Alþýðublaðið - 25.05.1973, Side 3

Alþýðublaðið - 25.05.1973, Side 3
EINA RUuU FYRIR HVERIA MILU! — hrópaði einhver — og síðan hófst grjóthríð ó brezka sendiróðið „Eina rúðu fyrir hverja milu”, hrópuðu mótmælendur við brezka sendiráðið i gær. Og áður en yfir lauk höfðu mótmælendur brotið miklu fleiri en 50 rúður, þvi allar rúður skrifstofubyggingar sendi- ráðsins voru þá mölbrotnar. 80 manna lögreglulið, sem var til staðar, fékk litíð að gert. I hópi mótmælenda bar mest á ungu fólki og krökkum. Kom til harðra átaka við lögregluna. Fólkið safnaðist við sendiráðið strax að loknum útifundinum á Lækjartorgi, sem var fjöl- mennasti útifundur sögunnar. Lögreglan gizkaði á, að þátttak- endur hefðu verið nálægt 30 þúsund. Stóð fólkið þétt á Lækjar- torgi og i nágrenni. Þar voru fluttar ræður, og i lok fundarins var samþykkt ályktun, þar sem framferði Breta var fordæmt. Lögreglan var með mikinn viðbúnað fyrir framan bústað brezka sendiherrans við Laufas- veg. Hugðist hún fyrst verja mót- mælendum göngu um Laufasveg, en mótmælendur ruddust i gegnum raðir lögreglumannanna og tóku stefnu á skrifstofu sendi- ráðsins sem er innar við Laufás- veg. Lögreglan virtist ekki viðbúin þessu, og eggjum hafði rignt á bygginguna og rúður verið brotnar áður en fyrstu lögreglu- mennirnir komu á staðinn. Rigndi grjótinu látlaust að byggingunni. Lögreglan reyndi að ryðja mót- mælendum frá, en það tókst ekki. Var gerður aðsúgur að lög- reglunni og upphófust blóðug slagsmál. Aður en yfir lauk höfðu mótmælendur brotið allar rúöur i sendiráðsbyggingunni og brotið niður girðingar og rekið i glugga karma. Spjöll voru einnig unnin á bústað sendiherrans. Lögreglan lagði greinilega mesta áherzlu á, að mótmæl- endur kæmust ekki inn i bygginguna og ynnu spjöll þar. Lögregluvörður verður um sendi- ráðið næstu daga. ísraelsvika á Loftleiðum t tilefni 25 ára afmælis hins endurreista Israelsrikis efna israelsk ferðamálayfirvöld i samvinnu við Loftleiðir til Israelsviku á Hótel Loftleiðum dagana 24. mai til 1. júni. Þessa daga verða israelskir réttir á boðstólum i veitingasölum hótelsins, og annast bryti frá tsrael um gerð þeirra. Á kvöldin munu listamenn frá ísrael koma fram og skemmta fólki. Laumufarþegi frá Afríku til Reykjavíkur Laumufarþegi, sem kom með islenzkri flugvél frá Tunis i Afriku, var étinn i Reykjavik. Þessi fáheyrði atburður gerðist nú ekki alls fyrir löngu. Lögreglan hefur ekki haft afskipti af málinu, enda hafa til- drög þess sinar björtu hliðar. Nýtt flugfélag, ISCARGO, flutti á dögunum 96 tonn af ál frá Tunis til Briissel. Þegar flug- vélin losaði farm frá Evrópu á flugvellinum i Reykjavík, hlykkjaðist állinn upp úr einum kassanna úr vélinni og stefndi beint á Loftleiðahótelið án vega- bréfs eða annarra skilrikja fyrir landvistarleyfi, og voru þar með örlög farþegans skjótráðin. „Við fljúgum á mánudaginn með hesta til Þýzkalands, og tökum siðan farm af hús- gögnum frá Bergen til Reykja- vikur”, sagði Hallgrimur Jónsson, flugstjóri. Eins og kunnugt er hefur flug- félagið Fragtflug hf. annazt vöruflutninga til og frá tslandii á undanförnum árum. Hafa þeir flutningar að verulegu leyti byggzt á hrossaflutningi frá tslandi til meginlands Evrópu. Hefur Fragtflug nú ákveðið að hætta þessum flutningum, en við þeim tekur hið nýja félag Iscargo hf. Aðaleigendur þess eru þeir Hallgrimur Jónsson, flugstjóri, og Lárus Gunn- arsson, flugvélstjóri, sem áður störfuðu hjá Fragtflugi. Auk þeirra starfa hjá Iscargo þeir Karl Bragi Jóhannesson, Magnús Guðbrandsson og Jón Hallgrimsson. Otflutningur á islenzkum hestum til megin- lands Evrópu hafa farið vax- andi Nú hefur Iscargo hf. fest kaup á vélinni, sem notuð var til þessara flutninga, og heldur þeim áfram. Auk næstu verkefna Iscargo á flutninga- markaðnum liggur fljótlega fyrir að mála yfir Biafra - litinn á TF — OAA, sem er DC Ást við fyrstu sýn... „Ég ætla að giftast henni,” sagði Peter Sellers i fyrradag og lagði arminn um herðar Lizu, hinnar 27 ára gömlu dóttur Judy Garland fyrir utan kvikmyndaver i London. Liza Minelli, sem nýverið hlaut öskars- verðlaun fyrir leik sinn i myndinni Kabarett, hafði fyrir skemmstu ekki farið leynt með það að hún hygðist kvænast Desi Arnaz, unnusta sinum, en hann er sonur leik- konunnar frægu, Lucy Ball. Upp úr þeirri trú- lofun slitnaði svo skyndi- lega i vikunni, og Liza fór rakleitt i arma hins 47 ára gamla leikara. Verði úr áformum þeirra, er þetta fjórða hjónaband Sellers. SELLERS - 47 ÁRA VILL GIFTAST „KABARETT- LIZU’’ - 27 ÁRA Föstudagur 25. maí 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.