Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 1
INNFLUTNINGUR NOTAÐRA BIFREIÐA ALDREI MEIRI Veldur varahlutaskorti, segja bílaumboðin Fimmtudagur 26. júlí 1973 Z'Si. alþýðu Blaðið sem tekur framförum~| SLIIPPU HED SKILURUS- BUMUmUÚMA FYRIRSMYGLUG LSU-SÖLU Fjórir menn um tvitugt voru i gær dæmdir í saka- dómi Hafnarfjarðar fyrir aðild að smygli og sölu á fiknilyfinu LSD. Eins og blaðið skýrði frá i siðustu viku, hefur innfLutningur og neyzla þess efnis stór- aukizt hérlendis, en efni þetta er mun skaðlegra en t.d. hassis, Mennirnir voru allir dæmdir i skilorðsbundna fangelsisvist og þrir i fjár- sektir. Sigurður Hallur Ste- fánsson kvað upp dómana, og hefur þeim ekki verið á- frýjað til hæstaréttar. Það var i september sl. að upp komstummái þetta. Einn mannanna, sem þá var i Kaupmannahöfn, fékk peningasendingu frá vini sinum hér heima, með þeim orðum að hann ætti að kaupa LSD fyrir þá og koma með til landsins. Gerði hann það og kom með 85 skammta, sem hann afhenti þeim, sem sent hafði peningana, og var hann þarmeð út úr málinu. Sá sem átti pillurnar, scidi þær tveimur öðrum kunningjum sinum, öðrum 10 pillur en hinum 75. Þeg- ar lögregiankomsti málið, átti sá sem fékk 10 pillurn- ar þær enn i fórum sinum, og voru þær gerðar upp- tækar. Hinn hafði selt 10 af sinum 75, en henti afgang- inum i ofboði þegar hann vissi af lögreglunni á hæl- um sér, og var dæmið þá gengið upp. Sá sem keypti efnið i Kaupmannah. og kom þvi til landsins, hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm, sá sem fjár- magnaði kaupin og seldi siðan, hlaut fjögurra mán- aða skilorðsbundinn fang- elsisdóm og 40 þúsund króna sekt, en hann var einnig dæmdur fyrir inn- flutning og neyzlu á hassis, 15 gr, árið áður. Sá sem keypti 10 pillur, og átti i fórum sinum, er lögreglan komst i málið fékk 20 þúsund króna sekt, og sá sem keypt hafði 75 og selt þar af 10 pillur, hlaut tveggja mánaða skilorðs- bundinn dóm og 40 þúsund króna sekt, en sá sem keypti pillurnar tiu af hon- um var ekki ákærður. Innflutningur á notuðum bifreiðum eerði meira en að tvöfaldast á siðustu þremur mánuðum miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan, og er meiri hluti bifreiðanna bandariskur. Á timabilinu janúar-marz voru fluttar inn 114 notaðar bifreiðar, en á síðustu þremur mánuðum 257. Innflutningur a nýjum bandariskum bifreiðum jókst einnig talsvert á þessu timabili, og er ástæðán sú, að verð þeirra er yfirleitt hagstæðara en verð á evrópskum bilum, en að sögn Þorbergs Guðmundssonar hjá Fordu m boði n u , Kr. Kristjánssyni, er ekki fjarri lagi að ætla, að verð þeirra hafi lækkað um 15% miðað við hliðstæða evrópska bila. Um innflutninginn á notuðum bilum sagði Þorbergur, þegar Alþýðu- blaðið hafði tal af honum, að innflytjendum litist bölvanlega á hann, þótt ekki megi fullyrða, að allir þeir, sem kauða þess konar bila hefðu ella keypt nýja bandariska bila. Aðal- hængurinn á þessari þróun, sagði hann vera, að þetta skapaði mikinn hrærigraut I sambandi við varahluti, þ.e. oftsé um að ræða gerð- ir, sem umboðið flytur ekki inn, og varahlutaþjónustan verði þá erfið. Sagði hann, að sjálfsagt sé að sporna við þessari þróun „þótt okkur i þessum bransa sé yfirleitt illa við öll boð og bönn”. Heildarinnflutningur nýrra bíla jókst einnig á siðustu þremur mánuðum, eða úr 847 i 1925, og er heildarinnflutningurinn fyrstu sex mánuði ársins þvf orðinn 2772. Heildarinnflutningurinn i fyrra var 5753 bifreiðar. Mest hefur verið flutt inn af Fordbilum, eða 464.Næst kemur Fiat, en 411 slikir bilar hafa verið fluttir inn, og Volkswagen i þriðja sæti með 371 bíl. I I Vélsmiðja framkvæmdi í leyfisleysi breytingar á M.s. Páli Rósinkranzsyni NÚ ER KRAFAN 200 MÍLIIR! Fimmtiu tslendingar, skipstjórar, útgerðar- menn, skipherrar, fiski- fræðingar og framámenn i útgerð og fiskiðnaði hafa undirritað áskorun til rik- isstjórnarinnar um að hún lýsti þvi þegar yfir, að tsland muni krefjast 200 milna fiskveiðilög- sögu á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem ráðgert er aö hefjist á næsta vetri. Askorun þessa átti að afhcnda rik- isstjórninni i morgun, og ætlaöi utanrikisráöherra, Einar Agústsson, að veita henni viðtöku í fjarveru forsætisráðherra. Alþýðublaöið sneri til eins þeirra, sem áskorun- ina undirrita, Eiriks Kristóferssonar, fyrrv. skipherra. ,,Mér fannst farið i of litið. þegar 50 milurnar voru teknar I fyrra”, sagði Eirikur. ,,Ég hefði viljað sjá okkur taka landgrunnið allt til þess að vera ekki alltaf að höggva I þetta. Um þessa áskorun okk- ar núna, sem til er komin fyrir forgöngu ýmissa út- gerðarmanna, er þab að segja, að engan getur það skaðað, þó við sýnum okkar fulla vilja 1 fisk- veiðilögsögumálum. Tvö hundruð sjómilur eru ekkert meira, en margar þjóðir hafa nú þegar tekiö sér.” Þegar viö spurðum Ei- rik, hverjum augum hann liti landhelgisdeiluna, svaraði hann. ,,Ég vil sjá mcnn komast að sam- komulagi, en þó þvi að- eins, að ekki verði samiö til lengri tima en fram að hafréttarráöstefnunni”. „O, ætli honum geti nokk- uð versnað”, sagði svo Eirikur, þegar við spurð- um hann, hvort þessi á- skorun gæti að hans dómi leitt til enn frekari æsinga af hálfu Bretanna. SLÆLEG ViNNUBROGD I ÍSLENZKRI VÉLSMIDIU URDU TVEIM AD DANA! Nú er komið i ljós að mjög vanhugsuð og illa framkvæmd smiði á dekkpolla um borð i m/s Páli Rósinkranssyni KE- 42, varð tveim skip- verjum að bana i april I vetur, og þriðji maðurinn slasaðist einnig mikið. Upplýsingar þessar koma fram i nýútkomnu upplýsinga- og tilkynn- ingariti Siglingamála- stofnunarinnar, en stofn- unin rannsakaði slysið og tilkynnt um þessa breyt- milli borðstokks og hólks- gerði um það skýrslu. ingu á skipinu. ins. Reyndar var það ekki bara pollinn, sem brást, sem var athugaverður þar um borð, þvi tog- búnaðurinn allur var meir og minna gallaður, og smiðaður i vélsmiðju, án þess að nokkrar teikningar væru viður- kenndar af búnaðinum, og án þess að nokkuð væri Það var ekki einungis að allar reglur væru þverbrotnar við gerð þessa útbúnaðar, heldur voru vinnubrögðin hin lélegustu. Þannig var t.d. hólkurinn, sem pollinn var festur ofaná, létt- soðinn við plötu á þilfar- inu, og léleg suða var einnig á styrktarplötu Þegar suðurnar brustu svo, slengdust pollinn og togvirinn á mennina, sem unnu að aðgerð á þilfar- inu, en samkvæmt ábend- ingum Siglingamála- stjórnarinnar á að leiða togvira þannig, að jafnvel þótt pollar bresti, verði ekki slys af þótt menn séu viö vinnu á þilfari. ÞETT- RIÐNA VARP- AN VAR ÞÝZK Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar- innar eru þess fullvissir, að varpa sú, sem islenzkur togari fékk i vörpu sina fyrir sunnan land yrir nokkrum mánuðum, og var klædd innan með óleyfilega þéttriðnu neti, hafi týnzt frá vestur-þýzkum togara. Forsvarsmenn Landhelgis- gæzlunnar hafa hingað til ekki þorað að slá þvi föstu, og hefur vörpufundurinn þvi ekki verið notaður málstað tslendinga i baráttunni við þýzka land- helgisbrjóta til framdráttar. Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur, og fróðasti maður Hafrannsóknar- sotfnunarinnar, um veiðar- færi, sagði i viðtali við Alþýðublaðið i gær, að allt bendi til þess, að varpan sé frá vestur-þýzkum togara, „Ég skellti þvi framan i þingmennina, sem komu frá Vestur-Þýzkalandi i sumar, skömmu áður en landhelgisviðræðurnar við Vestur-Þjóðverja hófust, og þeir gátu ekkert sagt” sagði Guðni, „en það fór ekki hjá þvi, að þeir yrðu að taka þetta til greina.” Vitað er með vissu, að trollið er þýzkt, en eitt af þvi sem bendir til þess að það sé frá vestur-þýzkum togara er, að það er úr næloni, en hvorki tslendingar né Bretar nota troll úr þvi efni. Hugsan- legt er, að trollið sé austur-þýzkt en þó mælir á móti þvi sú staðreynd, að það fannst innan 50 milna markanna — en eins og kunnugt er fiska Austur-Þjóðverjar ekki þar. Feitu árin þrjú urðu að sjö mögrum Þriggja daga sæla kostaði a.m.k. sjö daga fangelsisvist hjá mönnun- um fjórum sem brugðu sér til Akureyrar á föstudags- kvöldið með tvö stolin ávisanahefti upp á vasann, sem greiddu götur þeirra, Eftir að þeir voru búnir að svikja út um 100 þúsund krónur, og koma sér vel fyrir á tjaldstæðunum á Akureyri i sviknum viðleguútbúnaði, komst lögreglan i spilið og stöðvaði leikinn. Þrir af mönnunum fjórum eru áður þekktir fyrir ávisanafals, svo þeir notuðu þann fjórða, sem enn var saklaus, til að falsa og framselja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.