Alþýðublaðið - 27.09.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.09.1973, Blaðsíða 3
PJUtlHA IIUAK- PENSILINN Á LOFT. MÁLARAR Myndlistin hefur heldur betur oröiö útundan i samræðum um listir á Þjóðhátíö 1974. Einar Hákonarson, hefur brotiö þetta tómlæti á bak aftur með því að taka upp hjá sjálfum sér aö gera sögu- lega mynd um Apavatns- förina. Á myndinni má sjá Einar hjá listaverki sínu, og er þess nú bara að vænta, að fleiri mynd- listarmenn sjái sér fært að minnast afmælisins 1974 með pensli sinum— án þess að til þess hafi komið opinber samkeppni. I 'i 1 % ,¥é •Æ RÁÐUNEYTIÐ LIGGUR ENN Á GRÆNA LJÓSINU Milli 20 og 30 ungmenni hafa sýnt áhuga á því að sækja um inngöngu í leik- listarskóla þann, sem leik- húsin í Reykjavik og Félag íslenskra leikara hafa sótt um til menntamálaráðu- neytisins að fá að reka, en ráðuneytið hefur enn ekki gefið grænt Ijós um stofnun hans, þótt nokkuð sé liðið á haustið. Eins og Alþýðu- blaðið skýrði frá í sumar gengu leikhússtjórarnir á fund Magnúsar Torfa og lögðu þessar tillögur fyrir hann, og reiknuðu þá með því, að skólinn tæki til starfa í haust, yrði hann samþykktur. Létu bæði Vigdís Finnbogadóttir og Sveinn Einarsson, leikhús- stjórar, í I jós vonbrigði með gang þessa máls, þegar Alþýðublaðið ræddi við þau í gær. ,,Leikfélag Reykjavíkur hættiaðtaka inn nemendur árið 1966 og útskrifaði þá síðustu 1969 í því skyni að reka á eftir stofnun ríkis- leiklistarskóla", sagði Sveinn við Alþýðublaðið, „og Þjóðleikhússkólinn út- skrifaði síðustu nem- endurna árið 1972. Nú er þörfin fyrir leikara undir tvítuguorðin mjög brýn, og með þessum leiklistarskóla í veturætluðum við að brúa bilið þar til ríkisskólinn verður stofnaður, en ekki er að búast við, að það verði fyrr en eftir tvö til fjögur ár." Það fyrsta, sem gerðist í þessu máli eftir að til- lögurnar voru lagðar fyrir ráðherra í sumar var, að Knútur Hallsson skrifstofu- stjóri í menntamálaráðu- neytinu kallaði leikhús- stjórana á sinn fund i gær- morgun, og voru til- lögurnar þá ræddar. Að sögn Sveins var hugmyndin að fá Lindarbæ undir skólahaldið, en fresturinn til að ákveða hvort hús- næðið verður tekið eða ekki er löngu útrunninn. Því er óvíst, hvort það fæst, eða hvarskólinn fær inni, verði af stofnun hans i haust. Pylsurnar ná austur á Hornafjörð! A fyrstu 7 mánuðum ársins framleiddi Kjötiðnaðarstöð S.l.S. 200 tonn af ýmiskonar pylsum. Er þetta veruleg aukning frá þvi, sem var á fyrra ári, segir i fréttabréfi Sambandsins, sem nýlega hef- ur borist. Mun láta nærri, að óslitin pylsuröð Kjötiönaðar- stöövarinnar nái frá Reykja- vik til Hafnar i Hornafiröi i árslok, miðað við sömu afköst það sem eftir er ársins, en þangað eru nálægt 1000 kilómetrar eftir þjóðvegi. t bilainnflutningi Sam- bandsins er það nýmæli, að i fyrsta skipti á 15 ára timabili, hefur nú verið selt nokkuð magn bandariskra vörubila, en Biladeildin hefur nú þegar fest kaup á 33slikum bilum, og i ráði er að gera pöntun á 40 vörubilum til viðbótar frá Bandarikjunum. VOTMÚLINN Á HREINT Á LAUGAR- DAGINN „Sýslunefndarfundur í Árnessýslu verður haldinn næstkomandi laugardag og verða þá kaup Selfoss- hreppsá jörðinni Votmúla í Sandvíkurhreppi tekin fyrir, „sagði Páll Hall- grímsson sýslumaður við Alþýðublaðið. Fundurinn hefst upp úr hádeginu og verður honum væntanlega lokið fyrir kvöldið, að sögn sýslu- manns. Verslunarráðið varar við slitum gegn Bretum Verslunarráð tslands varaði i gær alvarlega við slitum stjórn- málasambands við Breta. Segir ráðið i tilkynningu, að skaöi okk- ar viðskiptalega mundi verða mun meiri en skaði Breta, komi tilslita viðskiptalegra sambanda. 1 tilkynningu Verslunarráðsins segir orðrélt: Framferði Breta á miðunum nú getur bent til þess, að þeir vilji fá átyllu til þess að rjúfa öll viðskipti við okkur. Bresk stjórnvöld vita, að þau geta á þann hátt valdið okkur stórfelldu tjóni, án þess aö hagsmunir þeirra skaðist veru- lega. t þvi sambandi vill V.t. vekja athygli á eftirfarandi: Meiri hluti landbúnaðarvéla er breskur og rekstur þeirra háður varahlutaþjónustu þeirra. Ýmsar þýðingarmiklar rekstr- arvörur sjávarútvegs og iðnaðar koma frá Bretlandi. Stór hluti bifreiða landsmanna er háður breskri varahlutaþjón- ustu. Rekstur flugfélaga okkar bygg- ist að nokkru leyti á flugi til breskra flugvalla og á þvi að flytja breska ferðamenn. Fjölmargir islenskir náms- menn sækja menntun sina til Bretlands. Miðstöð alþjóðlegra endur- trygginga.sem við verðum að hafa aðgang að, er i London. Fjölmargir sjúklingar eru ár- lega sendir til Bretlands til með- ferðar við alvarlegum sjúkdóm- um, sem erfitt er að fá fram- kvæmda annars staðar. Ennfremur er rétt aö hafa i huga, að Bretar, ef þeir beita sér, hafa mjög góða aðstöðu til þess að gera okkur erfitt fyrir um nýjar lántökur á alþjóðlegum peninga- markaði, og getur hver maður sem vill, séð hverjar afleiðingar slikt myndi hafa fyrir verklegar framkvæmdir og gjaldeyrisstöðu landsins. NOTUM FREKAR SÍMANN Okkur tslendingum er gjarnt að gripa til simans og þvi notum við póstinn minna en tiðkast i nágrannalöndunum. Siðastliðið ár nam aukningin i póstsendingum 2,9%, en það samsvarar 546 þúsundum sendingum. Fimmtudagur 27. september o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.