Alþýðublaðið - 04.08.1973, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 04.08.1973, Qupperneq 2
HANNA OG KNUD SVARA Öttast að skurðaðgeröin muni eyðileggja líf hans gersamlega Strangari reglur varðandi knattspyrnu kvenna Kæri Knud Lundberg. Ekki fæ ég með nokkru móti skilið að þú, sem ann- ars ert mesti skynsemdar- maður, skulir vera þvi meðmæltur að stúlkur leiki knattspyrnu. Það er áreiðanlega leitun að öilu ókvenlegra athæfi. Og vesalings stúlkurnar hljóta að hafa varanlegt tjón af að iöka þessa i- þrótt, þar eö hún er allt of harkaleg fyrir þær. Með beztu kveðjum. g.k. Kæri g.k. Þarna er afstaða min sú sama, eins og á mörgum sviðum — til dæmis frjáls- ar fóstureyðingar — að þessu verði stúlkurnar sjálfar að ráða. Að' sjálfsögðu er mér ekki ókunnugt um iþrótta- greinar, þar sem stúlkur njóta sin betur — og eru mun kvenlegri, en þegar þær leika knattspyrnu. En það sem úr sker hlýtur að vera það, hvort þær hafa sjálfar ánægju af þvi. Og það geta ekki aðrir en þær sjálfar vitað. Aftur á móti hlýt ég að vera þér samþykkur það er snertir aö stúlkum er meiri hætta búin i knatt- spyrnu heldur en piltum — liðamótum þeirra er hætt- ara við meiöslum, vegna þess að þau eru veik- byggðari, og vegna þess að á þeim hvilir tiltölulega meiri þungi. Og enn er það, að lengra bil er á milli mjaðmarliöa stúlkna en pilta. Það ætti þvi að setja strangari reglur i kvenna- knattspyrnu hvað snertir hrindingar og áhlaup. Helzt að banna þessháttar með öllu. En hvort stúlkur eigi að iðka knattspyrnu eða ekki — þvi verða þær sjálfar að ráða, þrátt fyrir meiri hættu á meiðslum i hnjám- og öklaliðum. Beztu kveðjur. Knud Lundberg. Kæru Hanna og Knud Lundberg. Það hefur verið gerð skuröaðgerð á manninum minum, meinæxli skorið úr endaþarmi hans, og telja læknarnir að sú aðgerö hafi verið fram- kvæmd i tæka tið. En af þessu leiðir að gera verður endaþarminum annað op, sennilega i náranum. Og ég kviöi þvi að þannig geti hann ekki lifað. Hann hefur alltaf verið mjög viðkvæmur hvað allt hreinlæti snertir. Hvað mér sjálfri viövikur, breytir það engu, ég hef eiskað hann iþrjátiuár, og þaö, hvar endaþarmur hans opnast, mun ekki draga á neinn hátt úr ást minni. En ég óttast að þaö kunni að eyðileggja lif hans gersamlega. Og þó að ég vilji að sjálf sögðu hjálpa honum á allan hátt, veit ég ekki hvernig ég á að fara að þvi. Getið þið ekki hjálpað mér? Einlægar kveðjur. R.B. Kæra R.B. Jú, þaðgetum við. En þó eru aðrir færari um það f þessu landi er fjöld- inn allur af fólki, sem gengizt hefur undir slika aögerð. Vafalaust einhver sem þú umgengst, þó að þúhafirekki minnsta grun um það. Þá eru það lika félags- samtök, sem reynast munu fús að liðsinna manni þinum. Þau gefa út ágætt smárit, sem veitir fjölda leiðbeininga um hverníg þið eigið að haga ykkur. Það er svo vel ritað, að ég ætla að birta hérna fyrstu málsgreinarnar. „Ef þér misstuð fót eöa auga, þá væruð þér til- neyddur til að haga lifi ýðar samkvæmt þvi, og það mundi yður lika eflaust takast. „Nú hafið þér hinsvegar einungis orðið að undir- gangast skurðaðgerö á endaþarmi — við segjum „einungis” — og þér verðið einnig að haga yöur samkvæmt henni. Það er i sjálfu sér alls ekki svo erfitt. Við vitum um hvaö við erum að tala þar. „Þessi aðgerð hefur það i för með sér að enda- þarmsopið verður i náran- um. Það lætur óþægilega i eyrum — það fannst okkur að minnsta kosti lika i fyrstu, þegar eins var komið fyrir okkur og yður nú. Þá fannst okkur, sem erfitt mundi vera aö lifa eðlilegu lifi eftir þetta —, en höfum nú hinsvegar komizt að raun um, að það er harla auðvelt, ef maður hagar sér skynsamlega. „Og við erum, semsagt, um 25.000 til 30.000 talsins, sem bregöumst skynsam- lega við slikum vandkvæð- um daglega”. Ollu betur verður það naumast orðaö. Með beztu kveðjum. Hanna og Knud Lundberg. Sonur okkar er hirðulaus Við eigum son — 14 ára siðborning, sem okkur þykir ákaflega vænt um en hann er svo hræðilega hiröulaus. Hann hefur sitt eigið herbergi, en þar inni hjá honum er allt á tjá og tundri, bækurnar út um allt gólf og enginn hlutur á sinum rétta stað. Og þaö má skrifa á bókahillurnar, svo þykkt er ryklagið. Hann heldur þvi að visu fram sjálfur, að hann viti hvar hvern hlut er að finna. En mér finnst það lita svo hræði- lega illa út. Það getur ekki verið til of mikils mælst að hann haldi sjálfur öllu i röð og reglu i herberginu sinu. Það er oft rétt ?ö mér komið að fara þar inn og taka til og búa um rúmið hans, þurrka rykið af hill- unum og þar fram eftir götunum, en ég hef getað haldið aftur af mér, enn sem komið er. Hvaða aðferð á maður að beita til að kenna hon- um vott af reglusemi? Hann er þrifinn vel með sjálfan sig, en þó nennir hann til dæmis ekki að bursta skóna sina. Ahyggjufull móðir. Kæra áhyggjufulla móðir. Frá okkar sjónarmiði er það mikilvægara hvernig gagnast að hlutunum en hvernig þeir lita út. Hafi hann i rauninni sina vissu reglu á hlutunum, mundum við ekki hafa á- hyggju af þvi þó að aðrir skilji ekki neitt i þvi kerfi hans. Og rykið á hillunum finnst okkur, satt bezt að segja, ekki neitt ógnvekj- andi. Við höfum yfirleitt eytt allt of miklum tima i að þurrka ryk, fága dyra- húna og silfurmuni. Nú eru framleidd hnifapör, sem aldrei þarf að fága, og þess veröur varla langt að biða að skór komi á mark- aðinn, sem aldrei þarf að bursta. Það er fram úr hófi ófrjó iðja aö bursta skó. Það er skoðun okkar, að áhyggjur yðar séu að á- stæðulausu. Kannski fer hann að sýna herbergi sinu meiri sóma, þegar hann fer að bjóða stúlkum heim. En jafnvel þó að það komi ekki til með að breyta neinu finnst okkur engin ástæða sé til að skapa sér áhyggjur, þess vegna. Hanna og Knud Lundberg. Hormónaviöbót — eða uppbót? Kæru Hanna og Knud Lundberg. Ég hef séð minnzt á Mestoranum-töflurnar i nokkrum greinum, og þá einnig i pósthólfi ykkar, og við höfum rætt um þær fram og aftur, vinnufé- laganir. Eru þær viðbót við eðlilega hormónafram leiðslu likamans, eða uppbót, og er þá átt við að hin eðlilega hormóna- framleiðsla stöðvist? Eða er manni óhætt að taka þessar töflur inn til lang- frama, án þess að nokkrar aukaverkanir komi til greina? Beztu kveðjur. Tortrygginn. Kæri Tortrygginn. Mestoranum á ekki að hafa nein áhrif hvað snertir eðlilega hormóna framleiðslu likamans. Aftur á móti eru miklar deilur um gagnið af þessum töflum. Og að auki eru þær mjög dýrar. En það á ekki að vera bundið neinni áhættu að taka þær inn. Beztu kveðjur. Hanna og Knud Lundberg. ii""iii"i"i"i"»i»i|\/ia5i,rjnn mjnn Sggjr ekki aukatekið orð við mig Kæru Hanna og Knúd Lundberg Hvernig á ég að fara að við manninn minn, sem mér þykir i rauninni mjög vænt um. Hann talar aldrei orð við mig. Það hefur hann reyndar aldrei gert, ekki svo heitið geti að minnsta kosti. Ég tók það bara ekki eins nærri mér i fyrstu. Það er eiginlega ekki fyrr en nú, þegar börnin hafa flutzt að heiman, sem ég þrái að hafa einhvern að tala við. En það kemur naumast fyrir, að hann segi við mig aukatekið orð. A morgn- ana les hann dagblööin, sporðrennir morgun- matnum, kyssir mig á ennið og er farinn. Og þegar hann svo kemur heim frá vinnunni, þá hefur hann kvöldblaðið meðferöis, og sekkur sér ofan i það þangaö til við förum að borða. Eftir kvöldmatinn horfir hann svo stanzlaust á sjón- varpið. Það er þá helzt við kvöldverðarborðið að við skiptumst á nokkrum orðu, — reyndar er það þá ég, sem tala að miklu leyti við sjálfa mig. Það getur bókstaflega ekki átt sér stað að hann hafi minnsta áhuga á mér, þegar hann nennir ekki einu sinni að segja viö mig stakt orö, auk heldur meir. Að öðru leyti liður okkur vel, og það er ekki fyrr en nú, sem ég tel mig vita það með vissu að honum standi gersamlega á sama um mig, en ef til vill hefur það verið þannig lengi, þó að ég hafi ekki veitt þvi athygli. Hvað á ég að taka til bragðs? er ekki tilgangs- laust að vera að hanga i hjónabandi við mann, sem aldrei segir við mann aukatekið orð? Ég bið þess með óþreyju að heyra hverju þið svarið. Með beztu kveðjum. Vanrækt húsmóðir. Kæra vanrækta húsmóðir. Þökk fyrir bréf þitt. Við áíitum að þú megir pakka þinum sæla fyrir ágætt hjónaband. Það eru fæstar, sem liðið hefur jafnvel með eiginmann- inum i svo mörg ár — nema þetta, að hann er helzt til fámæltur. Honum finnst aftur á móti eflaust að þú sért helzt til margmál. Við álitum það innibyggður mismunur á körlum og konum, að konur segi fleira en karlmenn — og njóti þess meira. Það væri ekki heldur svo einkennilegt. 1 öll þau tug- þúsund ár, sem við höfum mátt mæla, þá hafa kon- urnar kennt börnunum að tala. Þú ert fædd með for- sendunum. Tungu, sem leikið getur hinar merki- legustu hreyfingar i sam- vinnu við stórheila, sem tvinnar saman hljóð og hugtök. Við verðum blátt áfram að láta okkur það lynda, að karlar og konur eru oft harla ólik á einmitt þessu sviði. Aðhvemikluleyti sá mismunur er erföur, eða aö hve miklu leyti til- einkaður, breytir i raun- inni harla litlu, ef til árekstra dregur. Þú getur þvi fyrst og fremst huggað þig við það, að ekki er það af þvi að maöurinn þainn hafi misst áhuga á þér, að hann er svona fátalaður við þig. Hann er einungis fátalaðri en þú sjálf. Þú veröur sennilega að láta þér lynda það, að fróðleiksfýsn hans og for- vitni er meiri en frásagnarlöngunin. Þar af kemur þessi stöðugi dag- blaðalestur. En vekir þúnúj athygli hans á þessum mismun á ykkur, einhvern tima við kvöldmatar-| borðið, þegar þið ræðizt viö, og þú ferö þess á leit við hann að hann dragi úr þeim mismun og tali oftar og meira við þig, þá er mjög liklegt að hann fallist á það. Kannski hefurðu lika vanið hann aö nokkru leýti af öllu tali við borðið, með þvi að tala stöðugt sjálf. Sé svo, þá ættirðu að gera þar breytingu á og leyfa honum að taka til máls endrum og eins. Tal er nefnilega þjálf- unaratriði, eins og svo margt annað. En sem sagt — þú mátt ekki með neinu móti álita, að hann hafi minni áhuga á þér, þó að hann tali minna en þú. Hann er bara öðruvisi gerður. Með beztu kveðjum... Hanna og Knud Lundberg. Laugardagur 4. ágúst 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.