Alþýðublaðið - 04.08.1973, Qupperneq 5
alþýðu
m
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
jstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
l'Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
[ Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf.
Kvikmyndum siðleysið
Enn berast nýjar fréttir af óverjanlegri fram-
komu Breta i islenzkri landhelgi. Nú er það
varðskipið Albert, sem brezka ljóninu þóknaðist
að sýna klærnar. Þetta var eins og áður leikur
ljónsins að músinni. Og enn gerðist það, að
ljónið gekk ekki heilt til skógar eftir áhlaup sitt
á músina.
Nánari tildrög þessa voru þau, að varðskipið
Albert var á siglingu tæpar 30 sjómilur
aust-norð-austur af Homi. Þá gerðist það, að
dráttarbáturinn Loydsman, sem er um 10
sinnum stærri en Albert, sigldi varðskipið uppi,
og þverbeygði inn á stjórnborðssiðu þess og
laskaði bóg skipsins. Til þessa þokkaverks
notaði Loydsman sér bæði stærð sina og að hann
er gangmeiri en Albert. Ekki fór þó svo, að
Loydsman kæmi óskaddaður frá þessu afreki
sinu. Hann dældaðist á um tveggja metra kafla.
Sannaðist þar hið fornkveðna: Sér grefur gröf,
þótt grafi.
Ekki virtist öðrum eftirlitsskipum hennar
hátignar bretadrottningar vera rótt, að vita
Loydsman standa einan og óstuddan i þessum
viðskiptum við Albert litla, þvi að stuttu siðar
komu bæði Andromeda F 57 á staðinn og eftir-
litsskipið Ranger Briseis. Það er kannski ekki
gott að standa einn og óstuddur i islenzkri land-
helgi og vita upp á sig skömmina af óhæfu-
verkunum.
Alþýðublaðið hefur áður krafizt þess, að reynt
yrði að hafa kunnáttumenn i kvikmyndatöku um
borð i varðskipunum. Þá væri hægt að taka
kvikmyndir af atburðum sem þessum og sýna
þær siðan i fjölmiðlum viðsvegar um heiminn.
Þannig væri hægt að sýna dæmin um ofbeldi
Breta á íslandsmiðum inn á heimilum viðs
vegar um alla veröldina. Þá myndi málstað
Islands aukast fljótt og vel fylgi á erlendum
vettvangi og allmenningur i ýmsum löndum
myndi verða þess hvetjandi að klærnar væru
klipptar af brezka ljóninu i þessum viðskiptum
þess við íslendinga. Og brezkur almenningur
væri vis til að risa upp og neyða brezku stjórnina
til að kalla dráttarbátana og eftirlitsskipin
heim, ef hann ætti þess kost að sjá með eigin
augum framferði landa sinna á miðunum við
ísland.
Krafan til islenzkra stjórnvalda i dag er þvi:
Meiri og betri upplýsingar um átökin i islenzku
landhelginni til erlendra fréttaaðila og til þess
að geta gert það sem bezt, þá að fá hæfa kvik-
myndatökumenn um borð i varðskipin, til þess
að taka skýrar og eftirminnilegar myndir af sið-
lausu ofbeldi Breta á sjónum umhverfis Island.
Örugg ökutæki
Fókið, sem ætlar út á þjóðvegi landsins á
bilum sinum nú um helgina verður að gæta þess
vel, að billinn, sem það ætlar á, sé i góðu lagi.
Umferðin um þessa helgi er feikimikil og slysa-
hættan alls staðar, ef menn ekki gá vel að sér og
hafa ökutæki sin i góðu lagi.
Undanfarna daga hefur lögreglan verið
önnum kafin við að taka úr umferð alla þá bila,
sem við skyndiskoðun virtust eitthvað vera úr
lagi.
En það kom lika i ljós, þegar farið var að lita á
þessi mál, að flest bilaverkstæði i borginni eru
lokuð vegna sumarfria. Það er alveg ótækt og
algert ábyrgðarleysi að loka fyrir þessa þjón-
ustu á tima mestu umferðar ársins. Auðvitað
verða bilaviðgerðarmenn að fá sumarleyfi eins
og aðrir, en það verður að vera skipulag á þvi
eins og öðru, þannig að allir taki ekki sumar-
leyfið á sama tima.
FRA JAFNAÐARMÖNNUM í SVIÞIOD:
LENNART GEIJER DÓMSMÁLARÁÐHERRA VERDUR FYRIR SVÖRUM
1.500 MILUÓNIR SÆNSKRA
r ••
KRONA TIL LOGGÆZLUNNAR
Hvert er viðhorf sósial-
demókrata við afbrotum?
Umræöurnar um afbrot og
refsingar einkennastoft af þvi, aö
þessi mál eru gerö miklu ein-
faldari en þau eru i raun og veru.
Fjöldi fólks ber ugg i huga vegna
afbrotahneigöar hinna ýmsu
manna i þjóöfélaginu. Þetta
finnst mér mjög skiljanlegt. Bæöi
i blööum og sjónvarpi blasa viö
augum manna fréttir og atburöir
um afbrot og ofbeldi viös vegar i
heiminkum. Og núna á þessum
siöustu árum hafa svo bæzt viö
nýjar tegundir afbrota, t.d. flug-
vélarán og margs konar ofbeldi
framiö i nafni pólitiskra skoöana.
Þaö er mjög eölilegt, aö þetta
veki ugg manna.
Þaö veröur aö berjast gegn af-
brotahneigöinni á mörgum vig-
stööum. Fyrirbyggjandi aögeröir
eru mikilvægar á stööum eins og i
skólum, atvinnulifi og i skipu-
lagningu þjóöfélagsins. Liti menn
nánar á orsakir afbrota hneigöar,
má oftast nær rekja rætur þeirra
til félagslegra vandamála. Þess
vegna megum viö ekki láta eins
og þessi mál séu bæöi einföld og
auöskilin, þegar þau ber á góma.
Mannleg mistök og mikill munur
á lifkjörum manna er höfuö-
ástæöan fyrir ofbeldi og afbrota-
hneigö.
Þaö er mikilvægt, aö hinar
ýmsu aögeröir á vegum stjórn-
málanna séu sem mest sam-
virkar og samhæföar. Þess vegna
hefur sérstök nefnd veriö sett á
laggirnar til þess aö samræma
allar aögeröir þjóöfélagsins i
þessum málum.
Þarf fleiri lögregluþjóna?
Aö vissu leyti má segja, aö þaö
sé þörf fyrir fleiri lögregluþjóna
til aö halda uppi lögum og reglu,
koma i veg fyrir afbrot og til þess
aö veita fólkinu þaö öryggi I sam-
félaginu, sem þaö á kröfu til. En
jafnframt veröum viö aö hafa i
huga, aö i sjálfu sér leysum viö
ekkert vandamál meö þvi einu aö
fjölga lögregluþjónunum.
A næsta fjárhagsári er gert ráö
fyrir aö greiöa 1.500 milljónir
sænskra króna til löggæzlunnar.
A fjórum árum hefur þessi upp-
hæö vaxiö um 600 milljónir króna
— fjármunir, sem notaöir eru til
þess aö ráöa fleiri lögregluþjóna
og til aö mæta launahækkunum
og ýmsum öörum kostnaöi vegna
útbúnaöar og aöbúnaöar lög-
reglunnar. Hver einstakur skatt-
borgari i Sviþjóö greiöir meira til
löggæzlunnar en stallbræöur
þeirra á hinum Noröurlöndunum.
Hvað hefurðu að segja
fólkinu/ sem óttast að vera
eitt á ferli á götunum í
Stokkhólmi?
Ég get lika vel skiliö þetta fólk.
1 raun og veru myndast vanda-
mál i öllum stórborgunum, hvar
sem er i heiminum. Þaö eru alltaf
einhverjir, sem leita til stórborg-
anna, til aö geta faliö sig i hinum
nafnlausa mannfjölda, sem þar
er. Stórborgirnar eru miskunnar-
laust umhverfi fyrir margan
manninn. Samt sem áöur þori ég
aö fullyröa, aö í umtalinu um of-
beldiö og háskann á götunum er
margt bæöi ofsagt og ýkt. Þess
konar afbrot eru ekki nærri þvi
eins algeng og fólk heldur eftir aö
hafa lesiö blööin eöa horft á sjón-
varpið.
En vissulega er þetta vandamál
þó fyrir hendi, sérstaklega hjá
löggæzlunni á hinum ýmsu opin-
beru stööum og þess vegna er líka
starfandi þingnefnd, sem fjallar
um, hvernig má auka öryggi
þegnanna á götunum, á neöan-
jaröar járnbrautarstööum og
viöar.
Þaö er engin lausn, aö fjölga
lögregluþjónunum. Þaö getum
viö séö i New York og öörum stór-
borgum, sem reynt hafa að fara
þá leiöina.
Sextugur í dag:
ELLERT ÁG. MAGNIÍSSON
1 dag er Ellert Ag. Magnússon
sextugur. Ellert hefur verið mjög
heilladrjúgur fyrir prentarastétt-
ina frá þvi aö hann hóf fyrst nám i
Félagsprentsmiðjunni 1. mai
1928. Auk.þess að vera til fyrir-
myndar öðrum prenturum um
þaö að skila vandaöri og góöri
vinnu við prentverkiö hefur hann
átt mikinn þátt i öllu félagsstarfi
stéttarinnar. Hann var ritari fé-
lagsins á árunum 1941 til 1944 og
formaöur 1959—1960. Hann átti
mikinn þátt I uppbyggingu sum-
arbústaöahverfis prentara i Mið-
dal I Laugardal. Starfaöi i stjórn
Byggingarsamvinnufélags prent-
ara á árunum 1944—1950. Hann
samdi, viö erfiöar aöstæöur, um
stofnun Lifeyrissjóös prentara
1959, þá sem formaður, og hefur
verið fulltrúi félagsins i stjórn
sjóösins frá upphafi og gegnt þar
ritarastörfum. Margvisleg önnur
störf hefur hann unniö fyrir
prentarastéttina og öllum skilaö
af fádæma vandvirkni og áhuga
fyrir velferö stéttarbræöra sinna.
Mér er sérstök ánægja að minn-
ast margra ára samstarfs okkar
bæöi i prentsmiöju og aö félags-
málum prentara.
Ég sendi þér innilega afmælis-
kveðju á þessum timamótum.
Pjetur Stefánsson.
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR AUGLYSIR
ÖRFÁ SÆTI LAUS
I HALFSMANAÐARFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR
Fyrir nokkrum dögum höfðu allir farmiðar í hálfsmánaðar-
ferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur til Kaupmannahafnar,
er hefst 20. ágúst n.k., selzf upp. Sem betur fór tókst þó að út-
vega nokkur sæti til viðbótar, en nokkur af þeim hafa þegar
verið seld og þvi ekki ofsögum sagt, að nú sé hver að verða síð-
astur.
Eins og áður hefur komið fram eru fargjöldin sérstaklega
hagstæð, en þátttaka er heimil öllu Alþýðuflokksfólki og fjöl-
skyldum þeirra. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrif-
stofum Alþýðuflokksins i Alþýðuhúsinu frá kl. 1 til 5 síðdegis.
Simar: 15020 og 16724. Stjóm og ferðanefnd.
UPPSELT
í VIKUFERÐ TIL
KAUPMANNAHAFNAR
Nú hafa verið seldir allir farmiðar i vikuferð Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkurtil Kaupmannahafnar er hefst hinn 8. ágúst n.k.
Þátttakendur eru beðnirað hafa hið fyrsta samband við flokksskrifstof-
una í Alþýðuhúsinu, símar 15020 og 16724, og greiða þar tilskilinn hluta far-
gjaldsins. Nánari upplýsingar verða einnig gefnarþarum ferðina.
Stjórn og ferðanefnd.
Laugardagur 4. ágúst 1973.
0