Alþýðublaðið - 13.04.1973, Side 5

Alþýðublaðið - 13.04.1973, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur B jörgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf. LÁGMARKS-LÖGGÆZLA Fréttir hafa borizt af þvi, að fjögur rikjanna i Sambandslýðveldinu Þýzkalandi hafi óskað eft- ir þvi við stjórn Brandts, að hún setti löndunar- bann á islenzkan fisk i Þýzkalandi. Ástæðan fyrir þessum tilmælum er sögð vera framferði islenzkra varðskipa gagnvart vestur-þýzkum togurum á íslandsmiðum. En hvert er þetta „framferði” islenzku varð- skipanna? Það er lágmarks löggæzla réttra aðila á islenzku yfirráðasvæði. Annað ekki. Þegar Islendingar færðu landhelgi sina út i 50 milur var það gert af brýnni nauðsyn og i fullum rétti. Auðvitað ætla Islendingar að standa við þá ákvörðun sina. Fimmtiu milna útfærslan átti aldrei að vera aðeins til þess að sýnast. Islenzka þjóðin meinti það, sem hún þá sagði og var og er staðráðin i að standa við þá yfirlýsingu sina. Að sjálfsögðu ætluðu Islendingar þvi ekki að láta landhelgi sina óvarða. Islenzku varðskips- mönnunum, sem eru nokkurs konar islenzkir lögreglumenn á löggæzlusvæði islenzku fisk- veiðilögsögunnar, var falið að gæta svæðisins. Brezkir og vestur-þýzkir togarar, sem þar stunda veiðar i óleyfi, eru þvi að brjóta islenzk lög. Þeir eru að ræna annarra manna eign. Þeir eru að fremja hliðstæð verk og þjófar, sem brjótast inn i hibýli manna á næturþeli til þess að ræna eigum þeirra. Og ef löggæzlan — i þessu tilfelli Landhelgisgæzlan — er ekki til þess að koma i veg fyrir slikt framferði og koma hönd- um yfir þá, sem slikt stunda, — til hvers er hún þá? Staðreyndin er nefnilega sú, að það er hreint öfugmæli að ásaka íslendinga fyrir strangleik i garð brezku og vestur-þýzku veiðiþjófanna. Þá mætti fremur saka um hið gagnstæða — of mikið umburðarlyndi. Til þessa hafa nefnilega is- lenzku varðskipin látið sér nægja að svipta þjóf- ana innbrotstækjum sinum, en leyft þeim siðan að komast undan sjálfum i von um að þeir myndu sjá að sér og syndga ekki meir. Aðgerðir islenzku varðskipanna gegn togur- um Breta og Vestur-Þjóðverja á íslandsmiðum er þvi alger lágmarkslöggæzla. Það er t.d. eng- um vafa undirorpið, að þar sýna Islendingar miklu meira umburðarlyndi, en Bretar og Vest- ur-Þjóðverjar myndu sýna öðrum við svipaðar aðstæður. Eins og varaformaður Alþýðuflokks- ins benti skozkum sjónvarpsáhorfendum á ný- lega, hvað ætli Bretar myndu gera, ef islenzkt skip birtist allt i einu i svo sem eins og 50 milna fjarlægð frá ströndum Skotlands og tæki þar að bora eftir oliu? Ætli brezku strandgæzlusveit- irnar myndu bjóða skipshöfnina velkomna? Að minnsta kosti yrði íslendingum tæplega fagnað með veizlu. Það er oft háttur reiðra manna, sem sjást ekki fyrir, að valda sér og sinum mestum skaðan- um. Vestur-þýzku útgerðarmennirnir eru reiðir. Ekki er að efa það. En ef þeim tekzt að fá þvi framgengt, að löndunarbann verði sett á is- lenzkan fisk i Þýzkalandi þá munu þeir senni- lega skaða sitt eigið fólk til muna meira en Is- lendinga. Það myndi nefnilega leiða til alvar- legs skorts á fiski i Vestur-Þýzkalandi og þvi til mikillar verðhækkunar á fiskafurðunum. Og vestur-þýzku húsmæðurnar þyrftu að borga brúsann. SOKNARHUGUR HJA FUJI REYKJAVIK ÖFLIIGT FUNDARSTARF Fimm fundir af sex i fundar- seriu FUJ i Reykjavik eru nú búnir og hafa miklar umræður verið á fundunum. Alþýðublaðið skýrði fyrir nokkru frá fyrstu tveimur fundunum. Þriöji fund- urinn fjallaði um verkalýðs- og launamál, og hafði Pétur Sigurös- son, varaform. Sjómannafélags Reykjavikur, framsögu. Var sú skoðun mjög uppi hjá fundar- mönnum, aö sjávarútvegurinn væru sú atvinnugrein, sem tryggði verkafólki stöðugasta at- vinnu og skapaöi beztu kjörin. Nýta bæri bæði grunnmiöin og f jarlæg miö við veiðarnar, svo nægur afli fengist til fiskverk- unarstöðvanna. bað væri hins vegar einungis hægt með útgerð stórra togara jafnhliöa bátaflot- anum, enda væru togararnir grundvallaratvinnutæki þétt- býlisins, þar sem verkalýðurinn væri fjölmennastur. Fjórði fundurinn fjallaði um borgarmál og haföi Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi framsögu á þeim fundi. Beindust umræður einkum að samstarfi minnihlutaflokkanna i borgar- stjórn og væntanlegum borgar- stjórnarkosningum. Rætt var m.a. um þá hugmynd að stilla upp sameiginlegu borgarstjóraefni minnihlutaf lokkanna. Fimmti fundurinn fjallaði um atvinnumál og var Pétur Pétursson, alþm. framsögumaö- uráþeim fundi. Snérust umræður að mestu um málefni iðnaðarins, þótt viða væri reyndar komið við, enda var það samdóma álit fundarmanna, áö atvinnumál væru mál málanna fyrir ungu kynslóöina . Bent var á, aö iðnaö- urinn væri langfjölmennasta at- vinnugrein landsmanna og eina greinin, sem treysta mætti á, aö gæti tekið viö hinni gifurlegu fólksfjölgun á vinnumarkaðinum á næstu árum. Sérstaklega taldi fundurinn aö efla bæri iðnað, sem tengdur væri framleiðslu lands- manna sjálfra, eins og t.d. skipa- smiði og fullvinnslu matvæla- framleiðslunnar i sjávarútvegi og landbúnaði. Harmaði fundurinn skilningsleysi núverandi stjórn- valda á málefnum iönaðarins, inntóman belging þeirra um af- rek, sem engin eru og greinilega mistök i einstökum fram- kvæmdamálum. SVIPMYNÐIR FRÁ FUNDUNUM EFST: Frá fundi með Pétri Sigurðssyni um verkalýðsmál. I MIÐJU: Frá fundi með Björgvin Guð- mundssyni um borgar- mál. NEÐST: Frá fundi með Pétri Péturssyni um atvinnumál. SUJ - STÖRF, STAÐA Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík boðar til fundar n.k. mánu- dagskvöld kl. 20.30 að hótel ESJU. Fundarefni: Störf og stefna samtaka ungra jafnaðarmanna. Ollum er heimill aðgangur. FUJ FULLTRÚARÁÐ Kjörfundur sá, sem auglýstur var í Alþýðublaðinu í gær og fyrradag, þar sem kjósa átti í fulltrúaráð Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík, getur af óviðráðanlegum ástæðum ekki farið fram um næstu helgi, eins og áformað var. Réttur fundartími verður auglýst- ur síðar. KJÖRSTJÓRN Föstudagur 13. april. 1973. o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.