Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 6
5 MINUTUR EÐA DAUÐINN! l'irnm minútum áður en japunska risaþotan, sem rænt var á föstudaginn og stóð í þrjá sólarhringa á flugvellin- um i Dubai við Persaflóa, lenti á Bengazi i-Libýu greip einn flugræninginn hljóðnema vélarinnar og tilkynnti far- þegum, að þeir hefðu fimm minútur til að komast úr vél- inni eftir að hún stöðvaðist^þar tii hún yrði sprengd i loft upp. öilum 140 farþegunum tókst að forða sér, og ræningjarnir sprengdu vélina. LINNU- LAUSAR ÁRÁSIR Ákveðið hefur verið, að brezkir sendiráösstarfsmenn i Kambodiu, makar þeirra og börn, verði flutt frá Phnom Penh sökum hættu á, að skæruliðar taki borgina. iiarðir bardagar geisuðu i nágrenni borgarinnar i gær og fyrradag,og um 16 km fyrii sunnan hana er sagt, að 100 skæruliðar hafi verið drepnir. Bandarikjamenn halda uppi stöðugum árásarferðum með B-52 sprengjuflugvélum yfir svæðið þar sem barizt er. Níu ára gamall smásagnahöfundur 9 ára gamall smásagna- höfundur, Ari Matthiasson, var að koma ofan úr útvarpi i gær, þegar blaðið náði tali af honum. Þar var systir hans að lesa inn tvær sögur, sem verða fluttar i Morgunstund barnanna, þegar lokiðer sögunni af Hönnu Mariu og villingunum, eftir Magneu frá Kleifum. Hólmfriður, systir Ara, er 10 ára . Hún las upp söguna „Þvottabalinn, sem dansaði” og „í baði”. Hún segir að Ari geti alltaf gert sögur, og ólikt vandasamara verk að lesa upp. „Svo segja menn,, að það sé erfiðara að búa til sögur en lesa þær upp”, sagði hún. Ara finnst það fyrir neðan allar hell- ur, hverju fólk treður ofan i sak- laus salerni, þaðan sem allt rennur út i Nauthólsvik. Frá þessu segir i annarri sög- unni, enda fara þau systkinin nú orðið ævinlega upp i öskju- hlið, en ekki i Nauthólsvikina lengur. Nú vinna þau bæði i skóla- görðum Reykjavikur og eru þegarfarin að taka upp radisur, grænkál og spinat. Annars er hinn ungi rithöfundur að fara i sveit austur i Þykkvabæ. Hann er nú að semja sögu um gamla manninn og hafið. Þegar við spurðum hann um, hvort hann vissi að Hemingway hefði : skrifað sögu með þessu nafni, neitaði hann þvi, og finnst þessi Henningmay bara vera frekju- kall að nota þetta nafn á sögu. Hann myndi ekki breyta sinu nafni, enda væri sagan um gamlan mann og hafið. Demantar eyðast aldrei ÁSTMÆR R/ •• VERÐA OSKQ í:! i K*! ' f::-í ■;! Norma Levy, hin 26 ára ga stúlka, sem átti sökina á að ! settir lávarðar urðu að p£ saman i Bretlandi og yfir embættin sin. Nú hefur No ákveðið að gerast siðsöm sti þ.e. þegar hún er búin að gera reikningana við brezk yfirvöh Hún flýði ásamt manni sinum, Colin, frí landi til Spánar, og þar situr hann nú i fai og hefur nú fregnað að hann verði ásakað morðtilraun, en hann reyndi að ráða koni bana. t litlu sjávarþorpi þar i landi leigð sér Mereedes Benz bil, og að sögn reynd að aka Normu niður i þröngri götu þar i þc Norma segir sjálf að hún hafi fullko verið á valdi mannsins sins. Hann lét han hafa peninga, hann svelti hana, og han vegabréfinu hennar. Auk þess hindraði konu sina á hvern hátt i að komast til b; Englands. En eftir að maðurinn var kominn i tnk tók hún sig til og fór heim til Englands afti sem hún var handtekin á flugvellinum. Á á hendur eiginmanninum hljóðar upp á samlega tekjuöflun”, það er að segja að sem melludólgur — og láta konu sina þannig inn fyrir sig peninga, — og sj Norma ákærð fyrir að stunda vændi. Það eina sem mig langar til þessa stun< að róta burt allri fortiðinni og koma mér nýjan leik, segir Norma Levy. Helzt v: opna einhvern litinn matsölustað i Suss Kent i Englandi. „Spegill, spegill, stærst i heimi er... herm þú mér, hvert hneyksli ” (Cummings i Sunday Express) Myndin er tekin i flugvélinni á leið ti lands, og hún skálar i kampavini, segir i r textanum, sem fylgdi með frá fréttastoí $ v 8 w. Richard J. Daley i Borgarstjórinn í Chic s V.tJ i it I i § á & •Sr l ítt <t i I I ,y.ú U Ég vil gjarnan kaupa demanta fyrir um tvær milljónir. Er hægt að bjarga þvi við? Þetta mun ekki vera óalgeng spurning hjá skartgripasölum i Stokk- hólmi, og verður algengari með hverri vikunni, sem liður. Þeir, sem svona spyrja eru fjársterkir menn. sem hættir eru að treysta á verð- bréf, gjaldeyri og fasteignir, þvinú eru það demantar, sem hækka i verði. Og sem dæmi um það má nefna að tveggja karata demantur hækkaði um 50% i verði á siðastliðnum vetri. ff/ ífi $ w Þegar mínnst er á Chi- cagó minnir það marga á ógnarstjórn bófaforingja og þeirra fylgjara, og ekki að ástæðulausu, því að Chicago vará sínum tima höfuðborgin í bófastór- veldi Al Capóne, og margir aðrir þekktir glæpakóngar eru þaðan runnir. Voldugasti maður þar í borg er þó tvímæla- laust Richard J. borgar- stjórinn, sem hefur setið í því embætti svo lengi, að það er leit að þeim borgarbúum, sem vita eða muna hvað forveri hans hét. Og auk þess að vera borgarstjóri, þá er Richard J. Daley einnig formaður voldugustu „stjórnmála-vélarinnar” í Bandarikjunum — demókrataf lokksins í Cook County, eða í Chicagó og nágrenni. Daley hefur haft sterk tök á stjórnartaumunum i Chicagó öll þessi ár. Þegar hann var endur- kosinn i fimmta skiptið i april- mánuði 1971, hlaut hann greiddra atkvæða. Það er fyrir atbeina flokksvélarinnar og „bossanna”, að hann hefur getað haldið slikum tökum, og einnig ráðið miklu, ef ekki mestu, við útnefningu forseta- efna demókrataflokksins. Fylkið Illinois hefur i rauninni úrslitavald þar, með sinum 59 fulltrúum, og það var Daley, sem réði útnefningu Kennedys, og það var lika hann sem sá svo um að Hubert Humphrey var tekinn fram yfir Eugene McCarthy, 1968. Það var þegar útnefningar- ráðstefnan var haldin i Chicagó það árið, sem Daley beitti þvi lögregluofbeldi, er vakti gifur- lega reiði bæði i Bandarikjunum og erlendis. Ekki getur neinn vafi á þvi leikið, að það var van- hugsuð skipun þvi að i kjölíar þeirra aðgerða sigldi hin mesta óöld. Aðgerðirnar eiga sér þó skýringu, svo langt sem hún nær. Um þetta leyti rikti slik spenna i kynþáttamálum i Bandarikjunum, að margir kviðu þvi að minnsti gneisti gæti orðið til að setja öll ríkin i bál og brand — og það er ekki óliklegt að Chicagó verði sú borg þar sem borgarastyrjöldin brýzt út. 1 Chicago býr um ein milljóna hörundsblakkra. Væri negra- hverfunum þar slegið saman, mundi þar verða sjötta stærsta borgin i Bandarikjunum. Og ekki er öll sagan þar með sögð. Chicagó er slikt samsafn ólikra þjóðflokka, að borgin er að skiptast i fjölda smáborga, er gera hana að skripamynd af þeirri frægu, bandarisku bræðsludeiglu. I Chicagó eru búsettir fleiri kaþólskir en i Róm, og það er þvi ekki að kynja þó að bill kardinálans þar beri nr. 1. Það eru þvi sem næst jafn margir Pólverjar i Chicagó og i Varsjá, og þar eru gefin út dagblöð á mörgum þjóðtungum. Hvergi i Bandarfkjunum rikir jafn gagnger kynþáttaaðskiln- aður og i Chicagó. Negrahverfin leggja stöðugt undir sig nýjar götur, en þeir hvitu flýja skelf- ingu lostnir, myndasamtök gegn þeim blökku og reyna að halda sinum borgarhlutum „hvitum”, en ekkert kemur þeim að notum. Þarna er á minnzt nokkur helztu vandamálin, sem Daley á við að striða, og hann beitir þar sinum eigin baráttuaðferðum. „Rikarður kóngur”, eins og hann er oft kallaður, stendur nú á sjötugu. Hann er irskur að uppruna. Sú valdaaðstaða, sem hann hefur náð, hefur ekki unnizt með neinum vettlinga- tökum. Hann er bardagagarpur, 90 kg að skrokkþyngd, og vegna O Fimmtudagur 26. júlí 1973. *s&**S,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.