Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.07.1973, Blaðsíða 4
FHA JFLUC.FElLAC.I/VU Frá mönnum og málefnum Skandi- navískan í munni okkar Sá ósiður hefur löngum við- gengizt i samskiptum okkar við frændþjóðirnar að tala skandinavisku, það er sam- bland af norsku, sænsku og dönsku. Enginn veit hvaðan sú kvöð er runnin tslendingum i fang að tala eitthvað anhað en islenzku á norrænum manna- mótum, þegar frændur okkar tala sitt móðurmál, og öllum er gert að skilja. Það er stundum verið að hlæja að þjóðum eins og Rússum og Frökkum, sem staðfastlega neita að tala annað en móðurmál sitt á fjölþjóða- mannfundum, og krefjast þess að slikir mannfundir hafi á að skipa túlkum, sem sjái um þá hlið málsins, er lýtur að því að gera þá skiljanlega. Fulltrúa þessara þjóða mundi ekki varða, þótt enginn túlkur væri til að snúa máli þeirra. Þeir myndu tala samt, óskiljanlegir öörum. Hér þætti það sjálfsagt fordild aö fara að kref jast túlka á nor- rænum mannfundum, en íslend- ingar eiga að hætta þessari skandinavisku sinni. Hún fer þeim ekki vel i munni, og mál sitt rpyndu þeir flytja með ólikt meiri glæsibrag, ef þeir töluöu á fslenzku, sem siðan væri þýdd jafnóðum. Þannig héldu þeir fullkomlega virðingu sinni. 1 staðinn klæmast þeir á Norður- landamálunum eins og vixlaðir hestar. Við getum öll gert okkur i hugarlund hvernig er að heyra langa ræðu útlendings, sem reynir að tala á islenzku. Ambögurnar, áherzlurnar og hreimurinn gerir mál hans mjög óáheyrilegt, jafnvel þótt hann sé allgóður i islenzkunni. Og það er einmitt þannig mál, sem Islendingar hafa vanið sig á að tala á norrænum mótum. Það er raunar mesta furða, af hve mikilli alvöru frændur vorir hafa hlustað á þá. Það er mál til komið að gera breytingu á þessu. A næsta fundi Norðurlandaráðs á að tala á islenzku. Norðurlandaráð verður að kosta þvi til að hafa túlka. Menn geta svo æft sina skandinavisku yfir glasi á eftir. VITUS LIR UG SKAHIGKIFIR KCRNELÍUS JONSSON SKÖLAVÖRÐUSI l(J 8 BANKASIRí TI6 ih*)88 • teooo j Askriftarsíminn er ! 86666 Staða fræðslustjórans i Reykjavik er laus til umsóknar. Starfið veitist frá 1. október 1973. Laun samkv. kjarasamningi borgarinnar og Starfsmannafélags Reykjavikurborg- ar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist skrifstofu borgar- stjóra fyrir 17 ágúst n.k. Reykjavik 25. júli 1973. Borgarstjórinn i Reykjavik. Skólastjóra vantar að Alþýðuskólanum Eiðum, umsóknarfrestur til 5. ágúst. Upplýsingar i menntamálaráðuneytinu og hjá Sigurði Blöndal, Hallormsstað. Skólanefndin. BORGARNESHREPPUR óskar að ráða starfsmann. Hér er um að ræða starf gjaldkera og fulltrúa sveitar- stjóra. — Starfið er fjölbreytt og gefur hæfum umsækjanda góða möguleika á að kynnast flestum þáttum sveitarstjórnar- málefna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, sendist skrifstofu Borgarneshrepps, fyrir 1. ágúst n.k. Nánari upplýsingar gefur undirritaður i sima 2707 i Borgarnesi. Sveitarstjórinn i Borgarnesi. Lausar stöður Tvær kennarastöður við Menntaskólann á Akureyri önnur i islenzku, en hin i lifefna- og efnafræði, eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum umsóknum um menntun og starfsferil sendist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vik, fyrir 25. ágúst n.k. — Umsóknareyðu- blöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 25.júli1973. UTBOÐ Vatnsveita Neskaupstaðar óskar eftir til- boðum i gerð 600 rúmmetra vatnsgeymis og lokahúss úr steinsteypu ásamt tilheyr- andi lögnum. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrif- stofunum i Neskaupstað og Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen sf., Ármúla 4, Reykjavik gegn kr. 3.000.00 skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofunum i Neskaupstað þriðjudaginn 14. ágúst 1973 kl. 11 f.h. Bæjarstjóri. Afgreiðslumenn óskast Flugfélag íslands óskar að ráða tvo afgreiðslumenn til starfa i farþega- afgreiðslu á Reykjavikurflugvelli. Verzlunarskóla- eða Samvinnu- skólamenntun nauðsynleg. Umsóknareyðublöðum, sem fást i skrifstofum félagsins, sé skilað til starfs- mannahalds i siðasta lagi föstudaginn 6. ágúst n.k. FLUCFELACISLANDS RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða sálfræðings við GEÐDEILD BARNASPÍTALA HRINGSINS er laus til umsóknar og veitist frá 1. okt. 1973. Staða FÉLAGSRÁÐGJAFA við GEÐDEILD B ARNASPÍTALA HRINGSINS er laus til umsóknar. 2 stöður AÐSTOÐARLÆKNA við KLEPPSSPÍTALA eru lausar til umsóknar. önnur veitist frá 1. sept. 1973, en hin frá 1. okt. 1973. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf, sendist stjórnarnefnd rikisspital- anna, Eiriksgötu 5, fyrir 1. sept. 1973. Reykjavik 24. júli 1973 SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA EIRlKSGÖTU 5.SÍM111765 Ferðafélagsferðir Föstudagur 27. júli kl. 20 Landmannalaugar — Eldgjá — Veiðivötn Kerlingarfjöll — Snækollur — Hveravellir Hvítárvatn — Karlsdráttur (bátsferð á vatninu) Nýidalur — Tungnafelssjökull Laugardagur kl. 8. Þórsmörk. Sumarleyfisferðir 28.-31. júli. Ferð á Vatnajökul (Ekið á „Snjóketti”) 28. júli - 2. ágúst. Lakagigar — Eldgjá — Landmanna- laugar Ferðafélag tslands, öldugötu' 3. Símar 19533 ig 11798. Islenzki dansflokkurinn Stjórnandi: Alan Carter, sýnir i Félags- heimili Seltjarnarness, næstu sunnudags- og fimmtudagskvöld kl. 21.15. Miðasala opin frá kl. 19 sýningardagana. Pantanir i sima 22676. o Fimmtudagur 26. júlí 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.