Alþýðublaðið - 27.09.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.09.1973, Blaðsíða 1
Bókaútgefendur í blóðspreng Fimmtudagur 27. sept. 1973 54. árg. alþýðu I ÞOBIR E» HIHIH ÞEGJfl I Kveikti í sér til ,dundurs’ Margfaldur óöur brennuvargur, þjófur og skemmdarvargur gerði a.m.k. þrjár misheppn- aðar tilraunir til að kveikja í hesthúsi i Hofs- landi i Garðahreppi i fyrrinótt, og voru hestar i húsinu, sem hann hugðist ekki hleypa út. Fyrst fór hann kl. 3.30 til að kanna aöstæður. Siðan heim til sin, þar sem hann sótti ruslapoka, sem hann ætlaði að nota sem brenni. Eftir að hafa kveikt i ruslinu, hent þvi innum glugga á hest- húsinu og falið sig i skurði, sá hann að eldurinn lognaðist útaf. Fór hann þá enn heim til sin, enda búinn með eldspýturnar, og ætlaði hann að sækja bensin og eldspýtur. Ekki fann hann það, en hafði með sér málningu, og gerði enn eina tilraunina. Ekki logaði málningin nógu vel, og reyndi hann þá að kveikja i hlöðu við hesthúsið. Átti hann þá fáar eldspýtur eftir og dugðu þær ekki til að brenna hlöðuna, en eitt- hvaðlogaði i málningunni til morguns. ge Rannsóknarlögreglan i Hafnarfirði hafði upp á manninum i gærdag, sem er tvitugur og hefur margsinnis komið við sögu hjá lögreglunni fyrir þjófnaði. Játaði hann þá verknaðinn, og einnig að hafa kveikt i gæsluskála á barnaleikvelli i Garða- hreppi, og vinnuskúr, en báðar byggingarnar brunnu til kaldra kola. Einnig játaði hann fimm innbrot, og eitt meiriháttar skemmdar- verk á húsakynnum Sigurðar Pálssonar bygg- ingameistara i Garða- hreppi. Við yfirheyrslur hló maðurinn og sagðist eitt- hvað þurfa að dunda sér til skemmtunar. Hann var eitt sinn úrskurðaður i geðrannsókn og sendur á Kiepp, en þaðan var hann, að eigin sögn ’rek- inn fyrir drykkjuskap, og segist hann hafa dálæti á brennsluspritti. Ekki segist hann þurta nema svona 200 gr. glas af þvi til að vera til i allt. Maðurinn verður úr- skurðaður i gæslu- varðhald i dag, og liklega geðrannsókn. Seðlabankinn íhugar húsa- kaup í miö- borginni Nokkrar horfur eru á þvi, að húsnæðisþörf Seðlabankans verði leyst meö kaupum á húseign við Austurstræti. Ekki hefur þetta verið staðfest, en að sögn kunnugra koma til greina húseign Silla og Valda, Reykja- vikurapótek, London, hús Stefáns Thorarensen og verslunarhús Jacobsen. Talið er, að ekkert þessara húsa sé Seðla- bankanum eins hag- kvæmt og húseign Silla og Valda, nr, 17 við Austur- stræti, sem er tiltölulega nýtt hús, og að miklu leyti reist sem skrifstofubygg- ing. Að visu kemur Reykjavikurapótek einnig til greina, en eins og kunnugt er, hefur borgin nú nær öll afnot af þeirri byggingu Ef úr húsakaupum Seðlabankans verður i Austurstræti, vaknar spurning um það, hvort margumtöluð teikning af Seðlabankanum verður ekki notuð litið breytt til þess að reisa langþráð borgarráðhús i kola- portinu. Ýmsir bókaút- gefendur, og þá einkum þeir, sem reka nýlegar bókaútgáfur, leggja nú ofurkapp á að láta ganga frá jólabókum sinum sem fyrst af ótta við að bókagerðarmenn fari i verkfall i nóvem- ber en þeir hafa sagt lausum samningum sin- um miðað við fyrsta þess mánaðar. Aðrir bóka- útgefendur, þ.e. þeir sem þegar hafa haslað sér völl i bókaútgál'unni. sjá ekki ástæðu til að láta bókagerðarmenn vinna meira nú en endranær, jafnvel þótt margir þeirra búist fastlega við verkfalli. Að þvi er áreiðanlegar heimildir herma er ástæðan fyrir róiyndi hinna rótgrónari út- gefenda sú, að þeir telja fyrirtæki sin ekki bera mikla yfirvinnu, og vilji frekar gefa út enga bók um jólin en tapa á jóla- bókunum. bá reikna útgefendur með þvi, að fái bókagerðarmenn að vinna mikla yfirvinnu auki það jafnvel lik- urnar á þvi að af verk- falli verði þar sem menn verða fjárhags- lega vel undir það búnir — og veiti auk þess ekki af dálitilli hvild. Bókagerðarmenn hala enn ekki lagt fram drög að kröfum sinum, en reiknað er með, að þær verði miklar, og samningaviðræður strangar. ÍSLENSKT HNEYKSLi í MOSKVU: Sendiherrann og sendiráðsritari reka starfsstúlku til að bjarga eigin skinni Við íslenska sendi- ráðið i Moskvu er komið upp mál, sem ekki er fyrirsjánlegt, hvern dilk dregur á eftirsér. En óhætt er að fullyrða, að ekki hefurverið ráðist á garðinn þar, sem hann. er hæstur, þegar islenskri starfsstúlku við sendiráðið var sagt upp störfum, þegar hún vildi ekki una, vægast sagt óvenju- legum aðferðum yfirboðara sinna þar. Starfsstúlka við sendiráðið, Ásta ERLENDIS Frank Willis maður- inn sem kom upp um Watergate-innbrotið í júnf-mánuð síðastliðið ár er nú atvinnulaus og gengur mjög illa að fá sér vinnu. Hann segist hafa reynt á öllum hugsanlegum stöðum en alls staðar fengið neit- un. Hann segist ekki vita hvort atvinnuveit- endum hafi verið sagt að ráðs sig ekki eða hvort þeir eru hreinlega svona hræddir. bá hafa þeir f undið ráð i Kalilorniu til að Ijölga farþegum með járn- brautarvögnum. Teinar hafa nú verið lagðir meðfram nektarný- lendu og slást menn nú um miðana. Algengt er, að menn hali með sér sjónauka og myndavéL Nýlega lésl virðuleg- urMaffiiloringi i Florida og varð ellidauður, en það er nokkuð látítt með menn i hans slöðu. Vin- urinn náði 82 ára aldri. Kristjánsdóttir, hefur um langt skeiö búiö í allsendis ófull- nægjandi húsnæði í gömlu borgarhverfi í Moskvu. Hefur hún ítrekað reynt að fá úr þessu bætt, og hvað eftir annað hefur staðið til boða að flytja í önnur húsakynni, sem við skoðun hafa ekki reynst hótinu betri. j vor gerðist það, að dóttir sendiráðs- ritara, Sigurðar Haf- stað, fluttist í ágæta ibúð, sem tekist hafði að útvega fyrir tilstuðlan sendiráðsins. Dóttir sendiráðsritarans er ekki starfandi við sendiráðið. Þessari ráðstörfun vildi Ásta ekki una, en fékk enga áheyrn hjá sendiherranum, dr. Oddi Guðjónssyni, er hún leitaði réttar sins. Frekari til- raunir til leið- réttingar leiddu til þess, að henni var hótað fyrirvara- lausum brottrekstri úr starfi. Ur því varð þó ekki, þegar til kastanna kom, en henni hins vegar sagt uppmeð þriggja mánaða fyrirvara. Er hún nú hætt störfum við sendi- ráðið í Moskvu, en er nú nýfarin þangað til að annast móður sína, sem lingur þar á sjúkrai,úsi og ganga frá bro tför sinni þaðan, eftir skamma dvöl hér. Yfir þessu máli verður ekki lengur þagað, en full ástæða er til að utan- ríkisráðuneytið geri hreint fyrir sínum dyrum varðandi það, og reyndar önnur atriði, þess sem skipta ekki minna máli. Er það rétt, að utanrikis- ráðuneytið hafi farið fram á það við ein- hverja starfsmenn sendiráðsins í Moskvu, að þeir drægju úr bifreiða- kaupum og sölum? Er það vegna skorts á risnu eða ókunnug- leika á hefð- bundnum sið- venjum, að ekki þótti ástæða til að minnast 17. júni þetta ár? Er það rétt, að aðrar og mikilvægari breytingar á sendi- ráðinu í Moskvu séu til alvarlegrar athugunar hjá utan- rikisráðuneytinu, en þær að hrekja burt eina starfsstúlku? Nll A AB TAKA AKREINA- AKSTURINN FYRIR Snemma á næsta ári munu umicrðarynrvöld hér álandiiaka afstöðu til þess. hvaða breytingar verða gerðar á umíerðar- lögum. til samræmis við breytingar, sem nú standa fyrir dyrum og eru að nokkru komnar til lramkvæmda á hinum Norðurlöndunum. Að sögn Péturs Sveinbjarn- arsonar umferðarfulltrúa er líklegt, að meðal breytinga á islensku um- ferðarlögunum verði strangari ákvæði um akstur á akreinum, nán- ari reglur um framúr- akstur, og komið verði á forgangsrétti almenn- ingsvagna. ,,IIvað okkur varðar hefur enginn timasetning verið ákveðin”, sagði Ólafur Walter Stefáns- son, i dómsmálaráðu- neytinu „en það er alveg framundan. Við ætlum þó fyrst að leyfa hinum að leggja linuna og notfæra okkur siðan þeirra reynslu”. Að sögn Péturs Svein- bjarnarsonar verður gef- inn úl á hinum Norður- löndunum umferðarbækl- ingur með samræmdum umferðarreglum, sem nefndur er ..Highwav Code” eftir breska um- feröarlagabæklingnum, sem ætlaöur er al- menningi. Upp úr þvi er fyrirhugað, að afstaða verði tekin til þessara mála hér á landi. l>að sem liklegast er, að tekið verði upp hér, er að sögn Péturs bann við tið- um skiptum á milli ak- reina og nánari reglur um notkun þeirra. Einnig er liklegt, að þungum farar- tækjum verði gert skylt að vikja vel fyrir umferð, sem á eftir kemur, i bröttum brekkum, og jafnvel nema algjörlega staðar utan vegar þar sem það er mögulegt. Þá sagði hann, að það sé að- eins timaspursmál, hvenær almenningsvögn- um verður veittur for- gangur, en það hefur þeg- ar verið tekið upp i Dan- mörku og Sviþjóð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.