Alþýðublaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 7
Frumskógagyðjan
má ekki gráta
FRAMHALDSSAGA EFTIR
HEINZ G. KONSALIK
Þetta hefur
gerzt:
Hin fallega Gloria er á
valdi Indiána i frum-
skógum Brasiliu, og þeir
dýrka hana sem gyðju.
Gloria reynir aö kenna
Ximbu-mönnum að búa i
sátt og samlyndi við aðra
ættflokka. Hún lætur
lausan njósnara Yinca-
manna, sem eru svarnir
óvinir Ximbu-manna.
Unnusti Gloriu, Hellmut
Peters, og Serra eru
komnir til þorps Yinca-
manna. Þeir eru við-
staddir, er njósnarinn
kemur aftur heill á húfi.
Höfðingi Yincamanna
ákveður, að hans þjóð verði
að eignast hvitu gyðjuna,
hvað sem það kosti.
't',-.'•V' ■ v- r-i'A-« — 'zv c
Um nóttina var lýst
styrjöld á hendur
Ximbu-mönnum, og það
geröi Xinxaré af mikilli
samvizkusemi.
Peters og Serra sátu á
trépalli á floteynni. Eldur
logaði á steinhlóöum, og
þykkur reykurinn hélt
flugnagerinu i hæfilegri
fjarlægð.
Ævintýraleg sýn blasti
við þeim. Hver fjölskylda
sat á sinni eyju umhverfis
eld, steikti kjöt og tók lagið.
Hlýtt var i veðri, og áin
gjáfraði við eyjarnar.
Serra hlustaði með mik-
illi þolinmæði á það, sem
Xinxaré var að segja á ill-
skiljanlegri portúgölsku
sinni og varð hneykslaður,
þegar Peters sagði:
„Þannig hljóta Feneyjar
að hafa litið út, þegar
byrjað var að byggja þær”.
„Gleymið róman-
tikinni,” sagði Serra illsku-
lega. „Hiustið á það, sem
gamii þrjóturinn hefur að
segja. Hann kann sitthvaö
fyrir sér I hernaðarlist.
Nú veit hann, aö Ximbu-
menn búa ekki á vatninu,
heldur uppi á trjánum. Þvi
hefur hann ákveðið að
berjast við þá meö eldi.”
„Þegar vindur
blæs, þá verður
stríð”
„Með eldi?” Peters leit
skilningsvana á Serra.
„Hann kveikir skógareld
og horfir rólega á, hvernig
hreiðrin i trjánum brenna.
Hann þarf bara að biða
eftir hagstæðri vindátt. Og
töfralæknirinn sér fyrir
henni. Sá gamli gaur fær
vanþakklátt verkefni. Ef
hann útvegar ekki góðan
byr, verður starf hans sem
meðalgöngumanns guð-
anna tekið til endur-
skoðunar.”
,,0g Gloria. Það er hætt
við, að hún farist, þegar
þorpið fer að brenna.”
„Þér segið ekki! Yinca-
menn lita öðru visi á málið.
Gyðjan er ódauðleg.”
„i guðsbænum reynið að
leiðrétta þennan mis-
skilning,” hrópaði Peters.
Xinxaré starði á hvita
manninn. Hann skildi ekki
orð hans, en eftir hávað-
anum að dæma hlaut það
að vera mikilvægt, sem
hann hafði sagt.
„Þegar vindur blæs,
verður strið,” sagði hann
ákveðinn.
„Það verður stórkost-
legt,” sagði Serra. „Mörg
hundruð ferkilómetrar
skóglendis brenna.
Könnunarflugvélar fljúga
yfir svæðið, og þegar öllum
gróðri hefur verið eytt,
verður hægt að lenda
þyrlum hérna.”
„Og þá fara demantarnir
yðar til helvitis,” sagði
Peters hæönislega.
Serra kinkaði kolli.
„Þér þurfið ekki að
minna mig á það. Hvers
vegna haldiö þér, að ég sitji
hérna og hlusta á þvaðrið i
Xinxaré? Haldið þér, að ég
hafi einhvern áhuga á, að
leynináman min verði
brennd til ösku? Eldur og
vindur eru fratsamherjar.
Það er aldrei að vita, nema
vindáttin breytist, og þá
snýst eldurinn gegn Yinca-
mönum. Það er hugsan-
legt, að þeir komist lifs af
hérna úti á eyjunum, en
lifsbjörg þeirra eyðileggst.
Hér verður engin bráö
lengur og engar plöntur.
Við verðum að sýna
Xinxaré fram á þetta. Ég
veit ekki, hvort hann skilur
það.”
Blóðið spýttist í
allar áttir
Töfraiæknirinn ákallaði
vindguðinn um nóttina.
Hann slátraði hænu, skvetti
blóöinu I allar áttir og beið
siðan spenntur eftir svari
guðanna.
Karlmennirnir stóðu við
elda sina úti á floteyjunum
og horfðu til kofa höfö-
ingjans. Lotningarfullur
kliður fór um þorpið, þegar
dökkur, beiskur reykur
steig upp frá eldinum.
„Sáuð þér, þegar hann
stráði dufti á eldinn?”
spurði Serra. „Karlinn er
gæddur fingrafimi sjón-
hverfingamanns. Nú ósar
og þefjar yndislega. Guð-
irnir hafa talað”.
Töfralæknirinn hóf að
tuldra eitthvað i tilbreyt-
ingarlausum tón. Serra
hleraði.
„Eftir þvi sem ég kemst
næst, er hann að tilkynna,
að vindátt verður hagstæð,
er tungl er orðið hálft,”
sagði hann.
„Nú er fullt tungl.”
Peters leit til himins. „Við
ættum að hafa nægan tima
til að frelsa Gloriu.”
„Við höfum að minnsta
kosti tima til að fá Xinxaré
ofan af þvi að kveikja i
skóginum.”
„Ætlið þér þá að reyna
það?”
„Auðvitað, en það er ekki
vegna hennar Gloriu
yðar.”
„Heldur hvers vegna?”
„Vegna gimsteinanna! ”
Serra gekk til Xinxaré,
sem var þungbúinn á svip.
„Viltu eignast gyðjuna?”
spurði hann.
„Já”.
„Hvers vegna ætlar þú
þá að brenna skóginn? Með
þvi að hún er gyðja sólar-
innar, ræður hún einnig
yfir eldinum. Henni nægir
að rétta fram höndina, og
þá slokknar eldurinn eða
breytir um stefnu Það er
ekki hægt aö sigra gyðju
með valdi.”
„En ég verð aö fá hana!”
hrópaði Xinxaré. „Hún
gerir Zimbu-menn
ósigrandi.”
„Þaö er einfaldara að
ræna henni.” Serra beygði
sig fram. „Vinur minn og
ég erum reiðubúnir að taka
það verk að okkur.
Xinxaré, leyfðu okkur að
skýra þér frá áætlun okkar,
og segðu töfralækni þinum
að hætta samtali sinu viö
guðina. Reykur hans
mengar andrúmsloftið.”
Hin ævintýralega
byggð uppi í
trjánum
Hálftima seinna kom
Serra til Peters.
„Við leggjum af stað
við fyrstu hentugleika. Þér
og ég og ef til vill fáeinir
burðarmenn. Mér tókst að
sannfæra Xinxare um, að
einungis við tveir gætum
náð hvitu gyðjunni”.
„Hvernig förum við að
þvi?”
„Fyrst verðum við aö lita
á þ®ssa ævintýralegu
byggð uppi i trjánum.”
„Ef við komumst
nokkurn timann af stað.”
Eldur í
frumskóginum
„Við njótum góðs af
þekkingu Yincamanna á
ánni. Þeim hefur tekizt að
reisa þorp á henni. Við
byggjum okkur ey, sem
litur út eins og trjábolir á
reki, og siglum á henni
framhjá þorpi Ximbu-
r^anna.”
„Upp f móti, fábjáni!”
„Við förum auðvitað i
stórum boga framhjá yfir-
ráðasvæði Ximbu-manna
og komum að ánni fyrir
ofan þorp þeirra. Og þar
hyggjum við eyna okkar.
Er það skilið?”
„Við verum að minnsta
kosti. þrjár vikur.”
„T v o m á n u ð i ,
snillingur.”
„Það er ómögulegt!”
„Hvað er ómögulegt?
Dettur yður eitthvað betra i
hug?”
Peters þagði. Margt gat
gerzt á tveimur mánuðum.
Hver dagur táknaði nýjar
hættur fyrir Gloriu.
Einhvern timann hlaut lika
að reka að þvi, að Ximbu-
menn sæju, aö Gloria var
ekki gyðja, heldur mann-
vera með annan hörundslit
en þeir.
„Við gætum skotið flug-
el.dum,” sagði Peters
hugsi. „Þá gætu þeir haldið
að heimurinn væri að
farast.
Serra starði undrandi á
Peters.
„Þarna kom það, ungi
maöur! Við höldum flug-
eldasýningu i skóginum.”
Hann teygöi úr sér og klór-
aði sér í hnakkanum. „Nú
get ég aftur sofnað
rólegur.”
Útsendarar Ximbu-
manna komu aftur til
þorpsins og tilkynntu, að
engra ókunnra heföi orðið
vart i grenndinni. En menn
höfðu séð fótspor, sem
bentu til þess, að Yinca-
menn væru komnir inn á
svæði Ximbu-manna, og
það táknaði strið.
Höfðinginn boöaöi til her-
ráðsfundar, meðan Gloria
svaf uppi i kofa sinum.
„Viö vitum, að þeir búa I
kofum, sem fljóta á ánni,”
sagði hann.
„Eigum við að segja
gyðjunni, að styrjöld sé i
nánd?”
„Alls ekki,” sagöi töfra-
læknirinn. „Við tökum
hana með okkur og segjum
henni, að við séum að sýna
henni land okkar. Hún þarf
ekki að vernda okkur, fyrr
en styrjöldin hefur brotizt
út. Það er skylda hennar.”
öldungarnir samsinntu
þessu. Þeir voru öruggir
um, að þeir myndu sigra,
þvi aö nú voru þeir ódauð-
legir. Dóttir sólarinnar var
i þorpi þeirra.
Á morgun:
Gyðjan skal brennd
Gloría er á
ferðalagi með
flugvél, sem
hraparí
frumskóginn.
★
Hausaveiðarar
telja hana
hvíta gyðju
Sem meðalgöngumanni guðanna var töfralækninum ætlað að segja fyrir, hvenær vindátt
er hagstæð. Hann stráir dufti i eldinn með leikni sjónhverfingamannsins. Svartur, beiskur
reykur stigur upp, og töfralæknirinn tilkynnir, að hentugur vindur muni blása, þegar ináni
er hálfur.
Laugardagur 1. september 1973
o