Alþýðublaðið - 27.09.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 27.09.1973, Blaðsíða 12
alþýðu í dag er spáð austan golu og skúrum seinni hluta dagsins styttir upp og léttir siðan til með norðaustan kalda.. KRILIÐ □ Bær /R FER KKHKU 1>T/CrL/ Ky/rjR Y£/D/ mi/FLfí Gfíem m'ftLm i uR i V£/L RÓSk \ KytKi 'RR F£Rt)i m,iH/ \ £/yD FíjÖW tSfífnrg 'R FOR FAÐIR /rv/v * \ L 2 £/R5 H£/Ð Pu6b TÓtfrf ' ♦ RíM INNLÁNSVIÐSKIPTI LEIÐ L*yiL LÁNSVIÐSKIPTA ^BUNAÐARBANKI ISLANDS KOPAVOGS APÖTEK Opiö öll kvöld til ki. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Nú á að koma upp æfingasvæði fyrir þá, sem eru að læra að aka bíl Ákveðið er, að í vetur verði tekin til umræðu í Ökukennarafélagi Islands tillaga um, að félagið standi fyrir þvi, að komið verði upp æfingasvæði fyrir þá, sem hyggjast taka bílpróf, og aðra þá, sem hafa hug á að þjálfa sig í akstri utan alfara- vegar. Að sögn Jóns Sævaldssonar ökukennara er ekki búið að fullkanna, hvaða staður kemur helst til greina, en að hans áliti væri svæðið fyrir ofan Geitháls vel til fallið. Málið á að leggja fyrir aðalfund ökukennarafél- agsins í mars, og sam- þykki stjórnin tillöguna, sem Jón taldi nokkurn veginn víst að yrði, hyggs félagið hefja fram- Okkur vantar ökuskólann „ökukennslan hér á landi er á öðru stigi en á hinum Norðurlöndunum, og er það aðallega fólgið í því, að hér fara ekki allir í ökuskóla áður en þeir taka bílprófið", sagði Jón Sævaldsson, fulljrúi íslands í fulltrúaráði Öku- kennarasambands Norð- urlanda, i viðtali við Alþýðublaðið. Það kom upp tillaga hjá samband- inu fyrir tveimur árum um, að ökukennslan í löndunum verði sam- ræmd, en ekkert hefur verið gert í því enn", sagði Jón , „og i sumar var samþykkt á fulltrúa- ráðsfundi, að hver fulltrúi skyldi hvetja sina ríkis- stjórn til að hraða fram- kvæmd á þessari sam- ræmingu". Samræmingin er, samkvæmt tillögum ökukennara fyrst og fremst fólgin i bættri fræöslu og bættum kennsluaðfer&um. Að sögn Jóns Sævaldssonar er hugsanlegt, að ökukennurum verði fækkað, og nám til að öðlast ökukennararéttindi verði gert mun strangara en nú er, og að þvi loknu þurfi menn að fá þjálfun hjá reyndum kennurum. bá er talin þörf á að sam- ræma reglur um lágmarksaldur til ökuprófs, en Island er eina landið sem miðar við 17 ára aldur, — á hinum Norðurlönd- unum öllum er miðað við 18 ár. Einnig er hugsanlegt, að öku- prófinu sjálfu verði breytt þannig, aö skriflegt próf komi að einhverju eða öllu leyti i stað munnlegs prófs. Sjálft aksturs- prófið er svipað hér og á hinum Norðurlöndunum, en hugsan- legt er, að prófdómurum verði gert skylt aö bóka viss atriði á meðan á akstursprófinu stendur. kvæmdir strax og hentugt svæði fæst og treysta á sjálf boðavinnu í sem mestum mæli. ökukennarafélagið hef ur rekið ökuskóla siðan hægri breytinginvar gerð, og telja kennararnir, að æfingasvæði sé ómissandi í ökukennslunni. Að því er Jón Sævaldsson sagði við Alþýðublaðið reka 55 öku- skólar á Fjóni í Dan- mörku slikt æfingasvæði, og er talið, að þeir nem- endur, sem taka æfinga- tíma þar, verði ólfkt betri ökumenn en þeir, sem eingöngu gengju í öku- skóla. Á æfingasvæðinu á Jót- landi er bæði hraðbraut. merktar götur og bíla- stæði. Ökukennarafélaginu var úthlutað tveimur æfingasvæðum fyrir hægri breytinguna árið 1968. Var annað þeirra í Nauthólsvík en hitt í Laugardalnum. Reyndust þessi svæði of lítil, og lagðist starfsemi þar niður fljótlega. ooo Ritstjórn: Skipholti 19. Sími 86666. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10. Sími 86660. j FIMM á förnum vegi SPILAR ÞÚ í HAPPDRÆTTI? Jón Axel Egils, skrifstofumað- ur: Ég spila i öllum happdrætt- im, ýmist einn eða i félagi með iðrum, og hef unnið i öllum 3eim stóru, þar sem möguleik- irnir eru mestir, — þó aldrei iema litla vinninga. Aðalheiður Haildórsdóttir, skrifstofustúlka: Eg spila i Happdrætti Háskólans, bæði vegna þess, að að ég styrki gott málefni, — og svo vinn ég alltaf. Ég hef þó aldrei fengið stóra vinninga, alltaf smáa, en þó svo mikið, að ég spila alltaf fritt. Svavar Benediktsson, dægur- lagasmiður og verslunarmað- ur: Já, það geri ég, og aðallega til að freista gæfunnar — eins og aðrir. Ég hef nú aldrei fengið stóran vinning, — einu sihni 5000 króna vinning. Gissur Guðmundsson, útvarps- virki: Já, ég geri það. betta er uppátæki, sem ég tók einhvern timann upp á, þegar mér bauðst gott númer. Ég hef reyndar aldrei unnið, nema einu sinni 1500 krónur, en ég geri þetta til að styrkja gott málefni. Auður Ingólfsdóttir, fóstru- nemi: Nei, ég spila aldrei i happdrættum, ég trúi ekki á svoleiðislagað. Ég borga ekki einu sinni heimsenda miða, og hef ekki hugsað mér að spila i happdrættum i framtiðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.