Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 10
IÞ ROTTIR HREINH 19 M? Hreinn sterki Halldórsson af Ströndum varpaði kúlunni i fyrsta sinn yfir 18 metra nú I vik- unni eða 18,18 metra. Geröist þetta á innanfélagsmóti á Mela- veilinum gamla. Hreinn sýnir framfarir með hverju móti, og ekki er óliklegt aö nýtt islands- mct sjái dagsins Ijós, og jafnvel að Hreinn varpi kúlunni yfir 19 metra. Met Guðmundar Hermannssonar i greininni er 18,48 metrar, svo nú skortir Hrein aðeins 30 sentimetra i metið. i fyrra gekk Hreini illa lengi sumars, en undir lok sumarsins tók hann stórstigum framförum, og varpaöi lengst 17,99 metra. Nú tekur Ilreinn við sér heldur fyrr, og ómögulegt að segja hvað hann gerir i sumar. Þeir sem til þekkja, segja aö Hreinn eigi auð- vcldlega aö geta kastaö yfir 20 metra. FRAM KOMST ÁFRAM Fram tryggði sér sæti i 8-liða úrslitum bikarkeppni KSl i fyrra- kvöld, með 5:1 sigri yfir Haukum á Laugardalsvellinum. Knatt- spyrnan sem liðin sýndu var heldur bágborin, og ekki i likingu við veðrið sem var sérstaklega gott i fyrrakvöld. Fyrsta mark leiksins gerði Jón Pétursson, sem lék miðherja i þessum leik. Atli Jósefsson breytti stöðunni i 3:0, en annað markanna skoraði hann með hjálp varnarmanns Hauka. 1 siðari hálfleik bættu Fram- arar enn við tveimur mörkum, og voru þeir Jón og Atli þar að verki einnig. Staðan var orðin 5:0, en siðasta orðið i leiknum átti Loftur Eyjólfsson fyrir Hauka, og loka- staðan varð 5:1. Þar með hafði Fram tryggt sér áframhald i keppninni ásamt FH, sem sigraði Þrótt N 2:0 á sunnudaginn. 2.fl. kvenna Handknattleiksmót Islands i 2.fl.kv. 1973, utanhúss, verður haldið 10.—19. ágúst. Þátttökugjald er kr. 1.500.— Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 30. júli, ásamt þátt- tökugjaldi. Handknattleiksdeild Armanns, Pósthólf 7149, Reykjavik. BIKARKEPPNI KKI Bikarkeppni Körfuknattleiks- sambands Islands hefst i septem- ber. Þátttökutiikynningar þurfa að hafa borizt K.K.I. fyrir 10. ágúst. K.K.l. Valsmenn sækja að marki ÍBV f fyrri hálfleik, en án árangurs. (AB mynd Friðþjófur) ^ ENN TAPA BLIKARNIR STORT -FÁn ðVÆNT í BIKARNUM 1. deildar liðin stóð- ust öll atrennu liðanna úr neðri deildum i bikarnum i gærkvöldi. Úrslit leikjanna urðu þau að Vestmanna- eyingar unnu Val 1:0, Keflavik vann Breiða- blik5:0, Akureyri vann ísafjörð 2:1, KR vann Völsung:}:2 og Akranes vann Selfoss 3:2. Þá er aðeins einn leikur eftir i 16 liða úrslitunum, Þróttur R og Vikingur leika á Melavellinum klukkan 20 i kvöld. Leikur Vals og ÍBV varð ekki sú skemmtun fyrir áhorfendur sem reiknað var með hjá tveim- ur svona sókndjörfum liðum. Það var einkum fyrri hálfleik- urinn sem var slakur. Undir lok hálfleiksins lifnaði aðeins yfir liðunum, og sóttu Eyjamenn heldur meira. En bezta tækifæri hálfleiksins fékk þó Valur er Jó- hannes Eðvaldsson skallaði að marki, en Arsæll Sveinsson i marki IBV varði mjög vel. Þá var örn Óskaarsson bókaður fyrir ljótt brot. I siðari hálfleik færðist heldur fjör i leikinn, oft skall hurð nærri hælum við mörkin. Menn áttu hálfpartinn von á að leikur- inn myndi enda 0:0, og að annan leik þyrfti til. En undir lokið náðu Eyjamenn upphlaupi, örn Öskarsson gaf knöttinn fyrir, Tómas Pálsson skallaði að marki, og þar stóð nýliðinn Við- ar Eliasson og skallaði i netið mjöglaglega. Viðar er aðeins 17. ára, og þetta var hans annar leikur i meistaraflokki. Eyja- menn stóðust þar með fyrstu at- rennu bikarvarnarinnar, en þeir unnu i fyrra. I siðari hálfleik kom fyrir at- vik sem getur orðið Val afdrifa- rikt. Hermann Gunnarsson sparkaði þá af tilefnislausu i Þórð Hallgrimsson, og var Her- manni vikið af velli. Hann fær nú leikbann, jafnvel tvo leiki, og verður örugglega ekki með gegn IBK i toppuppgjörinu um næstu helgi i Keflavik. Yfirburðir ÍBK voru algerir gegn Breiðabliki, og vann liðið stórt, 5:0. Eru Blikarnir orðnir vanir þvi að fá á sig mörg mörk. Steinar Jóhannsson 2, Grétar Magnússon, Gunnar Jónsson og Karl Hermannsson skoruðu mörk IBK. Staðan i hálfleik var 2:0. A morgun verður fjallað um bikarleikina. — SS. ÞAÐ VERDUR ÞRAUTIN ÞUNG Eins og skýrt hefur verið frá fara fram undanúrslit Evrópu- hikarkeppninnar i tugþraut og fimmtarþraut kvenna hér i Reykjavik dagana 11. og 12. Iágúst. Keppt er i þremur riðlum en hinir riðlarnir verða i Inns- bruck i Austurriki og Sofia i Búlgariu sömu daga. tJrslit keppninnar verða svo i Bonn Pl v HiSÉpl Þekkið þið þennan? Enskt blað lagði nýverið þessa þraut fyrir lesendur sina. Hver er þessi glaðlegi piitur? Hann varð átrúnaðargoð milljóna manna, og er enn vinsæll og virtur þótt hann sé farin að eldast. Hann hefur litrikan feril að baki. I Bretlandi, þar sem svo til hvert mannsbarn kannast við manninn, voru aðeins örfáir sem könnuðust við hann af myndinni. Ef þú getur ekki leyst gátuna, þá snúðu blaðinu á haus, og ef þú kemur andlitinu ekki fyrir þig samt, geturðu lesið nafn mannsins á iþróttasiðunni i gær. ''V.. Vestur-Þýzkalandi dagana 22. og 23. september. Hér i Reykjavík keppa eftir- Italdar þjóðir, auk Islands: Bret- land, trland, Frakkland, Belgia, Holland og Danmörk. Þessar þjóðir eiga margt af bezta afreks- fólki heims i fjölþrautum, má m.a. nefna Mary Peters, sem varð olympiumeistari i fimmtar- þraut i Munchen og setti glæsilegt heimsmet. Ýmsir tugþrautar- mannanna hafa og náð um og yfir 8000 stigum. Aðeins ein þjóðanna hefur sent skrá yfir keppendur sina en það •eru Frakkar. Keppendur þeirra eru, bezti árangur innan sviga og hvorttveggja er landsmet: Tugþraut: Yves Leroy (8140 stig) Jean-Pierre Schoebel (7577) Michel Lerouge (7535) Frédéric Roch (7524). Fimmtarþraut kvenna: Marie-Christine Wartel (4432 stig) Florence Picaut (4229) Odette Ducas (4165) Martine Fenouil (3933). Þriggja mann dómnefnd er og væntanleg frá Evrtkpusam- bandinu, en slikt gerist ávallt á slikum mótum. Formaður nefndarinnar er Professor Dr. Georg Wieczisk, formaður Austur-þýzka Frjálsiþróttasam- bandsins. Hinir dómnefndar- mennirnir eru Juan Manuel de Hoz, Spáni og Jean Frauenlob frá Sviss. Fimmtudagur 26. júli 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.