnasöngvari Svia, Finn
Zetterhoim, i Norræna hús-
inu en hann er einkum
þekktur i heimalandi sinu
fyrir að narrast að velferðar-
þjóðfélaginu.
í norræna húsinu syngur
hann eigin lög, og ljóð, og
einnig sænsk þjóðlög. — Finn
Zetterholm er hér i boði
Sænsk-Islenzka félagsins.
KOPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
kl' ' 3'Simi40)02.
100 ríkisstarfsmenn hafa fengiö
sér bíl
Nú hafa um 100 rikisstarfs-
menn fengið lán hjá rikissjóði til
bilakaupa, og eru lánin veitt til
10 ára, með 5% vöxtum, og er
upphæðin allt að 350 þúsund
krónur.
Ekki getur samt hvaða rikis-
starfsmaður sem er fengið þessi
vildarkjör, þvi þau fá aðeins
þeir menn, sem áður höfðu til
afnota svonefnda forstjórabila,
sem rikið átti og fékk mönnum
til afnota.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðið fékk hjá hagskýrsludeild
fjármálaráðuneytisins, giltu
engar fastmótaðar reglur um
hver ætti að fá rikisbil til afnota,
og hver ekki, heldur hafði það
þróazt af sjálfu sér, og fór bilun-
um ört fjölgandi.
Siðasta rikisstjórn ákvað þá
að leggja niður þessa bilaút-
gerð, og mun nú rikið búið að
selja nær alla forstjórabilana.
Sem sárabætur til þeirra, sem
þannig misstu bilana, var þeim
boðið upp á fyrrnefnd lán, sem
eru þau hagstæðustu sem sögur
fara af i öllum lánaviðskiptum
hérlendis.
Enda hafa nú nær allir ríkis-
starfsmenn, sem kost áttu á,
notfært sér lánin til kaupa á
einkabilum.
1
Enn velgir
Bobby
þeim undir
uggum
Nú er það skáksamband
Hollands sem hefur höfuð-
verkinn af viðskiptum við
Bobby Fischer, — og vera
kann að sambandið neyðist til
að hætta við að halda i haust
skákmót milli Evrópuúrvals
og úrvals annarra rikja
heimsins. En þegar
Fischer var beðinn að taka
þátt i keppni þessari krafðist
hann 100.000 dollara (10
milljónir isl. króna) fyrir að
taka þátt — og að auki vildi
hann fá hálfa milljón króna á
dag i laun.
Ruth sagði að Rússar hefðu
ekki viljað taka þátt i mótinu,
þar sem septembermánuður
væri óhentugur timi fyrir þá.
FRYSTI-
HÚS VIÐ
ÖLFUSÁ
í frétt á forsfðu blaðsins i
gær um hafnarframkvrmdir á
Suðurströndinni var ranglega
haft eftir Þó:r Hagalin, sveit-
arstjóra á Eyarbakka, að þar
væru tvö frystihús og þrjár
fiskvinnslustöðvar á móti einu
frystihúsi á Þorlákshöfn. Þaö,
sem Þór átti við var, aö tvö
frystihús væri á svæðinu aust-
an ölfusár, og hafnargerð á
Eyarhakka kæmi þvi svæði
öllu aö notum.
Rannsóknir fiskifræðinqa lofa aóðu
Næsta loðnuvertíð
ekki síðri en þessi
Fyrstu athuganir benda til B
þess, að næsta Ioðnuvertið ætti
ekki að verða siðri en sú vertið,
sem nú stendur yfir. Rannsóknar-
skipið Arni Friðriksson er þessa
dagana við athuganir á ókyn-
þroska ungloðnu undan Norð-
Austurlandi. Að sögn Hjálmars
Vilhjálmssonar, hefur orðið vart
við töluvert magn ungloðnu á
þessum slóðum.
Þessum athugunum mun ljúka
upp úr miðjum mánuðinum', en
þess má geta, að Hjálmar „hefur
verið að brasa við loðnuna allt frá
áramótum”, svo notað sé orðalag
hans sjálfs.
GJÖF FRÁ ,ÓKUNNUGUM'
Piltur einn afhenti lögreglunni á Hornafirði marijuana
vindling um siðustu helgi, og sagðist hafa fengið hann að gjöf frá
varnarliðsmanni, sem er starfsmaður við radarstöð hersins á
Stokksnesi.
Lögreglan hóf þegar rannsókn i málinu. Húsleit var gerð i ibúð
varnarliðsmannsins, en þrátt fyrir itarlega leit, fannstekkert.
Rannsókn er þó haldið áfram, en varnarliðsmaðurinn segist
hafa fengið vindlinginn að gjöf frá ókunnugum manni, og neitar
að hafa nokkurntimann neytt fikniefna.
Banaslysum í umferðinni
hefur fjölgað um helming
Helmingi fleiri hafa farizt i
bílslysum það sem af er árinu, en
á sama tima i fyrra, og með
banaslysinu, sem varð á Reykja-
nes braut í fyrrakvöld, er tala lát-
inna nú orðin átta.
Konurnar sem þá fórust voru
mæðgur. Þær hétu Anna Péturs-
dóttir 60 ára til heimilis að Mel-
teig 22, og Sigurrós Sæmundsdótt-
ir 34 ára til heimilis að Aðalgötu
16, Báðar áttu þær heima i
Keflavik. Sigurrós var gift og læt-
ur eftir sig tvær ungar dætur.
Slysið varð skammt frá
afleggjaranum upp á Keflavikur-
flugvöll, og voru konurnar á
suðurleið, og óku i litlum fólksbil.
Fólksflutningabill kom á móti, og
rctt i þann mund að bilarnir voru
að mætast, sveigði bill kvennanna
þvcrt fyrir stóra bilinn og varð
gcysiharður árekstur. Talið er að
þær hafa látizt samstundis.
Mörg slys hafa orðið á þessum
vegkafla siðastliöin ár og reyndar
fer slysum á Reykjanesbraut
fjölgandi ár frá ári. Þannig hafa
þrjár manneskjur látizt þar þaö
sem af er ársins, tveir létust þar I
fyrra, tveir árið áður og einn áriö
1970.
Er þvi tala látinna á Reykja-
nesbraut einni orðin átta á rösk-
um þrcm árum. —