Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 3
ÞAO NÝJASTA I VAXTASTRÍDINU: ADEINS EINN SKARST ÚR LEIK „Vegna villandi ummæla i dreifibréfum Félaga matvöru- kaupmanna og kjötverzlana dags. 2. og 10. júli, vill félagið taka fram, að Björgvin Schram, heildverzlun, reiknar viðskipta- vinum sinum vexti i samræmi við samkomulag frá 17. mai s.l., ef um lánsviðskipti er að ræða. Ummæli i dreifibréfi FM og FK frá 10. júli um að „hiklaust megi segja, að krafa þeirra um vexti sé úr sögunni” eru þvi algjör- lega úr lausu lofti gripin og hafa ekki við nein rök að styðjast. Einnig viljumvið taka fram að H. Benediktsson hf. og Smjörlíki hf. reikna viðskiptavinum vexti skv. áðurnefndu samkomulagi frá 17. mai, þó svo að vextir séu innheimtir siðar. Þá skal á það bent, að nú eru 22 matvöru- og snyrtivörufyrir- tæki aðilar að áðurnefndu sam- komulagi og hefur þvi aðeins eitt fyrirtæki skorizt úr leik, þ.e.a.s. Halldór Jónsson heild- verzlun hf. en hann hafði undir- ritað samkomuiagið með fyrir- vara. Við teljum að hið rétta i mál- inu eigi að koma fram og þvi er bréf þetta sent af áðurnefndu tilefni. Með kveðju, Skrifstofa F.l.S.” FERDALQK ANNO 1973? Gárunginn, scm liengdi þctta upp hefur trúlega ekki verið i skáldlegum hugleiðingum, en samansetningin gefur óneitan- lega tilefni til liugleiðinga um biðstöðvar á hringferð Iifsins. Fjölskylda mín 12 manna ;fjölskyldur hafa enga úrlausn fengið, þar á meðal fjöl- skylda Kristins. Þeir einir fengu úrlausn sem höfðu mjög erfiðar fjárhagsaðstæður, en Jóhann sagði að Kristinn teldist ekki i þeim hópi, þvf að laun Kristins _hjá Viðlagasjóði næmu 880 þús- und krónum fyrstu 16 vikur ársins, eða 55 þúsund krónum á viku. Þá býr fjölskylda Kristins . 'i' þriggja herbergja ibúð á -Reykjavikursvæðinu. Varðandi stærð fjölskyldu Kristins, sem hann segir i frétt blaðsins i gær vera sex manns, vildi Jóhann gera þá athuga- semd, að þar væri talinn með tilvonandi tengdasonur Kristins og barn dóttur hans, sem enn væri ófætt. Slikt gæti nefndin ekki tekið til greina við út- hlutun. ALFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER 0 SAMVINNUBANKINN V!PPU - BltSKÖRSHURÐIit Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 snri Aðrar stærðir . smíðaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 LYFJANEYZLA HÚSMÆÐRA STAFAR EKKI AF LEIÐINDUM Sú kenning að húsmæðrum i Bandarikjunum leiðist svo störf sin að þær leiðist út i lyfjaneyzlu hefur nú verið afsönnuð. 29% húsmæðra i Bandarikj- unum neyta lyfja að staðaldri og að þvi er fram kemur i nýlegri rannsókn gera þær það ekki vegna leiðinda, heldur vegna f járhagsörðugleika. IHALDID „FLOKKUR ALLRA STÉTTA" Nú hafa margir ihaldsmenn i Bretlandi stungið upp á þvi i fúlustu alvöru að vændiskonum verði leyfð innganga i Ihaldsflokkinn, enda mun ekki veita af. Það yrði mjög hagkvæmt, þvi þá væri kannski hægt að halda hneykslismálun- um leyndum innan flokksins Framámenn flokksins hafa ekki lýst opinberlega yfir ánægju sinni með þessa nýju hugmynd. ÚR FÖTUNUM ER ÞÚ ÁTT EKKIFYRIR MATNUM Veitingamaður einn i Danmörku hefur nú fundið nýja aðferð til að meðhöndla þá gesti, sem ekki geta eða vilja borga. Hann lætur þá ekki þvo upp eða eitthvað i þá áttina, heldur afklæðir hann gestinn sinn blankan og fleygir honum siðan út á götu. Lögreglan hefur nú gripið i taumana Ferðafólk takið eftir! Hótel Höfn Siglufirði. Simi 71514. HÓTEL HÖFN Siglufirði lætur yður i té gistingu, heitan og kaldan mat allan dag- inn, kaffi, smurt brauð og kökur á öllum timum. Athugið, að Siglufjörður er kominn i þjóð- braut. Allir gegnum göngin i góðviðri Siglufjarðar. Esso-Nesti við Torfnesveg, ísafirði. — Simi 3574. Afgreiðsla fyrir: Fólksbilastöð sími3418 Vörubilastöð simi 3019 Esso-benzin, gasolia og smuroliur. Axtlas-, og Holtsbilavörur. Weed-snjókeðjur og keðjuhlutar. Tóbak, sælgæti og heitar pylsur. Kex, kvensokkabuxur, vinnuvettlingar, filmur og fleira. Bifreiðastöðin Bæjarleiðir Langholtsvegi 115. SÍMI 33500 TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLAN BÆ ALLAN SÓLARHRINGINN. Frá Útibúi Landsbankans á Akranesi Tilkynning um breytingu á simanúmeri útibúsins: Fra 27. júli 1973 verður simanúmerið 2333 (5 linur) Landsbanki íslands Útibúið á Akranesi Fimmtudagur 26. júlí 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.