Alþýðublaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 12
innlansviðskipti leið
TIL LÁNSVIÐSKIPTA
BIJNAÐARBANKI
ISLANDS
KOPAYOGS APOTEK
Opifl öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■.■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«
■■■■■■■■■■■■■■■■■Z.aaaaZ>ia>IaZZ..Z...IZr.Z-IirZ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
...........——.......zzzzzzzzzzzzzzzzzzz:..—..................
Gerði mér aldrei stórar
vonir um togaratöku
í dag er nákvæmlega
eitt ár liðið frá útfærslu
landhelginnar í 150 mfl-
ur. Af þvi tilefni sneri
Alþýðublaðið sér til
Lúðviks Jósefssonar
sjávarútvegsráðherra,
og lagði fyrir hann
nokkrar spurningar um
landhelgismálið og
önnur mál.
— Nú er eitt ár liöiö frá út-
færsiu landhelginnar. Hvaö vill
ráöherra segja um þróun mála,
og hvernig metur hann stööuna i
dag?
„Ég tel, aö á þessu eina ári
höfum við náö mjög þýöingar-
miklum árangri. I fyrsta lagi
bendi ég á þaö, að raunverulega
hafa allar þjóöir nema tvær viö-
urkennt i reynd okkar fiskveiði-
landhelgi. 1 öðru lagi er það
staöreynd, aö mikill erlendur
fiskifloti hefur horfiö af okkar
fiskimiöum, þaö sanna talning-
ar landhelgisgæzlunnar. Má þar
nefna rússnesk, austur-þýsk og
pólsk veiðiskip. 1 þriöja lagi vil
ég nefna, að viö höfum nú form-
legan samning viö þrjár þjóðir,
sem viðurkenna landhelgina og
vilja hlýta islenzkum lögum og
reglum viö veiöar viö Island.
Hér er um aö ræöa samning viö
Færeyjar, Belgiu og Noreg. 1
fjóröa lagi vil ég nefna, aö sam-
kvæmt tölum frá Þjóöverjum
viröist aflaminnkun þeirra fylli-
lega 50%. Þaö er augljóst að
Vestur-Þjóöverjar eru i miklum
vanda, og þeir ræöa nú um þaö
opinberlega aö hætta með öllu
veiöunum, ef svona haldi á-
fram. I fimmta lagi eru þaö
veiöar Breta. Það er erfiðara að
segja um það, hvað mikið hefur
dregiö úr veiöi brezka flotans,
þvi aflatölur þeirra eru mjög ó-
ábyggilegar, eins og ábyrgir að-
ilar eins og Jón Olgeirsson ræö-
ismaöur hafa vottað. Liklegustu
aflatölur Breta frá útfærslunni
eru 140 þúsund tonn, á móti 186
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
þúsund tonnum allt árið 1972 og
207 þúsund tonnum árið 1971.
Þetta er greinilegur samdrátt-
ur, jafnvel þótt brezkir útgeröa-
menn hafi keppzt viö að senda
skip sin hingaö til að réttlæta 170
þúsund tonna kvótann, sem
þeim var skammtaður.
Ég tel, að staða Breta hér á
miöunum sé mjög veik. Þeir
hafa gefizt upp á aö veiöa innan
50 milna án herskipaverndar, og
brezku skipstjórarnir eru aö
gefast upp við aö veiöa undir
herskipavernd. Vandi þeirra
margfaldast þegar liður fram á
haust og vetur, þeir eru á hrööu
undanhaldi og þaö má búast viö
uppgjöf þeirra þá og þegar”.
— Hefur þróunin veriö slík
sem þú sjálfur vonaðir?
„1 öllum aðalatriðum. Ég
geröi mér aldrei stórar vonir
um, að við tækjum þeirra tog-
ara. Ég lagði á þaö höfuðá-
herzlu allan timann að þetta
væri taugastrið. Við yrðum aö
gera þeim það ljóst stig af stigi,
aö þessar veiðar borguöu sig
ekki, og þetta hefur verið aö
gerast aö minum dómi.”
— Hvaö viitu segja um fram-
komu Breta annars vegar og
framkomu Vestur-Þjóöverja
hins vegar i þessu máii?
„Ég geri talsverðan mun þar
á, sérstaklega framkomu
stjórnvalda. Ég tel framkomu
brezku stjórnarinnar mjög
fjandsamlega á allan hátt. Hún
sendir hingaö herskip, hún kost-
ar hingað dráttarbáta og önnur
skip til aðstoöar við lögbrjóta,
jafnvel á friðuðum svæðum,
skip sem reyna margsinnis að
sökkva okkar skipum, jafnvel
innan gömlu 12 milnanna. Allt
þetta er svo ósvffið og ruddalegt
af hálfu brezku stjórnarinnar,
að það er erfitt að hugsa sér að
setjast að samningaboröi með
slikum mönnum. Af hálfu vest-
ur-þýzku rikisstjórnarinnar er
ekki hægt að nefna neitt af sliku
tagi. Það er rétt, að þýzk út-
gerðarfélög hafa sent hingað
skip, og þar með brotið okkar
lög, en á framkomu rikisstjórn-
anna er mjög mikill munur.”
■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
— Hvaö vilt þú segja um þátt
Nato i málinu?
„Ég vil ekki blanda Nato inn I
landhelgismálið sjálft. En þeg-
ar eitt rikja bandalagsins fer
með hernaði gegn öðru banda-
lagsriki, þá hljóta að risa upp
háværar kröfur um það, að Is-
land gangi úr Nató, einkum meö
tilliti til þess, að ráðamenn
bandalagsins virðast ekki hafa
neinn áhuga á að leysa þetta
mál.”
— Ef samiö veröur við Breta
eða Þjóöverja, kemur aö þinu á-
liti til greina aö gefa þeim tog-
urum upp sakir sem eru á skrá
Landhelgisgæzlunnar fyrir lög-
brot?
„Þessu svara ég neitandi.”
— Hvaö finnst ráöherra um
þróun mála innanlands á þessu
eina ári, og þá skoöun sem fram
hefur komiö aö hefja eigi bar-
áttu fyrir 200 milum?
„Ég tel allt tal I þá átt aö 50
miíurnar séu tapaðar fráleitt.
Að sumu leyti hafa átt sér stað
hér innanlands furðulegar um-
ræöur upp á siðkastið, einkum
hvaðvarðar200 milna tillöguna.
50 milna krafan eraðeins áfangi
á leið okkar að stefnumarkinu,
fullum rétti strandrikja yfir
landgrunni sinu. Ef það þykir
rétt aö Alþingi lýsi þessu yfir
með sérstakri ályktun, þá er ég
þvi fylgjandi, þvi ég vil ekkert
draga úr þvi, að við ætlum okk-
ur aö ná 200 milum, þegar þeir
möguleikar eru fyrir hendi. En
hitt er svo annað mál, aö þeir
sem ekki hafa enn náð fullu taki
á 50 milum, þeir leysa ekki bar-
áttuna með þvi aö segja að þeir
ætli I 200 milur. Það er fráleitt
aö stilla þvi hvoru gegn öðru:
baráttunni fyrir 50 milum og
stefnunni fyrir 200 milum, þegar
þess verður kostur.”
— Er ráöherra ánægöur meö
stjórnarsamstarfiö og hefur ár-
angur þess veriö eins og ráö-
herra vonaöist eftir?
„Ég tel að margt hafi vel tek-
izt og þýðingarmikill árangur
hafi náðst I mörgum greinum.
Auðvitað er alltaf hægt að segja
þaö að maður hafi gert sér vonir
um að ná enn meiri árangri, en
eftir atvikum er ég ánægður.”
— Landheigismáliö hefur set-
iö i öndvegi hjá núverandi rfkis-
stjórn. Alþýöubandalagið hefur
lagt mikla áherzlu á brottför
hersins á kjörtfmabilinu. Nú er
komiö á seinni hluta þess, og
herinn er enn i landinu. Munu
ráðherrar Alþýðubandalagsins
knýja á um afgreiðslu þess
máls, og jafnvei gera lausn þess
aö skilyröi fyrir áframhaldandi
stjórnarsamstarfi?
„Vissulega munum við knýja
á um lausn þessa máls Sam-
komulag varð um það við
myndun stjórnarinnar, að her-
inn færi úr landi. Við munum
ganga fast eftir þvi að við þetta
fyrirheit verði staöið, og höfum
enga ástæðu til þess á þessu
stigi málsins að efast um annað
en samstarfsmenn okkar standi
við fyrirheit sin.”
— Nokkur lokaorö?
„Já, landhelgismálið er mér
að sjálfsögðu efst i huga. Ég tel
engan vafa á þvi að þjóðin er
samstiga i þessu máli, og þvi
hafa valdið mér miklum von-
brigðum raddir, sem hafa kom-
ið upp i einstaka blöðum, um aö
útfærslan hafi mistekizt. Ég te!
þessar raddir einangraðar, og
til þess eins að stappa stálinu I
Breta, og það geti orðið til þess
að þeir haldi enn um sinn áfram
sinni vonlausu baráttu I þeirri
villutrú að við séum aö
guggna.” — SS.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
1
FIMM á förnum vegi
Hefur sumarið verið gott?
Magnús Baidursson, starfar hjá
Feröaskr. rlkisins.: Mér finnst
það hafa verið ágætt. Ég hef
unniö við mjög skemmtilegt
starf og hef fengið tækifæri til að
ferðast um landiö og skoöa mig
um. En það má búast viö að það
fari að hausta innan skamms.
Margrét Runólfsdóttir, af-
greiöslustúlka.: Svona á heild-
ina litið hefur þaö verið ágætt.
Þaö hefur verið hlýtt veöur en
það hefur rignt I það mesta. Ég
hafði þvi miður ekki möguleika
á þvi að ferðast neitt i sumar.
Ég vona að það eigi eftir að
koma góður sólarkafli áður en
fer aö hausta.
Sigvaidi Ragnarsson, rafvirkja-
meistari.: Sumariö hefur veriö
ágætt. Ég hef nú kannski veriö
einstaklega heppinn með veður.
Ég fór nefnilega á norðaustur-
land i sumarleyfinu og lenti þar
i mjög góöu veöri. Það var þó
ekki gott veður allan timann,
þvi ég lenti einnig i snjókomu og
virkilegu haustveðri.
Rannveig Hrönn Haröardóttir,
gjaldkeri.: Ég get nú lltið dæmt
um það, þvi ég er nýkomin að
utan. Ég dvaldi eitt ár I Paris og
hafði það mjög gott þar. Mér
fannst hálf kalt þegar ég kom
hingað fyrst eftir að hafa veriö i
þrjátiu stiga hita úti.
Sigurgeir Sverrisson, flugvél-
stjóri.: Þaö hefur alla vega ekki
leikiö við mér. Alltaf þegar ég
hef verið hérna þá hefur verið
rigning eða leiðindaveður. Þetta
stendur þó allt til bóta þvi ég er
á leið til Italiu I sumarleyfi.