Alþýðublaðið - 27.09.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.09.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjori Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjami Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf. Fyrsti vinnustaðafundurinn Á mánudaginn var efndi Menningar- og fræðslusamband alþýöu f samvinnu viö Listasafn ASt og Járniðnaöarmannafélag islands til fundar meö starfs- fólki vélsmiöjunnar Héöins i Reykjavik og var fundurinn haldinn á vinnustaönum sjálf- um. Þar höföu verið hengd upp listaverk úr Listasafni ASÍ og á fundinum sjálfum voru svo kynnt stéttarleg og félagsleg málefni járniönaöarm anna, starfsemi MFA og fluttur stutt- ur leikþáttur um samskipti verkamanns og vinnuveitenda. A eftir var svo efnt til umræðna um fundinn og stéttarleg mál- efni, fyrirspurnum svarað og leitaö eftir hugmyndum hjá verkafólkinu. Þessi fyrsti vinnustaöafundur MFA er mjög merkt og þarft nýmæli og á Menningar- og fræðslusamband alþýðu þakkir skildar fyrir þetta lofsveröa framtak sitt. Það dylst væntan- lega engum — og verkalýðs- sinnar hafa af þvf miklar áhyggjur — að þátttaka hinna almennu félagsmanna i stéttar- félögum i félagsstarfinu er allt of litil og margir launþegar vita næsta lítið um stéttarleg mál- efni sin og eru kærulausir um vöxt og viðgang félaga sinna. Þessi öfugþróun er mjög viö- sjárverð, þvi félögin byggja styrk sinn fyrst og fremst á hin- um almennu félagsmönnum, starfi þeirra og áhuga. Ef sú afluppspretta þrýtur og þornar. þá verður þess ekki langt aö bíða, aö Itök verkalýöshreyf- ingarinnar I þjóðfélaginu rýrni að sama skapi og þar meö væri I dróma drepin sú almenna rétt- lætis- og mannréttindabarátta, sem islensk verkalýðshreyfing hefur náö um meira en hálfrar aldar skeiö með þeim góöa árangri, að á islandi er nú fé- lagslegt velferðarríki. Það væri ekki aðeins sókn verkalýðsstétt- arinnar fram eftir vegi, sem þá væri stöðvuð. Unnir sigrar hennar væru þá einnig I hættu þvi þau öfl I þjóðfélaginu eru vissulega sterk, sem vilja ná aftur af alþýðu þessa lands ýmsum þeim réttindum, sem verkalýðshreyfingin og verka- lýðsflokkarnir hafa með langri og strangri baráttu fært frani sigurs. Þegar hliösjón er höfð af þess- um staðreyndum er þvi ekkert undarlegt, þótt sú félagslega deyfð, sem rikt hefur I verka- lýðshreyfingunni nú um nokkurt skeið, hafi vakið miklar áhyggj- ur hjá öllum sönnum verkalýðs- sinnum. En sökin er ekki bara fólksins. Verkalýðsforustan á sjálf lika nokkra sök á því, hvernig komið er. Hún heldur sér enn fast við starfshætti, sem voru góðir hér fyrrum, en eiga ekki lengur við. Þegar grannt er skoöað er það e.t.v. ekki óeðlilegt, að Islenskt verkafólk, sem verður að vinna mjög langan vinnudag, vilji ekki verja hinum fáu og dýr- mætu hvildarstundum sinum til þess að sækja fundi stéttarfé- laga sinna, sem enn eru haldnir með sama gamla sniðinu og var við lýði fyrir hálfri öld — þá þvi siður, þegar kjarabaráttan er ekki eins glögg og áþrcifanleg og hún var á fyrri timum. Þessi mál verður verkalýðsforystan að taka til rækilegrar athugunar og reyna að fella félagslega starfsemi stéttarfélaganna að þessum nýju aðstæðum. Það hefur MFA einmitt gert. Stjórn þess og ráðamenn hafa gert sér Ijóst, að konti alþýðan ekki til stétlarfélaganna, þá verða stéttarfélögin að koma til alþýð- unnar þar sem hana er aö finna — á vinnustöðunum þar sem fólkið er við störf. Vinnustaðafundir MFA eru tákn nýs tima, tákn um nýjan skilning verkalýösforystunnar á hlutverki sinu. Alþýðublaðið fagnar þessu góða framtaki og óskar MFA og stéttarfélögunum i landinu góðs gengis með fram- kvæntdina. * " ^ ÁLYKTUN 1. KJÖRDÆMISÞINGS ALÞYÐUFLOKKSINS I REYKJAVlK UM VERKflLYÐSMflL RAUNHÆF LlFSKJÖR Ályktun um verkalýðs- mál. Alþýðuflokkurinn var árið 1916 stofnaður til að vera bar- áttutæki Islenskrar alþýðu á stjórnmálasviðinu. Flokkurinn hefur löngum haft forystu i sókn launþeganna i landinu á sviði menningar- og kjaramála og með samstarfi Al- þýöuflokksins og verkalýðs- samtakanna var i upphafi lagð- ur grundvöllurinn að þvi vel- ferðarþjóðfélagi, sem islenska þjóðin býr við i dag. Kjaramál alþýðunnar ráðast nú ekki lengur svo til einvörðu af beinum samningum milli launþega og vinnuveitenda, mætti segja að ekki væri minna um vert, það sem löggjafinn og rikisstjórnir ákveða i ýmsum málum er beint snerta hags- muni hins almenna launþega i landinu. Þvi er það, að kjör- dæmisþingið ályktar eftirfar- andi og beinir þvi til þingmanna flokksins og allra flokksmanna, hvar sem þeir geti þvi viðkomið, að vinna að framgangi þessara mála i þágu launastéttanna og um leið þjóðarinnar i heild. 1. Það blasir við að útilokað er fyrir þá sem lægst hafa launin að framfleyta sér og fjöl- skyldu af dagvinnutekjum sinum i hinni ört vaxandi dýr- tið og stórrýrnandi tekjum. Skal því höfuðáhersla á það lögð að stórbæta laun hinna lægst launuðu þannig, að dag- vinnutekjurnar nægi til fram- færslu meöalfjölskyldu. Til litils hefur verið barist i áraraðir fyrir 40 stunda vinnuviku, ef um ieið og hún er orðin að veruleika, verður að stórauka yfirvinnu til að geta framfleytt meðalfjöl- skyldu, en sú staðreynd blasir nú við á meginþorra heimila. Þegar tillit er tekið til núver- andi verðlags og siaukinnar skattabyrðar, sem hlutfalls- lega hafa lagst þyngst á þá sem lægri hafa launin, verður að telja, að lágmarkslaun mættu ekki vera lægri en sem svarar kr. 40.000,00 á mánuði, miðað við núverandi visitölu. Hér er um stórátak að ræða, sem öll launþegasamtök i landinu ásamt þeim stjórn- málasamtökum, sem telja sig vera málsvara alþýðunnar og launastéttanna, verða að sameinast um að hrinda i framkvæmd á næstu vikum, undir kjörorðinu „Gerum 40 stunda vinnuvikuna að raun- veruleika”. 2. Unnið skal að lögfestingu 5 daga vinnuviku fyrir alla launþega og ennfremur, að hver vika i orlofi verði reikn- uð sem 5 virkir dagar. Lágmarksorlof er nú 24 virkir dagar. Eðlilegt verður að teljast, að orlofsdögunum fjölgi með hækkandi starfsaldri og mætti i þvi sambandi benda á, að i mörgum tilfeilum væri æskilegt að orlofsaukning vegna starfsaldurs væri framkvæmd að vetrinum. 3. Lögð er áhersia á, að Alþýðu- flokkurinn beiti sér áfram og i rfkari mæli fyrir lögfestingu um atvinnulýðræði, sem feli i séraukin áhrif starfsmanna á stjórnun fyrirtækja og jafn- framt verði komið á fót sam- starfsnefndum launþega og vinnuveitenda innan fyrir- tækjanna. Eðlilegt væri, meðan þessi mál væru að þróast, að opin- berar stofnanir riðu á vaðið i þessum efnum. 4. Lifshagsmunir þjóðarinnar i heild byggjast nú sem áður að stórum hluta á sölu fiskafurða á erlendum mörkuðum. Leggja verður áherslu á aukningu verðmætis sjávar- afurða með enn frekari full- vinnslu þeirra innanlands. Þessu fylgja kröfur til þeirra launþega, sem við þennan iðnað starfa, um meiri afköst og aukna vandvirkni til að mæta kröfum hinna erlendu markaða. Með tilliti til þessa, svo og að hér er um erfiða og jafnframtoftstopula vinnu að ræða, verður að teljast nauð- synlegt og sanngjarnt að þessi störf verði metin til verulegri hærri launa og jafn- framt verði sett ákvæði um launatryggingu þeirra, er vinna á timakaupi. 5. Alþýðuflokkurinn skal með öllum ráðum vinna að þvi, að opinber gjöld verði ekki lögð á ellilaun i neinum tilfellum. Ennfremur, að skerðingar- • ákvæði þau er gilda um elli- laun verði felld niður. 6. Alþýðuflokkurinn skal vinna að þvi, að allir lifeyrissjóðir launþega i landinu verði verð- tryggðir, þannig að greiðslur til lifeyrisþega haldist i sam- ræmi við almennt verðlag eins og það er á hverjum tima. 7. Kjördæmisþingið vill beina þvi til opinberra stjórnvalda, að mikið virðist á skorta að þau taki tillit til við mann- virkjaframkvæmdir á sinum vegum, þörf vinnuafls til hinna ýmsu atvinnuvega landsmanna, á sama tima og ráöist er i opinberar fram- kvæmdir. Hafa ber i huga við fram- kvæmdir opinberra aðila, að þær hafi ekki i för með sér vinnuaflsskort við t.d. upp- byggingu húsnæðis né við mönnun bátaflotans. Opinberar framkvæmdir eru nauðsynlegar, en það verður að skipuleggja þær þannig, að þær auki ekki á vinnuafls- skort i lifsnauðsynlegum at- vinnugreinum og hafi um leið f för með sér launaskrið og aukningu dýrtiöar í landinu, til enn frekari kjararýrnunar launþega og mest þeirra sem lægst hafa launin. 8. Vinna ber að þvi, að skatta- frádráttur vaxta vegna skulda verði verulega tak- markaður, þar sem reynslan hefur sýnt, að þetta ákvæði skattalaganna hafi verið mis- notað í rikum mæli. Koma þarf i veg fyrir, aö hinir tekjuháu og aðstöðugóðu þjóðfélagsþegnar geti skotið sér á bak við vexti af óeðli- lega miklum skuldum og meö þvi séð sér fyrir lágum eða jafnvel engum sköttum á kostnað hins almenna laun- þega. Skattafrádráttur giftra kvenna er vinna frá heimilum sinum var hugsaður og reyndist i raun, sem mjög hvetjandi að þvi leyti að ná auknu vinnuafli út i atvinnu- lifið. Full ástæða er til að ætla, að einstæðar mæður, sem geti ekki hjá þvi komist að vinna utan heimilisins til að afla sér og börnum sinum lifsviður- væris, ættu ekki siður að njóta sama skattafrádráttar, en þær konur, er hafa maka sinn sér við hlið, til að afla heimil- inu tekna ásamt sér. 10. Kjördæmisþingið beinir þvi til Alþýðuflokksins, að hann beiti sér fyrir þvi með öllum ráðum, að skattalög og fram- kvæmd þeirra verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar og lagfæringar. Siauknar kröfur á hendur hins opinbera, auknar fram- kvæmdir og vaxandi dýrtið hefur i för með sér auknar álögur á þjóðfélagsþegnana, sem aftur kallar á réttlátari skiptingu skattbyrðanna, og að gerðar séu alvarlegar ráð- stafanir til að uppræta hvers konar skattsvik. Taka skal til athugunar ásamt öðru, hvort ekki væri affara- sælla fyrir hinn almenna launþega, að upp væru teknir i auknum mæli óbeinir skatt- ar, þ.e. að eyðsla væri skatt- lögö i stað tekna, en beinir skattar væri aðeins notaðir sem hagstjórnartæki til að jafna skattbyrðarnar eftir efnum og ástæðum og draga úr óeðlilegum mun tekna og eigna. Koma verður I vcg fyr- ir þá þróun, að álögur á nauð- þurftartekjum láglaunafólks aukist meira hlutfallslega, en á tekjur þeirra sem hærri hafa launin. Til lagfæringar á þessu verð- ur að koma til stórleg breikk- un skattþrepanna þannig, að skattstiginn fylgi i stórum dráttum verðlagsþróuninni i landinu á hverjum tima og fyrirbyggi þannig, að nauð- þurftartekjur lendi i hæsta þrepi skatlstigans. 11. Kjördæmisþingið beinir þvi alvarlega til Alþýðuflokksins að taka upp baráttu fyrir endurskoðun visitölunnar, þar sem reynslan hefur sýnt, aðhún hefur ekki reynst laun- þegum sú vörn i dýrtiðarflóð- inu, sem henni er ætlað. Visi- talan hefur bæði fyrr og siðar verið notuð af stjórnvöldum, sem tæki til kjararýrnunar, er þau hafa ekki verið þeim vanda vaxin að halda dýrtið- arskrúfunni niðri. Kjördæmisþingið vill eindreg- ið mótmæla slikum aðferðum og krefst þess, að þannig verði um hnútana búið, að þetta fjöregg launþeganna geti ekki verið leikfang stjórnvalda. Launahækkanir samkvæmt kaupgjaldsvisitölu eru alls ekki orsök dýrtiðar, heldur bein afleiðing hennar og er raunverulegra orsaka oftast að leita i rangri stefnu ríkis- stjórna, sem ekki eru vanda sinum vaxnar. 12. Kjördæmisþingið gerir þá eindregnu kröfu til heilbrigð- is- og öryggisþjónustu, að eftirlit á vinnustöðum verði hert og gert strangara, meðal annars með þvi að fella niður allar undanþágur frá ákvæð- um laga og reglna þar um. Eitt at þrem aðaldagskrármálum nýlokins kjör- dæmisþings Alþýðuflokksins i Reykjavík, sem haldið var að Hótel Loftleiðum um nýliðna helgi, var verka- lýðs- og kjaramál. Stjórn Fulltrúaráðsins hafði falið þrem Alþýðuf lokksmönnum úr verkalýðshreyf ingunni — þeim Sigfúsi Bjarnasyni, Þórunni Valdimarsdóttur og Guðmundi Sigurþórssyni — að semja drög að ályktun um þau mál fyrir þingið. Var það verk einkar vel af hendi leyst og hafði Guðmundur Sigurþórsson framsögn fyrir drögunum á þinginu.Þingið samþykkti ályktunina óbreytta eins og hún kom frá nefndinni og er ályktunin birt hér. Fimmtudagur 27. september

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.