Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf. Hver ræður? Þegar allir alþingismenn samþykktu samhljóða ályktun um landhelgismálið, vakti það þjóðarfögnuð. En ekki leið á löngu áður en aðalstuðnings- blöðum rikisstjórnarinnar og þá sérstaklega Þjóðviljanum reyndist ómögulegt að sitja á sér. Flokkspólitikin skyldi vera ofar öllu öðru. Gamla tilhneigingin til þess að ófrægja and- stæðinga varð ofaná. Hafnar voru dylgjur um sviksamlegt hugarfar andstæðinga. Sérstaklega voru skrifaðar ótaldar rógsgreinar um land- helgissamningana 1961, sem Guðmundur í. Guðmundsson þáverandi utanrikisráðherra átti megin þátt i að gera. Þessi samningur færði ís- lendingum allsherjarviðurkenningu á 12 milna landhelgi og skuldbatt Breta til að hverfa með herskip sin úr islenzkri landhelgi. Það var þvi engan veginn að ófyrirsynju, að þessi samningur var kallaður mesti stjórnmálasigur íslendinga. Nú telja Þjóðviljinn og Timinn hann „landráðasamning” vegna þess, að gert var i honum ráð fyrir þvi, að hvor aðila um sig gæti skotið ágreiningi af frekari útfærslu landhelgi til alþjóðadómstólsins i Haag. Þessu ákvæði er kennt um innrás brezka flotans i islenzka land- helgi nú. Fáránlegri og ódrengilegri málflutning er varla hægt að hugsa sér. 1 skjóli hvaða samningasákvæða ruddist brezki flotinn inn i islenzka landhelgi eftir útfærsluna 1958? Kannske Þjóðviljinn og Timinn vilji svara þvi? Og hver var i hópi þeirra 1961, semákveðnast héldu þvi fram, að íslendingar yrðu ætið að vera reiðubúnir til þess að leggja deilumál fyrir alþjóðadómstólinn? Núverandi forsætisráð- herra Ólafur Jóhannesson. Og samt lætur þessi maður stuðningsblöðum sinum liðast að halda þvi fram, að meira en tiu ára gamalt samnings- ákvæði um rétt beggja aðila til þess að ágreiningi til alþjóðadómstólsins jafngildi landráðum. Dómur sögunnar um skörungsskap ogdrengskap sliks manns verður ekki mildur. Alþýðublaðið hefur aldrei stofnað til neins konar ágreinings um landhelgismálið. Þvi hefði t.d. verið innan handar að halda á loft land- grunnsstefnunni, sem Alþýðuflokkurinn varð fyrstur til þess að setja fram. En Alþýðublaðið hefur verið málgagn einingar i landhelgismál- inu. Hins vegar verða sundrungarskrif Þjóðvilj- ans'æmeira ögrandi. Það er yfirlýst stefna rikis stjórnarinnar að reyna til þrautar að ná bráða- birgðasamningi við Breta og Vestur-Þjóðverja til þess að binda enda á hættuástand á miðun- um, án þess að nokkrum grundvallar- hagsmunum eða grundvallarsjónarmiðum ís- lendinga væri fórnað. Stjórnarandstaðan hefur verið látin fylgjast með þessum samningum og áherzla lögð á, að allsherjar samstaða sé nauð- synleg, ef slika samninga á að gera. En nú bregður svo við, að i gær lýsir Þjóðviljinn algerri andstöðu við slika samninga. Þjóð- viljinn er málgagn Alþýðubandalagsins. Hvað er hér á ferðinni? Er ágreiningur innan rikis- stjórnarinnar? Hver ræður þar? Forsætisráð- herrann verður að gera hreint fyrir dyrum rikisstjórnarinnar. Annað hvort verður forsætisráðherra að afneita stefnu Þjóðviljans eða taka undir hana og boða þar með breytingar áþeirristefnu, sem þjóðareining hef- ur verið um. FRA JAFNAÐARMONNIIM I SVIÞJOD: NODFÉLAGID MRF AD SKIPULEGGJA AD NVJU Réttur tii vinnu 1 gegnum umræðurnar um at- vinnumál, jafnréttismál. stöðu konunnar og vinnumarkaðs- og landshlutamál hefur þetta gengið einsog rauður þráður: Rétturinn: til vinnu. Arne Geijer sýndi fram á það með þunga, hve mikilvæg undir- staða þessi krafa sé. Hann hefur fengið svar hjá þinginu. Enn einu sinni nefni ég þá staðreynd, að okkur hefur með ýmsum aðgerð- Ræða Olof Palme 2. hluti um tekizt að láta fleiri og fleiri fá atvinnu samkvæmt vinnumála- skýrslum eru nú 150 til 200 þúsund fleiri menn i atvinnu en voru 1967, og tek ég þá fullt tillit til ónákvæmninnar, sem oft er i hagskýrslutölum. En atvinnuleysið er of mikið. Útvegun atvinnu verður brýnasta viðfangsefnið. Þegar atvinnuleysi eykst, kemst fólk úr jafnvægi. Eirðar- leysið og kviði gripur ekki einungis þá, sem atvinnuna missa, heldur einnig giftar konur, sem eru að hugsa um að leita fyrir sér á vinnumarkaðinum, og unglinga, sem eru að ljúka námi. Mönnum er ljóst, að hver ein- stakur ræður ekki við atvikin, þjóðfélagsbreytingarnar markaðsástandið. t þess stað fara kröfur um samábyrgð vaxandi. Menn leita hverjir til annarra. Það er styrkur jafnaðar- stefnunnar, að hugmyndafræðin rekur okkur ekki til að segja mönnum að berjast sjálfir gegn fésýsluöflunum. Borgarflokkarn- ir segja við menn: Við skulum auka arðsemi atvinnufyrir- tækjanna, og þá færðu kannske eitthvað að gera. Slikt viðhorf nægir engan veginn til þess að vernda at- vinnuna. Við erum vissir um, að almenn skattalækkun á fyrir- tækjum ein saman leysir ekki at- vinnuvandann. Þetta þing hefur hins vegar enn einu sinni kveðið upp úr með það, að samfélagið verður að taka á sig beina ábyrgð á öryggi fólksins. Við getum ekki látið okkur nægja að veita at- vinnurekstri ivilnanir og ætlazt svo til, að eigendur fyrirtækjanna veiti mönnum atvinnu. Við þurfum að gera ráðningu manna öruggari og veita hinum fötluðu. konum og ungmennum betri aðstöðu á vinnumarkaðin- um. En við verðum einnig að auka atvinnuna. Það á að gerast með framkvæmdum i atvinnupóli- tikinni til þess að framleiðsla i iðngði ú.tbreiðisi, og aykist. En þátttaka hins opinbera þarf einnig að aukast með fyrir- hyggju. Ella næst ekki markmið okkar: Atvinna handa öllum. Enn eru það mörg viðfangsefni, sem ekki verða leyst nema sameigin- lega. Kröfur borgaranna á hendur þjóðfélagsins fara vaxandi. Krafan um atvinnu handa öllum og krafan um betri þjónustu geta i sameiningu borið glæsilegan ávöxt. Hraðvaxandi óskir um at- vinnu geta fyrir atbeina hins opinbera orðið til framleiðslu- aukningar, sem eflir sameigin- legan velfarnað okkar. Að baki þessu sjónarmiði liggur ein hinna langdrægu grundvallar- hugsana i jafnaðarstefnunni: að flétta ólik áform saman i eina stjórnmálastefnu. Það varðar þjóðfélagið allt Það eru ekki einstök vandræði og misrétti, sem nauðsynlega þarf úr að bæta. Það þarf að skipuleggja allt þjóðfélagið upp á nýtt. Ætli menn sér aö taka eitt verkefni fyrir og leggja allt kapp á að leysa úr þvi, mega þeir vita, að það hefur áhrif á hitt, hvort önnur aðkallandi þjóðfélags- vandamál verða leyst eða ekki. Reyni menn að gera fyrirtæki öflugri án þess að sjá svo um, að hið almenna hagkerfi eflist, t.d. á opinberu sviði, vofirsú hætta yfir, að atvinnuleysi aukist. Reyni menn að gera vatnsföll og andrúmsloft hr.inna, hlifa náttúrunni, án þess að leysa jafn- framt vandamál atvinnustaða og umhverfis, leiðir það einnig af sér erfiðleika. Við ætlum að halda áfram við að færa út yfirgripsmikla áætlanagerð. Um þaðgerði þingið ályktun. Við ætlum að auka lýð- ræði á vinnustöðvum, bæði já inu opinbera og hjá einkaaðilum. Um það gerði þingið ályktun. Að baki þessari stefnu stendur sameinuð verkalý ðshrey fing. Þessi framkvæmdastefna er samslungin lýðræðisjafnaðar- stefnunni. Henni verður ekki komið i framkvæmd svo að gagn sé að nema með faglegu og pólitisku samstarfi. 1 hugsun og fram- kvæmd eru jafnaðarmanna- flokkurinn og verkahreyfingin nástæðari hvort öðru en ef til vill nokkru sinni fyrr. (framhald i næsta blaði) ALÞYÐUFLOKKSFELAG REYKJAVIKUR AUGLYSIR FJOLSKYLDUFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR Alþýðuflokksfélag Reykjavikur auglýsir viku sumarleyfisferð til Kaupmannahafnar í sumar. Öllu alþýðuflokksfólki er heimil þátttaka í þessari ferð svo og fjölskyldum þeirra. Eneru nokkursæti laus. Brottfarardagurinn er hinn 8. ágúst n.k. en komudagur heim hinn 15. ágúst. Fargjöld eru sérstaklega hagstæð og verður reynt að útvega ódýrt gistihúsnæði i Höfn fyrirþá, sem þess óska. Farnar verða skemmtiferðir um borgina svo og til Svíþjóðar meðan á dvölinni stendur. Allar nánari upplýsingar um þessa glæsilegu sumarleyfisferð fjölskyldnanna eru gefnar á skrif- stofum Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu kl. 1-5 alla virka daga nema laugardaga. Simar: 15020 og 16724. Nú er hver siðastur að láta skrá sig til fararinnar. Áhugafólki skal sérstaklega á það bent, að tíminn er alveg að renna út, sem við höfum til ráðstöfunar til þess að ganga frá hótelpöntunum erlendis fyrir þá, sem óska hótelgistingar. Stjórn og ferðanefnd. I SOL OG SUMRI í K.HÖFN! Fimmtudagur 26. júli 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.