Alþýðublaðið - 25.05.1973, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 25.05.1973, Qupperneq 4
Frá mönnum og málefnum Saga af einni milljón Við höfum horft upp á þaö ís- lendingar, að verðbólgan hefur smám saman verið að spenna okkur lengra út i efnahagslega erfiðleika, án þess að nokkuð hafi við ráðizt. Hefur þetta aldrei tekið eins hröð skref til hins verra og einmitt upp á sið- kastið, þegar fjárlög rikisins eru komin upp i tuttugu og fjóra milljarða, og „fljóta”, samt, svo vitnað sé til orða Jóns Ár- manns Héðinssonar við af- greiðslu fjárlaga. Til viðbótar hinni hömlulausu verðbólgu innanlands kemur svo vaxandi óróleiki i efnahagsmálum viö- skiptaþjóöa okkar, sem leiðir til hækkandi vöruverös, þótt jafn- fram fylgi i kjölfarið hækkun á útflutningsvörum okkar. Er svo að sjá að engri stjórn verði við komið i þessum málum, og mun okkur farnast samkvæmt þvi. Löngum hafa verið uppi radd- ir um það, að þjóð sem stæði i öðrum eins framkvæmdum og tslendingar, hlyii að búa við verðbólgu. Þetta má rétt vera. Hitt getur engum dulizt, að nauðsynlegt er að hafa stjórn á slikri þróun, svo hún verði ekki eins og brennandi eldur að lok- um, sem i stað þess að örva framkvæmdir, leggur þunga hönd reiðileysis og öryggisleys- is á fyrirtekt stofnana og ein- staklinga. Nýlega hefur verið upplýst, að hægt er að hirða eina milljón króna eða svo með þvi að kaupa ibúð af svonefndri Fram- kvæmdanefnd, og selja hana siðan á opnum markaði i gegn- um fasteignasölur. Séu verkanir þessarar einu milljónar raktar eitthvað lengra er hægt að hugsa sér, að sa sem reiddi hana af hendi, sem umframfé handa húsabraskara, geri sitt til að auka tekjur sinar, svo hann getj staðið undir afborgunum og vöxtum. Hann getur aðeins auk- ið tekjur sinar með tvennu móti. Hann getur aukið vinnu sina, og hann getur þrýst á um hærra kaup fyrir vinnu sina. 1 báöum tilfellum verður hann valdur að aukinni peningaþenslu, þótt i smáum stil sé. Þegar svo lang- flestir lenda i slikri aðstöðu, og sá sem borgaði milljónina til einskis, höfum við fyrir okkur dæmi um verðbólguþróun. Þessarar milljónar, sem engum kemur til góða, og enginn hefur unnið fyrir eða myndað með af- rakstri vinnu eða með fram- leiðslu, gætir i verðlagi á neyzluvarningi eftir skamman tima, hennar gætir i húsaleigu og öllu þvi, sem við þurfum okk- ur til viðurværis og viðhalds og launahrjáð mannshönd kemur nærri. Þetta er ekki lengur að verða spurning um að vilja draga úr verðbólgunni. Þetta er orðin spurning um að verða að draga úr henni. Sagan um milljónina bendir á, hvar hægt er að byrja á einum þætti slikra aðgeröa. Það er ekkert vit að láta það lið- ast að fólk sem vantar húsnæði, sé að eyða mörgum árum ævi sinnar i að vinna fyrir milljón, sem einhver maður tekur upp hjá sér að leggja á ibúð, sem hann hefur fengið á næstum kostnaðarverði hjá hálfopinber- um aðilum. Það er heldur ekk- ert vit i þvi, að þessi milljón sé látin iþyngja öllum öðrum, sem m.a. vegna hennar verða að greiða hækkandi verð fyrir neyzluvörur og allan annan við- urgjörning. Það er rétt, að seint mun ganga fyrir okkur að kveða verðbólguna niður, og óvist hvort það væri æskilegt að beita þeim harkalegu aðgerðum, sem til þarf. Það er nú svo, að verð- bólga að vissu marki hjálpar til við þá miklu uppbyggingu, sem hér hefur átt sér stað, en það er óþarfi og linkind að láta hana fara alveg úr böndunum, eins og raun ber vitni um nú. Þær eru margar milljónir, sem gripnar eru úr lausu lofti i skjóli þess að allt sé leyfilegt i þessum efnum, og við erum siðan látin borga i aukinni verðbólgu. Við höfum nú snúizt hart til varnar land- helginni. Við ættum að snúast af sömu hörku til varnar landhelgi efnahags okkar, og kippa þess- um ónauösynlegu milljónum úr umferð. VITUS FRÁ SJÚKRASAMLAGI REYKJAVÍKUR Ölafur Jóhann Jónsson, læknir hættir störfum sem heimilislæknir hinn 1. júni 1973. Samlagsmenn sem hafa hann sem heimilislækni, snúi sér til afgreiðslu samlagsins, hafi með sér samlagsskirteini sin og velji sér lækni i hans stað. SJUKRASAMLAG REYKJAVÍKUR LAUS STADA Staða forstjóra Rannsóknastofnunar land- búnaðarins er laus til umsóknar. Laun samkv. hinu almenna launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknarfrestur er til 30. mai 1973. Landbúnaðarráðuneytið. Mismunandi frjalslyndir 1 Reykjavik eru nú starfandi bæði Samtök frjálslyndra og vinstri manna og Samtök frjáls- lyndra. Þeir frjálslyndu sem hugsaö hafa sér að gerast félags- bundnir ættu þvi að hugsa sig vel um hvert þeir senda umsóknina svo hún lendi nú ekki hjá röngu fé- lagi. Til þess að koma i veg fyrir að einhver Bjarnasinni lendi óvart inn hjá Hannibalsinnum eða öfugt, skal þess getið til frekari skýringar, að það er Bjarni Guönason sem ræður yfir Sam- tökum frjálslyndra en Hannibals- menn ráða yfir Samtökum frjálís- lyndra og vinstrimanna. Hannibalsmenn voru raunar að stofna sin samtök 19. mai s.l. og er Guðmundur Bergsson formaö- ur þeirra. Flugfélagið opnar nýja söluskrif- stofu Flugfélag Islands hefur opnað nýja sölu- og afgreiðsluskrifstofu i gestamóttökusal Hótel Esju. Hefur Flugfélagið nú þrjár sölu- skrifstofur i Reykjavik auk flug- afgreiðslunnar á Reykjavikur- flugvelli. Þær eru i Lækjargötu 2, i móttökusal Hótel Sögu og svo sú, sem nú hefur verið opnuð i Hótel Esju. • Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við örn Johnson, forstjóra Flugfélags tslands og innti hann eftir þvi hvort opnun þessarar skrifstofu i Hótel Esju væri i einhverju sambandi við sögu- sagnir sem ganga um að Flugfé- lagið sé að yfirtaka rekstur hó- telsins. BROS — Þorsteinn fIugstjóri hér. Tilkynnið um seinkun á brottför LL-220 til íslands vegna umferðatruf lana. — Spaghettíið sæmilega seigt, eða hvað? „Nei, það er af og frá, það er ekki fótur fyrir þvi” sagði örn Johnson. „Okkur bauðst þessi að- staða og tókum hana á sömu for- sendum og er við á sinum tima opnuðum afgreiðsluna á Hótel Sögu”. AHtkonar prentun HAGPRENT HF. Drautarholti 26 — Reykjavik URUGSKAKIGCIPIR KCRNFLÍUS JONSSON skúlavOrðusiigs BANKASIR4 TI6 • 18G00 — Já, þér voruð að nefna þetta með megrunarkúr- inn . . . Fjölmennasta söngför sem farin hefur verið frá íslandi Þann 6. júni n.k. leggur Pólý- fónkórinn upp i fjölmennustu söngferð, sem farin hefur veriö frá Islandi. 120 manns verða i för- inni, þar af 90 kórfélagar, en tón- leikahald verður i Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Einnig mun kórinn syngja i útvarp á Norður- löndunum og hljóðrita eina eöa tvær hljómplötur. Reiknaö er með, að ferðalagið, sem mun standa i 11 daga, muni kosta kórinn um 3 millj. króna og hefur sérstök fjáröflunarnefnd verið starfandi til þess að afla fjár til að standa straum af þess- um mikla kostnaði. Þess má geta, að kórinn hefur hlotið mjög myndarlegan styrk frá Norræna menningarsjóðnum, að upphæð d. kr. 60 þús., um 900 þús. isl. kr. Fólki mun gefast kostur á að heyra þá tónlist, sem flutt verður i utanförinni á tónleikum i Krists- kirkju hinn 31. mai og 2. júni og i Austurbæjarbiói 5. júni. 0 Föstudagur 25. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.