Alþýðublaðið - 27.09.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.09.1973, Blaðsíða 7
Sjöwall og Wahlöö: DAUDINN TEKIIR SÉR FAR — Og ég sat nákvæmlega á sama stað og ég sit nú, sagði Gunvald Larsson. — Ég fékk boðin klukkan átján minútur yfir ellefu. Ef við reiknum nú riflega og segjum sem svo að þið hafið þurft að eiga við loft- skeytatækin í hálfa min- æutu og að miðstöðin hafi svo verið i fimmtán sek- úndur aö ná i mig, þá verða samt sem áður eftir rúmar fjórar minútur. Hvað voruð þið að gera þær minútur? — Tja, sagði Kvant. — Jú, þið þeyttust fram og aftur eins og taugaveikl- aöar rottur, tröðkuðuð i blóði og heilagraut, færðuð tii lfkin og allt hvaðeina. í fjórar minútur. — Ég get alls ekkert séð uppbyggjandi i.... byrjaði Martin. — Nei, biddu viö hægur. Auk þess sem þessir snill- ingar hérna eyddu fjórum mlnútum i aö afmá öll spor, þá komu þeir að minnsta kosti á morðstaðinn klukk- an þrettán minútur yfir ell- efu. Og þeir fóru ekki þang- að að eigin frumkvæði, heldur voru þeir sóttir þangað af manninum, sem fann vagninn. Var það ekki þannig? — Jú, sagði Kvant. — Manninum með hund- inn, sagði Kristiansson. — Já, það var nefnilega það. beir voru tilkallaðir af manni, en nenntu ekki einu sinni að taka niður nafn hans og við hefðum ef til vill aldrei haft uppi á hon- um ef hann hefði ekki sýnt þá hugulsemi að gefa sig fram sjálfur i dag. Hvenær var það sem þið hittuð manninn með hundinn? — Tja, sagði Kvant. — bað var um það bil tveimur minútum áður en við komum aö vagninum, sagði Kristiansson og horfði niður á tærnar á skónum sinum. — Já, einmitt já, þvi að sögn mannsins sjálfs, eydduð þið að minnsta kosti einni minútu i að sitja inni I bilnum og hreyta ókvæðisorðum á eftir hon- um. Um hunda og ýmislegt annað. Stendur það ekki heima? — Jú, umlaði Kristians- son. — begar þið fenguð til- kynninguna hefur klukkan að likindum verið tiu eða ellefu mínútur yfir. Hve iangt var maður þessi frá strætisvagninum þegar hann stöðvaði ykkur? — Um það bil þrjú hundruð metra, sagði Kvant. — Já, einmitt, sagði Gunvald Larsson, — og þar sem hann er sjötugur að aldri og var að auki með veikan dachshund i eftir- dragi... — Veikan? spurði Kvant undrandi. — Já, veikan, sagði Gun- vald Larsson. — Hundkvik- indið er skemmdur i baki og nærri lamaður i aftur- fótunum. — Nú fer ég lokst að skilja hvað þú ert að fara, sagði Martin Beck. — Jæja. Já, ég hef að minnsta kosti prófað þann gamla á þessari vegalengd I dag. Með hundi og heila kraminu og það þrisvar sinnum en þá gafst hvutti upp. — En þetta er smánarleg meðferð á dýrinu, sagði Kvant æstur. Martin Beck leit á hann með undrun og áhuga. — Hvað sem þvi liður þá tókst ekki að koma skrúð- fylkingunni þessa vega- lengd á skemmri tima en þremur minútum i neitt skiptið. Karlgreyið hlýtur þvi að hafa komið að kyrr- stæðum strætisvagninum i sfðasta lagi klukkan sjö minútur yfir ellefu. Og við erum nokkurn veginn viss- ir um að morðin áttu sér stað þremur eða fjórum minútum áður. — Hvernig getum við vitað það? spurðu Kvant og Kristiansson hver upp i annan. — bað varðar ykkur ekki um, sagði Gunvald Lars- son. — Armbandsúr Sten- ströms aðstoðarforingja, sagði Martin Beck. — Ein kúlan fór i gegnúm brjóst- kassa hans og inn i hægri úlnlið. bar hæfði hún trekkjarann á Omega Speedmaster úri hans og sérfræðingar segja að við þaö hafi úrið stöðvast á augabragði. bað var þá þrjár minútur og þrjátiu og sjö sekúndur yfir ellefu. Gunvald Larsson sendi honum vanþóknunar- augnaráð. — Við, sem þekktum Stenström aðstoðarfor- ingja vel, vitum að hann var alger sekúnduþræll, sagði Martin Beck dapur i bragði. — Við getum reitt okkur á að úr hans var hár- rétt. Haltu áfram, Gun- vald. — Karlinn með hundinn kom gangandi eftir Norr- backagatan i átt frá Karl- bergsvagen. Vagninn ók framhjá honum i fjarlæg- ari enda götunnar. Hann var um það bil fimm mfn- útur að staulast niður Norrbackagatan, en vagn- inn fór sömu vegalengd á fjörutiu og fimm sekúnd- um. Hann mætti engum á leiðinni. begar hann kom að horninu, sá hann vagn- inn standa hinum megin við götuna. — Já, og svo hvað? spurði Kvant. — Æ, góði haltu þér sam- an, sagði Gunvald Larsson. Kvant kipptist til af bræði og opnaði munninn til að segja eitthvað, en tók eftir andlitssvip Martins Beck og hélt aftur af sér. — Hann sá ekki að rúð- urnar voru sundurskotnar — fremur en snillingarnir okkar hérna, þegar þeir gátu loksins drattast að vagninum. Hins vegar tók hann eftir að framdyrnar stóðu opnar. Hann hélt að umferðarslys hefði átt sér stað og hljóp af stað til að sækja hjálp. Hann hugsaði með réttu sem svo að fljót- ara væri að komast á enda- stöðina en að þramma alla leið upp Norrbackagatan og þess vegna lagði hann af stað i suðvestur eftir Norra Stationsgatan. — Hvers vegna þá? spurði Martin Beck. — Vegna þess að hann gerði ráð fyrir að einhver vagn myndi vera inni á endastöðinni. En svo var ekki. 1 stað þess var hann svo óheppinn að mæta lög- reglubil. Gunvald Larsson sendi þeim Kristiansson og Kvant iskalt og eitrað augnatillit. — Lögreglubill frá Solna kom skriöandi út úr um- dæmi sinu eins og maðkur undan steini. Jæja, hversu lengi höfðuð þið staðið þarna með vélina i hlut- lausu og framhjólin ná- kvæmlega á borgarmörk- unum? — 1 þrjár minútur, sagði Kvant. — Ætli þær hafi ekki heldur verið fjórar eða fimm, sagði Kristiansson. Kvant leit á hann ásök- unaraugum. — Og tókuð þið eftir hvort nokkur kom þá leið? — Nei, sagði Kristians- son, — ekki fyrr en maður- inn meðhundinn kom i ljós. — Og það þýðir að morð- inginn hefur hvorki getað sloppið i suðvestur eftir Norra Stationsgatan né i suður eftir Norrabackagat- an. bá er aðeins einn möguleiki eftir — ef við gerum ekki ráð fyrir að hann hafi hlaupið inn á lestastöðina — Norra Stationsgatan i hina áttina. — Hvernig getum við vitað.... að hann hafi ekki farið inn á stöövarsvæðið? spurði Kristiansson. — bað var eini staðurinn sem þið tróðuð ekki niöur allt, sem eitthvað var hægt að átta sig eftir. bið gleymduð að klofa yfir girðinguna og traðka þar fyrir innan. — Svona, Gunvald, nú hefurðu náð fram þvi sem þú vildir, sagði Martin Beck, — en það tók þig eins og vant er skrambi langan tima að komast að efninu. Athugasemdin verkaöi uppörvandi á Kristiansson og Kvant, sem litu fegnir hvor á annan. En Gunvald Larsson var ekki á þvi að láta þá sleppa með þetta. — Ef þið hefðuð haft eitt- hvert vit i kollinum, hefðuð þið getað stokkið inn i bil- inn, náð morðingjanum og tekið hann höndum. — Eða látið slátra okkur lika, sagði Kristiansson fullur mannfyrirlitningar. — begar ég næ þessum morðingja, skal ég að mér heilum og lifandi hafa ykk- ur tvo fyrir framan mig, sagði Gunvald Larsson bál- reiður. Kvant leit upp á vegg- klukkuna og sagði: — Meg- um við fara núna? Konan min... — Já, sagði Gunvald Larsson, — þið getið farið fjandans til. Hann mætti ásakandi augnaráði Martins Beck og leit undan. — Hvers vegna notuðu þeir ekki höfuöiö? sagði hann. — Sumir þurfa lengri tima en aðrir til að draga áiyktanir, sagði Martin Beck stillilega, — og það gildir ekki eingöngu um leynilögreglumenn. — En nú verðum við að draga ályktanir, sagði Gunvald Larsson æstur og skellti aftur hurðinni. — Hammar vill fara yfir mál- ið með okkur klukkan þrjú stundvislega, en það er eft- ir tiu minútur. Martin Beck, sem sat með slmtólið við eyrað, leit gremjulega á hann. Koll berg leit upp úr skjölum sinum og muldraði: — Eins og við vitum það ekki. Reyndu sjálfur að hugsa á fastandi maga, þá kemstu að þvi fullkeyptu. Eitt af þvi fáa, sem gat komið Kollberg i vont skap var að þurfa að sleppa mál- tið. bessa stundina var hann að minnsta kosti þremur máltiðum á eftir á- ætlun og þvi ekki sem best fyrirkallaður. Auk þess taldi hann sig geta ráðið þaö af ánægjusvipnum á Gunvald Larsson, að hann væri nýkominn frá þvi að borða, og ekki bætti það skap hans. — Hvar hefurðu verið? spurði hann tortrygginn. Gunvald Larsson svaraði ekki. Kollberg fylgdi hon- um eftir með augunum þegar hann fór og settist bakvið skrifborð sitt. Martin Beck lagði heyrn- artólið á. — Hvaða ólundarsvipur er á þér, sagði hann. Svo stóð hann á fætur, tók minnisblöð sin og gekk til Kollbergs. — beir voru að hringja úr tæknideildinni, sagði hann. — beir hafa fundið alls sex- tiu og átta skothylki. — Afhvaða stærð? spurði Kollberg. — Niu millimetra, alveg eins og viö héldum. Ekkert mælir á móti þvi að sextíu og sjö þeirra séu úr sama skotvopninu. — Og það sextugasta og áttunda? — Walther 7.65 — Skotið sem Kristians- son garpurinn hleypti af upp i þakið, skaut Kollberg inni. — Einmitt, sagði Martin Beck. Hann gekk að upp- drættinum og setti kross viö hinar breiðari af mið- dyrum vagnsins. — Jaá, sagði Kollberg, — barna hlýtur hann aö hafa staðið. — Og það ætti að skýra... — Hvað þái spurði Gun- vald Larsson. Martin Beck svaraði ekki. — Hvað ætlaðirðu að fara að segja, spurði Kollberg, — hvað ætti það að skýra? — Hvers vegna Sten- ström tókst ekki að skjóta, sagði Martin Beck. Hinir litu spyrjandi á hann. — Heh, sagði Gunvald Larsson. ------UFÐI HANN KROSSFESTINGUNA--- JESÚS LÉST Á INDLANDI INDVERSKUR SAGNFRÆDINGUR HYGGST SANNA. AD JESÚS HAFI LIFAD AF KROSSFESTINGUNA Á GOLGATAHÆÐINNI OG FLÚIÐ TIL KASMÍR Undir hellu mikilli i grafhýsi i miðju Srinagar, hvilir spámaður. Hann hét Jus Asaf, og nú heldur sagnfræðingur þvi fram að það sé Jesús, sem sam- kvæmt kristnum heimildum var krossfestur og grafinn i Jerúsalem, og reis upp á þriðja degi. Og nú hafa verið fundnar sterkar likur fyrir þvi að Krist- ur hafi verið á Indlandi, og er ekkert i ritningunum, sem afsannar það. hentur Nikodemusi ráðsfull- trúa, sem fylgdi Essenum á laun. Brotamennirnir voru þá báðir á lffi, og voru beinbrotnir til bana á venjulegan hátt — en bein Krists voru ekki brotin. Nikódemus hafði, ásamt öðr- um ráðsfulltrúa, Josef frá Ari- tmatiá, áður fengið leyfi til þess hjá Pilatusi landstjóra, aö jarð- setja Jesús i einkagrafhýsi. En þegar Nikódemus sá að blóð og vatn rann úr siöusárinu — slikt gerist ekki, ef um lik dáins manns er að ræða — meðhöndl- aði hann Jesús með jurtum og græðismyrslum, þar inni i graf- hýsinu. Tveim dögum siðar mútuðu ráðsfulltrúarnir grafar- vörðunum og komu Jesús undan og úr landi. begar þær, Maria móðir Jesú og Maria frá Magdölum, bar að gröfinni skömmu siðar, sáu þær þar tvo menn i hvitum munkakuflum. bau klæði báru Essenar, og hvort sem konurnar hafa i rauninni talið að um engla væri að ræða, eða þeim hefur verið sagt hið sanna verður að sjálfsögðu ekki vitað. Hitt er aftur á móti vist, að Jesús flýði ekki þá þegar, heldur kom hann hvað eftir ann- að saman við lærisveina sina, uns hann blessaði þá hinsta sinni á Oliufjallinu. Hann hvarf þeim, á meðan þeir lutu höfði sinu i lotningu — og þeir álitu, að hann hefði horfið til himins. Að sjálfsögðu komst eitthvert kvisá i Jerúsalem, og Rómverj- ar hófu þegar leit og eftirför undir stjórn Sáls, þess er siðar nefndist Páll. bað er ekki ólik- legt að Jesús hafi beðið hans i Damaskus, og haft svo sterk áhrif á hann, að hann snerist til fylgis við Krist og hreyfingu Essenanna. Og þá var honum leiðin til flótta hindrunarlaus. betta er ekki i fyrsta sinni, að menn freista að rannsaka krossfest'ngu Jesús og allt i sambandi við hana. Læknar hafa reynt að ákveða hve mikið blóð hann muni hafa misst, meðan hann hékk á krossinum. Breskursérfræöingur i svæfing- um og endurlifgun, dr. J.G. Bourne við St. Thomas sjúkra- húsið i Lundúnum, álitur, að Jesús hafi verið i skyndauöa- ásigkomulagi, þegar hann var tekinn niður af krossinum, og að hann hafi veriö vakinn til lifsins aftur inni i grafhvelfingunni. Arfsögnin um krossdauða Jesús hefur hins vegar náð svo djúpri rótfestu i trú fjöldans, að það hefur verið talin villutrú að efast um sannleiksgildi hennar. Aliti menn hins vegar, að Krist- ur hafi lifað af krossfestinguna, þá er flótti hans til Indlands sennilegur og skiljanlegur. Hann hafði áður gefið i skyn, að hann vildi leita týndra sauða af húsi tsraels — Matth. 15:24. bessir týndu sauðir voru þeir gyðinglegu kynþættir, sem Assýriumenn seldu sem þræla til Kashmir, þá fyrir mörg hundruð árum. I Kashmir eru enn við lýði gyðingleg örnefni, áletranir á hebresku á legstein- um, rústir af musterum Gyð- inga og mannanöfn af hebresk- um uppruna. Sagt er frá þvi i persnesku sagnfræðiriti frá 1417, að Jesús hafi lent enn i vandræðum vegna prédikanastarfs sins meðal Ibúanna i tyrkneska bæn- um Nusaybin. Á flóttanum það- an hafi Thomas, sem margir bibliuskýrendur telja bróður hans, — verið i fylgd með hon- um, svo og Maria móðir hans, er flýði með honum frá Jerúsalem. Samkvæmt þessu sagnfræði- riti, lést Maria'ekki löngu siðar, og grófu bræður hana i grennd við Rawalpindi, sem nú er höfuðborg Pakistan. bar hefur dr. Hassnain og fundið legstað með áletruðum steini: ,,Mai Mari da Astahn” — hvilustaður móður Mariu.... Jafnvel kristin kirkja véfeng- ir ekki, aðThomas hafi haldið til Indlands, þar eð Portúgalir hafa Framhald á bls. 4 ingum mótmælenda, sem nú eru uppi, Rudðlf Bultman prófessor, litur og á allar frásagnir af upp- risu og himnaför Krists af nokk- urri gagnrýni. Indverski sagnfræðingurinn, sem áður getur, dr. Hassnain, skýrir hina að þvi er virðist mótsagnarkenndu frásögn á þennan hátt: ,,Jesú lifði af krossfestinguna, og naut læknisaðstoðar og hjúkrunar þangað til hann hafði fullkom- lega náð sér-aftur. Að þvi búnu flýði hann ofriki Rómverja, um Persiu og Afghanistan til Kashmir, en þar höfðu nokkrir kynþættir Gyðinga búið ailt frá herleiðingunni i Babýlon. Og þar lést Jesú, sennilega 115 ára að aldri...” Samkvæmt þvi, sem dr. Hassnain heldur fram, var það ekki i fyrsta skiptið, sem Jesú dvaldist i Kashmir. í Buddha- klaustrinu Hemis Gumpa hátt i Himalajafjöllum hafa fundist skrifaðar heimildir, yfir 1500 ára gamlar, þar sem frá þvi er sagt, að maður að nafni Jesú lagði leið sina um Kashmir til Tibet. Eins og er, þá er klaustur þetta á yfirráðasvæði Kinverja, en dr. Hassnain vinnur eigi að siður að þvi, að fá bókfellsrollur þessar að láni, svo frægustu sér- fræöingar á þessum sviðum, megi rannsaka þær. bað var rússneskur visinda- maður að nafni Nicholas Notov- isch, sem sá þessar bókfellsroll- ur fyrst vestrænna manna, árið 1887. Hann skýrði frá handritun- um i bók sinni „Hið ókunna lif snkt. Isas”. „Isa” er arabiska heitið Jesús. A bókfellsrollum þessum getur að lesa, að Jesús hafi halupist að heiman, þegar hann var 13 ára og fylgst með úlfaldalest, sem hélt til Persiu og Indlands. Og það má vera undarleg hending, að ekkert skuli minnst á athafnir Krists i ritningunum frá þvi hann er tólf ára i muster- inu, og veldur undrun hinna skriftlærðu með gáfum sinum og þekkingu, og þangað til hann kemur fram sem Messias, þá hálffertugur, og er að lokum krossfestur. Á Indlandi á Jesús að hafa stundað nám i musterun- um. bar lærði hann um lækn- ingamátt jurta, stærðfræði og Hindúisma. Dvaldist hann á Indlandi nærri áratug, og ferð- aðist þar viða, en lenti að lokum I útistöðum við prestastéttina, og varð að flýja til Nepal. baðan sneri hann svo aftur heim til Palestinu. Eins og Joel Carmichael og Erich From, er dr. Hassnain þeirrar skoðunar, að i rauninni beri að lita á Jesús sem upp- reisnarmann og frelsishetju, sem barist hafi gegn hernáms- valdi Rómverja. Hann hafi ver- iö meðlimur i reglu Essena, en það var andspyrnuhreyfing, sem hafði að takmarki að frelsa Gyðinga undan oki Rómverja, og endursiðvæðingu þjóðarinn- ar. Eftir margra ára þrotlaust starf hefur visindamönnum nú tekist að lesa Dauðahafs-hand- ritin svokölluðu að mestu leyti. bar er Jesús einnig talinn i hópi með Essenum. En hvað þá um þau krafta- verk, sem Jesús gerði? Dr. Hassnain telur að i flestum til- vikum muni þar hafa verið um eðlilegar athafnir að ræða, en guðspjallamönnunum hafi svo siðar verið skýrt frá þeim sem yfirnáttúrulegum. begar Jesús sneri heim úr fyrri Indlandsferð sinni, gekk hann i hóp með Essenum. Hann gerðist þá hættulegur Rómverj- um sem pólitiskur andstæðing- ur, og þess vegna varð sam- komulag með þeim og taglhnýt- ingum þeirra, fariseunum, um að ryðja honum úr vegi, Þeir sem lifðu af krossfestingu, voru drepnir. Jesús var krossfestur ásamt tveim afbrotamönnum, en sú grimmúðlega aftökuaðferð var þá algeng. Dóu þeir krossfestu oft og tiðum ekki fyrr en þeir höfðu hangið i þrjá til fjóra sól- arhringa, og þá oftast nær vegna likamlegrar örmögnun- ar, þorsta og hungurs. bað var þó yfirleitt venjan, að taka af- brotamennina niður af krossin- um, ef þeir voru með lifsmarki eftir sólarhringinn, og voru þeir þá drepnir á þann hátt að bein þeirra voru brotin. Jesús var negldur á kross siö- ari hluta föstudags, nokkrum stundum áður en sabbathelgin hófst, en þá mátti enginn hanga á krossi. Guðpjallamönnunum ber saman um, að Jesús hafi fallið i dauðadá einhvern tima á milli annarrar og sjöttu stund- ar. Hermaður stakk þá spjóti i siðu honum og rann blóð og vatn úr sárinu. Sabbatshelgin nálg- aðist, og það var talið, að Jesús væri látinn. Hann var þá tekinn af krossinum og likami hans af- Borgin Srinagar stendur við rætur Himalajafjaila, i 1600 m hæð yfir sjávarmál, og íbúarnir, 300.000 talsins, kaila borg sina heilaga. Og þar i borginni er iika krökkt af musterum, guða- sögnum og undarlegum mann- eskjum. bar má til dæmis nefna Bas- harat Saleem, sem fer þrisvar eða fjórum sinnum árlega með alla fjölskyldu sina um krókótt- ar götur og stræti borgarinnar, til þess að þau geti öll kropið á kné i bæn við gamalt grafhýsi. bar hvflir einn af forfeðrum Saleems samkvæmt arfsögn- inni, og þar krýpur Saleem ber- fættur og öll fjölskyldan við helluna yfir gröfinni. betta er gröf spámanns, sem uppi var fyrir um 1900 ár- um, og hann bar nafnið Jus Asaf — Jesús leiðtogi — ag Saleem heldur þvi fram, að það hafi verið sá hinn sami Jesús, sem kristnir segja að hafi veriðkrossfesturi Jerúsalem og sé jarðsettur þar. bvi fer fjarri, að Basharat Saleem þessi liti út fyrir að vera draumóramaður eða haldinn einhvers konar ofstæki. Hann er slyngur og heppinn kaupsýslu- maður, sanntrúaður fylgjandi spámannsins Múhameðs, og fram að þessu hefur honum og öðrum ibúum borgarinnar Srin- agar, höfuðborgarinnar i ind- verska fylkinu Kashmir, tekist að koma i veg fyrir, að ind- verska stjórnin láti opna gröf- ina. Hinsti hvilustaður spá- mannsins er heilagur, og það væri helgibrot að hreyfa við honum. En nú hefur frægur indversk- ur fornminjafræðingur, dr. F.H. Hassnain, lagt mikið kapp á að fá þvi framgengt, að gröfin verði opnuð, enda þótt það gæti komið af stað trúarbragðastyrj- öld þarna i fylkinu. — Ef til vill get ég fengið þar endanlega sönnun þess, að það sé Jesús, sem þar er grafinn, segir Hassnain. Og þar sem dr. Hassnain er viðurkenndur visindamaður, verður ekki hjá þvi komist að taka orð hans alvarlega, jafnvel þótt þau kunni að hneyksla þær 900 milljónir manna i heimin- um, sem játa kristna trú, og byggja trú sina á krossdauða frelsarans. betta er að visu ekki i fyrsta skiptið, sem sú arfsögn er véfengd — þaö er ekki nema nokkur ár siðan, að japönskum borgarstjóra tókst að fá fjölda pilagrima til að leggja leið sina til borgar sinnar, fyrir þá full- yrðingu, að hann hefði fundið minjar um dvöl Krists þar. Og það er staðreynd, að smiða mætti margar þrisigldar skonn- ortur úr öllum þeim viðarflis - um, sem varðveittar eru eins og helgidómur i kaþólskum kirkj- um viðs vegar um heim, þar eð þær eru taldar úr krossi Krists. Aftur á móti finnast sagn- fræðilegar likur fyrir þvi, að Jesú kunni aðhafa fariö til Srin agar. Við getum til dæmis flett upp i Lúkasar guðspjalli, 24. kapitula, 4. og 5. versi, þar sem segir frá þvi, er konurnar gengu út að gröf Krists á þriðja degi, og komu þá að henni tömri. bar stóðu tveir menn, og þeir spurðu: „bvi leitið þér hins lif- anda á meðal hinna dauðu?” Voru þessir menn þar með að tilkynna, að Jesú hefði lifað af krossfestinguna ? begar lengra kemur i sama kafla, segir frá þvi, er Jesús stóð skyndilega á meðal iæri- sveina sinna, og þeir urðu skelfdir og hugðu, að hann væri andi eða vofa. En hann sagði við þá: „Litið á hendur minar og fætur, að það er ég sjálfur. breifið á mér og litið á, þvi að andi hefur ekki hold og bein, eins og þér sjáið mig hafa”. Sið- an snæddi hann fisk og hunangs- safa með lærisveinum sinum. Vildi Jesú þar með sanna, að hann væri ekki látinn, heldur lif- andi á sama hátt og lærisveinar hans? bað er i sjálfu sér harla merkilegt, að svo andkristnar setningar skuli hafa fengið að standa óareittar i öllum hinum mörgu endurskoðuðu og „leið- réttu” bibliuafritum og þýðing- um. Einn af fremstu guðfræð- Indverskur sagnfr. og fornminjafræðingur, dr. Hassnaln, telur Krist hafa verið pólitískan upp reisnarmann, sem lifað hafiaf krossfestinguna og #§ hafi verið hjálpað til að flýja. Margir vestrænir sagnfræóingar eru honum |B sammála um ýmiss mikilvæg atriði. o o Fimmtudagur 27. september Fimmtudagur 27. september

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.