Alþýðublaðið - 25.05.1973, Síða 5

Alþýðublaðið - 25.05.1973, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjori Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ristjórnarfulltrúi Bjarni Sig- tryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðset- ur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf. HVÍ LÆÐAST ÞEIR BURT AF LANDINU? t gær kom utanrikisráðherra, Einar Agústsson, heim úr opin- berri heimsókn austur fyrir tjaid og hafði hann flýtt heim- förinni vegna siðustu atburða i landhelgismálinu. Nokkrum dögum áður hafði Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráð- herra, einnig komið úr heim- sókn á svipaðar slóðir og hafði hann einnig snúið áieiðis heim nokkru eftir, að hann frétti, að brezki fiotinn hefði gert innrás i fiskveiðilandhelgi tslands og ógnaði nú islenzkum löggæzlu- mönnum á miðunum með gap- andi fallbyssukjöftum. Aö sjáifsögðu er þaö ekkert tiltökumái þótt isienzku ráð- herrarnir hafi afráðið að koma nú heim undir slikum kringum- stæðum. Væntaniega hefur eng- inn vænzt þess, að íslenzkir ráðamenn héldu áfram skemmti- og kurteisisreisum sinum við slikar aöstæður. Það hefði vissulega verið mikil frétt ef þeir hefðu gert það. Hitt er aftur á móti litil frétt, að þeir skuli hafa ákveðið aö koma heim til lands sins, þegar þvi er ógnað með vopnavaldi. Það hefði meira að segja verið hægt að segja sem svo, aö sumir hefðu nú getað brugðiö snöggar við til þess að snúa för sinni heim á leið, cn Alþýöublaðið ætlar ekkert að fara aö rekast i þvi. En það er annaö mál i þessu sambandi, sem ber að vekja sérstaka athygli á. Islenzku ráðherrarnir eru farnir að tfðka það nokkuð oft aö hverfa úr landi i kynnis- og skemmtireis- ur án þess að vera að hafa fyrir þvi að iáta landsmenn af þvi vita. Það hefur borið við oftar en einu sinni og oftar en tvsivar nú upp á siökastið, aö islenzkir ráðherrar hafa farið I utan- landsreisur án þess að fólk hér heima hafi haft um það minnstu hugmynd, hvorki þegar þeir fóru nú þegar þeir komu aftur. An þess að Alþýðublaðið sé þar aö átelja einn öðrum fremur, þá hefur menntamálaráðherra, Magnús Torfi ólafsson, meðai annars gert þetta. Þaö er ekki svo ýkja langt siðan hann brá sér úr landi i opinberum erinda- gjörðum og á rikisins kostnað án þess þó að út væri gefin um það tilkynning af hálfu ráðu- neytisins eins og venjan hefur þó yfirleitt veriö fram til þessa. Ifvers vegna er allt i einu hætt að segja frá utanlandsheim- sóknum ráðherranna? Og Lúðvik Jósepsson sneri nú heim úr opinberu feröalagi, sem almenningur á tslandi hafði ekki hugmynd um, aö hefði ver- ið farin. Menn héldu. að sjávar- útvegsráðherrann sæti I skrif- stofu sinni niöursokkinn i við- fangsefni sins mikilvæga embættis þegar Morgunblaðið fékk allt i einu senda erlenda fréttamynd, sem sýndi Lúðvik heilsa rússneskum kollega sin- um með handabandi úti I Moskvu og sagt var i hinni er- lendu fréttaklausu með mynd- inni, að islenzki ráðherrann, Jósepsson, væri kominn I opin- bera heimsókn til Rðastjórnar- rikjanna. Alþýðublaðinu þykir þetta of langt gengið. Alþýðubiaöinu þykir vera komið einum of mik- ið af þvi góða, þegar almenning- ur getur ekki vitað nema menn i iykilstöðum í rikisstjórninni séu komnir á þveiting út um heim án þess að hafa látið þjóðina af fcrðum sinum vita. Alþýöublaö- ið mótmælir þvi harðlega, að það sér verkefni erlendra fréttastofa að segja islenzku þjóðinni, að ráðamenn hennar hafi farið til mikilvægra við- ræðna viö ráðamenn I útlönd- um. Ef islenzku ráðherrarnir þurfa aö fara úr iandi I opinber- um erindum, þá ber þeim að skýra þjóð sinni frá þvi. Þeim cr ckki ætlaö að læðast burt af landinu eins og þjófar á nóttu. KAUPMANNAHAFNARFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR Alþýðuflokksfélag Reykjavikur minnir á fjölskylduferðina, sem farin verður til Kaupmannahafnar á vegum ferðaskrifstofunnar SUNNU þann 8. ágúst n.k. Ferðin er ætluð flokksbundnu Alþýðuflokksfólki, mökum þeirra og börnum, og er fargjaldið sérlega hag- stætt. Þá er einnig hægt að útvega ódýrt gistihúsnæði á Kaupmannahöfn fyrir þá, sem þess óska. Frá Kaupmanna- höfn verða farnar skemmtiferðir yfir til Sviþjóðar og skoðunarferðir um borg- ina. Heim verður komið þann 15. ágúst. Það fólk, sem áhuga hefði á ferð þess- ari, getur leitað frekari upplýsinga ann- að hvort hjá skrifstofu Alþýðuflokksins, simar 15020 og 16724, eða ferðaskrifstof- unni SUNNU, simar 16400 og 12070. Stjórn og ferðanefnd Alþýðuflokksféiags Reykjavikur. ÖFLUGT FELAGSSTARF í KVENFÉLAGI ALÞVDU- FLOKKSINS REYKIAVlK Félagsstarf Kvenfélags Al- þýðuflokksins i Reykjavik hefur verið með blómlegasta hætti i vetur. A vegum félagsins hefur margvisleg starfsemi verið rek- in; sum með svipuðu sniði og undanfarin ár, en annað nýmæli. Af nokkrum siðustu starfsþátt- um félagsins má m.a. nefna, að eins og vanalega efndi félagið til kaffisölu i Iðnó á baráttu- og há- tiðisdegi verkalýðssins 1. mai. Að vanda var mjög vel til veiting- anna vandað og komu fjölmargir gestir til kaffidrykkjunnar. Þá var það að frumkvæði Kven- félags Alþýðuflokksins i Reykja- vik og Kvenfélags Alþ.flokksins i Hafnarfirði, að fyrir einu ári var efnt til stofnfundar Landssam- taka Alþýðuflokkskvenna, þar sem samtökunum voru sett lög og kosin stjórn. Hafa kvenfélögin tvö löngum haft samvinnu sin á milli um félagsstörf, og er svo enn. Einnig hefur Kvenfélag Al- þýðuflokksins i Reykjavik hafið útgáfu timarits á þessu starfsári. Timaritið nefnist LOFN og fjallar það um félags- og stjórnmál. Hafa komið út nokkur tölublöð af blaðinu.og eru þar ýmsar merkar greinar — m.a. ágrip af sögu Kvenfélagsins, sem þær hafa rit að frú Soffia Ingvarsdóttir, sem lengst allra hefur verið formaður i félaginu, og frú Kristin Guð mundsdóttir, sem er núverandi félagsformaður. Senn liður nú að lokum vetrar- starfs Kvenfélagsins. Af þvi til- efni m.a. efndu félagskonur til hópferðar i bjóðleikhúsið s.l föstudagskvöld. Um það bil sextiu félagskonur tóku þátt i leikhús- ferð þessari, og að leiksýningu lokinni fóru konurnar allflestar i kaffi i bjóðleikhússkjallaranum Rikti mjög mikil ánægja með leikhúsferðina hjá félagskonun- um. Myndirnar hér á siðunni eru teknar i kaffisamsætinu að leik- sýningunni lokinni, en þær tók Guðlaugur Tryggvi Karlsson. 1 gærkvöldi var svo haldinn sið- asti félagsfundurinn á vetrinum Fundurinn var haldinn i Alþýðu húsinu á kvöldfundartima og voru þar ýmis mál til umræðu. Með sumri breytist starf Kven félagsins eins og flestra annarra félaga. Fundahöld liggja þá mikið til niðri, en félagið hefur að sjálf- sögðu samstarf við önnur flokks- félög i Reykjavik um sumarstarf. m.a. sumarferðir. Einnig hafa konurnar i Kvenfélagi Alþýðu- flokksins i Reykjavik oft efnt til eigin sumarferðalags og þá eink- um og sér i lagi þau sumur, sem engar slikar ferðir hafa verið farnar af Alþýðuflokksfélagi Reykjavikur, sem er stærsta A1 þýðuflokksfélagið á landinu og forystufélag bæði i Reykjavik og flokksstarfinu i heild. EFST: Tvær alþekktar Alþýðuflokkskonur, sem lengi hafa verið í forystusveit félags og flokks. NEÐST: Séðyfirsalinn i Þjóðleikhúskjallaranum þar sem konurnar í Kvenfélagi Alþýðuflokksins söfnuðust saman til kaffisrykkju að lokinni leikhúsferð. o Föstudagur 25. mai 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.