Alþýðublaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 10
i»!P
- og er þar með ur leik!
)>au óvæntu úrslit urðu i 2. deildinni i gærkvöld, að Ármann vann
FH 4:1. Þar með voru vonir FH-inga um aö komast upp i 1. deild end-
anlega orðnar aö engu. Vikingi nægir þvi jafntefli gegn Þrótti Nes-
kaupstað í dag, til að gulltryggja sæti sitt i 1. deild. Vikingur er núna
með 19 stig, en Þróttur Reykjavik og Völsungur (nafn liösins féll
niður á siðunni á móti) geta náð sömu stigatölu.
Leikurinn i gærkvöld var frekar lélegur. Armenningar voru i'yrri tií
að skora, og var Guðmundur Sigurbjörnsson þar að verki. Leifur
Helgason jafnaði 1:1, og var staðan þannig i hálfleik. 1 siðari hálfleik
skoraði Sigurður Leifsson fyrir Armann, Arnlaugur Helgason bætti
marki við ogSigurður rak svoendahnútinn, og Armann vann 4:1.
Vikingur er sem fyrr segir nær öruggur sigurvegari, en svo gæti
fariö, að Völsungur frá Húsavík hafnaði i öðru sæti. Öraði fáa fyrir
þvi i byrjun mótsins. Sýnir þetta vel að Húsvikingum er ekki fisjað
saman — SS.
.ipf.
ittokennarar
, M 5
Frjálst framtak
Iþróttakennarar gerðu eftirfarandi samþykkt ú aðalfundi sinum i
fyrrakvöld:
Aðalfundur Iþróttakennarafélags Islands, haldinn 30. ágúst 1973 lýs-
ir yfir furðu sinni á þeim samningi, sem framkvæmdastjórn 1S1 hefur
gert við fyrirtækið FrjálstFramtak h/f um útgáfu á tþróttablaðinu, en
fundurinn telur að með samningi þessum hafi framkvæmdastjórnin i
raun og veru afhent Iþróttablaðiö nefndu fyrirtæki, sem á engan hátt
er tengt iþróttahreyfingunni og hefur annarra og óskyldra hagsmuna
að gæta en hún.
Fundurinn telur þvi þessar gerðir framkvæmdastjórnarinnar og
leyfir sér að draga i efa siðferðilega og lagalega heimild fram-
kvæmdastjórnarinnar til sliks verknaðar aö íþróttaþingi eða Sam-
bandsráði ISl forspurðu. Fundurinn telur það einnig mjög ósæmilegt
og óeðlilegt, að framdvæmdastjórn ISl, sem styrkt er af almannafé,
skuli með þessum gerðum sinum gera aðila utan iþróttahreyfingar-
innar kleift að veita honum ýmsa aðstoð i þvi að notfæra sér iþróttir og
málefni iþróttahreyfingarinnar i nafni ISÍ i hagnaðarskyni.
Tillaga þessi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema
einu. Nánar verður fjallað um aðalfundinn eftir helgi.
GÓÐIR OG VONDIR
ÍÞRÓTTAIÐKENDUR INNAN l.S.i.1963—1972
29.274
34.486 34.586
20-206 19.346
ŒjFTH
22.012
4*
JL
24.746 25.186 ■*/
Í..& I
38.119
J?kk
1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972
Leggja fram vinnu
fynr 16A L «ti i! H!
5.277 manns ytnna án endurgjaidr við.stjórnarstörf, nefndarstörf
og sem lelðlagar ®g leiðbeinendnr.
KrfiU er að fullyrða, hversu mikinn tima þetta fólk leggur af
mörkum. Varléga áætlað má gera ráð fyrir 3 klst. á viku til jafn-
aöar hjá hjá hverjum einstaklingi. Það jafngildir fyrir allan fjöld-
ann 823.212 klst á ári.
Sé þessi timafjöldi verölagöur á kr. 200.00 fyrir hverja klst.,
ur verðmæti þessa sjálfboðaliðsstarfs kr. 164.642.400.00.
Fjárframlög opinberra aðila til Iþróttahreyfingarinnar
vaxið nokkuð á undanförnum árum.
hafa
Fjárframlag rlkisins til þeirrar starfsemi, sem getið er um I
bæklingi þessum, nam á árinu 1972 8,2mil!jónum króna”.
Þannig segir orðrétt i nvUtkomnum bæklingi sem ISI hefur gefið
út til kynningar á starfsemi sinni. Þar segir ennfremur að sjálf-
boöastarf við þjálfun og önnur uppalendastörf innan iþróttanna
megi meta á tugi milljóna króna á ári. Virkir félagar innan tSt eru
sagðir 48.714 talsins.
Sjónvarpinu hefur borizt listi
yfir þá leiki sem væntanlegir eru
| úr ensku knattspyrnunni á næstu
vikum. Þar kennir margra grasa,
allt frá góðum leikjum úr 1. deild
I niður i leiki úr 3. deild. Það er oft
| þannig í byrjun, að ensku sjón-
| varpsstöðvarnar taka einn og
j einn leik úr neðri deildunum.
Af væntanlegum leikjum má
nefna Derby — Tottenham, Leeds
— Birmingham og Coventry —
Newcastle úr 1. deild, West
Bromwich — Crystal Palace úr 2.
deild og Walsall — Bournemouth
úr 3. deild.
SA BEZTI
LEIKUR
GOLFÁ
ÖLLUM
VÖLLUM
LANDSINS
: í dág kemur til landsins Sviinn
Lennart Biinke, einh stjórnar-
manna Norræna golfsambatids-
ins. Erindi hans að ganga úr
skugga um að hér séu nægilega
góðir golfvellir, til að halda hér
Norðurlandamót I golfi sumarið
1974.
Bunke verður ekki aðgerðar-
laus þessa helgi, þvi hann mun
lfta á þá velli sem til greina
koma, og leika ,einn hring á þeim
öllum. Þetta er ekkert smáverk,
þegar þess er gætt að vellirnir
sem til greina koma eru 5-6 tals-
ins. Það mun ekki hafa gerzt hér
áöur, og þykir engin furða, að
einn og sami maður leiki alla
helztu golfvelli Islands sömu
helgina!
NORÐANMOT
Islen/.ku landsliðsmennirnir komu heim frá Ilollandi I fyrradag.
Þeir létu mjög vel yfir dvölinni ytra við heimkomuna, kváðu hana
i alla staði hafa verið hina skemmtilegustu.
Þá voru þeir mjög hrifnir af hollenzku leikmönnunum, og þó
sérstaklega Johan Cruyff, sem þeir voru sammála um að væri
aiger snillingur, sá langbezti seni þeir hefðu nokkru sinni mætt á
leikvellinum. Sagði t.d. Olafur Sigurvinsson við Aiþ.bl. I gær, að
enginn vafi væri á þvi að spænska Iiðið Barcelona heföi gert góð
kaup í Cruyff, hann væri þess virði að greiða fyrir hann met-
upphæð — SS.
Frjálsiþróttamót Norðurlands
verður haldið um helgina á Sauð-
árkróki, og hefst keppni kl. 3 á
laugardag. Það er UMSS sem
stendur fyrir mótinu.
Fyrri daginn keppa karla i 100
m, 400 m, 1,500 m og 4x100 m
hlaupum, og konur i 100 m, og 400
m hlaupum. Þá keppa karlar i
langstökki, þrístökki og kúlu-
varpi, og konur i hástökki,
kringlukasti og spjótkasti.
Siðari daginn keppa karlar i 200
m, 800 m, 3000 m, 110 m grind og
1000 m boðhlaupi, auk hástökks,
stangarstökks og kringlu og
spjótkasts.
Þá keppa konur i 200 m, 100 m
grind og 4x100 m hlaupum, lang-
stökki og kúluvarpi.
Uppselt
Uppselt er i hópferð ÍBK og
Sportmanna á ieik Hibernian og
ÍBK I Skotiandi. Alls hafa látið
skrá sig 126 manns. Verða þeir að
taka farmiða og greiða hótel I
Sportvik á mánudag og þriðju-
dag, annars verða miðarnir seldir
öðrum, þvi enn er mikil eftir-
spurn.
HOLLIN HEFUR OPNAÐ
tþróttahöllin- i Laugardal hefur þegar opnað fyrir æfingar félaga
sem hata iiandknattleik á dagskrá hjá sér. Er æft á hverju kvöldi
frá klukkan 19 - 23. Hins vegar mun íþróttahöllin ekki opna al-
mennt fyrir æfingar fyrr en 10. september. Um svipað leyti opna
skólar borgarinnar dyr sinar fyrir iþróttafólnu.
HANSI VERÐUR HER
Á FERÐ 18. SEPT.
Valsmenn hafa í samráði við þýzka liðið Gunimersbach ákveðið
dag fyrir leik liðanna hér á íslandi, en það er fyrri leikur þeirra I
Evrópukeppninni. Varð samkomulag um þriðjudaginn 18. sept-
ember, svo þann dag munu Hansi Schmidt og félagar hans sjást
hér á fjölum Laugardalshallarinnar. Seinni leikurinn hefur enn
ckki verið ákveðinn, en liklegt er að 5. október verði fyrir valinu,
en það er föstudagur. Voru Valsmenn i nokkrum vanda með þann
leik, því fyrr i vikunni leika Islendingar tvo landsleiki við Norð-
menn i Osló.
Þessi mynd hér til hliðar er af tröllkarlinum Hansa Schmidt.
Hann tekur ckki á móti mönnum bliðum tökum I vörninni eins og
sjá má. öll fylkingin virðist riðlast, en Hansi heldur bara út ann-
arri hendinni! Valsmenn vita hverju þeir eiga von á.
©
Laugardagur 1. september 1973