Alþýðublaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 3
Það kemur vel til álita i sam- bandi við flug brezku njósnavél- anna, er hafa það hlutverk með höndum að fylgjast með ferðum islenzku varðskipanna, að færa út hina almennu land- og lofthelgi lslands úr 4 i 12 milur, en til þess þarf sérstaka lagasetningu. A þessa lund fórust forsætisráð- herra, ólafi Jóhannessyni, orð á blaðamannafundi, sem hann efndi til i gær vegna þess, að eitt ár er nú liðið frá þvi Islendingar færðu fiskveiðilögsögu sina út i 50 milur. Forsætisráðherra sagði, að ljóst væri, að á þessu eina ári hefðu Vestur-Þjóðverjar skilið sig talsvert frá Bretum i afstöðu sinni i landhelgismálinu. — Ég tel, aö Þjóðverjar gætu i þvi sambandi vel hugsað sér aðr- ar lausnir.en Bretar, sagði hann. ■ Þá sagði forsætisráðherrann, að i væntanlegum samhingavið- ræðum 'við Vestur-ÞjóðveÝjá myndi islenzka ráðherranefndin setja fram nýtt tilboð um bráða- birgðasamkomulag. Ekki vildi ráðherrann á þessu stigi málsins upplýsa, hvernig það tilboð hljóð- aði, en sagði, aö það væri i megin- atriðum reist á sömu grundvall- arsjónarmiðum og fyrri samn- ingstilboð Islendinga til Vestur- Þjóðverja. Hins vegar sagði hann SEÐLABANKINN HUÚP UNDIR BAGGA Seðlabanki islands hefur nú hlaupið undir bagga með Birni Jónssyni, félags- málaráðherra, og Hús- næðismálastofnun rikisins og veitt 200 milljónir króna til húsnæðismála- stofnunarlána. Þessi upp- hæð leysir vandann, sem var fram til 15. ágúst, en ekkert hefur enn verið á- kveðið með framhaldið. VERÐUR LOFTHELGIN FÆRÐ ÚT TIL AÐ HINDRA NJÚSNAFLUG BREZKRA FLUGVÉLA? ekkert útlit vera fyrir samninga- viðræður Islendinga og Breta eins og málum væri nú háttað. Forsætisráðherra sagði, að ýmislegt væri til athugunar hjá rikisstjórninni til eflingar land- helgisgæzlunnar. Enn stæðu yfir athuganir á að taka skip á leigu erlendis frá —; og þá fyrst og fremst ‘hvalvéiðibáta frá Kanada, Auk þess hafa dkkur borizt. ýmis tilboð um skipakaup — m :a. tilboð úm kaup á tveimur gömium tundurduflaslæðurum frá einka- aðila á Bretlandseyjum og'áttum við að géta féngið skipin fyrir Ift- ið verð. Þá sagði ráðherrann, að is- lenzka rikisstjórnin væri stöðugt að fá ýmsar ábendingar um að- ferðir og úrræði bæði frá innlend- um og erlendum aðilum. Meðal annars hefði Bandarikjamaður einn ritað rikisstjórninni bréf þar sem hann hefði stungið upp á þvi, aö Islendingar keyptu mikið magn af ákveðnu illþefjandi efni, sem siðan væri sprautað yfir afla og áhafnir brezku togaranna. Hér væri ekki um eiturefni að ræða, heldur aðeins efni, sem langvar- andi fnykur væri af, er gerði fisk ósöluhæfan og mjög erfitt væri að losna við úr fötum og þviumlfku. — Ég hef hins vegar orðið fyrir mestum vonbrigðum vegna skorts íslendinga á þjóðarstolti, sagði ráðherrann. Ég veit ekki til þess, að innflutningur á brezkum vörum hafi neitt minnkað þrátt fyrir styrjöld okkar við Breta og þær efnahagslegu refsiaðgerðir, sem þeir beita okkur. Innflytj- endur flytja brezkar vörur inn með sömu áfergjunni og fyrr. Jafnframt hafa menn geð i sér til þess að fara skemmtiferðir til Bretlandseyja og eyða þar dýr- mætum islenzkum gjaldeyri. Þarna tel ég, að islenzkur al- menningur auösýni ekki nægjan- legt stolt þrátt fyrir stóru oröin. Hér ættu blöðin að láta til sin taka. ÞJÓFA- OFSÓKN Það er engu likara en þjófar of- sæki hús eitt við Langhohsyeg, skammt frá Holtsapóteki, þvi fimm sinnum hefur verit brotizt inn i það áárinu, þrátt íyflr ýms- ■ ar-varúðarráðstafanir eigandans. Siðast i fyrradag var brotizt þar inn og m.a. stolið áfengi, en reyndar hafa þjófarnir eða þjóf- urinn i flest eða öll skiptin nælt sér i áfengi i leiðinni. Ýmislegt fleira verðmætt hefur horfið, svo sem tveir dýrir rifflar með kikjum, tvær haglabyssur o.fl. en ekkert hefur komið fram af þvi horfna til þessa. I eitt skipti, utan þeirra áður- nefndu, var þó þýfi úr þessu húsi aftur komið á sinn stað eftir klukkutima, en þjófurinn kom sjálfur og skilaði þvi. Hafði hann bankað upp og beöið um að fá að nota klósett, sem honum var fús- lega veitt. Þar inni komst hann i skartgripi frúarinnar, og hafði þá alla á brott með sér, en fékk svo bakþanka og skilaði þeim. Ekki er talið óliklegt að sami, eða sömu þjófarnir séu þarna aft- ur og aftur á ferð, en i gær sást til ungs siðhærðs manns á hlaupum yfir lóðina með rauða leðurtösku i hendi, en töskunnar er einmitt saknað úr húsinu eftir siöustu þjófaheimsókn. Rannsóknarlög- reglan kannar nú málið. — „ELDEYJAN” I VERDLAUNASÆTI „Eldeyjan” — kvikmynd þeirra Ernst Kettlers og Páls Stein- grimssonar um gosið á Heimaey hefur verið valin ein þriggja beztu mynda á kvikmyndahátíð i Bandaríkjunum: Atlanta International Filmfestival. Tvö þúsund kvikmyndir voru settar i keppnina. I september verður svo valið milli þeirra þriggja, sem beztar þóttu, og þær verðlaunaðar með gull- silfur- og bronsverðlaunum. FIMM í TOPPINN Það verða að venju fimm ný lög kynnt i þættinum Tiu á toppnum i útvarpinu kl. 16.15 i dag, öll erlend. Þau eru: Randy. Blue Mink. I am a clown. David Cassidy. I’m the leader of the gang. Gary Glitter. Wouldn’t it be someone. Bee Gees. Alright, alright, alright. Mungo Jerry. þar sé rétt með farið. Mann- 'kostir hans er,p óumdeilánlegir. '' En ekki hefur honum til þessa tekizt að úýta þá svo til þfpú- leiksins, að honum hafi auðnazt' að ná sæmiléga hreinúm tóni úr þvi hljóðfæri, sem hann tók i arf eftir Eystein Jónsson, FANGINN í ZENDA Vel með farin flokksforysta i islenzkum stjórnmálaflokkum hefur mjög svo byggzt á þvi, að forystumaðurinn sé allra maður og láti engan hagsmunahóp ná tökum á sér öðrum fremur. Þessi kúnst hefur verið mönn- um misgefin og eftir þvi hefur jafnan risið á viðkomandi flokk- um verið. Það er alls ekki á hvers manns færi að spila svo vel á fjöltóna hljóðfæri að út komi einn tónn: hvað þá að fá, þ.ann tón sæmilega hreinan-. Hvað þessa spflárnennsku snertii hafa nú orðið ajdarhvörf i fram- sóknarflo'kknurii'. Formeúlt éfns og .Ifbrmann Jónasson og Ey- stéinn Jónsson böfðu þau Þéin hörð. sem til þurfti að standást ásóknir verstu frekjunaglanna. Þeir töluðu við alla menn og enginn hagsmunahópur innan flokksins gat öðrum fremur gert til þeirra tilkall. Þess vegna var forystan aldrei veikasti hlekkur flokksins i þeirra tið. Þeir héldu tóni framsóknarpipunnar sæmi- lega hreinum. En nú hefir skipt um. Þau orð hafa verið látin falla um ólaf Jóhannesson, að hann sé of vænn maður til að vera að vasast i póiitik. Vel má vera, að Gæzkumönnum eins og Ólafi erhættari ásóknin, en þeim sem búa með ráð undir köldum rifj- um. Vindarnir leika hann lika harðar og þeim er hættara að leita undan einni áttinni en ann- arri. ólafur Jóhannesson féll strax í þá freistni að hlusta bet- ur á suma en aðra. Gæzku sinn- ar vegna er hann nú fangi þeirra, sem hærra hjöluðu i eyra hans og má ekki ná til hinna, sem þá lá ekki eins hátt rómurinn. Þegar þeir siðartöldu hafa nú brýnt raustina svo mjög, að Ólafur má vel heyra, er honum enginn annar kostur búinn en að reyna að láta glamrið i fjötrunum yfirgnæfa raddir þeirra. En þó fjötrarnir séu þungir,. dugar glamrið nú ekki lengur, A sfðú.ungfa?Fráinsóknarmanna i Timanutn'r”f:.gær er fangayist; flokksformannsins gerð fram- - sójtnarmönnum kunn með fulirí staðfestingíT->,á'> greináflokki þeim, sem. Alþýðublaðið hefur:. undanfarið birt eftir fyrrver- andi þingfréttaritara Timans. Og nú er bara að sjá, hvort framsóknargyðjunni tekst aö gráta formanninn úr fjötrum. En þungsóttir munu lyklarnir verða i hendur fangavarðarins, sem á siðu ungra framsóknar- manna birtist i liki Kristins Finnbogasonar. VITUS Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. AUGLYSIÐ i ALÞÝÐUBLAÐINU HORNIÐ Oánægð með eitthvað? Hringið þá í HORNIÐ — Síminn er 8-66-66. SKARNA A BRETANN Vegna fréttar um, að flugvél Landgræðslunnar hafi ekki verkefni, og verið sé að pakka henni niður, hringdi lesandi blaðsins og gerði eftirfarandi að tillögu sinni: „Rikisstjórnin á að nota þennan og meiri flug- vélakost til þess að dreifa skarna á brezku togarana, sem eru að ólöglegum veiðum i is- lenzkri landhelgi. Það er óvinn- andi i lyktinni af þessum áburði, og auk þess yrði illseljanlegur fiskur, sem hefði fengið hann yf- ir sig. Þetta nýja leynivopn hefði átt að nota fyrir löngu, og eftir siðustu atburði er ekki eftir neinu að biða.” Handritin of dýr „Það sem ég hef áhuga á að minnast á er kannski ekki ofar- lega á baugi, en ekki sakar að impra á þvi”, sagði einn les- andi, sem hafði samband við Hornið. Ég spyr, hvers vegna vorum við nú að rembast við að fá þessi handrit heim? Þá má enginn skilja spurningu mina svo, að ég hafi eitthvað á móti forn- bókmenntum okkar, siður en svo. Ég hygg að fáir séu eins vel lesnir i þeim og ég, fyrir utan þá háskólamenntuðu. Astæðan fyrir þvi að ég er á móti þvi að fá handritin heim er einfaldlega sú að ég tei það of dýrt fyrir okkur að byggja yfir menningararfleifðina. Einfaldast er auðvitað að mynda öll handritin á svokall- aðar mikro-filmur (smá-film- ur). A þann hátt er hægt að mynda öll handritin og geyma á einfaldan og ódýran hátt. Með þessu móti eftirlátum við Dön- um þann höfuðverk og kostnað, sem er samfara þvi að geyma handritin”. Kokkurinn mælir með Jurta! Stím ■ 1 ÁLFNAÐ ER VERK 1 = ÞÁ HAFIÐ ER 1 1 ^ SAMVINNU8ANK INN Laugardagur 1. september 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.