Alþýðublaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 5
lalþýðu
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
jstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
'götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf.
200 AAÍLURNAR
Nýlega lauk i borginni Genf i Svisslandi fundi
Hafsbotnsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem
staðið hafði yfir i u.þ.b. tvo mánuði að þessu
sinni. Fundir nefndarinnar eru haldnir til að
undirbúa væntanlega hafréttarráðstefnu, þar
sem m.a. verður fjallað um fiskveiðilögsögu
strandrikja, en aðalverkefni ráðstefnunnar
verður að reyna að hrinda i framkvæmd þeirri
stórkostlegu hugsjón að gera úthafið að sameign
mannkynsins alls. Liður i þeirri framkvæmd er
að ákveða mörkin á milli yfirráðasvæða ein-
stakra rikja og úthafsins, sem setja á undir al-
þjóðlega stjórn og það er þarna, sem fiskveiði-
hagsmunir Islands eru i veði. Ákvörðun um fisk-
veiðilögsögu strandrikja er þvi eitt af mörgum
málum, sem afstöðu þarf að taka til á væntan-
legri hafréttarráðstefnu, en landhelgismálið er
ekki meginverkefni hennar þótt það sé mikil-
vægasta viðfangsefni ráðstefnunnar frá sjónar-
hóli okkar Islendinga.
Benedikt Gröndal, alþm. og varaformaður Al-
þýðuflokksins, var einn af þeim fulltrúum ís-
lands, sem sátu fund Hafsbotnsnefndarinnar i
Genf og s.l. miðvikudag ræddi Alþýðublaðið við
Benedikt um gang mála á fundum nefndarinnar
og sérstaklega framgang landhelgismálsins.
í viðtalinu sagði Benedikt þau ánægjulegu tið-
indi, að svo virðist sem u.þ.b. helmingur allra
þjóða væri nú snúinn til liðs við hugmyndina um
200 milna efnahágslögsögu strandrikja, sem
jafnframt verði 200 milna fiskveiðilandhelgi. Af
140—150 þjóðum, sem væntanlega munu eiga
fulltrúa á hafréttarráðstefnunni, væri talið, að
80 — eða röskur meirihluti — styddi 200 milurn-
ar.
Enda þótt þessi meirihluti dugi ekki til þess að
skila 2/3 atkvæða, sem sennilega verður krafizt
til fullrar samþykktar við 200 milna efnahags-
og fiskveiðilögsögu fyrir strandrikin, þá er engu
að siður orðið augljóst, að sú hugmynd. á nú si-
fellt auknum stuðningi að fagna. Sú þróun er að
sjálfsögðu mjög ánægjuleg fyrir okkur íslend-
inga, þvi fulltrúar okkar erlendis hafa frá upp-
hafi skipað sér i hóp þeirra, sem berjast fyrir
svo viðáttumikilli landhelgi.
Þannig fluttu fulltrúar íslands á fundum
Hafsbotnsnefndarinnar þegar á s.l. vetri tillögu
um 200 milna fiskveiðilögsögu og jafnframt hafa
þeir flutt margar ræður bæði þar og annars
staðar þar sem mál þessi hafa verið til umræðu
á alþjóðavettvangi, þar sem ísland tekur ein-
dregna afstöðu með 200 milunum. Við íslending-
ar gerum þvi betur en að vera aðeins i hópi
þeirra rikja, sem berjast fyrir 200 milna fisk-
veiðilögsögu. Við höfum verið i fylkingarbrjósti
i þeirri baráttu.
En þótt við höfum ástæðu til þess að vera
bjartsýnir um framgang 200 milnanna, þá verð-
um við þó að sýna ákaflega mikla aðgát i þvi
mikla tafli, sem háð er um 200 milurnar um
þessar mundir. Stórveldin, sem eru hugmynd-
inni andstæð, reyna allt hvað þau geta
til þess að spilla framkvæmd hennar og m.a. er
talið liklegt, að þau reyni að fá samþykkt, að
ýmis skilyrði verði sett fyrir 200 milunum —
m.a. þau, að strandriki, er öðlist slik yfirráð yfir
hafsvæðum sinum, EIGI að taka tillit til svo-
nefnds „sögulegs veiðiréttar” annara þjóða. Ef
slikt skilyrði næði fram að ganga væri 200 milna
fiskveiðilögsaga okkur íslendingum að sjálf-
sögðu til litils gagns. Gegn slikum og þvilikum
hugmyndum verðum við þvi að berjast og ef sig-
urinn á að verða okkar, þá þurfum við á allri
okkar þrautseigju, lagni og lipurð að halda.
VERÐBÓLGAN
Þegar bornar eru saman
breytingar á verðlagi frá einu
ári til annars, cru einkum not-
aðar tvær visitölur. önnur er
VtSITALA FRAMFÆRSLll-
KOSTNADAR, sem kauplags-
nefnd reiknar úr á grundvelii
llagstofu islands, og ætlað er að
sýna breytingar á verðlagi
þeirrar vöru og þjónustu, að
meðtöldu húsnæði, sem tiltekin
mcðaltalsfjölskylda notar tekj-
ur sinar til kaupa á, en þar sem
jafnframt er tekið tillit til bæði
persónuskatta og fjölsk.bóta
úr tryggingakerfinu. Hin visi- !
talan er VtSITALA VÖRU OG
ÞJÓNUSTU, scm þá sýnir >
breytingu á verðlagi keyptrar^a
vöru og þjónustu, án tillits til
Jbreytinga á persónusköttum og
fjölskyldubótum. t fyrra hækk-
aði visitala framfærslukostnað-
ar um 10,4% miðað við árið áð-
ur, cn visitala vöru og þjónustu
um 13,8%. Mismunurinn stafar
aðallega af þvi, að framfærslu-
vísitalan lækkaði i fyrra vegna
afnáms persónuskatta og enn-
fremur vegna hækkunar fjöl-
skyldubóta.
Sá þáttur visitöluframfærslu-
kostnaðar, sem mest hækkaði,
voru innlendar landbúnaðar-
vörur, eða um 18,3%. Fiskur og
fiskafurðir hækkuðu um 17,6%.
Húsnæði hækkaði um 14,6%,
vegna hækkaðra fasteigna-
skatta. Þjónusta hækkaði um
14,0%. Inniendar neyzluvörur,
aðrar en þær sem nefndar voru
að framan, hækkuðu um 10,5%.
Útlendar neyzluvörur hækkuðu
minnst eða um 12,4%. Mestur
hluti þeirrar hækkunar átti auk
þess rót sina að rekja til hækk-
unar á áfengi, tóhaki og bifreið-
um. An hækkunar á þessum er-
lendu vörutegundum hefði
hækkun innfluttrar neyzluvöru
ekki orðið nema 8,8%. Sýnir
þetta, að verðhækkun i fyrra
var fyrst og fremst af innlend-
um toga spunnin. Hér var um
VERÐBÓLGU að ræða.
I Þessar verðhækkanir urðu
siðan vegna visitöluákvæða
kaupgjaldssamninga tilefni
verulegra kauphækkana. Þær
kauphækkanir urðu siðan á hinn
bóginn undirrót þeirrar versn-
andi afkomu atvinnuveganna,
sem áður hefur verið vikið að.
nóvember 1973 er talin að muni
nema 22%. 5% þessarar tölu er
talin bein áhrif gengisbreyt-
inga, 4% áhrif breytinga inn-
Þróunin i verðlagsmálum á
siðastliðnu ári var alvarleg.
Spádómur sá, sem greint er frá i
skýrslu Hagrannsóknardeildar-
innar um þjóðarbúskapinn
varðandi breytingar á visitölu
vöru og þjónustu á þcssu ári,
sýnir að þróunin er að verða
miklu alvarlcgri, svo alvaricg,
að afkomu undirstöðuatvinnu-
veganna hlýtur að vera stefnt i
bráðan voða, ef ekki er gripið til
gagnráðstafana. Likleg heildar-
hækkun á visitölu vöru og þjón-
ustu frá 1. nóvember 1972 til 1.
flutningsverðs i crlendri mynt,
og áhrif hækkunar á óbcinum
sköttum 3%. Þar af er verð-
hækkun á áfengi og tóbaki talin
hafa valdið 1,3%, hækkun benz-
ingjalds 0,2% og hækkun sölu-
skatts, þ.e. 2% viðlagagjald,
1,5%. Ahrif annarra þátta, cink-
um launakostnaðarhreytinga,
eru áætluð 10%.
Slik hækkun visitölu vöru og
þjónustu á einu ári, 22%, ber öll
cinkenni ótviræðrar og mjög
vaxandi VERÐBÓLGUÞRÓ-
UNAR. Þessa verðbólguþróun
verður að stöðva, ef framtið is-
lenzkra atvinnuvega og þar með
islcnzks þjóðarbúskapar á ekki
að vera i hættu.
SUMARHÁTÍÐ
í Stapanum í kvöld
Sumarhátið verður haldin i kvöld,
laugardagskvöld, i FÉLAGSHEIMILINU
STAPA, Ytri-Njarðvik.
Á dagskránni:
★ JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, alþm.,
flytur ávarp.
★ GUÐMUNDUR JÓNSSON, óperu-
söngvari, syngur við undirleik ÓLAFS
VIGNIS ALBERTSSONAR
★ JÓN B. GUNNLAUGSSON flytur
skemmtiþátt.
^ Hljómsveitin HAUKAR leikur fyrir
dansi.
Fjölmennum öll i fjörið á Stapanum — AIl-
ar veitingar á staðnum.
FUJ
MINNINGARORÐ UM
Guðmann Hjálmarsson
Guðmann Hjálmarsson, tré-
smiðameistari á Blönduósi, and-
aöisthinn 21. ágúst s.l. eftir þung-
bær veikindi, 73 ára að aldri.
Hann verður til moldar borinn i
dag.
Guðmann var Húnvetningur að
ætt og uppruna og bjó meginhluta
ævi sinnar á Blönduósi, þar sem
hann stundaði iðn sina, trésmið-
ar. Ég kynntist Guðmanni heitn-
um ekki að ráði fyrr en hann var
nær sextugur að aldri, en um þær
mundir leitaði ég fyrst ásjár og
stuðnings góðra manna i Húna-
þingi og viðar til framboðs og
þingmennsku. Mér kom Guð-
mann ætið fyrir sjónir sem
greindur, traustur og hógvær
maður, er ekki mætti vamm sitt
vita i neinu. Hann var hlédrægur
að eðlisfari en ljúfur i viðkynn-
ingu, skemmtilegur og ræðinn.
Ég hygg að hann hafi aldrei eign-
azt óvildarmenn um dagana.
Guðmann hafði yndi af söng og
tók mikinn þátt i starfsemi karla-
kóra og annaðist stundum söng-
stjórn. Alla sina tið var Guðmann
jafnaðarmaður og fylgismaður
Alþýðuflokksins og hvikaði aldrei
af þeirri braut, þótt flokkurinn
væri jafnan fáliðaður i hans
byggðarlagi.
Þegar á Blönduós var komið
var ætið ánægjuefni að hitta Guð-
mann að máli og eftirlifandi eig-
inkonu hans, ósk Skarphéðins-
dóttur, þessi samhentu, kyrrlátu
hjón, sem voru svo fjarri skark-
ala og kapphlaupi lifshátta nú-
timans. bessir samfundir verða
mér og minu fólki jafnan hug-
stæðir.
Þegar leiðir skiljast er ljúft að
minnast manna á borð við Guð-
mann Hjálmarsson. Ég sendi eft-
irlifandi eiginkonu hans og öðrum
ástvinum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Jón Þorsteinsson.
Laugardagur 1. september 1973