Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 7
Eykst þorskurinn eftir 1975? Þorskstofninn hefur farið minnkandi nú ár frá ári og er mikið af fiski undir meðallagi. Þvi eru likur á þvi, að þorsk- aflinn fari minnkandi næstu 2 árin. 1975 má þó vænta þess ab aflinn aukist aftur, þvi stofn- inn frá 1970 mun vera nokkuð sterkur; þá má lika gera ráð fyrir sterkum göngum frá Grænlandi. Ýsustofnarnir frá 1970 og ’71 munu vera sterkir og má þvi búast við aukinni veiði á næstu árum. Risaþotan þriggja ára Um þessar mundir hafa Boeing 747 risaþoturnar verið i áætlunarflugi i þrjú ár, en á þeim tima hafa þær flutt hvorki meira né minna en 35 milljónir farþega, en það myndi jafngilda þvi að hver einasti tslendingur hefði farið 185 ferðir i Jumbo á þessum tima. Ofangreindar upplýsingar er að finna i innanfélagsblaði BOAC flugfélagsins. Þar segir að vélar þessar fljúgi nú að meðaltali sex milljónir milna á viku og flytji 390 þúsund far- þega. Togararnir hörfa undan hafísnum Ishrafl á Halamiðum hefur gert togurunum lifið leitt að undanförnu. Hafa þeir i mörg- um tilfellum orðið að hörfa undan isnum. Páll Bergþórsson verðurfræðingur sagði i gær, að óvenjulega mikill is væri á þess- um slóðum miðað við árstima, um 35sjómilur frá landi. Aftur á móti væri minni is norðan við land en venjulega. lsinn hefur, einnig sinar góðu hliðar, þvi honum fylgir oft góð íiskigegnd. Hefur afli verið ágætur á Halamiðum að undan- förnu. SVIPMYND Fólk er ekkert að trúlofa sig núna yfir háannatímann Sumarið er slakur timi fyrir þá, sem selja trúlofunarhringa, að þvi er verzlunarstjórinn hjá skartgripa*verzluninni Gulli og silfri sagði við Alþýðublaðið i gær, og það er engu likara en fólk gefi hringakaupum fri yfir aðal sumarleyfatimann. Þó sagði verzlunarstjórin', að alltaf reyttist eitthvað út af hringum öðru hvoru. Aðal sölutimi trúlofunar- hringa er fyrir 17. júni og ára- mótin, en nokkuð selzt einnig fyrirpáska. Hinsvegar má gera ráð fyrir, að drög séu lögð að trúlofunum þessar vikurnar, og áhrifanna geti farið að gæta á hringasölu um áramótin næstu eða páskana, Þennan rólega tima notfæra eigendur Gulls og silfurs til að undirbúa auglýsingastriðið i vetur, og er m.a. verið að undir- búa gerð nýrrar auglýsingar, ,,þvi sú gamla er ekkert sniðug lengur”, eins og verzlunarstjóri Guíls og silfurs sagði við Alþýðublaðið. agó stríðir í ströngu slapandi vangafyllnanna minnir hann mest á blóðhund. Og hann er vinnuþjarkur svo að af ber — getur keppst við hvildarlaust i sextán til átján klukkustundir i sólarhring, þegar honum biður svo við að horfa. Daley er fæddur i þennan heim i irska verkamanna- hverfinu á bak við sláturhúsin, en það hverfi er talið lakasta óþverrahverfið i gervöllum Bandarikjunum. Þarna bjuggu öreigar af að minnsta kosti tiu ólikum þjóðflokkum — að visu allir kaþólskir — en lögðu þó skefjalaust hatur hver á aðra, þannig að sá sem á annað borð nær þar fimmtán ára aldri, hefur tileinkað sér fyllstu leikni i að berjast af hörku fyrir tilveru sinni. Daley byrjaði ungur að vinna i sláturhús- unum, og ekki var hann gamall, þegar hann komst i tæri við stjórnmálin. Starfsorka hans og dugnaður er með viðlika fádæmum og skefjalaus hollusta hans við demókrata- flokkinn og kaþólsku kirkjuna. Jafnframt þvi sem hann þrælaði i sláturhúsunum, stundaði hann á kvöldin nám við menntaskóla og háskóla, og náði lögfræði- prófi eftir ellefu ára nám. Þeirsem meta borgarstjórnir i framkvæmdum telja Daley einhvern bezta borgarstjóra i Bandarikjunum, en það telur hann tvirætt hrós. Daley er maður, sem gerir miklar kröfur til sjálfs sin hvað heiðarleika snertir, en um leið er hann alinn upp i gerspilltu pólitisku and- rúmslofti. Þegar hann tók fyrst við borgarstjórastöðunni árið 1955, var öll stjórn borgarinnar gerspilt og rotin, enda framá- mennirnir örgustu þorparar, og ekki nein leið að koma neinu fram nema með mútum. Vegna þessa voru öll stærstu atvinnufyrirtækin að búa sig undir að yfirgefa borgina, en Daley studdi þau með ráðum og dáð, og fékk þannig stöðvað flótta þeirra. Hann réði til starfa færustu sérfræðinga varðandi skipulag og hönnun stórborga, þá er völ var á i Bandarikjunum, efldi og full- komnaði alla þjónustu af hálfu hins opinbera og hamaðist við tröllauknar byggingafram- kvæmdir og akbrautalagningu, sem óður væri. Þó að nokkrir af forverum „Rikarðar kóngs” hafi látið eftir sig milljónir dollara, þegar þeir létust, býr hann enn i litlu einbýlishúsi i fátækrahverfinu, þar sem hann var fæddur og uppalinn, og lætur börn sin sækja skóla þar i hverfinu. Árslaun hans hafa frá upphafi numið 35.000 dollurum — og aldrei verið tninnzt á hækkun. Einhver kann að lita á þetta sem tilraun til að hvitþvo mann, sem heimsblöðin hafa dæmt óvægilega. En við skulum hafa það hugfast, að það er dálitið annað að standa i pólitiskri baráttu i glæpakóngaborginni Chicagó en einhverjum smábæ á Norðurlöndum. Daley hefur margt vel gert fyrir borg sina, en hitt er svo annað mál, að hann hafi ekki gert nóg. Og eins er það, að spillingin, sem hann barðist sem harðast gegn og reyndi að uppræta, hefur náð þar bólfestu á nýjan leik, og ógnar nú senn bæði borgar- stjóranum og efstu „bossunum” með viðurhlu ta m iklum hneykslismálum, en það er lika annað mál. Spillingin og hneykslismálin I Banda- rikjunum eru ekki lengur sér- kennandi fyrir Chicagó — það sýna Watergate-hneykslin, þar sem leitarljósin beinast jafnvel að sjálfum forsetanum. Og vissulega er Daley „þrjótur og fantur” þegar þvi er að skipta. En aðrir eru honum verri, og meðan ekki er heldur völ á neinum betri, halda menn sig að honum. Það sýndu kosningaúrslitin i april i fyrra, svo ekki verður um villzt. mla látt- ikka gefa rma ilka, upp I. i Eng- igelsi, ur um t sinni i hann i hann irpinu. mlega a ekki n hélt hann aka til thiisið ir, þar kæran ,,ósið- starfa vinna lálf er iina er fyrir á ill hún ex eða 1 Eng- nynda- únni. □ SÓLARFUNDUR Þessa dagana sleppir enginn möguleikanum á þvi að vera úti i sólinni — stundarkorn ef ekki vill betur. Þetta gerðum við Iika. i fyrradag, og i stað þess að híma eftir hádegið inni i skugg- anum héldum við hinn daglega ritstjórnarfund á blettinum fyrir framan Bandsbókasafniö. ENDA VARD gestkvæmt hjá okkur á þeim fundinum. Verst var að þurfa að fara inn aftur. En það er bara að vona að það fylgi fleiri sólardagar. ÍÐHERRANNA VILL NÚ IP SKIKKANLF.fi STÚLKA Fimmtudagur 26. júlí 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.