Alþýðublaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 11
| ÚRSLIT GETA FENGIZT I ÖLLUM ! DEILDUM UM ÞESSA HELGI •V Deildarkeppnin i knattspyrnu hefst að nýju helgina, eftir hálfsmánaðar | hlé vegna landsleikjanna i Hoilandi. Fara fram þrír leikir i 1. deild, þrir leikir i 2. deild og riðlaúrslit verða i 3. deild. úrslit leikja geta orðið á þann i4 veg um þessa helgi, að niðurstöður fáist i öllum deildum, hvaða lið sigrar og i| hvaða lið fellur. má segja að staða Breiðabliks á botninum sé svo til vonlaus. En áður en lengra er haldið i bolla- leggingum, er rétt að virða fyrir sér stöðuna i 1. deild. SJONVARPIÐ SYNIR HOLLANDSLEIKINA íslenzka sjónvarpið á von á tveimur myhdum af leikjum Hollend- inga og Islendinga, en eins og kunnugt er af fréttum, léku þjóðirnar fyrir skömmu i undankeppni HM. Honnenzka sjónvarpið tók leikina upp, og hefur klippt filmu af hvorum leik niður i tvær 15 minútna myndir. Á þessum myndum verður að sjá helztu atvik leiksins, þar á meðal öll mörkin sem ekki voru færri en 14 talsins, 13 gerð i islenzka markið en aðeins eitt i það hollenzka. Að þvi er Ómar Ragnarsson tjáði á iþróttasiðunni, verða myndirn- ar sýndar i iþróttatætti sjónvarpsins á þriðjudagskvöld, verði þær komnar til landsins i tæka tið. & I Dagskrá helgarinnar er þessi: 1. DEILD: Laugardagur: Laugardalsvöllur kl. 16. KR-Keflavik Njarðvikurvöllur kl. 14. Vestm.eyjar-Breiðablik Sunnudagur: Laugardalsvöllur kl. 19 Valur-Fram. 2. DEILD: Laugardagur: Melavöllur kl. 14. Vik.-Þróttur N Hafnafj.völlur kl. 16. Haukar-Völsungur Selfossvöllur kl. 16. Selfoss-Þróttur R I 1. deild eru linurnar svo til ljósar. Það er aðeins timaspurs- mál hvenær Keflvikingar tryggja sér sigur i deildinni, og gæti það gerzt um helgina. Þá IBK Valur IBV IA Fram IBA KR Br.blik. Markhæstu leikmenn: 1. Hermann Gunnarss. Val 13 2. Teitur Þórðarson 1A 11 3. Matthias Hallgr.s. 1A 9 4. Steinar Jóh.s. IBK 8 5. örn Óskarsson IBV 7 Ef IBK sigrar KR i dag, getur aðeins eitt lið náð Keflvikingum að stigum, en það er Valur. En til þess þyrfti Valur að vinna alla sina leiki og IBK að tapa þeim tveimur sem eftir er, svo sjá má að staða IBK er svo að segja óvinnandi fyrir Val. Á botninum berst Breiðablik fyrir lifi sinu, og verður að ná inn hverju einasta stigi úr sin- um siðustu leikjum. Það verður erfitt, ekki sizt i Njarðvikunum i dag. En vinni Blikarnir i dag, má KR fara að vara sig heldur betur. t 2. deild fer fram lykilleikur i dag, þegar Vikingur mætir Þrótti frá Neskaupstað á Mela- vellinum. Vikingum nægir sigur i þeim leik til sigurs i 2. deild, og fari svo i dag, fellur Þróttur N örugglega. Þróttur R og FH fylgjast örugglega náið með úr- slitum þessa leiks, þvi þau eru einu liðin sem geta náð Vikingi að stigum, svo framarlega sem FH hefur ekki tapað fyrir Ármanni i gærkvöldi, en um þann leik má lesa á öðrum stað á siðunni — SS. I I BETRI TÍMAR Þessi mynd er frá betri timum hjá Breiðabliksmönnum. Þetta var þeirra eini sigur, yfir Akur- eyringum á Meiavellinum i vor, 4:0. ólafur Friöriksson skorar fyrir Breiðablik. Siöan hafa Blikarnir ekki fengiö nema eitt stig, á sama tima og norðan- menn hafa rakaö saman stigun- um. KUNNA KYLFINGAR EKKI REGLURNAR? Fremst i golfreglunum eru skráöar 10 almennar siöa- og umgengnisreglur, sem hafa ber I heiöri viö golfleik. Mikil áherzla er lögö á rétt og tillitssemi i sambandi viö stærö þeirra hópa sem leika saman á velli. Allar þessar reglur lét t.d. stjórn G.R. sérprenta og setja upp vfös vegar um völlinn I Grafarholti fyrir 5—6 árum siöan án verulegs árangurs. Mörgum finnast reglurnar svo sjálfsagöar, aö þeir hafa aldrei lesið þær til hlitar, enda þótt þær komist fyrir á einni sföu í bók I litlu broti. Greinilegter, að fjöldinn allur af kylfingum kann alls ekki að hleypa fram úr án tafar. Einnig hefur lengi loðað við ósiður, sem byrjað var á i Landsmótum i gamla daga, að i keppnum mætti ekki hleypa neinum framúr og yrði röö hópanna að koma óbreytt heim i golfskála frá þvi að ræst var út á 1. teig. Þetta er sem betur fer að breytast en þó eimir af þessu hjá mörgum kylfingum af eldri kynslóðinni. Það á að vera sjálf- sagður hlutur að hleypa næsta hópi á eftir fram úr, ef að hópur á tiltekinni braut þarf að leita að bolta eða boltum. Mönnum ber þá að gefa til kynna strax að þeim, er á eftir koma sé heimilt að slá i gegn. Ef auð braut er næst á undan ber þeim beinlinis skylda til þess að viðlagðri 2ja högga refsingu. Þegar merki hefur verið gefið á að hleypa hópnum i gegn þannig, að t.d. þeir sem komnir eru að boltum sinum slái annað höggið, á með- an framúrmennirnir ganga frá teig aö boltum sinum. Með þessu móti sparast timi þegar boltinn eða boltarnir finnast sem leitað er að. Ef rétt er að þessu farið á engin veruleg töf að skapast af þvi að hleypa mönnum i gegn. 1 golfi er grundvallarhugsunin sú, að hver hafi vit fyrir sér sjálfum og ber þvi að láta þá, sem fram úr vilja fara meta það sjálfa, hvort þeir komast eitt- hvað áfram eða ekki. Menn verða þá að súpa seyðið af framhleypninni og dúsa lengi á milli hópa út hringinn. Tillits- semi við félagana, sem geta verið timabundnir og haft ýms- ar ástæður aðrar sér til vork- unnar, þarf ekki að skipta miklu máli fyrir þá, sem nægan tima hafa. Þvi miöur erum við margir af þeim reyndari, sem stundum syndgum upp á náðina i þessu tilliti og gætum sjálfsagt lært margt af sumum nýliðunum. I golfi endurspeglast sú virðing manna, er almennt rikir i þjóð- félaginu á hverjum tima og er hegðunin i umferðinni ljóst dæmi um hana. Sumariö er nú senn liðið og enn hefur ekki verið skipuð nefnd sú, er prófar kunnáttu þeirra, sem dómararéttindi vilja öðl- ast. Það er þvi enginn einstak- lingur i dag til i landinu, sem fengið hefur viðurkenningu G.S.l. sem dómari. Þessu þarf endilega aö kippa i lag fyrir Golfþingið 1973, sem haldið verður seinna i haust. Allt of mikill þekkingarskort- ur hefur verið við lýöi hjá kapp- leikanefndum, sem hafa jatnvel spurt keppcndur álits um túlkun reglna iopnum mótum. Yfirleitt eru nefndir skipaðar þátttak- endum i mótunum, þannig að dómari er sjaldan eða aldrei úti á velli til taks. Meira að segja i tveggja manna úrslitum er eng- inn dómari látinn fylgja kepp- endum, sem er ótækt að minum dómi. Að visu er litið af sjálfboðalið- um til taks til að sinna þessum störfum i dag, þar sem eldri kylf ingar sitja heldur heima en að taka þátt i keppnum. Útnefn- ing dómara gæti ef til vill glætt áhuga þessarra manna og keppnismannanna sömuleiðis, þar eð þessi kunnátta er öllum til góða. E.G. Laugardagur T. september 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.